Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. októiíer 1966
TÍMINN
Wg*u
„Blaðamenn eíns og grát
kerlingar í gamla daga“
Gísli Guðmundsson húsasmið
ur og fyrrv. bóndi í Björk í
Grímsnesi, átti sjötugsafmæli,
í gær, sem frá var sagt í blað-
inu á sunnudag, og héldu sveit-
ungar hans honum samsæti i
gærkvöldi i félagsheimilinu á
Minni Borg. Blaðamaður Tim-
ans fór þess á leit að mega
ræða við hann stundarkorn fyr
ir helgina. Gísli lét sér fátt
um finnast, hvað þetta nánast
kjánalegt tilstand, lítið legð-
ist nú fyrir kappa, er bláða-
menn færu að elta uppi karl-
fauska komna á grafarbarm-
inn, sem ekkert hefðu að segja.
Samt lét nú Gísli loks til leið
ast.
— Hefurðu verið í Grímsnes
inu alla þína tíð, Gísli?
— Það held ég verði að
segja. Ég er fæddur í Grims-
nesi, þ.e.a.s. í Grímsnesi hinu
forna. Áður var Grímsnes og
Laugardalur einn hreppur og
honum var ekki skipt fyrr en
1906. Ég fæddist að Hólabrekku
í Laugardal, þar sem foreldr-
ar mínir bjuggu en fluttust
1898, þegar ég var á öðru ári,
að Hólakoti í Grímsnesi, sem
nú heita Hallgeirshólar. Þar
átti ég heima til 1921, er ég
fluttist að Björk, og bjuggum
við búi, ég og Friðsemd, systir
mín, í þrjátíu ár. En 1951 dó
hún og ég hætti búskap, þó að
lögheimili eigi ég enn að
Björk.
— En svo hefurðu verið að
smíða út um alla sveit, fram á
þennan dag, varstu ekki síð-
ast hjá Páli á Búrfelli í gær?
Hvenær fórstu fyrst að fást við
smíðar?
— Ég sneri mér að húsa-
smíðum eftir að ég hætti bú-
skapnum og hef ekki gert ann-
að síðan, enda nóg að gera við
það starf innan sveitar, en nú
er maður að verða liðóný'ur
og verður að fara að hætta
þessu- Það er nú svo langt sið
an ég byrjaði að klambra, að
ég man varla eftir því, hvenær
það var, ætli það hafi ekki
verið fyrst af öllu? Ég hef
byggt hús nærri eingöngu inn-
an sveitar, ýmist íbúðarhús,
gripahús eða heyhlöður, þó
hef ég byggt eitt í Laugardal
og annað í Biskupstungum.
— Mér er sagt, að þú hefir
ekki legið á liði þínu í félags-
lífinu í sveitinni, var það aðal-
lega í ungmennafélaginu?
— Já, ungmennafélagið var
lengi eina félagið í okkar svcit,
eins og víðar. Ég gekk í það
þegar ég hafði aldur til, 14
ára gamall. Ungmennafélagið
Hvöt var stofnað 1907, rétt
eftir áramótin, og því er það
eitt af fyrstu ungmennafélög-
unum á íslandi.
— Hafði þá ekki félag verið
til hjá ykkur áður?
— Jú, reyndar. Fyrir alda-
mótin var til félag í Gríms-
nesi, kallað Framfarafélag
Grímsnesinga, en það var aðal-
lega lestrarfélag, rak bókasafn.
Það hefur líklega verið stofn
að kringum 1890, en lognaðist
út af rétt eftir aldamótin. En
það hafði keypt talsvert af bók-
um. Ungmennafélagið gekkst
fljótlega fyrir stofnpn bóka-
safns, og svo fékk það þessar
bækur sem til voru úr safni
Framfarafélagsins, og enn i
dag, rekur ungmennafélag-
ið bókasafnið í sveitinni. Ég
sá um safnið í mörg ár, inn-
kaup og útlán.
Sjðtug í gær:
Bergrún Árnadóttir
Ósi, Borgarfirði eystra
Skammt fyrir norðaustan Álfa-
borgina í Borgarfirði eystra stend
ur neðsta húsið í Bakkakauptúni,
og nefnist það Ós. í því húsi hafa
búið s.l. þrjátíu ár hjónin Jóhann
Helgason og Bergrún Árnadót.tir.
í gær varð frú Bergrún sjö
tíu ára.
