Tíminn - 14.09.1966, Side 8

Tíminn - 14.09.1966, Side 8
/ 8 TÍJVUNN MIÐVIKUDAGUR 14. september 1966 Sigfús Örn Sigfússon: ÞJÓDVEGIR í ÞÉnBÝU Á ráðstefnu Saimibands íslenzkra sveitarfélaga um síðustu niánaða mót flutti Sigfús Örn Sigfússon, deildarverkfræðingur hjá Vega gerð ríkisins, erindi, sem liann nefndi Þjóðvegir í þéttbýli. Þar var greint frá framkvæmdum við gerð vega í þéttbýli og viðhorfi til notkunar steinsteypu, malbiks og olíumalar við gatnagerð. Niður iag eriindisins fer hér á eftir. Ekki er mögulegt að ræða í smáatriðum um gerð undirbygg ingar varanlegra vega, til þess eru tiltæk gatnagerðar efni og aðstæður og efnismögu- leikar of breytilegir. Aðalatriðið er að undirbygging með slitlagi sé nógu traust til þess að bera þá um ferð, sem um götuna fer, því marki er að sjálfsögðu náð með því að nota hæfilega þykk lög góðra fyllingarefna og þjappa þau nægilega. Sé um miklar umferðar götur að ræða, er rétt að fullvissa sig um traustleikann með mæling um á þjöppuninni eða með því að mœla sig undirbyggingarinnar undan miklu álagi. Gatnamála stjóri ræddi nokkuð um gerð und irbvgsinsa í Reykiavík og verður það látið nægja. Hins vegar ætla ég að rekja nokkuð gerð slitlaga, en stikla þó á stóru. Hér á landi er langmestur hluti slitlags úr möl, óunninni eða unn inni. Malarslitlag hefur aðeins einn kost, sem mér er kunnugt um það er ódýrt, en hins vegar marga ókosti, t. d. er viðhald þess mjög dýrt, ef umferð er einhver að ráði, það er óþrifalegt, sérstaklega í bæjum, rykast mjög undan um íerð og vindi í þurrki og veðst upp í bleytu, illmögulegt er að afvatna það í holræsi, frostlyfting ar eru í því á vetrum og hol- klaki og aurbleyta á vorin, svo eitthvað sé nefnt. Malarslitlag má þó bæta á ýmsa lund, t. d. er talsvert gert af því að ryifcbmda með CaCI2 (kalsíumklóríð), en það þolir illa mikla rigningu og endist því oft verr en.skyldi. Kostn aður við rykbindingu er 3—i kr. á ferm. Möl má líka binda með sementi, kalki og asfalti myndar hálfhart lag, sem veðrast illa og slitnar mjög undan umferð og verð ur því í flestum, ef ekki ölluin tilfellum að leggja dýrt slitlag ofan á það strax. Öðru máli gegn ir með bindingu með vegolíu, svo kallaða olíumöl, hún harðnar ekki og má því rífa hana upp og leggja út aftur þegar slit og holumynd un gerir vart við sig. Þar sem gerðar hafa verið nokkrar tilraun ir með olíumöl undanfarið og fyr irspurnum um gæði hennar sem slitlags fjölgar stöðugt, er rétt að gefa hér stutt yfirlit yfir það, sem gert hefur verið til pessa: Vegagerð ríkisins hóf tilraunir með olíumöl árið 1962 á Vífilsstaðavegi og Suðurlandsbraut og ári síðar var lögð olíumöl á vegarkafla í Garðahreppi og á Strandgötu í Hafnarfirði og loks var lögð olíu möl á Akureyri og á Sauðárkróki. Tilraunir þessar voru gerðar með mismunandi móti og gáfu misjafn an árangur. Mjög fljótlega eyði lögðust kaflar þeir, sem lagðir voru á Suðurlandsbraut ofan Ár- túnsbrekku og á Strandgötu í Hafn arfirði, en aðrar tilraunir voru jákvæðar. Tilraunirnar sl- ár og í ár eru mun víðtækari, en þær sem áður voru gerðar, þar sem sl. ár voru lagðir um 3000 m3 oliu malar og í ár verða lagðir um 2500 m3 eða alls am 5500 m3. Olíumöl hefur verið lögð fyrir Vegagerð ríkisins, Kópavogskaup stað ,Garðahrepp, Hafnarfjarðar- kaupstað og Seltjarnarneshrepp, en Véltækni h. f. hefur séð um allar framkvæmdir fyrir áður nefnda aðila. Fyrir milligöngu Vegagerðar rfkisins kom hingað á sl. ári starfsmaður sættsku vega gerðarinnar, Hans Ivarson, verk- fræðingur til að leiðbeina um fram leiðslu og lögn fyrstu vikurnar, en hann má telja frumkvöðul að þeirri tækni, sem nú er notuð í Svíþjóð, en Syíar hafa allra þjóða mesta reynslu í