Vísir

Ulloq
  • Qaammatit siuliiAugust 1975Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Ataaseq assigiiaat ilaat
Senere udgivet som:

Vísir - 15.08.1975, Qupperneq 2

Vísir - 15.08.1975, Qupperneq 2
Visir. Föstudagur 15. ágúst 1975 risDtsm-- — Hvað hlustar þú helst á i útvarpinu? Kristján Baldvinsson operator (tölvumaður): — Ég hlusta einna helst á út- varpiö á kvöldin þegar ég er á vöktum. Þá eru það framhalds- sögurnar sem mér finnast áhuga- verðastar. Hermann Guömundsson, skrif- stofumaöur: — Ég hlusta eingöngu á tónlist og þjóðleg fræði. Ingibjörg Stefánsdóttir 12 ára: — Ég hlusta næstum þvi aldrei á það. Einna helzt er það sjó- mannaþátturinn sem ég reyni að missa ekki af. Guöni A. Jónsson, úrsmiöur: — Ég hlusta alltaf á fréttirnar og ef það eru fræðandi þættir um land og dýralif i öörum löndum. Þá hef ég gaman af söng sólóista. Guöjón Þór Guðjónsson, rakaranemi: — Aðallega eru það popp þætt- irnir. Hins vegar finnst mér full- mikið af fræðandi erindum á kostnaö tónlistarinnar. Þá hef ég gaman af islenzku skemmtiefni til dæmis þáttum Jökuls og Svavars. Ingibjörg Þorfinnsdóttir, banka- ritari: — Ég hlusta helzt á lög unga fólksins annars hlusta ég litið á það. Tónlistin i þvi er alltof þung og ég finn litið I dagskránni við mitt hæfi. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HEIMSMETSVERÐ A GETRAUNASEÐLUM „ÞURFA „TIPPARAR" AÐ GANGA í ASÍ?" Fyrrverandi „tippari” skrifar. „Fátt er það, sem vakið hef- ur jafn almenna athygli og áhuga Iþróttasinnaðra manna og kvenna en enska knattspyrn- an og gengi hinna einstöku liða. Flestir eiga sitt uppáhaldslið og ganga með þvi i gegnum súrt og sætt. Þetta er sérstök tilfinning, sem þeir einir þekkja, er reynt hafa. Þvi er eftirvænting I huga margra nú i byrjun nýs keppnis- timabils. Um leið hefjast knattspyrnu- getraunir, sem byggja á ensk- um leikjum. Það að „tippa” er mörgum ómissandi þáttur, sem veitir skemmtun og ánægju. Menn koma saman og yfir kaffi- bollum er rætt um möguleika liðanna til sigurs á næsta seðli eöa menn reyna sig einir, leggja höfuðið i bleyti og spá eftir bestu getu. „Tipparar” eru sérstakur hagsmunahópur, að visu án ráðuneytis. Til þeirra verður aö taka tillit eins og annarra hags- munahópa, þeir eru nokkurs konar launþegar eða verðlauna- þegar, þegar vel gengur. En veröbólgan herjar á „tippar- ana” eins og alla aðra óbreytta þessa lands, þvi að nú hefur hver getraunaseðill hækkað um helming, sem þýöir, að hver „tippari” er orðinn hálf- drættingur miöað viö það, sem áður var. Fyrr mátti nú rota en dauðrota. Það er sjálfsagt kom- inn timi til að „tipparar” gangi i A.S.I., heildarsamtök launþega. Þessi hækkun kom til fram- kvæmda á siðasta keppnistima- bili og hefur þvi nú fengizt nokk- ur reynsla á hana og er hún ekki góð, þvi að ekki varð aukning á veltu Getrauna. Veltan hefur staðið I stað, ef ekki minnkað. Hins vegar varð þessi ráðagerð til að draga verulega úr þeirri skemmtun og ánægju, sem þúsundir manna höfðu af þvi að „tippa”. Fjölmargir höfðu dregiö úr kaupum og enn fleiri hætt alveg. Því verður þetta að kallast lltill árangur Getrauna. Það hefur verið viðtekin venja erlendis að hafa verð getrauna- seðla sem lægst, enda hefur reynslan sýnt það vænlegast til árangurs. Og það má einnig spyrja: Af hverju þurfti að hækka verð hér um heiming, þrátt fyrir þá staöreynd, að fyr- ir hækkunina var verð isl. get- raunaseðla langtum hærra en þekkist annars staðar (og hlýtur þvi að vera heimsmet nú)? Æskilegt væri, að Getraunir kæmu með rökstutt svar við spurningunni, þannig að hinn almenni „tippari” geti myndað sér skoðun á þvi, hvort hér hafi viturleg ákvöröun verið tekin. Einnig kæmi til greina, hvort „tipparar” ættu ekki að skipa nefnd i málið, til skrafs og ráða- gerða um farsæla lausn þessa máls og framvindu getrauna á íslandi. Það hefur vist verið skipuð nefnd af minna tilefni. Auk þess hlýtur að vera um hagsmunamál beggja aðila að ræða. Til er nokkuð, sem heitir get- raunakerfi og eru þau mikið notuð erlendis. Þau eru að ýms- um gerðum og byggja á mis- munandi