Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Mánudagur 11. ágúst 1975 Eitt skot sem hitti markið nœgði Víkingum! Gunnar örn, Vikingurinn sterk- I legi, gerði islandsmcistaradraum tBK aö engu i Keflavik á laugar- daginn, þegar hann sendi knött- Gftir aöeins 45 sekúndna leik lá knötturinn i marki Fram i leik gegn KR i 1. deildinni á Melavellinum i gærkveldi, og var þar að verki Atli Þór Héðinsson, sem margan varnarieikmanninn hefur leikið grátt i sumar. Menn fóru aö gera þvi skóna, að KR-ingar xtluðu ekki aöeins að slá Framarana út úr Bikarkeppn- inni, heldur einnig toga þá úr toppsæti 1. deildarinnar, og eftir- láta það sinum fyrri erkifjendum, Akurnesingum. Að sjálfsögðu vakti þaö ekki fyrir KR-ingum heldur hitt, að þeir höfðu allan vilja til að kom- ast af botninum — fallið fer að blasa við, ef stigin vinnast ekki — og sú staðreynd er hættulega nærri KR, þvi aö 'ramarar sneru við dæminu og sigruðu i leiknum með þremur mörkum gegn tveimur. Knattspyrnan þarna á mölinni var kannski ekki þaö, sem fagur- kerar iþróttarinnar vilja helzt augum lita, til þess var leikurinn of stórkarlalegur — hugsunarlitil langspörk, samleikur i lágmarki og skrokkstyrkleikinn notaður um of i baráttunni um knöttinn. En þaö eru lika til áhorfendur sem hafa gaman af miklum bar- áttuleik og þeir fengu sannarlega mikið fyrir aurana sina. Allt frá upphafi til leiksloka var „keyrt” á fullu hjá báðum liðum og ekkert eftir gefið, enda auðveldara að spretta úr spori á mátulega hörð- um Melavellinum, en mýrinni i Laugardalnum. Aður en dómarinn Róbert Jónsson, sem stóð i ströngu leik- inn út, flautaði til hlés, höfðu Framarar náð marki yfir. Rúnar Gislason, hinn vöðvastælti en inn i mark heimamanna, þegar langt var liðið á leikinn. Gunnar skaut af um 30 metra færi og knötturinn hafnaði i bláhorni smávaxni framherji, skoraði fyrsta markið með skalla af markteig, eftir að knötturinn hafði gengið „koll af kolli” inn i vitateignum, unz Jón Pétursson „nikkaði” honum til Rúnars. Þarna hefði Magnús Guðmunds- son markvörður betur reynt út- hlaup og freistað þess að ná knettinum á undan Rúnari i stað þess að standa stjarfur á mark- linunni. Marteinn Geirsson var svo á réttum stað á réttum tima, þegar Framarar fengu innkast rétt við endamörkin á vallar- helmingi KR. Svo til beint úr inn- kastinu féll knötturinn á rist Mar- teins nokkra metra frá marki og — knötturinn þaut i netið, 2:1. Aðeins voru liðnar nokkrar minútur af seinni hálfleik, þegar Baldvin Eliasson jafnaði fyrir KR-inga með skalla, eftir fyrir- gjöf frá Atla Þór. Aðþrengdum af varnarleikmönnum tókst Baldvin að stökkva upp, ná til knattarins og skora, 2:2. Við markið færðist enn meira lif i leikinn en áður. Upphlaupin gengu á vixl, og sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Litlu munaði, aö KR-ingum tækist að ná forystunni, þegar Atli Þór átti i marksins af slikri nákvæmni að engu likara var en að þetta væri liður, i ,,Viking”-geimferðaráætl- uninni, sem er nýhafin. kapphlaupi við Árna Stefánsson um knöttinn. Atli var aðeins á undan, en Arni hljóp hann niður og frá minum bæjardyrum séð var um ótviræða vitaspyrnu að ræða. — En dómarinn var á ann- arri skoðun og lét leikinn halda áfram. Um likt leyti og vallarljósin voru tendruð birti yfir hjá Fröm- urum. Magnús Guðmundsson markvörður var að tvistiga með knöttinn rétt innan vitateigs og lét óviðurkvæmileg orð falla i garð linuvarðarins. Skipti þaö engum togum, að Róbert dæmdi óbeina aukaspyrnu á KR. Einhvers staðar hefur verið glufa i varnarvegg KR-inga og hana kom Marteinn auga á og sendi knöttinn þar I gegn og beint I markiö — 3:2. Framarar virðast hafa nægan „lager” af góðum leikmönnum. Þrátt fyrir mikla blóðtöku i vor, geta þeir ávallt teflt fram nýjum og nýjum mönnum. Guðmundur Hafliðason, leikinn og snöggur miðherji, sem lék i gærkveldi, stóð sig mjög vel, og engu siðri voru þeir Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev, sem komu inn á i leiknum, þegar mest reið á. Eng- Þetta glæsilega mark Gunnars var það eina, sem skorað var i leiknum og raunar eina hættulega skotið, sem Vikingar áttu á ÍBK