Tíminn - 04.10.1966, Page 11

Tíminn - 04.10.1966, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. októbcr 1966 Hjónaband 3. sept. voru gefin saman í hjóna band i Neskirkju af séra Jóni Tnor arensen, ungfrú Hrafnhildur Ólaís- dóttir, Ófeigssonar, Ægissíðu 109 og Jams W. Hand. Heimili þeirra er Green Wiltee N. C. U.S.A. 17. sept. voru gefin saman í séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, ungfrú Inga Teitsdóttir hjúkrunar kona, Bræðraborgarstíg 8 og Ólafur J- Ásmundsson stud. are. Háaleitisbraut 149. (Studio Guðmundar, Garðastr. 8 sími 20900). 24. sept. voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómara, ung frú Álfheiður Steinþórsdóttir og Björn Arnórsson- Heimili þeirra verður að Sjónarhóli, Stokkseyri. tNýja Myndastofan, Laugavegi 43b S’mi 15125). MinningarsióSur Jóns GuSiónssonar skátaforingja Minningarspióld rás' i bókabuð Olivers Steins og bóka búð Böðvars, Halnarfirði. hann geri það ekki á morgun held ur hinn. — Hvað segið þér! hrópaði Da- vid upp. — Svo fljótt. — Við. verðum að vera snarir í snúningum, sagði herra Cuberts- spn — til að koma í veg fyrir grunsemdir, munuð þér og ég fara héðan síðdegis á morgun. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að þér losnið héðan fyrirvaralaust. — En fólk mun vita um þetta. Sumir, að minnsta kosti, bætti David við eftír stutta þögn. Hann áttaði sig ekki til fulls á þessu. Að taka við hlutverki Daniels. Hvernig gat hann það? Daniel, sem hafði drýgt hverja hetjudáð- ina á fætur annarri. Öll blöð voru full af lofsöngvum um Daniel, hann var orðinn þjóðhetja. — Það verður ekki auðvelt að taka við hlutverki hetju! — Heldur ekki þægilegt, sagði herra Cubertsson þurrlega og sýndi þar með að hann skildi. |Hann bætti við: Maður getur orð ið hetja með ýmsu móti. Þér sögð uð áðan, að fólk myndi vita um þetta. Allir, sem þurfa að vita það, vita það nú þegar. — Hverjir? — Flaxman yfirforingi í flotan um er sá eini. Hann mun þjálfái yður til að taka við þessu. Hann mun setja yður inn í skyldustörf yðar, og ennfremur láta yður vita um nöfn á liðsforingjum bróður yðar. Connington fjölskyldan veit að sjálfsögðu um þetta og náttúr lega dóttirin líka. — Ungfrú Connington, hróp- aði hann, veit hún þetta, og féllst á það? Hvernig stóð á því, að hann hafði ekki munað eftir Fieur í þessu sambandi. Svo bætti hann_ við: Þetta er alveg ómögulegt. Ég mundi ekki eftir unnustu bróður míns. — Ég viðurkenni, að þetta er erfitt, sérstaklega fyrir ungfrú Connington, sagði herra Cuberts- son. — En hún er hughraust, ung stúlka, og hefur fallizt á að leyna sorg sinni — að minnsta kosti út á við. í augum heimsins mun hún telja yður unnusta sinn. Hann vildi neita — en svo vissi hann, að hann mundi ekki gera það, Ef Fleur treysti sér til þess, gat hann ekki skorazt undan því. Herra Cubertsson tók aftur til máls. — Þér munuð sem sagt fljúga með mér til Englands á morgun. En hér, segið þér, að þér verðið samferða mér niður að ströndinni og takið skip þaðan. Það verður mikil sorg yfir því, að herra David Frenshaw féll útbyrðis á leiðinni. David snerist á hæli. — En þetta er djöfullegt. Þér skiljið, hvað fólk mundi halda! — Það er líka mjög sorglegt, ef fólki dettur slíkt