Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 1966
TÍMBNN
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Kirkjuþing
Sökum þrengsla í sunnudags-
blaðinu varð Þáttur kirkjunn-
ar að bíða þessa blaðs.
Einhver er munurinn eða
áður var. Nú á kirkjan ráðgef-
andi þing, sem kemur saman
annaðhvort ár til skrafs og
ályktana um það, sem helzt
mætti tll heilla verða á henn-
ar brautum.
Þetta þing gerir ályktanir
Dg leggur á ráð, hvað Alþingi
ætti að gjöra, og hvað því beri
ið gjöra til blessunar í laga-
setningu á líðandi stund og
ákomnum tímum í andlegum
málefnum þjóðarinnar.
En vandi fylgir vegsemd
hverri, og þetta litla kirkju-
þing þarf að vera velvakandi
og verndarvættur þess, sem
bezt er og hollast mætti reyn-
ast kristilegri menningu á fs-
landi um ár og aldir.
Og umfram allt þarf að ríkja
þar andi frjálslyndis og víðsýn
is, sem horfir fram, en held-
ur sig ekki um of við troðnar
brautir liðinna tíma, sem ekki
eiga lengur við í gjörbreyttu
þjóðfélagi og gjörbyltum að-
stæðum.
Einkum þarf að stefna að
því, að kinr.jan verði ekki eins
unjkomulaus undirtylla og
þefjia ríkisvaldsins eins og hún
hefiir verið eiginlega allar göt-
urfsíðan danskir konungar og
þjónar þeirra lögðu undir sig
eignir hennar á 16. öld, svo að
auður landsmanna og undir-
staða íslenzkra mennta og
gullaldar rann í stríðum straum
um burt til að byggja danskar
hallir með turnum og prjáli.
Kirkja íslands hefur yfirleitt
verið til sóma utan nokkrir
klerkar á galdraöldinni, menn,
sem festust í neti öfundar, tor-
tryggni og mannhaturs. Hún
hefur verið jarðvegur hins
bezta, sem hugsað var, ritað
og rætt hjá þessari afskekktu
fámennu þjóð, skapað flest eða
mótað, sem nefna mætti listir
og vísindi hér úti á hjara ver-
aldar um aldaraðir, allt frá ljóð
um Hallgríms og Eddu Snorra
til altarisbríka og helgiskrúða,
sem varðveitzt hafa úr hrynj-
andi torfkirkjum og moldarkof
um liðinna alda og genginna
kynslóða.
Þess vegna þarf að veita
henni auð sinn aftur til nokk-
urra umráða og umsvifa. Og
þar hefur fyrsta sporið verið
stigið á heillavænlegan hátt,
þegar Skálholt var afhent að
nýju, svo að þar mætti rísa
kristilegt hámenningarsetur.
En það er aðeins fyrsta spor-
ið. Mörg spor þarf að stíga í
sömu átt.
Kirkjuþingið þarf að koma
fram með ráð og tillögur um,
að sú ómenning verði afnumin,
sem nú kemur fram í því, að
prestar í stærstu og umsvifa-
mestu söfnuðum landsins verða
þrátt fyrir allar sínar ábyrgð-
armiklu annir að verja megin-
hluta ævi sinnar og starfs-
krafta til að byggja kirkjurn-
ar, sem þeir eiga sjálfir að
starfa í.
Ekki þannig, að þeir byggi
þær eða smíði eigin höndum,
heldur verða þeir að stuðla að
efna til og hafa forgöngu um
fjölbreytta fjáröflun til að
reisa þessa helgidóma. Þettar
gjörðu þjóðhöfðingjar áður
með sínum arkitektum og af
sínum auðlindum.
Þá skópust stærstu og feg
urstu listaverk heimsins í húsa
gerðarlist og arkitektúr.
Nú verða prestarnir að
minnsta kosti hér á landi að
ganga fyrir hvers manns dyr
eða senda vini sína til að
safna nokkrum aurum, þar sem
náðin veitist til þess að kirkja
verði reist í hinum nýju presta
köllum hér í Reykjavík.