framleiðslu og lögn olíumaiar. Tæki voru keypt frá Svíþjóð eða smíðuð hér eftir sænskum fyrirmyndum. Tækja kostnaður var um 600 þús. isl kr. og eru þá ekki meðtalin tæki til vinnslu steinefna. Áður en fram kvæmdir hófust voru nokkur malar sýnishorn úr námum í nágrehni bæjarins send til Svíþjóðar til rannsóknar, en gerðar eru akveön ar kröfur um kornadreifingu og styrkleika (hrökkni, kleifni) stein efnanna og um viðloðun olíunnar og steinefnanna- Af sex sýnishor.n um, reyndist aðeins eitt (úr Rauða mel) verulega gott, en annað (úr Smárahvammi í Kópavogi) reyndist nokikurn veginn nothæft. Þetta kom okkur nokkuð á óvart, en sýnir ljóslega að fyllstu rann 'sókna er þörf til að velja hæf stein efni til framleiðslu olíumalar. í sumar voru t. d. rannsökuð 4 sýnishorn frá Sauðárkróki og af þeim reyndist aðeins eitt nothæfr. Vegma mikils flutningskostnaðar úr Rauðamel var ákveðið að gera tilraunirnar með steinefni tir Smárahvammi. Eg skal stuttlega lýsa gangi blöndunar og útlagnar. Steinefnin voru eins og áður sagði unnin í Smárahvammi, en vinnsla þeirra á s. I. ári reyndist ýmsum erfiðleikum háð, enda gerð muln ingsvélar ekiki sem heppilegust. í sumar voru steinefnin hins vegar unnin í nýrri mulningsvél Vega gerðar ríkisins og gebk þá prýði lega. Blöndun fór einnig fram í Smárahvammi. Olían er sérstök vegolía og var keypt inn í geym um á s. 1. ári en á tunnum í sum ar og er það bæði mikið dýrara og óhagkvæmara á allan hátt. Olían er sett á geymi við hlið blöndunar stöðvar, hituð í honum upp í 80° og blandað í hana efni (amin) til að auka viðloðun um 1,5% af þunga olíunnar. Olíunni er síðan sprautað yfir steinefnið um leið og það fer í gegnum slcóflusnigil blandarans og er magn olíu 3,5% af þunga þurrs steinefnis. Bland aðri er olíumölinni síðan ekið i haug þar sem hún er geymd þar til útlögn fer fram, en þannig má geyma olíumöl í nokkur ár. Við blöndun vérður að gæta þess að raki í steinefninu verður að vera undir vissu marki til þess að við loðun haldist eðlileg, og er það háð steinefninu sjálfu hvert það rakamark er. T. d. reyndist raki í Smárahvammsefninu ekki mega vera meiri en 4%, en 9% raki í Rauðamelsefninu hafði engin áhrif á viðloðun. Útlagning er gerð með Hópkennsla á vegum Gítarskóli Ólafs Gauks, sem nú hefur starfað í nokkur ár, tekur í vetur upp talsvert fjöl- breyttari starfsemi. Hefur skól inn fram að þessu aðallega starfað sem bréfaskóli, og hafa nemendur fengið tilsöanina senda heim til sín í átta kennslu bréfum með viku millibili, en hvert bréf hefur verið miðað við það, að nemandinn ætti auðvelt með að tileinka sér innihald þess í frístundum sín- um á einni viku. Mörgum hefur fallið vel þessi þægilega aðferð til þess að kynna sér nánar hið hand- hæga og'vinsæla hljóðfæri, gít- arinn, án þess að þurfa að ganga til kennara á ákveðnum tímum, enda hefur t. d. fólk úti á landsbyggðinni lítil eða engin tækifæri til þess. Bréfa- skólinn mun þvi halda áfram í vetur, eins og áður en með honum fylgja ókeypis aðferðir til að leika nýjustu dægurlögin á hverjum tíma, auk þess sem kennslubréfin sjálf innihalda fjölda eldri laga, sem allir þekkja. í vetur mun svo verða bætt við hópkennslu á vegum Gítar- Ólafur Gaukur skólans. Hefur sú aðferð gefið prýðilega raun þar sem hún er tíðkuð. Kennt er þrern eða fleiri nemendum í einu, og skapast við það möguleikar á samleik, sem eigi eru fyrir hendi að öðrum kosti. Innritun -en bréfakennsla verður þó áfram á vegum skólans í þessi námskeið er hafin (í síma 10752), en kennslan hefst 19. þ. m. Er hópkennslan eink- um ætluð yngri nemendum, þar sem bréfaskólinn á hinn bóginn getur komið hvaða ald ursflokki sem er að gagni, og veitt fólki auðvelt og