Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1966, Blaðsíða 7
V ÞRIBJUDAGUR 4. októfoer 1966 TÍMINN mmmmmz* Héraðsfundur Húna- vatnsprúfastsdæmis Héraðsfundur Húnavatnspró- fastsdæmis var haldinn á Blönduósi sunnudaginn 11. sept s. 1. Hófst hann með guð þjónustu í kirkjunni. Sr. Jón Kr. fsfeld, Bólstað, flutti pré- dikun, en prófasturinn séra Þor steinn B. Gíslason, Steinnesi og séra Pétur Ingjaldsson, Skaga- strönd, þjónuðu fyrir altari. Kór kirkjunnar undir stjórn frú Sól veigar Sövik annaðist söng. Að lokinni messu sátu kirkju- gestir kaffihoð sóknarnefndarinnar að Hótel Blönduós. Því næst var aftur gengið til kirkju til fundarstarfa. Mættir voru allir prestar prófastsdæmisins en auk þess séra Sigurður Norland Hindisvík, fyrrv. sóknarprestur í Tjarnarprestakalls. Safnaðarfull- trúar voru 14 mættir. Auk þess sátu fundinn allmargir áheyrend ur. Prófasturinn setti fundinn og stjórnaði honum. Fyrir var tek ið: I. Prófasturinn flutti yfirlits- skýrslu sína. í upphafi máls síns minntist hann presta, sem látist höfðu á héraðsfundarárinu og heiðr uðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þá flutti hann ýtarlega skýrslu um kirkjumál héraðsins o. fl. Gat hann þess að lokum, að Kirkju- þing kæmi saman 2. okt. nk. og væri þess vegna nauðsynlegt að héraðsfundurinn tæki til meðferð ar „prestakallamálið," en það væri aðalmál fundarins að þessu sinni. Umræður út af skýrslu prófasts urðu nokkrar. Meðal annars kom fram sú skoðun, að óheppilegt væri að leggja niður heimagraf reiti, meðan ástand hinna almennu kirkjugarða væri víða mjög ábóta vant. Ennfremur kom það fram, að þar sem erfitt myndi að koma gömlum kirkjugörðum í viðunan legt horf, væri rétt að leggja þá niður, en taka nýja í notkun. II. Frumvarp til laga um skipun prestakalla og prófastsdæma. Framsögumaður í þessu aðalmáli fundarins var séra Pétur Ingjaldss. Rakti hann og skýrði frumvarpið, eins og það var lagt fyrir síðustu prestastefnu, en síðan þær breyting ar, sem þar voru gerðar á því. Lagði hann áherzlu á það, að frumvarpið hefði að mestu verið fellt á Suðurlandi og Breiðafirði, en að mestu látið halda sér ó- breyttu á Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi. Þetta taldi hann ósamræmi í meðferð máls- ins. Miklar umræður urðu um-málið. M. a. kom fram, að næsta óvið eigandi væri, þegar prestakall væri lagt undir annað prestakall, þá færi ekki prestskosning fram fyrr en prestaskipti færu næst fram. í lok umræðna var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Héraðsfundur Húnavatnsprófasts dæmis haldinn að Blönduósi 11. september, telur dálítið varhuga vert að fækka verulega prestaköll um í strjálbýlinu. Hins vegar tel ur fundurinn eðlilegt, að prestum sé fjölgað í þéttbýlinu samfara allmikilli fjölgun þjóðarinnar, og ekki um að sakast, þótt það kosti ríkið aukin fjárframlög til kirkju mála. Hvað snerti Húnavatnspró- fastsdæmi sérstaklega, er fundur inn ekki andvígur því, að Breiða bólstaðar- og Tjarnarprestakall verði sameinuð. Verði þá prests setrið á Breiðabólstað. Einnig tel ur fundurinn n eðlilegra að orðalag prestakallanefndar verði notað um flutning prestseturs í Þingeyra- prestakalli þannig, að kirkjustjórn inni sé heimilt að flytja prestssetr ið frá Steinnesi til Blönduóss.“ III. Þá hófust umræður um erfiðleika þá, sem víða eru á því að fá organista við kirkjur. Voru í því sambandi nefnd dæmi, sem sýna, að ekki er nógu vel haldið á þessum málum af hálfu þeirra, sem til þess eru settir og launaðir af ríkinu. Fram kom eftirfarandi tillaga og samþykkt: „Héraðsfundur Húnavatnsprófasts dæmis, haldinn á Blönduósi 11. september 1966 ályktar, að víða um land séu erfiðleikar í sambandi við vöntun á organistum við kirkj ur og stafi það m. a. af því að þeir sem vildu mennta sig til organista og söngstjórnarstarfa, hafa ekki næga möguleika nú til þess að hafa lífsframfæri af slíkri mennt un. Fundurinn skorar því á kirkju þing og alþing að setja lög um nýtt embætti, sem heitið gæti héraðssöngstjóri. Verksvið hans verði m. a. að annast tón- og söng menntun æskufólks í skólum, kennsla í kirkjusöng, stjórn kirkju kóra, þjálfun og stjórn annara kóra eftir því sem ástæður leyfa. Umdæmi héraðssöngstjóra ákvarði biskupsembættið og yfirstjórn fræðslumála í samvinnu. Laun hans greiðist úr ríkissjóði og að nokkru frá þeim aðilum, sem hann starfar fyrir.