Og nú nýlega birtist mynd
af einum yngstu prestanna hér
gegnvotum og rennandi i
stormi og haustregni, þar sem
hann stóð með púlstólin í hönd
um við' að rífa steypumót að
grunni verðandi kirkju.
Þetta er táknrænt um menn
inguna á þessu sviði.
Auðvitað var þetta til heið
urs þessum presti og hve marg-
ir okkar hafa staðið og standa
í sömu sporum. En þetta er
blettur á menningu bjóðar og
kirkju.
Auðvitað er gott, að prest-
ur hafi forsögn að smíði og
gerð kirkju sinnar. en að hann
þurfi að eyða dýrmætum tíma
frá andlegum iðkunum og sál-
gæzlu í tugþúsunda söfnuði til
að slanda^. við verk iðnaðar
manna eða vinnuvéla, það er
svo fráleitt, að þvi ná engin
orð.
Hví ætti ekki og hvi eru ekki
kirkjur reistar eftir sömu regl-
um um styrki og lán úr opin-
berum sjóðum og af almanna-
fé éins og skólar og samkomu-
hús?
Á sama tíma og annað eins
gerist hér í höfuðborginni eru
danshallir og leikhús reist viða
um lrnd að miklu leyti fyrir nl-
manrufé, og er auðvitað sjálf-
sagt. Eru þessi hús og þar með
taldir skólarnir yfirleitt frem-
ur til eflingar sannri þjóð-
menningu en kirkjur t.d. hér í
höfuðborginni?
Spyr sá, sem ekki veit. En
hefur þó séð blómstur menn-
ingarinnar við dyr og innan
dyra danshallanna þegar líða
tekur á laugardagskvöldin.
Gæti þar þó verið ágætt, ef
vel væri á haldið.
Kirkjuþing það, sem nú kem
ur saman mun ræða breyting-
ar á prestakallaskipan landsins
og er það vel, þar að sum
þeirra eru komin í eyði algjör-
lega önnur orðin mannfá. Virð
ist þar ekki vera um vanda-
mál að ræða, ef fella á niður
eða fella saman prestaköll. En
vandinn er meiri en hann sýn
ist fljótt á litið.
Kirkjustaðir og prestssetur
hafa unnið sér vissa helgi og
allt, sem þeim við kemur snert
ir viðkvæma strengi í hugum
og hjörtum þjóðar eða einstakl
inga.
Einsætt ætti þó að vera að
skynsemin ein réði þar sem
auðn liggur fyrir eða nýir veg-
ir og ástæður gera prestsþjón-
ustu i víðlendu héraði jafnvel
heilum sýslum eins auðvelda nú
fyrir einn prest, eins og fyrir
marga áður.
Betra væri þar að fella prests
embætti niður, en skapa af
spöruðum launum sjóði kirkj
unni til annarra starfa, sem
nútíminn útheimtir sjómanna-
presta, stúdentapresta, presta
Framhald á bls 15
Sjúnvarpið verði vettvangur
heilbrigðra skoðanaskipta
Gott kvöld.
Nú, þegar fyrsta íslenzka
sjónvarpsútsendingin hefst hjá
Ríkisútvarpinu, sendi ég kveðj-
ur til allra þeirra, sem þetta
sjónvarp sjá og heyra, með ósk
um og vonum Ríkisútvarpsins
um það, að þetta megi verða
upphaf að miklu og farsælu
starfi. Þeir, sem vinna hér.
gera sér ljósa ýmsa byrjun-
arörðugleika og ætla að fara
sér hófsamlega, en samt setja
markið hátt. Fjöldi manna hef
ur beðið eftir íslenzku sjón-
varpi með óþreyju, margir ósk
að því gengis, en sumir verið í
vafa um það, að takast mætti
að gera góðar íslenzkar dag-
skrár. Ég fyrir mitt leyti hef
aldrei efazt um það, að íslenzkt
sjónvarp mundi heppnast og
eiga sér góða framtíð. Þrátt fyr
ir það eigum við sjálfsagt eftir
að læra margt af reynslunni.