í hug. En ég býst við, að fleiri líti á þetta sem skiljanlegt lsys. — En Marlingsfeðginin verða — að fá að vita sannleikann! stundi David upp. — Því miður, alls ekki, sagði roskni maðurinn einbeittur — hinir háu herrar, sem ég er full- trúi fyrir, lögðu ríka áherlu á að enginn vissi um þetta. í fyrsta lagi eru þau ekki brezk, heldur amerísk. Og þótt við berjumst hlið við hlið Ameríkana. og virðum þá mikils, er mögulegt að ríkis-1 leyndarmál á borð við þetta verði TÍMINN sagt nokkrum af bandamönn- um okkar. Ég held. ég skilji, hvað þér eigið við, en ég vona, að hér sé aðeins um vináttu að ræða, og ekkert meira? — Nei, — ekkert annað en vinátta, sagði David hikandi. En hann hafði ekki gleymt þegar þau Susan vofu saman úti á verönd- inni áðan og hann hafði haldið mjúkum líkama hennar fast að sér. Og hann hafði fundið, hve innilega vænt honum þótti um hana. Vin- átta? Cubertsson var boðið að snæða kvöldverð með þeim, en hann gaut augunum sem snöggvast á Isobel og afþakkaði. Hann sneri aftur til heimilis sér Wood-Willi ams. David var mjög utan við sig meðan á máltíðinni stð. — Það er ekki svo að skilja, að við viljum vera hnýsin, David, sagði herra Marling og ýtti stóln- um aftur á bak. — En maður frétt ir ekki margt hér í þessum heims hluta. Þú þarft ekki að vera svona leyndardómsfullur. — Ég hef ætlað að segja ykk ur það, en ekki haft kjark í mér. Mér finnst ekki gaman að segja ykkur það. Því að það eru enda lok á mörgum góðum vinafund- um okkar.... — Svo að þú átt að fara heim David. — Já, ég fer á morgun með herra Cubertson. — Ó, en ánægjulegt fyrir þig! Faðirinn leit hvasst á hana og ræskti sig vandlega áður en hann sagði: — Ég ætla að líta eftir dýr unum. Og svo fór hann út. — Mér þykir leitt að þurfá að fara, sagði David eftir þögn. — Það er gaman að heyra, að þér þykir það leitt. — Mér er alvara, Susan. — Er það, David. Nú, jæja, eins og ég sagði, það er gaman. — Segðu það ekki í þessum tón. — Hvaða tón? — Það er . . . en hann vissi ekki, hvað hann átti að segja. — Viltu að ég bresti í grát, David. — Og að hvaða gagni kæmi það? — Það er rétt Susan, Það kæmi ekki að neinu gagni, sagði hann rólega. Hún brosti út að eyrum.— Þá þarftu engar áhyggjur að hafa, David. Ég skal ekki gráta. 3. kafli. Morgunsólin streymdi inn um gluggana í Dower House. Fleur hafði lokuð augun, en hún var ekki sofandi. Hún vildi ekki vakna. það var svo mikil sorg, svo mörg vandamál, sem hún þurfti að horf- ast í augu við. Daniel var dáinn. Þeir sögðu það, en hún trúði því ekki enn. Maður sem var svo fullur af lífi, svo skrítinn, svo dásamlegur eins og Daniel, gat ekki verið dáinn. Það var voðalegt að hugsa til þess, hvað hún hafði elskað Daniel heitt í öll þessi ár, og nú þegar þau voru loksins trúlofuð og í þann veginn að gifta sig var hann dáinn. Hún hafði alltaf elskað hann, en aftur á móti hafði hann aldrei elskað hana fyrr en nú nýlega — ef hann þá hafði elskað hana á annað borð. Stundum braut hún heilann um, hvort Daniel gæti yfirleitt elskað konu, að minnsta kosti gat hann ekki elskað konu eins innilega og hann elskaði lífið og hin hættulegu verk efni, sem hann fékkst við. Hún hafði reynt að hata hann, en það tókst ekki. Hún reyndi að