Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 3
3 PKmnTDACUK 4. október T968 TÍIWIWN Knapi þess, sem eftir sat, skrifar: Kappreiðar á He!!u „Mikið hefur nú verið skrifað um síðustu kappreiðar, sem fram fóru að Hellu í sumar, finnst mér þó eigi nóg komið enn, þar sem t.d. gleymzt hefur algerlega að geta ástæðu þess, að Víkingur sat eftir og finnst mér nú tími til kominn að koma því í dagsins Ijós og ætla ég nú að skýra frá því, svo rétt og vel, sem ég hef gáfur og minni til, en það var einfaldlega svo, að sá, sem í hest- inn hélt, stóð fyrir framan hest- inn og var að koma honum að lín nnni, þegar ræst var, og var þar af leiðandi hvorki hann né hestur- inn viðbúinn, þegar hinir 3 ruku af stað, tveir sneru þó fljótt við vegna hróps einhvers, en sá þriðji Mjóp á hægu stökki þrjú til íjög- nr hundruð metra og rölti síðan í hægðum sínum til baka. Ég vil geta þess, hér, að það er alrangt að sá sem hélt í hestinn, hafi hrópað nokkuð, það fyrsta sem hann sagði, var, hvað það eigin- lega ætti að þýða að ræsa, áður en hesturinn væri kominn að lín unni. l»ví gat auðvitað enginn svarað, nema á bamalegan og bjánalegan bátt. Einnig bauð hann, að hest- intnn skyldi sieppt úr en það var ekki tekið til greina, hestarnir voru ræstir aftur og vann þá eins og allir vita sá sem eftir sat, hvort sem það var af því eða vegna hæfileika hans, en hefur það ekki sýnt sig áður að Skógarhólum 1964 að hestar þessir hafa ekki roð við honum. Ástæðan fyrir því, að hestur- inn sat eftir, hlýtur því aðeins að vera fljótfærni ræsins og einnig tel ég það fáfræði knapanna á hinum hestunum þrem, að halda ekki áfram, þótt einhver hrópaði. En það þykir mér lélegt, að ekki einu sinni knapi B. B. skuli kunna helztu reglur þessu varðandi.“. okkur Kópavogsbúum. Til þess bendir að minnsta kosti tilhögun sú, sem hann hefur á innheimtu símgjalda. Símahlaup „Landfari góður. Mig langar til að senda þér bréfstúf um efni, sem mér hefur stundum orðið hugsað um með nokkurri gremju. Ég á heima í Kópavogi og hef síma eins og fleiri. Sími er ágætis- tæki og er að mér finnst fyrst og fremst til þess gerður að spara fólki hlaup — þ. e. að unnt er að tala við mann í síma i nokkurri fjarlægð, án þess að þurfa að hlaupa til hans, eða ferðast með öðrum hætti. En síminn vill þó ekki hafa hlaupin alveg af mönn- unum, að mL.nsta kosti ekki í Kópavogi er ágætt pósthús og símstöð, og þar er hin ágætasta afgreiðsla á öllum hlutum. En Fópavogsbúar fá alls ekki að greiða símagjöldin þar né heldur í Spari- sjóðnum eða nokkrum öðrum stað þar syðra, eins og t. d. rafveitu- gjöld og ýmis önnur gjöld. Þeir skulu um fram allt fara til Reykja víkur og borga sín simagjöld í innheimtuskrifstofunni í Landsíma húsinu. Og það virðist beinlínis gert ráð fyrir því, að menn komi hlaupandi, því að dyr skrifstofunn- ar, þar sem þó eru allmörg bíla- stæði, eru þau öll harðmerkt ákveðnum bílnúmerum, og ekki MINNING Guðm. Steingrímsson frá Heimabergi F. 12. júní. 1934, drukknaði í Gilsfirði 18. júní 1966. Kveðja frá vinum og