Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 13
Visir. Fimmtudagur 11. september 1975. 13 Fyrsta skiptið — heitir ný bók, sem vekur heimsathygli, en þar skýra 28 frœgar persónur fró fyrstu kynferðisreynslu sinni „Mae West var þrettán ára, þegar hún missti meydóm sinn, standandi á baktröppunum heima hjá sér. Gabb-rithöfundurinn, Clifford ‘irving, hafði sín fyrstu kynmök við konu sitjandi á salernis- skái. Og það var brjóstamikii blues-söngkona, sem kenndi Liberace, að Iffið ætti sér fleiri hliðar en rétt aðeins píanóleik — og skildi svo varalit eftir á hvítu buxunum hans fínu," segir í fréttaskeyti frá Reuter. Þessar hreinskilnislegu játn- ingar er allar að finna i nýrri bók, sem ber heitið „Fyrsta skiptið”. Bera þær með sér, hvaða tímamót þaö eru i lifi manneskjunnar, sem bókin fjallar um. Hún er byggð á viö- tölum við 28 manns, allt heims- frægar manneskjur, sem opin- bera lesendum það, sem hingað til hefur heyrt til allra leyndustu einkamálum hvers og eins. Það hafði kvisazt út, að þessi bók væri i smiðum, og hefur hennar siðan verið beðiö með nokkurri eftirvæntingu. Þykir hún likleg til að vekja heimsat- hygli. Ekki eru endurminningar allra viðtalenda bókarinnar jafn angurværar af fyrstu kynferðis- reynslu þeirra. Leikkonan, Dyan Cannor^ minnist þess, að meydómsmiss- irinn vakti hjá henni andstyggð á karlmönnum og leiddi hana út i fikniefnanotkun fyrst en siðan vaknaði hjá henni trúaráhugi, sem reif hana upp úi; fikniefnun- um. Hún leitaði hælis með trúar- iðkanir sinar i afskekktu heim- ili þeirra hjóna, Roy Rogers, kúrekaleikara og Dale Evans. „Ég leyfði ekki karlmanni að snerta mig i langan, langan, langan tima, fimm eða sex ár,” er haft eftir henni i bókinni. Leikkonan var sannfærð um, að enginn vildi lengur við henni lita af þvi að hún var ekki lengur hrein mey. En Cary Grant kom henni þá til hjálpar og varð fyrstur til að leiða hana inn á annan hugsanagang. En eftir að slitnaði upp úr hjónabandi þeirra „þyrmdi þetta allt yfir mig aftur, sektar- kennd og hvað eina” ..og hún hallaði sér að fikniefnunum á ný, LSD, kókain, marijúana, og fleira. Saga hennar fékk þó góðan endi. Með aðstoð sálfræðinga „get ég nú i fyrsta sinn notið kynlifsins fordómalaust,” segir Cannon. Kyntáknið, Mae West, sem nú er 83 ára að aldri, ljóstrar upp: „Ég hef ekki verið karlmanns- laus lengur en viku frá þvi að ég var 13 ára gömul. Ég get ekki án þeirra verið og hef notið margra. En ég hef ekki fengið alla þá menn, sem ég hefði vilj- að.” Clifford Irving, sem skáldaði upp ævisögu margmilljóna- mæringsins, Howard Hughes, og varð heimsfrægur fyrir, þótt tiltækið kostaði hann fangelsis- vist, minnist sinnar fyrstu reynslu i þessari bók. „Það var i baðherberginu á setu salernis- skálarinnar með þessari lika beinastöng. — Það var hálfmis- heppnað. Ég man, að ég vildi kyssa hana, og henni fannst ég bilaður að vera með svoleiðis tilþrif.” Liberace telur sig heppnari, en það var söngkona, sem leiddi hann fyrstu sporin, þrettán ára gamlan. En vegna þess að hún klindi varalit i buxurnar hans, Dyan Cannon var hann með lifið i lúkunum af hræðslu viö að móðir hans mundi komast aö þvi. — „Ég held annars, að mér hafi verið nauðgaö,” segir hann. Leikkonan, Debbie Reynolds, segist hafa verið jómfrú, þegar hún 23 ára giftist söngvaranum, Eddie Fisher. — „Ég var jóm- frú, þegar ég giftist, eins og móðir min var á undan mér, og móöir hennar á undan henni.” Hún segist ekki einu sinni hafa kunnaö að kyssa rétt. Liberace Mae West Debbie Reynoids 22. ágúst, föstudagur. ÆVINTÝRAFERO UAA BREIDA- FJORO. Vinningshafi býður með sér f jórum gestum í flugferð með Vængjum til Stykkishólms. Þaðan er svo siglt um eyjasund Breiðafjarðar. Hádegisverður á Veitingahúsinu Nonna innifalinn. Kom- ið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚAAER: 5387. 23. ágúst, laugardagur. Haustfegurðá Þingvöllum. Vinningshafi og gestur hans dvelja að Valhöll á Þing- völlum frá föstudegi til surinudags, þar sem þeir njóta þjónustu hótelsins i hús- næði, mat og drykk. VINNINGSNÚAAER: 7942. 