og við óskum þess að mega
einnig læra af yðar reynslu
og yðar óskum, sem á sjónvarp
ið horfið. Tii þess er það stofn
að og starfrækt, að það megi
verða yður til fróðleiks og
ánægjuauka. flytja fréttir og
fræði, listir og gamanmál út
um allar byggðir. Að því hafa
stjórnendur Ríkisútvarpsins
og starfsmenn sjónvarpsins
unnið lengi að safna slíku efni
og undirbúa það til flutnings.
Undireins í kvöld verða yður
flutt íslenzka þjóðmál í við-
tali við forsætisráðherra, ís-
lenzkar bókmenntir í upplestri
Halldórs Laxness, íslenzk kvik
mynd Ósvaldar Knudsen, nýj-
ar, erlendar fréttamyndir,
skemmtiþáttur, wlend kvik-
mynd og framhaidsleikrit með
íslenzkum texta.
Það er langt síðan hugmynd
in um íslenzkt sjónvarp kom
fyrst fram í Ríkisútvarpinu. í
nóvember 1963 setti svo
menntamálaráðherra, dr. Gylfi
Þ. Gíslason, nefnd til að rann-
saka málið og í henni voru:
Benedikt Gröndal, Sigurður
Bjarnason, Björn Th. Bjöms-
son, Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson, Þorsteinn Hannesson,
Þórarinn Þórarinsson og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason. Þessi
nefnd samdi itarlegt álit og
naut tækniaðstoðar verkfræð-
inga Landsímans, en áður hafði
Ríkisútvarpið fengið tillögur yf
irverkfræðings Evrópusamb.
útvarpsstöðva. Alþingi tók
ákvæði um stofnun sjónvarps
ins síðan upp í fjárlög og stjórn
arvöld veittu Ríkisútvarpinu
tekjurnar af innflutningsgjöld-
um sjónvarpsviðtækja. Án
þessa hefði eldd verið unnt að
byrja eins fljótt og raun varð
á, en útsending stillimynda
hófst í árslok 1965. Síðan hef-
ur stanzlaust verið unnið að
undirbúningi. Ríkisútvarpið hef
ur notið góðrar samvinnu við
sjónvarpsstöðvar á Norðurlönd
um, þær hafa tekið íslenzka
sjónvarpsmenn til náms og léð
hingað mikilsverð tæki, sem
smám saman eru endurnýjuð
og mörg ný tæki þegar keypt.
fslenzka sjónvarpsstöðin,
verður vel úr garði gerð. Hús
var keypt fyrir 12% millj. kr.
og endurnýjað við hæfi sjón
varpsstöðvar, undir stjórn skrif
stofu húsameistara ríkisins og
_ samnorrænnar tækninefndar.
t Siónvarpshúsið er 1900 ferm.
Ávarp Vilhjálms Þ Gíslasonar, þegar íslenzka sjón-
varpið hófst síðastliðið föstudagskvöld
eitt stórt stúdíó, og þaðan er
þetta ávarp mitt flutt, og ann
að minna stúdíó og margar
góðar vinnustofur. Áætlaður
heildarkostnaður Reykjavík
urstöðvarinnar fyrir allt svæðið
þar sem sendingar hennar sjást
— þar með taldar stöðvar fyrir
Vestmannaeyjar, Grindavík og
Borgarnes, sem þegar eru
keyptar — nemur rúmlega
70 milljónum króna, eða ámóta
og áætlað verð eins nýs mennta
skóla. Þegar íslenzka sjón-
varpið byrjar eru hér i notk
un 13 til 14 þúsund viðtæki,
en sjónvarp Ríkisútvarpsins
getur þegar í fyrsta áfanga náð
til allt að 120 þúsund manna,
eða til um þriggja fimmtu þjóð
arinnar. Dagskráin verður fyrst
í 2—3 klst. á dag, dálítið mis-
munandi, frá kl. 8 á kvöldin,
fyrst um sinn tvö, síðan sex
kvöld eða um 20 stunda dag-
skrá á viku þegar full útsend-
ing hefst, væntanlega um eða
eftir miðjan nóvember. Afnota
gjald verður ákveðið af ráðu-
neyti innan skamms. Auglýsing-
ar verða en dagskrárliðir hvergi
rofnir af þeim.
