Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 16
VÍSIR
Vlsir. Þriðiudagur 29. júli 1975,
Alltof
jafn
hress!
1 eina tið átti hann metið i að
varpa kúlunni, hann Þorgeir
bóndi i Gufunesi, sá lands-
frægi afreksmaður. Hann
hefur nú lagt átta áratugi að
baki og þykir gaman að fást
við Iþróttirnar engu að siður.
Ilann var um helgina með
flokki frjálsiþróttamanna og
áhugafólks i Noregi, og hér
reynir hann sig I hringnum.
Okkur sýnist hann kunna tökin
á kúlunni ekki siður en þeir
yngri. (Ljósmynd Bj-Kj->
Maður slasaðist alvariega i á
rckstri iHeyðarfirði á laugardag
inn. Hann variluttur með flugvél
til Reykjavíkur og liggur nú á
gjörgæzludeild Borgarspitalans,
Er liðan hans eftir atvikum.
Þarna rákust saman Reykja-
víkurbill og annar af Austfjörð-
um. Þetta var á neðstu brúnni á
Fagradal, og var Reykjavlkur-
bfllinn, með hjónum á sumar-
ferðalagi, rétt i þann veg að kom-
ast yfir brúna, er áreksturinn
varð, og köstuðust bflarnir sinn á
hvorn brúarstólpann. ökumaður
Austfjarðabílsins slasaðist mest,
hlaut slæm höfuðmeiðsli. Konan
úr Reykjavik slasaðist einnig
nokkuð, en mun óbrotin, og far-
þegi i austanbílnum hlaut nokkr-
ar skrámur. Þetta fólk var flutt á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum. öku-
maður Reykjavikurbilsins slapp
ómeiddur. — Bilbeltin héngu ó-
notuð i báðum bilunum, að sögn
löggæzlumanns á Reyðarfirði.
—SHH
Stöðugur hallarekstur ó íslenzka ríkinu:
EN VID ERUM SAMT
EKKERT Á KÚPUNNI
island er ekki að
verða gjaldþrota að
matiólafs Tómassonar
hjá Seðlabanka ís-
lands, er bornar voru
undir hann tölur júni-
mánaðar um vöru-
skiptajöfnuð við önnur
riki. Hallinn fyrstu 6
mánuði þessa árs er
tæpir 14 milljarðar. En
hvernig er hægt að
mæta slíkum halla ár
eftir ár? Á sama tima i
fyrra var hallinn á átt-
unda milljarð miðað
við þáverandi gengi.
Ólafur sagði, að hér innan-
lands væri leitazt við að bæta
hag landsmanna með gengis-
breytingum og innflutningi fjár-
magns. Tekin væru lán eftir þvi,
sem frekast væri unnt.
En hvar getum við fengið lán
og njótum við enn sama láns-
trausts og á góðu árunum? Ólaf-
ur sagðist verða að játa, að það
væri ekki lengur, en þó væri enn
mögulegt að fá lán.
Þá benti hann á það, að til
dæmis seljendur þeirra skipa,
sem tslendingar kaupa, lánuðu
oft upp i 80% af verði þeirra.
Stærstu liðirnir I innflutningi,
sem alls nam um 35 milljörðum,
eru skip eða þrir milljarðar sex
hundruð sextiu og sex milljónir.
Þá nemur innflutningur til ISAL
mjög svipaðri upphæð. Ólafur
benti hins vegar á, að tap eða
gróði Islenzka álfélagsins hefði
engináhrif á gengismál Islands.
Þeir yrðu sjálfir að flytja inn
fjármagn, ef mismunur á inn-
flutningi og útflutningi væri ein-
hver.
Útflutningur nam i júnimán-
uði rúmlega fjórum og hálfum
milljarði. Sjávarafurðir voru
þar tæpir fjórir milljarðar, en
iðnaðarvörur voru seldar úr
landi fyrir 411 milljónir.