24. ágúst, sunnudagur. FJÖLSKYLDUFE RÐ AD HÚSA- FELLI. Gerð er ferð að Húsafelli 12.-14. september þegar sérkennilegt umhverf ið skrýðist haustlitum. Vinningshafi fær sumarhús til ráðstöfunar, hentugt fyrir 4ra manna fjölskyldu, með sundlaug og gufubaði i næsta nágrenni. VINNINGSNÚAAER: 15921. 25. ágúst, mánudagur: SKEAAAATISIGLING UAA VIDEYJAR- SUND. Vinningshafi býður með sér 15 vinum og kunningjum i skemmtisiglingu með Akraborginni á sunnudagseftirmið- degi kl. 3. Siglt er um Viðeyjarsund og staldrað við á Akranesi, og innifalið er kaffi og með þvi á Hótel Akranes. VINNINGSNÚAAER: 18686. 26. ágúst, þriðjudagur. VETRARFEGURD VIÐ SKJALF- ANDA. Ferðfyrirtvo með Flugleiðum til Húsavikur, þar sem dvalið er á Hótel Húsavik frá föstudegi til sunnudags. Or- stutt i fagurt skiðaland. VINNINGSNÚAAER: 21481. 27. ágúst, miðvikudagur. AAEÐ 18 GESTI „HVERT A LAND SEAA ER". Vinningshafi fær til umráða 18 manna langferðabif reið með bílstjóra, i 3 daga. Þannig getur hann boðið með sér fjölskyldu og vinum í skemmtiferð. VINNINGSNÚAAER: 24756. 28. ágúst, fimmtudagur. A NORDURHEIAASKAUTI. Að þessu sinni ferðast vinningshaf i og gestur hans með Flugleiðum til Akureyrar, þar sem gist er i 2 nætur á Hótel Varðborg. Þaðan er gerður „heimskautaleiðangur" og Grimseyingar sóttir heim. VINNINGSNÚAAER: 27036. 29. ágúst, föstudagur. A ESKIAAOASLODUAA. Ferð næsta sumar fyrir tvo á eskimóaslóðir á Græn- landi. Flogið verður með Flugleiðum til Kulusuk og eskimóaþorpið Kap-Dan sótt ar. Komið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚAAER: 33914. 30. ágúst, laugardagur. LEIKHÚSFERD TIL AKUREYRAR. Vinningshafi og gestir hans fljúga með Flugleiðum til Akureyrar á laugardegi, þar sem búið verður á Hótel KEA. Um kvöldið eru vinningshafar gestir leik- félagsins. Komið aftur á sunnudags- kvöldi. VINNINGSNÚAAER: 41473. 31. ágúst, sunnudagur. HRIKALEIKI HORNSTRANDA. Ferð með Flugleiðum fyrir tvo til isaf jarðar. A Isafirði er búið á Hótel AAánakaffi, og gerður leiðangur með Flugfélaginu Ern- ir I útsýnisflug yfir Hornstrandir. VINNINGSNÚAAER: 54258. 1. september, mánudagur. FÆREYJAFERÐ. Flug með Flugleið- um fyrir tvo til Þórshafnar og dvöl á Hótel Hafnia föstudag til þriðjudags. Skipulagðar skoðunarferðir bíða gest- anna í Þórshöfn. VINNINGSNÚAAER: 31597. 2. september, þriðjudagur. TIZKA I FARARBRODDI. Við bjóðum vinningshafa og gesti hans til Kaup- mannahafnar á kynningu á skandina- viskum tizkufatnaði, „Scandinavian Fashion Show". Farið verður með Útsýn og staldrað við frá föstudegi til mánu- dags. Hótel og morgunverður innifalinn. VINNINGSNÚAAER: 63005. 3. september, miðvikudagur. ÚTSYNI YFIR LANDID. Útsýnisflug I einn dag með nýrri Cessna 310 frá Flug- þjónustu Sverris Þóroddssonar. Innifald- ir eru 4 flugtímar og vinningurinn gildir fyrir vinningshafa og 3 gesti. VINNINGSNÚAAER: 43459. 4. september, fimmtudagur. Skoðunarferð fyrir tvo til Vestmanna- eyja með Flugfélagi Islands. Farið að morgni, máltið á Hótel Vestmannaeyj- ar. Komið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚAAER: 68217. 5. september, föstudagur. VIKA I VATNSFIRÐI. Vikudvöl fyrir tvo i landnámi Hrafna-Flóka. Dvalið verður á hinu glæsilega hóteli þelrra Vatnsfirðinga, Hótel.Flókalundi. Fæði er innifalið. VINNINGSNÚAAER: 47589. 6. september, laugardagur. VIKA I LUNDÚNUAA. Vinnlngshafl fer I ferð með útsýn til Lundúna, þar sem dvalið verður i viku á Hótel Cumberland, rétt við Hyde Park Corner. AAorgunverð- ur innifalinn. VINNINGSNÚAAER: 72015. 7. september, sunnudagur. Ferð til Luxemborgar með Flugleið- um. Þaðan verður f logið til Bahamaeyja og svo aftur til Luxemborgar og síðan heim. VINNINGSNÚAAER: 58433. AÐALVINNINGUR Tveggja vikna ferð til Bangkok I Thai- landi fyrir tvo með Útsýn. Ævintýraslóð- ir, sem fáir Islendingar hafa lagt leið sina um. VINNINGSNÚAAER: 60421. UALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.