Tíminn - 14.09.1966, Page 1
Sigurður Nordal
lan Smlth
Nordal áttræöur
Prófessor Sigurður Nordal er
áttrœður í dag. Á áttræðisafmæl-
inu hefur Heimspekideild Háskóla
íslands ákveðið að sæma prófessor
Sigurð Nordal nafnbótinni doctor
iittcrarum islandicarum fyrir marg
háttuð veigamikil og djúptæ.k vís
indaafrek á sviði ísienzkra fræða.
Afhending doktorsbréfs fer
fram á háskólahátíð í október
1966.
Heimspekideild getur veitt tvær
doktorsnafnbætur, doctor philo-
sophiae og doctor literarum is-
landicarum. Er hin síðar greinda
aðeins veitt í heiðursskyni, en
aldrei að undangengnu prófi. Ilún
er sjaldan veitt, og aðeins hinum
allra fremstu vísindamönnum á
einhverju sviði íslenzkra fræða.
Var fyrsti prófessorinn i ís-
lenzkum fræðum við Háskóla ís
| lands, Björn M. Ólsen, sæmdur
j þessari nafnbót fyrstur manna
(1918), en síðan hafa þessir vis-
! indamenn hlotið nafnbótina docr
or litterarum islandicarum: Þor
valdur Thoroddsen (1921), Finn-
ur Jónsson (1921), Andreas Heus
ler (1936) og Magnús Olsen (1933)
Þá hefur Félag íslenzkra fræða
haft samráð við nokkra vim og
samstarfsmenn Sigurðar Nordals
prófessors, um að minnast átt.ræð
isafmælis haps. Ákveðið var að fé
lagið léti gera minnispening með
mynd hans. Peninginn gerði Har
ald Salomon, myndhöggvari og yf
irmyntsmiður í Kaupmannahöfn
Ftamhald á bls 14.
STÖÐVA ÞEIR?
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Samkvæmt óstaðfestum fregn
um, sem blaðinu hafa borizt, mun
íslenzka sjónvarpið mjög hafa kom
ið til umræðu á hinu norræna leik
araþingi, sem nú stendur yfir hér
í borg.
Hefur sjónvarpið ekki gert
neinn samning við Félag ís-
lenzkra leikara, varðandi upptök-
ur á leikritum og annað slíkt, og
mun félagið álíta slíka samninga
gerð mjög aðkallandi. Heyrzt hef
Framihald á bls. 15.
Iðnsýmngtttxr
208. tbl. — MiSvikudagur 14. september 1966 — 50. árg.
HITAVEITAN BRÁST
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Á fyrsta kalda degi hausts-
ins gerðust þau tíðindi, þegar
fólk á hitaveitusvæði í eldri
hverfum Reykjavíkur ætlaði að
notast við hitaveituna, að lítið
hitnaði í íbúðum þeirra. Staf-
ar þetta af því að aukning sú
sem orðið hefur á hitalögnum
að undanförnu nær fram úr
vatnsmagninu. Mun því verða
borið við, þegar spurzt er fyrir
um þetta, að bilað hafi dada.
Hins vegar er þær fregnir að
hafa t.d. frá Reykjum, að vatns
magnið, sem fari þaöan til
Reykjavíkur, þegar nú hefur
kólnað, sé það mesta sem það-
an geti komið, alveg eins og
I verstu vetrarhörkum.
Þá hefur blaðið fregnað, að
skort hafi varahluti í fjórar
djúpdælur en þrátt fyrir að-
varanir, hafi borgaryfirvöld
ekki sinnt beiðni um kaup á
Framihald á bls. 15.
Vilja Smith
frá völdum
NTB-Lundúnum þriðjudag.
Leiðtogar tuttugu og tveSgja
landa, sem taka þátt í samvcldis
ráðstefnunni í Lundúnum, hættu
í kvöld við að gefa út andstírðar
yfirlýsingar um Rhodesíúmáíið og
sigla með því í strand vlðræðum
um þetta aðalverkefni ráðstefn
unnar.
