Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 1
LOGAÐI STAFNA A MILLI í MORGUN 65. árg. — Fimmtudagur 11. september 1975 — 206. tbl. Sæborg RE 20 logaði enn stafna á milli i morgun. Eldur kom upp i bátnum rétt fyrir miönætti I gær- kvöldi. Mannbjörg varö. Sæborg var stödd suður af Malarrifi á Snæfellsnesi, þegar eldurinn kom upp. Kallað var út til allra nærstaddra skipa að koma til aðstoðar. Tiu miniítum seinna kom skuttogarinn ögri að brennandi bátnum. Lina var fest á milli skipanna. Ekkert réðst við eldinn, sem magnaðist með hverri minútunni. Um eittleytið slitnaði línan. Áhöfnin af Sæborgu var þá komin i Gúmmibát. ögri tók áhöfnina upp og sigldi til Reykjavikur. Sæborg var látin brenna áfram, enda vonlaust að reyna slökkvistarf. Sæborg var rúmlega hundrað lesta eikarbátur, smiðaður á Akureyri 1943. —ÓH DULARFULLT DUF DRITVIKI — sjá baksíðu HHBHBBBBHHHHHiH ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦81 VOÐA GAMAN AÐ HLÆJA? Ólafur Jónsson skrifar um Ringúlreið á 7. síðu Gefur þetta hjál| iii Steinhrúgu-gerð er ævaforn list í Japan. Til skreytinga geta þessar hrúgur komið í stað trjá- gróðurs. Geta þær aukið á f jölbreytni hverf is eins og Breiðholts? Sjá 8. og 9. síðu. „SIS endurvekur einokynarverzl- un á íslandi" — segia óánœgðir kaupmenn Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefur endurvakiö einokun- arverzlun á tslandi, að sögn kaupmanna, sem eiga I sam- keppni við kaupfélög StS. Kaup- félagsstjórarnir geta að þeirra sögn, hringt til höfuðstöðvanna i Reykjavík og stöðvað afgreiðslu á vörum, sem eiga að fara til verzl- ana annarra enkaupfélaganna.Ef kaupfélagsstjórarnir kæra sig ekki um keppinaut, geta þeir sett hann i viðskiptabann hjá SÍS. Eitt dæmi: Hermann Einarsson og Sigur- geir Sigurjónsson reka I samein- ingu tvær litlar verzlanir i Vest- mannaeyjum. Það eru Miðhús, sem verzlar með sportvörur og leikföng — og Stafnes, sem er með heimilistæki. Þeir hófu við- skipti við SÍS, en kaupfélagið í Vestmannaeyjum hefur nú- sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Hermann sagði Visi: — Þegar ég hóf rekstur fyrir um ári óskaði ég eftir viðskiptum við SÍS. Ég för á skrifstofuna og ræddi við að- stoðarframkvæmdastjóra inn- flutningsdeildar. Hann gaf sitt leyfi og ég fór og gerði pöntun. Ég er ekki með mikil viðskipti við Sambandið en var búinn að vera með þau frá miðju ári 1974 og fram i nóvember, desember, þeg- ar ég hringdi og ætlaði að leggja inn pöntun. Þá var mér sagt, að biíið væri að loka á mig að kröfu kaupfélagsins i Eyjum, og að kaupfélagsstjórar geti beitt þessu valdi, ef þeir kæri 'sig um. Ég ræddi þetta við kaupfélags- stjórann, sem sagði, að hann sæi ekki hag i þvi, að Sambandið væri að f jármagna aðrar verzlanir en kaupfélögin. Ég spurði, hvort ég mætti fá vörur, sem kaupfélagið væri ekki með, en svarið var nei. Mér finnst þetta vera einokunar- stefna. Gisli Theodórsson hjá StS vildi ekki samþykkja, að Sambandið ræki einokunarverzlun. Hann kvaðst ekki þekkja þetta sérstaka tilfelli en ætlaði að kynna sér það. Að öðru leyti sagði hann, að SIS væri samvinna fjölmargra sam- vinnusamtaka um að útvega félagsmönnum ódýrari vörur. Nokkrir vöruflokkar, væru háðir takmörkunum á sölu til annarra en hlutaðeigandi aðila. Vegna plássleysis er að þessu sinni ekki hægt að birta alla skýringu Gisla, en SIS á að sjálfsögðu opna leið inn i blaðið til að skýra sitt mál. —ÓT. Ekki samkomul iii ftí ii a morgun Hattersley og föruneyti í bíltúr um bœinn í morgun , ,,Við eigum ekki von á sam- komulagiidageða á morgun, það eru ýmis vandamál á veginum, sem við verðum að útkljá, en við vonum að grundvöllur frekari viðræðna verði lagður núna," sagði Roy Hattersley, aðstoðarut- anrikisráðherra Breta, I stuttu samtali við Visi i morgun, áður en viðræður niilli tslands og Bret- lands um fiskveiðilögsögumál hófust. Hattersley og félagar hans i brezku sendinefndinni notuðu tækifærið áður en viðræðufundur- inn i Ráðherrabústaðnum byrjaði kl. 11 og fóru i ökuferð um borgina i fylgd Nlelsar P. Sigurðssonar, sendiherra Islands I London, og brezka sendiherrans I Reykjayik, K.A. East. Borgin skartaði sinu fegursta fyrir gestina jafnt sem borgarbúa, enda var hib bezta haustveður i morgun. A meðfylgjandi mynd eru Hatt- ersley t.v. og Biskop aðstoöar- sjávarútvegsráðherra t.h. Mynd- in er tekin á heimili brezka sendi- herrans i morgun. Ljósm. Jím.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.