vinnufélög um hans á Borgarbílstöðinni í Reykjavík. Nú er dauflegt í Dalabyggðum, fallinn í valinn er frækinn sonur. Falla fullhugar í feigðarbyljum, falla greinar af góðum stofnum. Óx þú sem fífill upp í túni heimkynnum í á Heinabergi. Öll þar áttir þú æskusporin, vinsæll og virtur af vinum öllum. eitt einasta stæði ætlað autt handa þeim, sem koma að borga sím- gjöldin sín. Og nú skal ég segja ykkur eina sögu. Ég tala lítið í landsíma, en það kemur þó fyrir. í sumar þurfti ég að hringja austur á Þingvöll, og það landsímatal var víst eina símgjaldið hjá mér í þeim mánuði. En svo var símanum lokað fyrir- varalaust, af því að ég hafði ekki komið því í verk að hlaupa til Reykjavíkur að borga símtalið. Gæti síminn nú ekki bætt úr þessu fyrir okkur Kópavogsbúa? Við erum nú að verða 10 þúsund. Væri til of mikils mælzt, að við gætum greitt símagjöldin okkar í einhverri stofnun hér syðra, til dæmis í pósthúsinu, símstöðinni eða sparisjóðnum, svo að eitthvað sé nefnt. En sæi síminn sér þetta alls ekki fært, væri hugulsemi af honum að hafa svo sem eitt bíla- stæði ómerkt, eða sérstaklega merkt handa viðskiptamönnum, sem koma að greiða reikninga sína í aðalskrifstofunni í Reykja- vík.“ Ungur þú kvaddir æskuslóðir, fluttist á brott til fjarlægs staðar. Framhald á bls. 14 ,,Hér var setið . í sól.“ HAUSTÞANKAR Laufin falla, laufin faða, leitarmenn á hjarðir kaila, — músin dregur björg í bú — Roðnar iyng og reynir prúður röskir vindar þeyta lúður, — mæðist í garði morgunfrú — Brúnn er haustsins bjarkarlitur, breytir rómi skógarþytur — bóndinn inni byrgir kú — bráðum sölna grös við græði, gul eru víðis hinztu klæði, — vetrartíðin nálgast nú.'— Menn hraða sér að taka upp úr görðunum. Kartöfluupp- skera víðast rýr. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi Garðyrkjumanna var lít- ið um blómkál í sumar. Hvít- kálið sprettur enn og ef tíð verður góð enn um skeið, verð ur uppskeran e. t. v. sæmileg. Gulrófur einnig seint á ferð inni, gulrætur tiltölulega betur sprottnar við jarðhita og á sendnum svæðum. Þær fást m- a. í 350 gr. plastpokum og líka vel. Gulrætur og gulróf ur eru miklir A og C fjörefna- gjafar. Margir gera „hrásalöt" úr hvítkáli, gulrófum og gul- rótum, blandað sítrónusafa og ofurlitlu af sykri og rúsinum og þykir herramannsmatur. Munið að rifið grænmeti skal borða ferskt, því að það missir fljótt fjörefnamagn sitt, þann ig saxað. Grænkál er fjörefnaríkast og þar að auki auðræktaðast allra káltegunda. Neyzla á því eykst nú óðum og er gott til þess að vita. Ræktun steinseija færist líka mjög í vöxt, eink- um í sólreitum. Hún er einnig mjög fjörefnaauðug og auk þess falleg á borði Þá er sól- selja (dild) einnig að ná vin- sældum, en blöð hennar og aldin eru notuð til bragðbætis í ýmsarétti t. d. kryddsfid, súrsultur, súpur, kjötsósur o fl. — Farið er að rækta tals vert af sætpipar eða papriku i gróðurhúsum og fer neyzlan mjög vaxandi. Aldinin eru borðuð græn eða þroskuð sem salat með kjöti o. fl. og hafa f sér alhnikið C fjörefni. í Ungverjalandi er