Fulltrúarnir samþykktu að taka
málið enn á dagskrá á lokuðum
fundi í fyrramálið, en fyrr i dag
var allt útlit fyrir, að Bretar ann
ars vegar og samvcldislöndin hins
vegar létu frá sér 1 fara andstæðar
Á myndlnni sjást geimfararnir, Charles Conrad, flugstjóri (til hægri og Richard Gordon, flugmaöur inni i
geimfarinu, skömmu áður en þeir lögðu upp i geimferð sina. Eru þeir að reyna hin ýmsu tæki og æfa sig
slg vlð stjórn þeirra.
Gafst upp á ,geimgöngu'
NTB-Kennedyhöfða 13. sept.
^eimfarinn Richard Gordon
gafst í dag upp á „geimgöngtr'
sinni svo að segja strax og liann
hafði yfirgefið geimfarið Gcmini
11. Gordon, sem er 36 ára gam
ati sjóliðsforingi, kvartaði um
mikla þreytu og andaði strax mjög
títf og með erfiðismunum. Varð
hann að fara inn í geimfarið aft
ur eftir aðeins 16 mínútna úti-
vist, en átti að vera alls 115 mín
útur í „gönguferðinni.“ Virðist auk
in merki þess, að geimfarar þoli
illa þyngdarleysið úti í rúminu.
Gordon hvíldist um stund inni
í geimfarinu og gerði þá aðra til
raun en eftir fáeinar mínútur til-
kynnti hann, að hann svitnaði
mjög af hita, og hann sæi ekki
neitt út um gluggann á búningn-
um, þar sem mikil móða hefði
setzt á hann. Varð hann að snúa
í annað sinn við og hætti frekari
tilraunum.
Gordon er fimmti geimfarinn,
sem fer út fyrir geimfar sitt og
svífur með því óbeizlaður.
Á þeim skamma tíma, sem hann
var utan geimfarsins, tókst honum
þó að festa um 30 metra ;anga
taug milli geimfarsins og Agena
eldflaugarinnar.
Læknar í vísindastöðinni á Ken
nedyhöfða sögðu í kvöld, að þrátt
fyrir þessa erfiðleika, væri Gordon
við ágæta heilsu, hann andaði
einungis of títt og púlsinn væri
of _hár.
I þessu sambandi minnast menn
þess, að Michael Collins, sem fór
út úr Gemini-10 á braut umhverf
is jörðu, átti einnig í svipuðum
Framhald á bls. 15.
yfirlýsingar í afstöðunni til stjórn
ar Ian Smiths. Ákvörðunin í kvöld
er spor til hins betra og vekur
von um, að einhver niðustaða ná
ist á þessari mikilvægu ráðstéfnu
sem staðið hefur í átta daga.
Hárold Holt, forsætisráðherra
Ástralíu fékk þvi framgengt i dag,
að Rhodesíumálið var tekið út af
dagskrá, en þess í stað önnur mik
ilvæg mál tekin fyrir, svo sem
Vietnam-stríðið og spennan milli
austurs og vesturs.
Þessi ákvörðun mætti mikilli and#
spyrnu margra leiðtoga á ráðstefn
unni, og m.a. yfirgaf utanríkisráð
herra Zambíu þingsalinn, er
Rhodesíumálið var lagt til hliðar.
Sagði utanríkisráðherrann, sem
haldið hefur uppi hvað harðastri
gagnrýni á stefnu Wilsons í Rhod
esíumálinu, að hann væri furðu
lostinn yfir þessari ákvörðun. Hélt
utanríkisráðherrann heimleiðis í
kvöld til viðræðna við Kaunda, for
seta, sem fyrr hefur lýst þvj yfir,
að Zambía muni segja sig úr sam
veldinu sjái stjórn Wilsons ekki
fyrir því, að ríkisstjórn Ian Smiths
fari frá. Eftir á ráðstefnunni fyrir
Framhald á bls 14