Framkvæmdastjóri stofn
unarinnar er Pétur Guð-
finnsson, en verkfræðingur er
Jón D. Þorsteinsson, og dag-
skrárstjórar Emil Björns-
son og Steindór Hjörleifsson.
Ríkisútvarpið hefur nú starf
að í meira en 30 ár. Það er ein
og óskipt stofnun, bæði hljóð-
varp og sjónvarp, undir einni
og sömu stjórn. Það er þjóðar
stofnun, og tekur til svo að
segja allra starfssviða
og menningarsviða þjóðfélags
ins. Nú hefur Ríkisútvarpið
eignazt nýtt tæki, sjónvarpið
til þess að láta yður bæði sjá
og heyra margt hið merkasta
sem gerist. Það, sem hefst hér
í kvöld, er tilraunasjónvarp
og byrjar hátíðahaldslaust í
miðri önn framkvæmdanna.
Ég þakka öllum þeim, inn-
lendum og erlendum, sem unn
ið hafa að þessum íslenzka
Framhald á bls 15.
Samsöngur
Karlakórs
Reykjavíkur
Á samsöng i Austurbæjarbíói
— undir stjórn Páls P. Páls-
sonar, flutti Karlakór Reykja-
vjkur efnisskrá þá, er sungin
mun verða í reisu þeirri til Suð
urlanda, er kórinn leggur nú
upp í. — Af eðlilegum ástæðum
skipa íslenzku lögin mest rúm
og er þar margt ágætra laga að
finna, þótt nokkuð sé efnisval
einhæft, enda vandi að raða
saman svo líku efni að vel fari.
—■ Lagasyrpan „íslands minni‘
útsett af J. Moravek Jóhanns-
syni, fyllir mikið í efnisskrána
og er ágætur efniviður en fyr
irkomulag syrpunnar svo og
meðferð einstakra laga eins og
t. d. Sprettur eftir Sveinbjöms-
son, sem er ágætis lag, þarfn-
ast engrar lagfæringar og slík
meðferð því forkastanleg.
Píanóröddin sem þessu fylgir
er heldur hugmyndasnauð og
því undravert hvað Guðrún
Kristinsdóttir, sem við hljóð-
færið var, tókst að gera úr
henni. — Söngstjórinn, Páll P.
Pálsson, átti þarna tvö ágæt
lög, sem vafalaust eiga fram+íð
í karlakórssöng. — Einsougvcir-
ar voru Svala Nielsen, sem túlk-
aði sinn hluta af stakri vand-
virkni og nærgætni og er hún
kórnum bæði styrkur og prýði
vegna góðrar frammistöðu og
prúðrar framkomu. — Frið-
björn J. Jónsson fór mjög
smekklega með Lullu-bía eftir
Jón Leifs og naut fínleg rödd
hans sín ágætlega. — í ítölsku
syrpunni „Fantasie Napolitana“
raddsettaaf J Moravek Jóhanns
syni, sýndi Guðmundur Guð-
jónsson öryggi og lipurð, sem
er honum eðlileg. — Kórinn
hefur nú notið handleiðslu
Páls P. Pálssonar og hefur hann
náð fram þeim afgerandi blæ,
sem nú einkennir sönginn svo
og jafnri raddaáferð og góðum
heildarsvip. Við hljóðfærið var
Guðrún Kristinsdóttir og er
hún kórnum bæði stoð og styrk
ur. Kórinn leggur nú upp i
langa söng- og skemmtiferð.
sem lengi hefur verið fyrirhug-
uð og óska ég þeim alls góðs
í þeirri ferð.
Unnur Arnórsdóttir.