“ IV. Samþykkt var einróma eftir farandi tillaga: „Héraðsfundur Húnavatnsprófasts dæmis haldinn á Blönduósi 11. september 1966 biður vinsam- legast útvarpsráð að sjá svo um, að þáttur útvarpsins „Barnatím- inn“, sem undanfarin ár hefur ver ið útvarpað á sunnudögum, hefj Framhald á bls. 15. 'Hinriksensfjölskyldan, Selma, Emma, Hans Henriksen, Hans yngri, FríSa, FriSa Henriksea. Myndin var tekin 1907- Fríða Henrlksen Nýlátin er í Noregi íslenzk önd- vegiskona, níræð að aldri, frú Fríða Henriksen. Fríða Henriksen fæddist að Grafargili í Önundarfirði 6. ágúst 1876, dóttir hjónanna þar Jóns Helgasonar og Kristjönu Guð- mundsdóttur. Hún lézt í Noregi 10. september síðastliðin. Fríða var mjög vel gefin og falleg stúlka. Ung var hún send til mennta í Kvennaskólann í Reykjavík til frú Þóru Melsted. Að loknu námi kom hún aftur heim í fallega fjorðinn sinn til starfa á ný. En þá kynntist hún fengsælum og glæsilegum norskum skipstjóra, Hans Henriksen, er stundaði hvalveiðar frá hinni miklu hvalveiðistöð Ellefsens í Önundarfirði. Giftist hún honum og fluttist til Noregs og tók þar við búsforráðum. Henriksen var ekkjumaður og átti tvær hálfvaxn- ar dætur, svo þetta var ekki svo auðvelt fyrir^ tvítuga stúlku i an úr sveit á íslandi að koma til framandi lands og taka við allstóru heimili, og húsbóndinn sjálfur oft fjarverandi mánuðum saman við hvalveiðar í Suðurhöfum. En hún var hamingjusöm í sínu nýja föður landi. Fyrir fimm árum, þegar hún var 85 ára kom ég í heimsókn til hennar í Stokke, en þar bjó hún alla tíð að 2 síðustu æviárum Hér fæddist Pétur Freuchen. Þegar Pétur iFreuchen kom til íslands fyrir nokkrum árum, fannst okkur hann líkastur islenzkum sjómanni, sem hefði róið einn í þrjátiu ár. Hann stóð með kaskeiti með svart gljáskyggni á stéttinni framan við Hótel Borg og horfði til veðurs. Við skynjuðum sterkt, að hann var vígður hinu hrjúfa og harða lífi norðurhjarans. Svo varð hann bráðkvaddur á flugvelli í Alaska — á lelð norður. Fyrir nokkrum dögum festu Danir málm- plötu upp á húsgafl við Friser-götu í Nyköping á Falstri, þar sem Pétur fæddist 20. febrúar 1886. Það eru Regitze systir hans og Pipaluk dóttir hans, sem halda á dúknum. hennar undanskildum, er hún bjó hjá syni sínum. Þá fór hún með mig í gönguför gegnum skóginn, upp á litla hæð spölkorn frá hús- inu hennar. Þar var gott útsýni yfir dálítið dalverpi og við - sett- umst þar á stóran stein. „Hþigað gekk ég með manninum mínum fyrsta kvöldið, sem ég var hér í Stokke" og hin greindarlegu augu hennar ljómuðu við þær fögru minningar, sem tengdar voru við þennan stað. Þau Fríða og Hans Henriksen eignuðust þrjú böm, Hans, sens var skipstjóri á millilandaskipi, en hann fórst með því í síðari heims- styrjöldinni, Jón, bæjaruerkfræð- ing í Mosjön í Noregi, og eina dóttur, Fríðu, sem býr skammt frá Oslo. Þótt Fríða væri nær 70 ár bú- sett í Noregi og kæmi ekki oft til íslgnds, var hún í eðli sínu og hugsun mikill íslendingur, hún las alltaf íslenzk blöð og bækur fram á síðustu ár og fylgdist ótrú- lega vel með öllu, sem gerðist á íslandi og hafði mikinn áhuga á velgengni lands og þjóðar. Ræddi hún um hluti hér eins og hún væri nákunnug íslenzkum málum og aðstæðum, og ótrúlegan fjölda íslenzkra Ijóða, einkum eftir Steingrím, Matthías og Kristján Jónsson, kunni hún. Hún hafði í öll þessi ár stöðug bréfaviðskipti við frændfólk sitt, og jólakortið er hún skrifaði mér um síðustu jól, var skrifað með hinni fallegu rit- hönd hennar óbreyttri og hvergi brá fyrir áhrifum frá þeirra tungu, sem hún hafði þó talað og iesið' í 70 ár. Fríða var sami trausti Islendingurinn til hinztu stundar þótt hún lifði hamingjusömu lífi öll þessi ár í hinu nýja föður- landi sínu. . Við frændfólk Fríðu, sem vorum svo heppin að kynnast henni á hinu vistlega heimili hennar í Stokke, minnumst með innilegri hlýju og þakklæti þessarar indælu virðulegu, hvíthærðu frænku okk- ar. Við minnumst hinna skýru, fallegu augna hennar, er hún 'kvaddi okkur síðast og þeirrar hlýju og kærleika, er úr þeim skein. Blessuð isé minning hennar. Guðlaugur Rósinkranz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.