Þegar þau hjónin fluttu að Ósi
með börn sín var þar þröngbýlt,
því að húsið var lítið, enda efni
þeirra hjóna til húsakaupa af
skornum skammti. En húsið hafa
þau stækkað mikið, enda varð fjöl-
skylda þeirra stór. Þau eignuðust
fjórtán börn, níu dregni og fimm
stúlkur. Tveir drengjanna dóu
ungir, og hin sem upp komust lifa
öll enn, nema ein dóttirin. ída
Borgfjörð, en hana höfðu þau gef
ið Guðna bróður Bergrúnar og
konu hans, því að þau hjón voru
barnlaus. Ólst hún upp hja kjör-
foreldrum sínum og giftis* Braga
Eggertssyni, húsgagnasmið, ída
var greind og mjög fallea kona.
Hún andaðist á sl. vori og var
mjög harmdauði öllum ástvinum
sínum.
Þau hjónin, Bergrún og Jóhann
voru bæði fædd í Borgarfjarðar-
hreppi. Hún í Brúnavík, en hann
í Njarðvík. Foreldrar þeirra og for
feður og formæður hafa og mörg
fæðzt, lifað og starfað í Borgar-
firði og hvíla í borgfirzkri mold.
Forfeður Jóhanns hafa flestir ver-
ið dugmiklir atorkumenn, enda
var Jóhann víkingur til allrar
vinnu, hvort sem var á sjó eða
landi. Um hann hefur Halldór Ár-
mannsson á Snotrunesi í Borgar-
firði skrifað skemmtilegan þátt í
13. árg. 2. h. tímaritsins Heima
er bezt. Jóhann mun sjaldan hafa
setið auðum höndum um ævina.
Á vetrum hefur hann tíðum sótt
langt til fanga. í Vestmannaeyj-
um hefur hann verið þrjátíu ver-
tíðir.
Ég, sem þessar línur rita, flutti
búferlum til Borgarfjarðar ásamt
konu minni haustið 1909 og stofn
aði þar unglingaskóla. Þar bjugg-
um við i 12 ár. í Borgarfirði var
margt af greindu og góðu fólki
í Bakkakauptúni bjuggu þá marg-
ir af nákomnum ættingjum Jó-
hanns og Bergrúnar, þar á rneðal
Gisli Guðmundsson.
— Finnst þér annars starf
ungmennafélaga ekki ólíkt nú
eða fyrstu árin?
— Vitaskuld hefur það breytzt
eins og allt breytist með tím-
anum, sem eðlilegt er. Það er
mikið um skemmtanir nú, og
(Tímamynd—KJ).
líka var það þannig hjá okkur
fyrst, þá voru það einu skemmt
anir, sem á boðstólum voru.
Við reyndum jafnvel við leik-
sýningar þótt skilyrði væru
frumstæð. En allir voru sam-
taka um að skemmta sér eftir
föngum. Þá var ólíkt meira af
ungu fólki i sveitinni, mikið um
það að stórir systkinahóp
ar kæmu til funda og fagnað
ar í félaginu, og afskaplega
mikið líf og fjör. Það var
máske meira um málfundi þá
en nú, háðar kappræður, sem
margir tóku þátt í, og oft mik
ill hiti í umræðum. Þetta var
ákaflega merkileg hreyfing.
og hreyfing síns tima, mætti
kannski segja. Einhver hefur
líkt henni við trúarhreyfingu,
og ég held, að nokkuð sé til
í því. Einkum er ég kominn á
þá skoðun, að þetta hafi sprott
ið upp líkt og trúarvakning
Og ekki er nokkur vafi á því.
að áhrifin hafa verið frá Norð
mönnum komin, frá sjálf
stæðisbaráttu þeirra og sigri. í
Noregi var sjálfstæðisvakn
ingin svo óskaplega sterk,
norska þjóðin reis öll upp, og
1905 fékk hún skilnað frá Sví-
um. Svona var mikill funi í ung
mennafélagshreyfingunni hér
fyrr á öldinni, og sjálfstæðis
málið þá iðulega efst á dag-
skrá.
— Hvar höfðuð þið bæki-
stöð ykkar?
— Fyrst voru fundir haidn-
ir í þinghúsi, sem hreppurinn
byggði á Stóru Borg fyrir alda
mót. Síðan var byggður heima-
vistarskóli, og þar fengum við
inni unz samkomuhúsið var
byggt á Minni Borg 1929. En
nú hefur félagsheimilið nýja
leyst það af hólmi. En óneitan-
lega hefur starf félagsins
breytzt, sem sumpart liggur í
því, að svo fátt er um ungt fólk
í sveitinni nema þá á sumrin.
Þeir sem búa þar árið um
kring, eru svo bundnir við bú-
störfin, að lítill tími vill verða
til að sinna störfum í þágu íé-
lagsins miðað við það sem áður
var, þegar sveitin var fuli af
ungu fólki. Nú, svo er annað.
þetta var félag síns tíma, og
ungt fólk á hverjum tíma verð
ur að hafa þörf fyrir að standa
saman í hliðstæðu félagi. Hver
tími verður að skapa sitt félags
líf, og æskilegt að það gæti
sprottið af hliðstæðri innri þörf
Framhald á bls. 15
foreldrar hennar og mörg systkini
þeirra. Var þessi ættbálkur nefnd-
ur Steinsætt og er nú orðinn fjöl-
mennur. Árni, faðir Bergrúnar.
var mjög greindur, fróðleiksfús og
las mikið. Marga vetrarnóttina
vakti hann við lestur. Hann mun
hafa lesið nær allar þær bækur
sem ég átti þá, nema guðsorðabæk
urnar. Hann var mikill áhuganiað-
ur um landsmál og frjálslyndur í
skoðunum. Hann var drengskapar
maður hinn mesti, enda var dreng
skapur í ríkum mæli í Steinsætt.
Þau hjónin, Árni og Ingibjörg
Jónsdóttir kona hans, áttu mörg
börn og var Bergrún meðal þeirra
eldri. Þau höfðu áður búið í Brúna
Ivík, en fluttu þaðan í Bakkakaup-
tún, og reistu þar hús, er þau
bjuggu síðan í og nefndu Bakka-
kot. Árni rak útgerð, en var efna
-lítill, hafði ómegð mikla og út-
gerð var sjaldan gróðavænleg í
Borgarfirði. Eitthvað átti hann af
skepnum sem flestir aðrir íbúar
Bakkaþorps. En þótt Borgarfjörð
ur sé nú meðal fegurstu sveita
landsins er hún veðrasöm og er
þar tíðum mikið vetrarríki og
samgöngur á vetrum við önnur
byggðarlög oft erfiðar og kostn-
aðarsamar.
Þegar á fyrsta ári okkar hjóna
í Borgarfirði kom Bergrún frá
Bakkakoti oft til okkar, enda kom
okkur föður hennar vel saman, og
hittumst flesta daga. Hún mun
þá hafá verið í efri deild barna-
skólans, en Jón bróðir hennar var
einn af nemendum mínum í ungl-
ingaskólanum. Var okkur hjón
unum mjög kærkomnar heimsókn-
ir þessarar glaðlyndu og góðu
stúlku. Hún hafði góða söngrödd
og söng oft fyrir okkur. Síðar sat
hún í tvo vetur í unglingaskóla
mínum, og um tveggja ára skeið
var hún í vist hjá okkur.
í janúar 1918 giftist Bergrún
Jóhanni Helgasyni. Árið eftir fluttu
hin ungu hjón upp á Hérað og
voru þar og í Jökuldal til vorsins
1921, að þau fengu Brúnavík til
ábúðar. Þar bjuggu þau í tvö ár,
og önnur tvö í Kjólsvík. Frá
Kjólsvík fluttu þau í Bakkaþorp,
þar sem þau hafa síðan búið. Þau
Bergrún og maður hennar byrj-
:uðu búskap sinn með tvær hend-
lur tómar. En það sýnir bezt táp
þeirra og manntök, að þau skyldu
geta alið upp sinn stóra barna-
hóp. \
Hjónaband þeirra Jóhanns og
Bergrúnar hefur verið hamingju-
samt, þrátt fyrir óvenjulega harða
lífsbaráttu. En í þeirri baráttu
hafa þau orðið sigurvegar. Börn
þeirra eru myndarfólk, sem líkleg
eru til að viðhalda sóma ættar
sinnar. All mörg þeirra hafa flutt
burtu úr Borgarfirði. en nokkur
eru heima.
Fyrir tveim árum komum við
hjónin til Borgarfjarðar og dvöld-
um þar mikinn hluta dags i góðu
veðri. Þótti okkur Borgarfjörður
fagur sem fyrr, fólkið elskulegt
og gestrisið sem áður. Á heimiil
þeirra Bergrúnar var gott að
koma. Góðvild Steinsættar hiýjaði
heimilið, og hinn atorkusami heim
ilisfaðir hafði sigrað fátæktina.
Þau hjónin og börn þeirra höfðu
allstórt fjárbú, og nytjuðu Brúna-
vík, sem er allmikil jörð en nú
komin í eyði sem flestar aðrar
suðurvíkur Borgarfjarðar.
Unga stúlkan frá Bakkakoti, er
við höfðum kynnzt fyrir hálfum
sjötta áratug, söng nú ekki fynr
okkur, enda var hún nú Öldruð
kona, lífsreynd og elskuleg hús-
móðir. En það sem gladdi mig
enn meir en bernskusöngur henn
ar var, að í svip hennar sé ég
svip fornvinar míns Árna í Bakka
koti, sama drenglyndið, sömu ein-
urðina, sömu vinfestuna og birt-
una. Megi sú birta verða henm
leiðarljós til leiðarenda.
Þorsteinn M. Jónsson