Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 12
12 íi>RÖ?TfR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. október 196C 'A- * •' : x œ | | |í |g| ; .. * V í ■ í í • ■ • • . • pppliipil , ■ - sigruðu Keflavík með 2:1. - Sigurmarkið rangstöðumark. - Keflvíkingar misnotuðu vítaspymu á Alf-Ueykjavík. — Valsmenn ern íslandsmeistarar í knatt- spyrnu á nýjan leik eftir 10 ára Mé, og það er bezt að byrja á því að óska þeim til hamingju með titilinn, sem þeir unnu í sögulegum leik á móti Keflavík á sunnudaginn, leik, sem seint mun líða ór minni vegna spenn- andi atburðarásar, leik, sem vannst á greinilegu rangstððumarki að áliti þess, sem þessar línur ritar. Norðan gjóla lék um Laugardal- inn eftir frostnótt, og áhorfendur í stúkunni hnipruðu sig saman vegna kuldans. Úti á vellinum börðust 22 leikmenn, en þeir virt- ust ekki finna fyrir kuldanum. I>að var komið fram í síðar hálf- leik og á markatöflunni mátti sjá 1:1, spennan var í algleymingi, og haustsólin skein í heiði. Og þá var það, sem það skeði, á 20. mínútunni. Ingvar Elísson lék fram miðjuna í átt að Keflavík- ur-markinu, leitandi að með- herja til að gefa á. En það var ekki um auðuSan garð að gresja. Bergsveinn Alfonsson virtist einn óvaldaður, en stóð a.m.k. þrjá metra fyrir innan Keflavikur- vörnipa, greinilega rangstæður, ef knettinum yrði spyrnt til hans. Samt tók Ingvar þann kostinn að senda á hann. Keflavíkur-varnar- mennirnir, með Sigurð Albertsson í broddi fylkintar, hreyfðu hvorki legg né lið, vissir um það, að dómarinn flautaði. En ekkert skeðL Magnús Pétursson, dómari, lcit í áttina til línuvarðarins, Baldurs Þórðarsonar, sem var vel staðsettur, en hann gaf ekkert merki. Þegar hér var komið, var of seint fyrir Keflavíkur-vörn- ina að hef ja aðgerðir. Bergsveinn var að vísu nokkuð seinnn síðustu mínútum. - Sigurður Dagsson hetja Vals. íslandsmeistarar Vals 1966: Fremri röS frá vinstri: Reynir Jónsson, Þorstelnn FriSþjófsson, Árni Njálsson, Hall- dór Einarsson, Bergsteinn Magnússon. Aftari röS: Páll Guðnason, form. Vals, Óli B. Jónsson, bjálfari, Björn Júlíusson, Sigurjón Gíslason, Ingvar Elísson, SigurSur Dagsson, Bergsveinn Alfonsson, Hermann Gunnars- son, Hans GuSmundsson og Björn Carlsson, form. knattspyrnudeildar. sennilega búizt við, að flautað yrði — en sendi aftur til Ingvars, sem skoraði 2:1. Þannig^ var úrslitamarkið í úr slitaleik íslandsmótsins 1966 skor- að, og vissulega leiðinlegt, að úr- slitin skyldu ráðast á þessu marki. En svona getur knattspyrnan ver- ið, og víst er, að hamingjudísirn- ar voru ekki hliðhollar Keflvik- ingum í þessum leik, sem misstu af gullnu tækifæri undir lokin til að jafna metin. Aðeins 5 mínútum fyrir leiks- lok er dæmd vítaspyrna á Þor- stein Friðþjófsson, v. bakvörð Vals, fyrir hendi á marklínu. Spennan í loftinu magnaðist um helming. Sigurður Albertsson, fyr. irliði Keflavíkur, gekk rakleiðis í átt til knattarins og stillti hon- um upp á vítapunkti. Fyrr á keppnistímabilinu hafði liann tek ið allar vítaspyrnur Keflavíkur og Valsmenn báru SigurS Dagsson I gullstól af vellinum. S'-'urÖur var vissulega hetja Vals i þessum úrslitaleik. skorað úr þeim. En í þetta skipti, þegar mest reið á, mistókst hon- um. Frekar há spyrna hans stefndi á milli miðju og vinstra horns, en „galdramaðurinn“ í Vals mark inu, Sigurður Dagsson, sá við henni, og sló yfir í horn. Og hví- lík fagnaðarlæti Valsáhangenda! Vissulega var Sigurður Dagsson hetja Valsliðsins, eins og fyrri d,ag inn. Engum á Valur jafn mikið að þakka sigur í þessu íslands- móti og Sigurði, og væri ástæða ifyrir knattspyrnudeild félagsins að heiðra hann sérstaklega, þó það sé haft í huga, að 11 menn þurfi til að vinna leik. Var sigur Vals á sunnudaginn verðskuldaður? Ég held tæplega, jafntefli hefði verið sanngjarnari lausn. En Valur hefði alla vega átt skilið jafntefli fyrir frammi- stöðu sína, því í þessum leik lék liðið mun betur og jákvæðar en í fyrri úrslitaleiknum. Það virtist ekki beint gæfulegt fyrir Vals- menn að mæta til leiks án Her- manns Gunnarssonar, sem var for fallaður vegna veikinda, en það kom ekki að sök. Halldór Einars- son færðist fram sem tengiliður, og Bergsveinn sem annar mið- herji á móti Ingvari. Enginn vafi leikur á því, að Halldór styrkti vörnina, en í fyrstu leit út sem það veikti sóknina, að Bergsveinn léki frammi. Og í sannleika sagt, var Vals-sóknin ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik, þegar Valur lék á móti norðan vindi. f síðari hálfleik breyttist það til hins betra, og var sóknarleikur Vals þá mun jákvæðari en Keflvíkinga, því Valsmenn lögðu áherzlu á langspymu fram miðjuna og kantana og treystu á spretthraða sóknarmannanna. Ekki voru liðnar nema 5 mín- útur af leiknum, þar til knöttur- inn lá í neti Vals. Halldór hafði brotið á sóknarmanni Keflavíkur rétt fyrir utan vítateig. Högni Gunnlaugsson framkvæmdi auka- spymuna, og knötturinn smaug í gegnum varnarvegg Vals með jörð inni í hægra horn marksins. Sig- urður gerði ekki tilraun til að verja, sennilega blindaður af vörn inni. Ekki var byrjunin gæfuleg fyrir Val, og virtist nú sem hin margumtalaða Vals-heppni hefði yfirgefið Valsmenn. Keflvíkingar sóttu mun meir allan fyrri hálfleikinn undan vindi, en sókn þeirra var yfirleitt ekki nógu beitt. Gagnslausar þver sendingar voru algengar, og erfitt virtist fyrir þá að finna rétta leið að markinu. Á 25. mínútu skeði umdeilt at- vik. Keflvíkingar höfðu átt ágæt- an samleikskafla, og Magnús Torfa son stormaði í átt að marki með knöttinn. Þorsteinn Friðþjófsson var einn til varnar, og gat stöðvað Magnús með því að bregða hon- um. Var Magnús þá staddur á víta teigslínu — ef ekki fyrir innan — og kastaðist Iangt inn í teig- inn. Magnús Pétursson flautaði strax, og flestir bjuggust við, að hann myndi benda á vítapunkt- inn. En hann kaus að færa brot- ið út fyrir, og uppskáru því Kefl- víkingar aðeins aukaspjTnu. Þarna var Magnús góður við Valsmenn. Fleiri urðu mörkin í fyrri hálf- leik ekkL í þau skipti, sem knött- urinn hæfði innan ramma Vals-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.