telja sér trú um, að hann væri ábyrgðarlaus, hrokafullur, hjarta- laus og ósvífinn — en þrátt fyrir það, hélt hún áfram að elska hann. Meira að segja núna vissi hún varla, hvernig trúlofun þeirra hafði æxlast til. Hún hafði skammað hann, vegna þess hann hafði ekki komið á stefnumót, og allt í einu hafði hún farið að gráta. Sér 'til óblandinnar skelfingar heyrði hún sig snökta. — Hvernig geturðu komið svona ! fram við mig, Daniel, þegar þú veizt, hversu heitt ég elska þig. Hann hafði verið þögull langa stund, svo hafði hann sagt: — Ef þér er þannig innan- brjósts, Fleur, er líklega bezt að við giftum okkur. Og ef við ætlum að gifta okkur er bezt að vinda sér 4 það. Ég hef haft djöfullega heppni með mér hingað til, hver veit hversu lengi hún heldur 1 áfram. ! Hann hafði kysst hana á kinn- ina. Hann elskaði hana. Það var bara svo einkennilegt, hvernig hann komst að orði. Og hann hafði verið mjög ástúðlegur við ihana, eftir að þau trúlofuðu sig. ! En nú sögðu þeir, að hann væri dáinn. En hún gat ekki fengið sig til að trúa því. Hún fann á sér, að hann hlaut að vera lifandL | Nú varð hún að standa and- spænis þessari voðalegu staðreynd. Faðirinn hafði talað alvarlega við hana. Hann hafði sagt, að allt jværi undir því komið, hversu vel hún léki hlutverk sitt. Hann hafði | sagt, að öryggi Englands gæti verið undir því komin. j — Og þegar öllu er á botnin hvolft, hafði hann sagt að síðustu — ætti það ekki að vera mjög erfitt. Hann er tvíburabróðir Dan- iels og þér féli mjög vel við hann, þegar þú varst unglingur Þóttust Þriðjudagur 4. október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 15.00 Miðdegisút- varp- 16.30 Síðdegisútvarj ] 18.00 Lög leik in á píanó. 19.30 Frétti>- 20.00 Einsöngur: Maril'-. Horne 20.20 Á höfuðbólum landslns, Jón Helgason, ritstjóri flytur erindi um Leirá. 20.45 Prelúdía og fúga í Es-dúr eftir Baeh- Schönberg. 21.05 Skáld 19. ald ar: Einar Penediktsson. Jóhann es úr Kötlum les úr kvæðum sikáldsins. Kristinn E Andrés- son flytur forspjall. 21-25 Pí- anómúsík. 21.45 Búnaðarþáttur Landbúnaður í Austur Þýzka- landi. Gisli Kristjánsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Kvöldsagan: Grun nrinn eftir Diirrenmatt (3). Jóhann Pálsson les 22.35 Vht sæl fiðlulög. 22.50 Á hljóð- bergi. Björn Th. Björnssoo, listfr. velur efnið. 22.55 Dag- skrárlok. Sannreynið með DATO á öll hvít gerflefni Skyrtur, gardínur, undirföt otl. halda sínum hvíta lit, jafnvel það sem er orðið gult hvítnar attur, ef þvegið er með DATO. Miðvikiidagnr 5- október 7.00 Morgunútvarp 12 00 Há- degisútvarp Við vinnuna 15.00 Mið- degisútvarp 16.30 Síðdegisút- varp. 18.00 Lög á nikkuna 18 45 Tilkynninear 19.20 Veðurfregn ir 19.30 Fréttir 20 00 Norrænn dagur 6. október. Þjóðhöfðingj ar Norðurlanda flytja ávörp. Þjóðsöngvarnir leiknir. 20 40 Efst á baugi BjÖrgvin Guð mundsson og Björn Jóhannsson tala um erlend málefni. 21.10 Lög unga fólksins: Gerður Guð mundsdóttir kynnir 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.15 Kvöld sagan: Grunurinn eftir Dd*ren matt (41 Jóhanti Pálsson íes 22.35 Á sumarkvöldi: Guðni Guðmtindsson kvnnir ýmis lög og stutt tónverk. 23.25 Dag skrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.