aðferðum til að hreppa þann stOra, sem allir þrá. Þau nýta til fullnustu hæfileika „tipparans” og er því mjög æskilegt að þau nái hér að blómstra eins og alls staðar annars staðar, þar semgetraunir eru við lýði. „Tippari” getur þar með alltaf valið sér kerfi i samræmi við hæfileika sina á einstökum sviðum spámennsk- unnar. Nokkuð var farið að nota þessi kerfi hérlendis, en áttuþau þó erfitt uppdráttar vegna hins háa miðaverðs, þvi að til þess aö kerfið nái viðhlitandi árangri þarf þaö að innihalda vissan miðafjölda. Þvi er augljóst, að ekki er nú auðveldara við að fást eftir hækkunina og telja má vist, að kerfi nái aldrei festu ER NÚ SVO KOMIÐ Á NÝ? hérlendis meðan allt er þannig i (getrauna) pottinn búið. Og þaö er örugglega mjög slæmt, þvi að slik kerfisnotkun gerir „tippiri- ið” mun skemmtilegra og er mjög hvetjandi til þátttöku. Þvi má segja, að með hækkun seðl- anna og útilokun kerfanna, sé verið að flæma fólk frá raun- hæfri þátttöku I þessu gamni, sem á þó hugi svo margra. Þvi vil ég skora á Getraunir að hverfa aftur til fyrra verðs eða jafnvel fara enn neöar til að takast megi að innleiöa hér kerfisnotkun, sem gerir svo mikla lukku erlendis. Með þvi hefst uppbygging slíkrar starf- semi. Siðan Kæmu blöðin á eftir með meiri krafti en verið hefur hjá þeim um tima. Þá er einnig æskilegt, aö forráðamenn Get- rauna og eins blöðin opni um- ræður um þessi mál, þvi að um- ræður eru til alls fyrstar.” Arelius Nielsson skrifar: „Eigum við að vona, að eitt- hvað svipað sé að gerast nú af illri nauðsyn ofdrykkjuböls og fyrir 100 árum? Þá var mælir- 5 inn fullur. Er nú aftur svo kom- ið? Astandið var ógnþrungið um i og eftir 1870. Slys voru daglegt brauð. Meira að segja prestar ; veltust ofan úr predikunarstól- um eða yfir gráturnar fyrir alt- arinu. Heilir hópar kirkjufólks i fórust i ám eða á smábátum á j leið til kirkju eða frá kirkju, þar á meðal börn og gamalmenni, þegar ferð eða farartækjum var stjórnað af drukknum og draug- fullum mönnum. Enn aðrir fórust á isum og fjallvegum, þar sem engin j fyrirhyggja komst að, og oft Iflanað út I rauðan dauðann. Heilar fjölskyldur fóru á vonar- völ eða létust blátt áfram af skorti. Þá var hjálp samfélags- ins af skornum skammti og þýddi litið að skammast við ,,þá” eða yfir „þeim” eins og fólk nefnir nú opinbera aðstoð með vanþakklæti og vonzku. Loks var svo komið, að marg- ir ágætustu menn — sjálfsagt ofstækisfullir öfgamenn að dómi nútlmans — bundust samtökum til baráttu gegn þessu öngþveiti og ósköpum hinnar fátæku og einangruðu þjóðar. Morgunn lifsins og frelsisins á Islandi var ekki sizt i sambandi við bindindishreyfingarnar. Og 1884 var skorin upp herör með stofnun fyrstu stúkunnar og svo Stórstúku íslands 1886. Fáir hafa gengið glæsilegri göngu i sinni sigurför. Arið 1915 gengu bannlög i gildi á tslandi. Synda- flóð áfengisneyzlunnar var stöðvað. Það var sem bylur dytti af húsi. Allt var i uppsiglingu, þrátt fyrir styrjöld og vanda á opinberum vettvangi. Glæpir hurfu og slysum fækk- aði. Ætti ekki að reyna eitthvað svipað að loknum rannsóknum á brennivinsbölinu nú? Mælirinn er að minnsta kosti fullur.” Garðsláttuvélar til, en ekki varahlutir Er kannski bezt að slá með orfi og Ijá? . . Það er oröiö fátitt aö slá meö orfi og ljá, en garösláttuvélin er til einskis nýt ef ekki er hægt aö fá i hana varahluti, ef hún bilar. Jón Jóhannsson skrifar: „Fjölmargir kvarta nú undan Íþvi, að þeir, sem flytja inn garð- sláttuvélar, hirði ekkert um að afla til þeirra varahluta. Ef kvartað er nú um þetta við heildsalana, er svarið: „Þetta er gömul tegund, sem hætt er að framleiða. Þvi miður getum við ekkert gert”. Sllk svör eru fánýt og aðeins til þess fallin að vekja grun- semdir. Það er hart að þurfa aö kasta ágætri garðsláttuvél og verða neyddur til að kaupa nýja, aöeins vegna þess að ókleift er að fá smávarahluti.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 183. Tölublað (15.08.1975)
https://timarit.is/issue/239177

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

183. Tölublað (15.08.1975)

Iliuutsit: