Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐXUDAGUR 4. október 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af.
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Feimnismál
ÞaS leynir sér ekki á forustugrein Morgunblaðsins á
sunnudag, að ritstjóri blaðsins telur, að Bjarni Benedikts
son, forsætisráðherra, hafi talað af sér á blaðamannafund
inum í sjónvarpinu á föstudaginn, þ-e.a.s., að ráðherrann
hafi verið of hreinskilinn, sagt of mikið og of fljótt frá
fyrirætlunum sínum varðandi samstarf við kommúnista.
Reynir blaðið að klóra yfir þetta, segir, að þetta hafi
verið svona meira ,,til gamans“ og afneitar því með öliu.
að Bjarni hafi talað hlýlega til kommúnista varðandi
stjórnarsamstarf, þvert ofan í tilvitnuð ummæli Bjarna á
blaðamannafundinum, þar sem hann sagði orðrétt, er
hann svaraði spurningu um það, hvað væri hæft í þeim
orðrómi, að Alþýðubandalagið yrði brátt aðili að ríkis-
stjórninni:
„Mér mundi vera það mikil ánægja, ef Alþýðubanda-
lagið slægist í hópinn, auðvitað að því skildu, að það féll-
ist á þá stefnu, sem kjósendur ákváðu að fylgt skvldi“.
í framhaldi af þessu afneitaði Bjami svo þjóðstjórn. er
hann var spurður um álit á samstjórn allra flokka til að
stöðva verðbólguna.
Eftir þessu tóku þeir, sem horfðu á sjónvarpið á föstu
dagskvöldið, og þessi ummæli forsætisráðherrans göktu
mikla athygli. Og þau féllu ekki í sérlega góðan iavðveg
hjá ýmsum, og það veit Morgunblaðið og því rembist það
nú við að reyna að klóra vfir. Menn eigi ekki að laka
þetta of alvarlega. Þetta hafi bara verið rétt svona til gam
ans‘!
Ofan af fjöllum?
Þá vöktu þau ummæli forsætisráðherrans, „að at-
vinnuvegirnir stæðu nú að grundvelli til betur en oft áð-
ur — eins og ráðherrann orðaði það — ekki síður mikla
athygli. Voru það ófáir, sem hneyksluðust á þessari yf-
irlýsingu forsætisráðherrans, þar sem nú berast féttir
hvaðanæva að um hina ískvgPilegustu horfur i atvinnu
rekstri- Eitt iðnfyrirtækið af öðru að hrynja, frystihúsin
að loka — Sænska frvstihúsið í Reykjavík hefur þegar
lokað — fyrir liggur, að ekki er unnt að gera út báta
undir 120 smálestum með hagnaði miðað við meðal-
aflabrögð, togaraútgerð að leggjast niður og einn tog
arinn af öðrum seldur úr landi án þess að nokkur nýr sé
keyptur í staðinn, landbúnaðarmálin í ólestri — og verð
bólguhjólið snýst og snýst. Svo kemur sjálfur forsætis-
ráðherrann og segir, að allt sé í stakasta lagi. Og það
sé alls ekki víst, að gera þurfi nokkrar ráðstafanir. og
talar eins og honum sé með öllu ókunnugt um erfiðleika
atvinnuveganna. Það þurfi að athuga ýmislegt áður
en óhætt sé að taka mark á ályktunum samtaka atvinnu-
veganna.
Þá útilokar ráðherrann gengislækkun sem lausn á mál
unum og kaupbindingu líka. Rækilegar var þó ekki unnt
að flengja sjálfan sig —• eða dettur Bjarna Benediktssyni
í hug, að þjóðin sé búin að gleyma því, að hann stóð að
gengisfellingu í tvígang og barðist fyrir kaupbindingunni
um árið.
Annars má segja, að einkennið á svörum forsætisráð-
herrans við spurningum um helztu vandamál þjóðfélags
ins hafi verið þau, að þessi mál öll væru nú svo flókin
að það væri ekki unnt að ræða þau á bessu stigi margt
væri enn óljóst og þyrfti að kanna betur. Ráðherrann
nefndi ýmislegt, en kom hvergi að kjarna_málsins. Var
engu líkara en ríkisstjórnin hefði alls ekki fylgzt með
þróun mála hér á landi að undanförnu.
TÍIVBINN 5
Steingrímur Hermannsson:
Laun ísBenzkra vísinda-
manna eru alitof lág
Nú er allmjög um það talað
manna á meðal, að rikis-
stjórnin muni fara svipaðar,
leiðir og Wilson gerði í Eng-
landi og binda kaup og verð-
lag. Ég get auðvitað ekki dæmt
um um sannleiksgiidi þessa
orðróms. Hins vegar getur ver-
ið fróðlegt að líta á ástand-
ið í launamálum í dag í því
skyni að gera sér nokkra grein
fyrir því, hve réttlátur sá grund
völlur er, sem festur yrði.
