Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 20
TTTCJT'R I Við höfum ennþá láns- traust erlendis, en Fimmtudagur 11. september 1975. Getum við slegið endalaust? markalaust hægt að halda áfram að auka skuldir okkar erlendis, hvorki vegna lánstrausts okkar né vegna þeirra áhrifa, sem þetta hefur á greiðslubirðina”, sagði Jóhannes. Geta íslendingar haldið endalaust áfram að fá erlend lán til að lifa um efni fram? ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, segir, að við eyðum tiu prósentum meira en við öflum. „Ekki getur farið hjá þvi, að eftir þvi sem skuldir þjóða, eins og einstaklings eða fyrirtækja, aukast, eftir þvi þyngist fyrir um frekari skuldaaukningu”, sagði Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, f viötali við Visi. „Hins vegar hafa menn enn sem komiö er traust á þvi, að við munum standa við okkar skuld- bindingar og séum reiðubúnir að færa þær fórnir, sem nauðsynleg- ar eru til að geta gert það”, sagði seðlabankastjóri. Aö sögn hans hefur enn sem komið er tekizt að fjármagna þær framkvæmdir og þann halla, sem við höfum búið við. „Það er ljóst, að ekki er tak- Beinar afborgarnir af erlend- um lánum þetta ár eru 6 milljarð- ar, án vaxta. Seðlabankastjóri upplýsti, að 14 til 15 próent af gjaldeyristekjum okkar færu til greiðslu á þessum afborgunum og vöxtum. Fyrir tveimur árum voru þessar greiðslur 10 prósent af gjaldeyristekjunum, þannig að hækkunin er mikil. Þetta hlutfall varð þó enn hærra á kreppuárum sjötta áratugsins, aðallega þó vegna þess, að þá minnkuðu út- flutningstekjur svo mikið. —ÓH Hundavinir í Keflavík geta glaðzt LEYFA HUNDAHALD ,,Það var samþykkt hér i Keflavik i vikunni að leyfa takmarkað hundahald, ” sagði Jó- hann Einvarðsson, bæjarstjóri i viðtali við blaðið. Ekki er að efa, að hundavinir geta glaðzt, ekki sízt vegna þess að ekki er aðeins leyft, að þeir hundar sem fyrir eru i bænum, fái að lifa, heldur geta menn eignazt nýja hunda — þó með svipuðum skilyrðum og eru i gildi á Akureyri og i Mosfells- sveit. Hundurinn skal skráður, merktur, hafa ábyrgðartrygg- ingu, ganga ekki laus, fara i ár- lega hreinsun og siðast en ekki sizt skal eigandi hans borga 12 þús. krónur i leyfisgjald á ári. —EVI Eldtungur stóðu upp úr risinu — en allir björguðust út Eldtungurnar stóðu upp Ur ris- inu á Laugavegi82 þcgar siökkvi- liðið kom þangað kl. hálf fimm i morgun. tbúarnir voru drifnir út i snatri og reyndust allir ómeiddir. Ein stúika var þó flutt á Slysa- deiid Borgarspitalans, en þaðan á lögregiustöðina til yfirheyrslu um eldsupptökin. Slökkvistarfið gekk fijótt og vel, en töluverðar skemmdir urðu á risinu. Þarna kviknaði áður i 30. ágúst siðastliðinn. Þá lék grunur á að kveikt hefði verið i af ásettu ráði, en engar sannanir fengust. Lögreglan var ekki búin að kanna eldsupptök I morgun. HÁMARK ANNRÍKISINS? Veslings mennirnir i ráðu- neytunum. Þeir eiga svo ann- rikt. Það fékk blaðamaðurinn að vita, sem hringdi i miðri viku i einn af þeim háttsettari. „Því miður, hann er bara upptekinn i augnablikinu og getur ekki tekið sima,” svar- aði hinn kurteisi einkaritari. „Hvenær getur hann tekið simann”? „Eftir helgi.” _________________—ÓH Óánœgja í Kennara- háskólanum „Þaö er allt með kyrrum kijiör- um enn,” sagði Halldór Tjörvi Einarsson, formaður skólafélags Kennaraháskóla islands. Þar urðu miklar deilur deilur i vor út af mætingum nemenda og var 7 nemendum bannaö að taka próf i skólanum vegna ónógra mætinga. Hélt skólafélagið þvi fram