ódýrt á- hugaefni til dundurs við í ein- rúmi jafnt og í fjölmenni. Hægt er að skrifa eftir ókeypis skuldbindingalausum upplýsing um um bréfaskólann, en utaná- skriftin er: Gítarskólinn, Póst- hólf 806, Reykjavík. Gítar- skólans sérstökuim sleða, sem er mjög ein faldur að gerð, og er dregin af bílum þeim, sem flytja olíumölina á staðinn. Útlögn er gerð í tveimur lögum, neðra lagið um 2,5 cm þykikt eftir þjöppun, en þjöppun er gerð sitrax á eftir útlögn og umferð síðan leyfð á því. Neðra lagið er látið þjappast af umterð inni í a.m.k. eina viku, helzt leng ur, áður en efra lagið,, sem er um 2,0 em þykkt eftir þjöppun, er lagt á. Ekki má leggja á blautt yfirborð. Nokkrum dögum eftir lögn seinna lagsins er æsíkilegt að herfa það upp til þess að flýta fyrir vatnsuppgufun og gasmynd un léttuppgufandi hluta vegolfunn ar til þess að jafna og slétta yfir- borðið. Herfing og jöfnun er gerð með sérstökum útbúnaði, sem fest- ur er á veghefil. Valtað er á eft ir að venju. Það skal tekið fram að undirbygging undir olfumalar slitlag verður að vera allgóð, hafa gott burðarþol ,þar sem olíu mölin eykur burðarþolið afar lítið, og þola frost án mikillar lyftingar. Efsta borð undirbyggingar verður að vera vel slétt og þétt. Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins sá um og sér enn um daglegt eftirlit með framleiðsla steinefnanna og blöndun olíumal arinnar, þ.e.a.s. kornadreífingu, rakainnihaldi, olíumagni og við loðun, og hafa auk. þess gert all víðtækar grundvallarrannsóknir á viðloðun og samanburð á ýmsum viðloðunarefnum. Hafi því einhver sveitarfélög áhuga á framleiðslu olíumalar, ættu þau skilyrðislaust að snúa sér til rannsóknarstofnun arinnar með athuganir á tiltækum steinefnum og gera það með góð um fyrirvara. Verð olíumalarinnar var á sl. ári 50 — 70 kr ferm. og líkur eru til að verðið verði um 15% hærra í ár. í þessu evrði er aðeins kostn aður við sjálfa olíumölina, en eng inn undirbúningskostnaður. Verð ið er að sjálfsögðu háð því að vinnsla steinefna og blöndun fór fram á sama stað og akstur að útlagningarstað var hvergi meiri en 10 km. Líkur eru til að lækka megi þetta verð um 20 — 30% með hagkvæmari vinnubrögðum, blönd un meira magns í einu, hagkvæm ari olíukaupum þ. e. í geymum, en ekki tunnum, ódýrari vinnslu stein efna o. fl. Reynslan af lögn olíumalarinnar á s. 1. ári er ekki löng, en allgóð svo langt sem hún nær, a.m.k. þar sem umferð er hófleg. en Svíar telja 500—700 bíla á dag að meöal tali hámariksumferð fyrir olíu- möl. Vegagerð rikisins telur þó ekki tímabært að spá um framtíð olíu malar hér á landi og fullvíst iná telja, að hún verði ekki talin ar anlegt“ slitlag á þjóðvegi í þ';tt býli, en mætti e.t.v. nota hana <il bráðabirgða, meðan umferð og aðr ar ástæður leyfa. Með lögn þeirrar oliumalar, sem lögð verður fyrir Vegagerð -íkis ins í sumar, lýkur tilraununum með notkun olíumalarslitlaga. Leit að ódýrum slitlögum, sem henta íslenzkum steinefnum og veðráttu heldur þó áfram á næstunni er ætlunin að Vegagerð ríkiáins og Reykjavíkurborg geri tilraunir i gerð ódýrra slitlaga með asíalt- temulsionum. Ástæðan til þess a'ð nota emulsionir er sú, að þær eru mjög auðveldar i notkun, eru oftast notaðar kaldar og bindast köldu og röku og jafnvel blautu steinefni. Sáralítinn tækjakost þarf til að leggja þessi slitlög, þó full komin tæki til þess séu að síálf sögðu til og notuð þar sem urr stór verk er að ræða- Tilraunir verða gerðar með tvær gerðir slit laga. Sú fyrri er svokölluð yfirborðs méðhöndlun þ.e.a.s., yfirsléttan og vél þjappaðan malarveg er spraut að um 2Vz ferm. af emulslon og perlumöl með 9 10 mm komastærð Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.