Daglaunamenn fengu nokkra
kauphækkun í vor. Hún var að
vísu lítil, enda virtist ekki sótt
af kappi. Þess var ef til vili
hcldur ekki að vænta. Tíma-
kaupið er að vísu iágt og á því
lægsta lifir varla nokkur fjöi-
skylda, en þeir eru víst ekki
margir daglauna- eða iðnaðar
mennirnir, sem fá aðeins greitt
tímakaup það, sem vinnuveit-
tendur og verkalýðsfélöSin
semja um. Önnur stétt í þjóð-
félaginu fékk meiri launahækk
un nýlega. Það voru læknar.
Að visu var fréttatilkynning sú
sem var birt af hálfu hins op-
inbera, harla fáorð. Þar mátti
helzt skilja, að læknar hefðu
horfið úr hinum eftirsótta
klúbbi opinberra starfsmanna,
og eðlilega fengið í staðinn,
nokkra umbun. Nú vita hins
vegar allir, og ekki sízt háskóla
menntaðir menn. að læknar
fengu meira en smávægiiega
iaunahækkun. Föst laun þeirra
munu um það bil hafa
tvöfaldazt, og eru þeir nú
eflaust ein launahæsta stéttin
í þjóðfélaginu. Það er ekki ætl
un mín að öfundast yfir þess-
um launum lækna. Þvert á móti
er ég sannfærður um, að þeir
eiga þau skilið. Læknar eiga
langt nám að baki og mjög
kostnaðarsamt og koma fæstir
til starfa, f>Tr en þeir eru
komnir langt á þrítugsaldur-
inn. Þeirra starfsævi er tiltölu
lega stutt og þeir þurfa að
greiða miklar námsskuldir.
Hugsa mætti sér þá grund-
vallarreglu, við ákvörðun á
lágmarksævitekjum ýmissa
stétta, að einstaklingurinn,
bcri úr býtum á starfsævi sinni
sömu hreinar tekjur, og sé þá
tekið fuUt tillit til námskostn-
aðar, vaxtakostnaðar og þess
háttar. Sá maður, sem þegið
hefur laun í 10 ár eða jafn-
vel 15 ár lengur en læknirinn,
komið yfir sig húsnæði og
tryggt sér nokkra aðstöðu, hef
ur fengið æði mikið forskot.
Annars var það ekki ætlun
mín að ræða hér um laun lækna
eða daglaunamanna, heldur
fyrst og'fremst um laun ann-
arra háskólamenntaðra manna.
og þá sérstaklega um laun
þeirra, sem ég þekki einna
bezt, vísindamanna.
Trúir þú því, lesandi góður,
að vísindamaður. sem kemur
heim með doktorsgráðu eftir
margra ára kostnaðarsamt
nám erlendis, og að ölium lík
indum orðinn 26 til 28 ára
gamaH, fær í byrjunarlaun
sem opinber starfsmaður u. þ.
b. 16.000 krónur. Allir vísinda
menn sitja jafnframt í sam?
launaflokknum. og komast eft
ir 10 ár í hámarkið. sem er
um 19.000 krónur Ætli þetta
sé ekki eitthvað nálægt þriðj-
Steingrímur Hermannsson
ungurinn af launum læknis-
ins, en þó er námstími og
námskostnaður þessara manna
svipaður. Munurinn er aðallega
sá, að læknarnir geta genSið
út af sjúkrahúsum, en þangað
þurfa æði margir að ieita, og
geta þá ekki verið án lækna,
einnig þeir, sem ráða kaupi
og kjörum. Fyrir því finna
menn síður, ef eðlisfræðingur-
inn, efnafræðingurinn eða aðr
ir vísindamenn hætta störfum.
Þó eru störf þessara manna
áreiðanlega ekki þýðingar’
minni fyrir þjóðarbúskapinn
en störf lækna, þegar fram í
sækir. Að vísu hygg ég, að
margur síldarsjómaðurinn,
mundi yfirgefa skip sitt, ef
vísindamenn, sem að sfldar-
Ieit vinna, hættu störfum. Flest
ir vinna vísindamenn þó að
framtíðarmálum fremur en að
störfum líðandi stundar.
Nú sjá vitanlega allir, að
fjölskylda, sem þarf að greiða
námsskuldir, getur ekki lifað
af 16.000 krónum á mánuði.