paprika not uð í flesta rétti. Lítið var af hreðkum og spínati á markaðn um og rauðrófur sjást varla. Ræktun og neyzla höfuðsalats er allmikil, en mjög lítið uro blaðsalat. Uppskera gúrkna og tómata mun minni en í fyrra. Mikið er nú flutt inn af blóm laukum. GRÓÐUR OG GARÐAR nmmmnmmmsmmmMnmmmm É _______________ Á VÍÐAVANGI Hin leiðin eða stjórn- arstefnan Það er undarlegt, live sum blöð geta lagzt lágt í áróðri. Þau hika ekki við að beita út- úrsnúningum, hártogunum rógi og þegar mikið liggur, við, hreinni lygi. Morgunblaðið, sem lcngi vel tók þann kost að þegja um hina athyglisverðu gagnrýni Ólafs Ragnars Grínis sonar á skýrslu Efnahagsstofn- unarinnar og stefnu stjórnar- innar, reyndi í síðustu viku að telja lesendum sínum trú um, að ein meginniðurstaða Ólafs hefði verið, að hin nýja stefna Framsóknarflokksins væri í rauninni bara stjórnarstefn- an, sjálf viðreisnarspekin. Slíkar lygar ber blaðið á borð í skjóli þess, að lesendur þcss hafi ekki kynnt sér greinar Ól- afs. Sannleikurinn er hins veg ar sá, eins og hver læs maður | getur séð í Tímanum frá 17. Iseptember, að Ólafur vakti at- hygli á því, að þegar Efna- hagsstofnunin talar í skýrsl unni um ÞÖRF STEFNU- BREYTINGAR, þá cr sú BREYTING mjög svipaðs eðl- is og Eysteinn Jónsson benti á fyrir ári síðan. Efnahagsstofn unin telur hagvöxtinn á ís- landi „að mjög takmörkuðu leyti byggðan á þeirri hagnýt- ingu, tækni og skipulags í öll- um greinum og þeirri mark- vissu Ieit að tækifærum, sem einkennir atvinnulíf þróaðra iðnaðarþjóða. ÞAÐ SKI?T IR MIKLU, AÐ Á ÞESSU VERÐI BREYTING. . . .Ef ná eigi viðunandi hagvex* f framtíðinni, VERÐI f Æ KÍK ARA MÆLI EN VERIÐ HEF- UR HINGAÐ TIL AÐ MARKA ÞÁ STEFNU í MÁLEFNUM HINNA EINSTÖKU ATVINNU GREINA, SEM GRÍPI TIL RÓTA ÞEIRRA MEGI- VANDAMÁLA, sem þær standa frammi fyrir, jafn- framt því, sem fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar leiti me» | markvissum hætti þeirra tæki- í! færa, og skipulags, sem bezt 4 eru tÖ hagnýtingar. Marfivís- 1 legra athugana og aðgerSa sé | þörf til að þetta megi verða.“ Ennfremur leggur Efnahags- stofnunin til, að fyrirtækjum verði gefinn kostur á að starfa á grundvelli framsýnna áætl- ana. Þessa HVATNINGU TIL BREYTINGAR taldi Ólafur í senn tímabæra og athyglisverða enda Iýsi hún einum megin- þættinum í þeirri efnahags stefnu, sem Framsóknarflokk urinn hefur mótað að undan- förnu, en málgögn ríkisstjórn arinnar ásamt ráðherrum hafa skellt skolleyrum við. Ummæl in bendi til þcss, að Efnahafis- stofnunin geti vissulega GEF- IÐ RÍKISSTJÓRNINNI OP- INBERLEGA EINARðLEG- AR ÁBENDINGAR UM ÞÖRF STEFNUBREYTINGA og tek ið undir réttmæta gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Grundvallarmismunur Auk ofangreinds mismun- ar á stefnu stjómarinnar, þ.e. a.s„ að hún hefur hindrað, að mörkuð verði sú stefna, i mál- efnum hinna einstöku atvinnu- greina, sem grípi til róta þcirra meginvandamála, sem þær standa frammi fyrir, og hinnar nýju stefnu Framsókn Framhald á 6. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.