að um fleiri en þessa 7 hefði verið að ræöa, sem ekki ættu þá rétt á að taka próf. Ætlast er til að nemendur mæti i 80% kenndra kennslustunda, þó ekki minna en 50% i hverju fagi. Sættir urðu og fengu nemend- urnir 7 að taka prófið i haust. Sagði Halldór að einnig hefði ver- ið gengiðað þeim kröfum skólafé- lagsins að endurskoða námstil- högun og kennsluhætti. í fyrsta skipti kom út námsskrá i haust. „Þriðju kröfunni hefur hins vegar ekki verið sinnt. Hún skipt- ir ekki minna máli,” sagði Hall- dór. Er hún i þvi fólgin að endur- skoðuð verði reglugerð um mæt- ingu. „Við erum vissulega óánægð með þetta og höfum fullan hug að boða rektor og aðstoðarrektor á fund. Hvenær það verður er ó- ákveðið.” —ÓT Hver verður heim- spekiprófessor? Nefnd þriggja erlendra prófessora frá háskólunum i Kaupmannahöfn, Arósum og ósló hefur skilað álitsgerð sinni til menntamálaráðuneytisins um, hver umsækjenda sé hæf- astur til að hljóta prófessors- embætti i heimspeki við Há- skóla Islands, sem auglýst var fyrir alllöngu. Menntamála- ráðuneytið mun koma álitsgerð- inni á framfæri við Heimspeki- deild Háskólans og verður deildarfundur á laugardag, þar sem greidd verða atkvæði um umsækjendur. Verður þar ef- laust höfð hliðsjón af álitsgerð nefndarinnar. Fimm menn sóttu um embætti þetta: dr. Arnór Hannibalsson, Erlendur Jónsson M.A., dr.-Jóhann Páll Arnáson, dr. Páll Skúlason og Bandarikjamaðurinn dr. Michael Marlies. ## HITAVEITAN ODYR þrátt fyrir 33% hœkkun” — segir hitaveitustjóri „Við þurfum á þessari hækk- un að halda einfaldlega af þvi, að hækkun á hitaveitugjöldum hefur verið lítil undanfarin ár.” Þetta sagði Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri, er við ræddum við hann i tilefni af þvi, að fariö hefur verið fram á 33% hækkun hitaveitugjalda. „Miðað viö almennt verðlag i landinu yrði taxti hitaveitunnar, ef þessi hækkun yrði samþykkt, um 92% af þvi, sem hann var 1970,” sagði Jóhannes. Málið á eftir að fá afgrciðslu i borgarráði og siðan hjá rikis- stjórninni. —EVI Kúlan er hér sýnd áður en hún var skorin I sundur, og allir blðu spenntir eftir að sjá smágerð sendi- eða viðtökutæki. Hin myndin er af kúlunni — eftir aö vonbrigöin urðu algjör. Inni I henni var þétt frauðplast, en kannski má sætta sig viö dularfulla gatið, sem er á milli augnanna. Dularfullt „dufr'úr Dritvíkinni Njósnadufl, neöan- sjávar-símastrengir, senditæki á botni Kleifar- vatns. Allt hafa þetta verið algengar fréttir á síðustu vikum og mánuð- um. Tæki þessi eru vafa- laust af ýmsum þjóðern- um. Fyrir nokkru fannst i Dritvík á Snæfellsnesi sérkennileg „netakúla”. Hún reyndist þung með óvenju-sterkleg augu og á henni var áletrun á rússnesku. Þetta var þvi engin venjuleg netakúla. Þvi vaknaði sú spurn- ing, hvort hér væri á ferðinni ný tegund af njósnaduflum. t áletr- un kom fram, að kúlan hefði verið búin til árið 1972 og að hún þyldi þrýsting á eitt þúsund metra dýpi. Ekki sakar að benda á, að Dritvik er nálægt Loranstöðinni á Gufuskálum, en það eitt gerði kúluna dularfyllri. Ráðist var i að opna hana með aðstoð sérfræðinga, en von- brigðin urðu mikil, þegar i ljós kom, að kúlan var full af þéttu frauðþlasti. Sú ein skýring hefur fengistá þessari merku kúlu, að kafbátur hafi notað hana (og auðvitað fleiri) til að halda tækjum á ákveðnu dýpi. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa á leif- um kúlunnar, geta fengið þær gefins á ritstjórn Visis. —AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.