Ólafur sagði, að tölurnar væru
að vissu leyti ýktar. Til dæmis
væri innflutningur metinn á þvi
verði, sem varan kostaði, þegar
búið væri að greiða tryggingar
og farmgjöld. Útflutningsverð-
mæti væru reiknuð á vörunni,
þegar hún væri komin inn fyrir
borðstokk en ekkert tillit tekið
til kostnaðar við útflutning-B.A.
Akraborgar
kemur í
gagnið um
helgina?
„Ætli brúin verði ekki tilbúin
öðru hvoru megin við helgina,”
sagði Gunnar B. Guðmundsson
hafnarstjóri um bílabrúna fyrir
Akraborgina, sem beðið hefur
verið með mikilli óþreyju. Þeir á
Akranesi ættu jafnvel að vera til-
búnir með sina á föstudag.
Það verður margur bileigand-
inn léttur á brúnina að þurfa ekki
að aka fyrir Hvalfjörð, en geta I
staðinn keyrt beint um borð i
Akraborgina.
Að visu hefur ferjan flutt 10—11
bila i hverri ferð, en menn hafa
þurft að panta fyrirfram til að
vera vissir um að fá far. Nú bæt-
istviðrúm fyrir um 40 bila, þegar
bfladekkið nýtist. Ef fleiri en einn
eru i bilnum kostar farið undir
bilinn kr. 200. Ef aðeins einn er i
honum kostar undir bilinn kr. 400.
Fargjaldið á mann er kr. 600.
—EVI—
Meiri útsvarsgreiðslur
til sveitarfélaganna
„Þetta þýðir i stuttu máli, að
mismuninum á persónuafslætti
og tekjuskatti skai ráðstafað til
greiðslu tekjuútsvars,” sagði
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands Is-
lenzkra sveitarfélaga, en sá reit-
ur álagningarseðiisins fræga,
sem tilgreinir fullan persónuaf-
slátt og ónýttan persónuafslátt,
hefur vafizt fyrir mörgum.
Magnús sagði, að i lögum um
ráðstafanir i efnahagsmálum og
fleira frá 28. april siðastliðnum,
hefði verið breytt ákvæðum um
svokallaðan persónuafslátt. 1
fyrra var veittur skattaafsláttur,
sem menn fengu þá endurgreidd-
an, en nú heitir þetta persónuaf-
sláttur. Nemi hann hærri fjárhæð
en reiknaður tekjuskattur, leggur
rikissjóður mismuninn fram til
greiðslu á útsvari. Ef eitthvað
verður énn umfram, fellur það
niður.
A undanförnum árum hefur
verið heimild til að fella niður út-
svar hjá fólki með lágar tekjur,
svo sem ellilifeyrisþegum og
námsmönnum. Með þessari
breytingu á skattalögunum fá
sveitaríélögin útsvar þessa fólks,
— ónýttur
persónuafslóttur
gengur til greiðslu
útsvaranna
en úr hendi rikissjóðs, þannig að
tekjur sveitarfélaganna aukast
við þetta um nokkur hundruð
milljónir um allt land.
Sú upphæð, sem mögulega
kemur til lækkunar útsvars með
þessu móti, er tilgreind i siðasta
reit álagningarseðilsins.
—SHH
4 slökkvibílar og 12 manns sendir í brunakall:
íbúarnir höfðu slökkt
sjólfir er liðið kom
íbúar í neðanverðri upp af værum blundi á er fjórir slökkviliðs-
Mosfellssveit hrukku sunnudagsmorguninn, bilar geystust upp
Vesturlandsveginn upp
i Reykjahverfi. Sem
betur fór var þó minni
hætta á ferðum en leit
út fyrir i fyrstu.
Kviknað hafði I rúmdýnu I
timburhúsi þar efra, en ibúum
hússins hafði tekizt að slökkva
eldinn með handslökkvitækjum
og vatni, er liðið kom á vett-
vang.
Að sögn slökkviliðsins var tal-
in hætta á, að meira kynni að
verða úr eldinum, og þvi voru
þessir f jórir bilar sendir og með
þeim tólf manns. Á meðan var
varalið kallað inn á stöðina til
að vera til taks, ef á þyrfti að
halda þar efra eða annars stað-
ar.
—SHH