Afleiðingin er sú, að vísinda-
menn verða að leita sér að
alls konar aukavinnu. Flestir
kennar þeir alla morgna, sitja
síðan á kvöldin og leiðrétta
stfla og önnur verkefni. Þeir
fá engan tíma til þess að halda
við menntun sinni með lestri
vísindarita og bóka, hvað þá
til annarra áhugamála.
Oft er sagt, að þetta sé hin
mesta vltleysa. Vísindamenn og
aðrir háskólamenntaðir menn,
hér á landi hafi sízt iakari
kjör en starfsbræður þeirra i
nágrannalöndunum, t.d. á Norð
urlöndum. Ég þekki allvel til
á meðal vísindamanna í Nor-
egi. Það er rétt, að við gerum
ekki minni kröfur og búum
ekki lakar að ýmsu leyti, en
vinnutíminn hér er langtum
lengri en þar. Ég þekki þess
varla dæmi, að norskir visinda
menn séu önnum kafnir allar
stundir við aukavinnu og öfl-
un aukatekna. Þeir hafa efni á
að nota frítíma sinn til ann-
arra iðkana bæði til lesturs
og til útiveru með fjölskyldu
sinni Þetta þekkja allir, sem
koma til Noregs um helgar.
Afleiðing þessa ástands er
vitanlega sú, að íslenzkir vís-
indamenn geta ekki sinnt sín-
um aðalstörfum eins og skyldi,
og er ég sannfærður um, að
hagur ríkisins væri langtum
betri, að þessu leyti, ef það
greiddi vísindamönnum sóma-
samleg laun og tryggði þeim
góð starfsskilyrði.
Einnig liefur þetta leitt tíl
þess, að margir íslenzkir vís-
indamenn og þar á meðal
margir af þeim efnilegustu,
hafa horfið úr landi og starfa
nú erlendis. Einn ungur mað-
ur kom heim nýlega frá Banda
ríkjunum eftir margra ára nám
með sína doktorsgráðu. Hann
fékk þessi sömu Iágmarkslaun
eins og allir aðrir, en þegar
hann hafði verið hér hcima i
eitt og hálft ár, varð hann að
selja þvottavél heimiHns tfl
þess að geta greitt vexti af
námsskuldum. Þá gafst hann
upp og hvarf aftur til útlanda.
Nýlega skrifaði ég einum af
okkar beztu vísindamönnum,
starfað hefur erlendis i 2 ár,
og spurði hann að því, hvort
hann hygðjst ekki koma heirn
aftur. Hann svaraði mér, og
kvaðst vonast til þess, að koma
heim, en sú ákvörðun yrði ein
hver sú erfiðasta, sem hann
hefði orðið að taka. Nú er það
í fyrsta sinn á minni ævi, sagði
hann, að ég get snúið mér
óskiptur að vísindastörfum, og
haft þó einlivern tíma til ann
arra áhugamála en jafnframt p
haft engar fjárhagsáhyggjur.
Fyrir fáum árum var stofnað
ur Tækniskóli íslands. Til skóla
stjórnar var fenginn íslenzkur
verkfræðingur, sem starfaði
í Bandaríkjunum. Mörgum brá
í brún, þegar það fréttist nú
i vor, að þessi maður hefur
sagt lausu starfi sinu og hyggst
flytja úr landi að nýju. Vitað
er, að við ákvörðun skólastjór-
ans réði það miklu, að flestar
tilraunir hans til þess að fá
skólann efldan hafa ekki borið
árangur. Þó er vart annað skref
í mcnntamálum þjóðarinnar
mikilvægara í dag en stórkost-
Ieg fjölgun tæknifræðinga.
Fjöldi tæknifræðinga hér á
landi er aðeins um 1/4 eða
1/5 af því, sem er hjá ná-
grannaþjóðum, miðað við fólks
fjölda. Á sama tíma býr tækni-
skólinn við skort á öllum svið-
um.
Jafnframt munu launamálin
þó hafa ráðið miklu um ákvörð-
un skólastjórans. Hann gat
ekki fremur en aðrir séð sér
og stórri fjölskyldu farborða
með hinum föstu launum, en
þegar hann leitaði eftir launa-
uppbót fékk hann það svar,
að hann yrði að fá sér auka-
vlnnu eins og aðrir. Þessu vildi
hann ekki una, enda krefst
mikilvægt uppbyggingarstarf,
allra starfskrafta einstaklings-
ins.
Þannig mætti nefna fjölda-
mörg dæmi og ræða lengi um
þær alvarlegu afleiðingar sem
þetta ástand hlýtur að hafa
fyrir þjóðarbúskapinn.
Þó má ekki skilja orð mín
svo. að ég telji að okkur fs-
lendingum beri að greiða svip-
Framhald á bls. 15.
ÞRIÐJUDAGSGREININ %