Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 12
12 Visir. Fimmtudagur 11. september 1975. FYRSTUR MEÐ VÍSI Á GÖTUNA Óli, blaðasali. í nœr fjóra óratugi hefur hann selt blöð og sett svip sinn á mið- borgina. Ljósm.: Loftur Ás- geirsson. Óli blaðasali kemur i Blaðaprent um leið og samningar heimila að dyrnar séu opnaðar þeim, sem flytja blaðið til kaupenda. Óli tekur stóran stafla. i Ingóifsstræti staðnæmist bifreiðin fyrir framan afgreiðslu Alþýðublaðsins, þar sem Óli geymir blaðavagninn en óli sel- ur einnig Alþýöublaöið. Vfifsiiir! Allir þekkja Óla blaðasala, og flestir Reykvikingar tengja hann ósjálfrátt VIsi og horninu á Reykjavfkurapóteki. Þar hefur óli Þorvaldsson staðið sumar, vetur, vor og haust i öllum veðrum og selt VIsi. Hann er þáttur I lifi miðborgarinnar, einn af þeim mönnum, sem við þekkjum en þekkjum þó ekki. — Hann er þegar orðinn þjóðsagnapersóna þótt I fullu fjöri sé. Eða eru það ekki margir, sem heyrt hafa sögur um auð hans? —Loftur Asgeirs- son, ljósmyndari VIsis, fylgdi óla blaöasala i fyrradag og tók þess- ar myndir. 2Óli pantar bfl frá Steindóri sem hann greiöir sjálfur og lætur aka sér og blöðunum niður I Ingólfsstræti. Eins og sjá má á klukkunni, sem alltaf var nefnd ,,Persil”-klukkan, er Óli kominn með VIsi niður á torg 13 minútum eftir að dyr Blaðaprents voru opnaðar. Þetta heitir að vera fljótur I förum. Smá hlé og það er notað til að lagfæra skyrtu- kragann. Þegar óli kemur að Reykjavlkurapóteki byrjar hann strax að selja, og meðal fyrstu kaupenda er Asgeir Hannes Eiriksson, auglýsingastjóri nýja Dagblaösins. Og hér er Óli kominn á sinn stað, horniö á Reykjavikurapóteki. Blöðin undir vinstri hendi, allt afgreitt með þeirri hægri. Hér er óli með vagninn fyrir framan Eymundsson, og fleiri kaupendur ber að garði. Undir hendinni hefur hann VIsi og Alþýöublaöið. 9 0g svo er það þessi „klassiska” mynd af Óla blaðasala. Það er nokkuð liðið á daginn og hann gefur sér tima til að Ilta á blaðið, sem hann selur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.