Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 4
i4
Vísir. Þriðjudagur 29. júli 1975.
STYRKIR
til háskólanáms í Grikklandi
Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði
fram i löndum sem aðild eiga að Evrópu-
ráðinu fimm styrki til háskólanáms i
Grikklandi háskólaárið 1976—77. — Ekki
er vitað fyrirfram hvort einhver þessara
styrkja muni koma i hlut islendinga. —
Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til
framhaldsnáms i griskri tungu og sögu og
eru veittir til 1—3 ára námsdvalar. Styrk-
fjárhæðin er 5.000 drökmur á mánuði, auk
ferðakostnaðar til og frá Grikklandi.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla-
prófi áður en styrktimabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt stað-
festum afritum prófskirteina og meðmæl-
um skulu sendar menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1.
september nk. — Sérstök umsóknareyðu-
blöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 24. júli 1975.
^fréttiniar VISIR
Laus staða
Við Bændaskólann á Hvanneyri er laus til
umsóknar staða kennara við bændadeild
og búvisindadeild Bændaskólans, með
fóðurfræði og lifeðlisfræði sem aðal-
kennslugreinar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar landbúnaðar-
ráðuneytinu fyrir 24. ágúst 1975.
Landbúnaðarráðuneytið, 28. júlí 1975.
190 skátar fóru i fyrradag
til Noregs á Nordjamb, 14.
alheimsmót drengjaskáta
í Lillehammer
„Nú skundum við
á skátamót..."
,,Nú skundum við á
skátamót.....”. Svona
er byrjunin á einum
skátasöngvanna, og án
efa hefur þessi laglina
komiö upp i hugann hjá
einhverjum af þeim 190
skátum, sem á sunnu-
daginn söfnuðust
saman við farþegaaf-
greiðslu Loftleiða.
bessi stóri hópur var
nefnilega að leggja upp
til Noregs. en þar hefst
á miðvikudaginn 14.
alheimsmót drengja-
skáta, jamboree.
Nordjamb, en svo er mótið
kallað, er haldið á vegum
Norðurlandanna fimm, Dan-
merkur, Sviþjóðar, Noregs,
Finnlands og Islands. Rammi
mótsins er kjörorðið „Fimm
fingur — ein hönd”. og á að vera
tákn um bræðralag skáta um
heim allan. Einnig má lita á
kjörorðið sem tákn þeirrar nor-
rænu samvinnu, sem kemur
fram i þvi samstarfi, sem lýtur
að þvi að halda mót sem þetta.
Þríþœtt mót
„Við litum á Nordjamb sem
mót i þrem þáttum”, sagði
Bergur Jónsson, er á sæti i
kynningarnefnd mótsins. ,,I
fyrsta lagi er mótið sjálft, i öðru
lagi alþjóðaráðstefna drengja-
skáta, sem hefst strax að mót-
inu loknu i Kaupmannahöfn, og
siðast en ekki sizt gesta-
heimsóknir skáta hvaðanæva úr
heiminum á einkaheimili á
Norðurlöndunum fyrir og eftir
mótið. Má þar benda á hóp
skozkra skáta, sem dvalizt hafa
hér undanfarna daga.”
,,Það má segja, að við förum i
heimsókn fyrir og eftir mótið”,
sagði Rúnar Brynjólfsson frá
Hafnarfirði, einn af fararstjór-
um islenzku þátttakendanna á
Nordjamb. „Við leggjum upp
frá Reykjavik á sunnudagseftir-
miðdaginn og fljúgum til Osló.
Þar tekur einn nágrannabæj-
anna við okkur en það er Bær-
um, vinabær Hafnarfjarðar i
Noregi. Þar gistum við um nótt-
ina, en förum i skoðunarferð um
Osló, áður en við leggjum upp i
hópferðabilum til Lillehammer,
þar sem mótið er haldið.
Eftir mótið, þann 7. og 8.
ágúst, fara islenzku þátttakend-
urnir i tveimur hópum yfir til
Sviþjóðar, þar sem þeir skipta
sér niður á 5 bæi, en þar verímr
dvalizt á einkaheimilum i sex
daga. Heim koma siðan flestir
um Kaupmannahöfn 16. og 17.
ágúst”, sagði Rúnar að lokurn.
Fararstjórar islenzku þátt-
takendanna eru auk Rúnars,
þeir Hörður Zophaniasson frá
Hafnarfirði, sem er aðalfarar-
stjóri, óskar Pétursson,
Reykjavik, og Lúðvik Jónsson,
Keflavik.
r
I mörg horn
að líta
Það verður mikið um að vera
þessa tiu daga, sem mótið
stendur yfir. Alls verða um 18
þúsund skátar á mótinu, 15 þús-
und almennir þátttakendur frá
95 þjóðum, en 1600 dróttskátar
frá Norðurlöndunum i sérstök-
um vinnubúðum og rúmlega
1000 i yfirstjórn og fyrirliðar.
Islendingar taka virkan þátt i
þvi að halda þetta mót. Héðan
eru um 160 skátar i yfirstjórn
mótsins og i starfsmannabúð-
um. íslendingar standa fyrir
einni af tiu tjaldbúðum mótsins,
Heklu og er Arnlaugur Guð-
mundsson tjaldbúðastjóri.
—JR
Heimsókn fyrir
og eftir mót