inn viðvaningsbragur á piltunum þeim. Annars þarf varla að taka fram, hverjir voru styrkustu stoðir Framliðsins — engir aðrir en Marteinn og Jón. Arni Stefánsson markvörður reynist liði sinu ekki sama stoðin og styttan á mölinni og grasvöll- unum. Sömu sögu er að segja um Magnús Guðmundsson, „koll- ega” hans I KR — báðir hikandi i úthlaupum. Baldvin Eliasson var einna lif- legastur KR-inga og þvi furðuleg ráðstöfun að kalla hann út af i seinni hálfleik. Atli Þór var sem fyrr hættulegur og erfiður Fram- vörninni og Guðmundur Yngva- son, nú tengiliður, stóð sig ágæt- lega, fljótur i vörnina og mjög virkur i sókninni. Bakverðirnir Guðjón Hilmarsson og GIsli Gislason gáfu miðvörðunum Halldóri og Ottó Guðmundssyni ekkert eftir hvað öryggi snerti. Róbert Jónsson fékk þarna áreiðanlega sitt erfiðasta verk- efni við að striða sem dómari — og gerði þvi góö skil að flestu leyti, — nema hvað brot Arna markvarðar á Atla Þór áhrærði, sem áður er getið. emm markið. Fram til þess hafði ekki mikið reynt á Þorstein markvörð —- sem helzt hafði þurft að gripa inn i sendingar fyrir markið, en við skot Gunnars réð hann ekki og lái honum það hver sem vill. Með sigri sinum hafa Vikingar, eiginlega tryggt sig gegn falli og eiga fræðilega möguleika á sigri, þótt „glætan” sé sáralitil, Þeir hafa halað inn 11 stig, rétt eins og IBK og FH. En öfugt mega hjólin snúasthjá Fram og IA, ef þessum liðum tekstað ná þeim að stigum. Keflvikingar voru sér sýnilega meðvitandi að von þeirra var veik um sigur i deildinni — en þeir ætluðu sér að halda i hana. Strax i leikbyrjun gerðu þeir harða hrið að marki Vikinganna og heldu sókninni i um það bil stundar- fjórðung. Komst mark Viking- anna oft i hættu, en Diðrik Ólafs- son markvörður „gómaði” það sem á markið kom ellegar þeir 'Róbert Agnarsson, traustasti maður Vikinganna, og Helgi Helgason, bægðu hættunni frá Auk þess voru skotmenn ÍBK, eins og Steinar Jóhannsson, Hilmar Hjálmarsson og Grétar Magnússon furðu seinheppnir. Má ef til vill rekja það til þess, að vítateigarnir voru nýtyrfðir og erfitt að fóta sig á lausum þökun- um, — kannski var Gunnar búinn að átta sig á þvi, þegar hann skor- aði úr langskotinu...? Eftir árangurslausa byrjunar- sókn IBK, jafnaðist leikurinn, en Vikingar gættu þess að gefa ekki framlinumönnum Keflvíkinga of lausan tauminn. Bar leikur þeirra keim af þvi, að þeir sættu sig við annað stigið, en hefðu ekkert á móti báðum, ef heppnin væri með i spilinu og sannarlega var hún það. Skömmu eftir markið, tók t.d. ólafur Júliusson, aukaspyrnu rétt utan við vitateigshornið. Skot hans hafnaði i þverslá, en hrökk af henni til Gisla Torfasonar, sem skaut I marksúluna!! Miðað við gang leiksins hefði sigurinn átt að falla heimamönn- um i skaut, en það eru mörkin sem ráða. IBK-liðið hefur ekki náð að sýna þann viljastyrk i sumar, sem fært hefur þeim marga sigra á undanförnum ár- um og þeim gengur ekki allt i haginn, með að yngja lið sitt upp, en timi fer að verða til þess kom- inn. Einar Gislason og Gisli Torfason voru, ásamt Hirti Zaka- riassyni, burðarásar liðsins. Vikingarnir mega vel við una að vera komnir af hættusvæðinu. Brottför Guðgeirs hefur þjappað þeim saman, svo að liöiö virðist mjög heilsteypt. Stefán Halldórs- son var beittastur framlinumann- anna, en Óskar Tómasson og Hafliði Pétursson áttu einnig ágætan leik. Gunnar örn er glúr- inn að skora af löngum færum og mark hans var glæsilegt. Dómari var Eysteinn Guðm- undsson og var hann ekki i nein- um vanda með ákvarðanir sinar, — en mönnum til nokkurrar undr- unar tók hann furðu vægt á þvi þegar einn Vikingurinn lét hendur skipta við tvo Keflvikinga, rétt fyrir leikslok, — sýndi „gula spjaldið”, þegar það „rauða” hefði átt betur við. ____emm. Landsliösmarkvörðurinn, Arni Stefánsson, hefur fjórum sinnum þurft aö sækja knöttinn i netiö I tveim siöustu leikjum Fram við KR. Hér stendur hann og horfir á eftir boltanum, þegar KR jafnar 2:2 iieiknum í gærkvöldi. Ljósmynd Bj.Bj.... Fram sneri við! Tapaði 2:0 fyrir KR í bikarnum ó fimmtudaginn en sigraði 3:2 í deildinni í gœr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.