Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 11. september 1975. UN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND umsjón GP Þrjár sprengingar í Lissabon í nótt Öllum beint gegn spœnska sendi- ráðinu, spœnska flug- félaginu og Sheraton- hótelinu Sprengjur sprungu við spænska sendiráðið í Lissabon, Sheraton-hótel- ið og skrifstofur spænska f lugf élagsins Iberia í nótt. Flokkur hryðjuverka- manna, sem kalla sig „al- þjóðleg byltingarsam- tök", hefur gefið út yfir- lýsingu, þar sem þeir segjast hafa unnið skemmdarverkið á sendi- ráðinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að i-eyna að knýja yfirvöld Spánar til þess að sleppa úr fangelsi Böskunum tveim, sem dæmdir hafa verið til dauða fyrir að verða lögreglumanni að bana. Sprengjurnar sprungu allar á sama timanum um kl. tvö i nótt. Einni þeirra var komið fyrir i glugga spænska sendiráðsins á þeirri húshliðinni, sem visar að hliðargötu. Hún olli engu telj- andi tjóni. — Annarri var komiö fýrir i anddyri Marokkóflugfé- lagsins, aðeins nokkrum metr- um frá skrifstofum Iberia, i einni aðalgötu Lissabon. Hún eyðilagði anddyrið hjá Mar- okkóflugfélaginu. — Sú þriðja sprakk í hliöargangi Sheraton- hótelsins. Lögreglan var ekki viss um, nema sprengjunni hafi verið varpað úr bifreið inn i anddyri Marokkóflugfélagsins. Hringt var i ritstjórnarskrif- stofur Reuters I Li.ssabon og bent á, að skrifaða orðsendingu væri að finna á húströppunum hjá Reuter. Reyndist hún vera á portúgölsku, og var sprengjutil- ræöunum lýst á hendur samtök- unum, sem hér var i upphafi getið. Sovétmenn herða áróður- inn gegn Pekingstjórninni Izvestia, málgagn Sovétstjóraarinnar, varaði i gær hinn and- kommúnistiska heim við þvi að láta blekkjast af sefandi friðmælum ráðamanna Kina. Sagði málgagnið, að and- sovétismi mundi ekki verða neinum vörn gegn hugsanlegri árás Kina. Greinarhöfundurinn, Oleg nokkur Vladimirov, bendir á i langri grein sinni, að það væru mikil afglöp að halda, að hervæð- ing Kinverja væri sýndar- mennska ein. Þessi grein Izvestia kemur i kjölfar mikillar áróðursherferð- ar, sem Sovétmenn hafa haldið uppi að undanförnu gegn Peking- stjóminni. í skilgreiningum sin- um á maoisma komast Sovét- menn að þeirri niðurstöðu, að Kina Maos sé „hættulegt þjóðum allra rikja, sama hvaða þjóð- skipulag riki þar”. Sovétmenn halda þvi fram, að Kinverjar troði niður skóinn af öðrum, bæði stjórnmálalega og hernaðarlega, og segir, að það veki ugg, hve mikinn áhuga Kin- verjar hafa sýnt þeim rikjum, sem næstir eru landamærum þeirra. Olíuleitin í Norðursjó orðin mannskœð Tveir brezkir kafarar létust i afþrýstiklefa ifyrrakvöld, að lokinni köfun við oliuborpall i Norðursjó. — Þar með eru orðnir 24 þeir kafarar, sem hafa farizt við þessa hættulegu iöju i Norðursjó siðan 1971. Framkvæmdastjóri oliuleit- arfyrirtækisins, sem kafar- arnir störfuðu hjá, segir, að ekki hafi tekizt enn að komast að raun um, hvað valdið hafi þessu slysi, sem varð 200 mil- um undan Skotlandsströnd. Brezk blöð hafa mikið fjall- að að undanförnu um tið dauðsföll starfandi manna i Norðursjó, þar sem 50 manns við alls konar störf hafa farizt siöan oliuleitin hófst þar 1965. Margir fleiri hafa slasazt. Störf við oliuborunina i Norð- ursjónum, eins og á borpallin- um „Graythorp I„ sem hcr sést á myndinni til hliöar, hafa reynzt stórhættuleg. Hafa bœði trúboða og mannfrœðing á valdi sínu í Chad Franskur trúboði hefur verið I haldi hjá uppreistarmönnum i Chad slðan 10. júnl, eftir þvi sem kona hans segir. Kona Paul Harola, trúboða, skýrði fréttamönnum frá þvl I gær, að 20 skæruliðar úr frelsis- hreyfingunni Frolinat I Abeche I Chad hefðu komið I trúboðsstöð- ina að næturþeli og neytt bónda hennar til þess að fara með þeim I Landroverjeppa. „Þeir lofuðu mér, að þeir mundu sleppa honum eftir þrjá eöa fjóra daga”, sagði konan. — Sfðan hefur hún fengið tvö bréf frá manni sínum, það siðara dag- sett 31. júli, þar sem segir, að uppreistarmennirnir hafi þá ekki enn fengið nein fyrirmæli frá leiö- toga þeirra um, hvaö þeir ættu aö gera við trúboöann. Þetta slðara bréf barst konunni I hendur núna I vikunni. Þessar upplýsingar konu fram i sömu mund, sem milljónir Frakka sáu i sjónvarpinu, hvar franska konan, mannfræðingur- inn, sem uppreisnarmennirnir hafa haft I haldi 117 mánuði, birt- ist þeim á skerminum, hágrát- andi og álasandi frönskum yfir- völdum fyrir að hafa þverskallazt við að láta undan kröfum skæru- liðanna. Franskir fréttamenn höfðu tek- ið við hana viðtal og myndað hana fyrir sjónvarp, þar sem hún var I haldi uppreisnarmannanna. Frangaverðir hennar hafa krafizt tiu milljóna franka I lausnargjald, og franska stjórnin hefur lýst sig reiðubúna til þess að láta það fé af hendi. Gallinn hefur verið sá, að uppreistar- mennirnir krefjast hluta lausnar- gjaldsins I vopnum, en það vilja yfirvöld ekki láta undan þeim. Idi Amin hjó Páli páfa Idi Amin, Ugandaforseti, sem frægur er orðinn af ýmsum endemum, er staddur á Italíu þessa dagana í „opinberri einkaheimsókn", og var þessi mynd hér fyrir ofan tekin í gær, þegar hann fékk áheyrn hjá Páli páfa VI. Vafalítið á sú gestrisni páfa eftir að vekja hneyksl-, an margra, en fleiri Evrópuríki mega vænta þessa tigna gests (Amin er nú forseti Einingarsamtaka Afríkulanda), því að Ugandaforseti segist vera á Evrópuferð og ætlar að koma víða við. RÆNINGJAR PETER LORENZ TEKNIR Þrír stjórnleysingjar voru úrskurðaðir i gæzluvurðhald I V-Berlln i gær, en þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað við ránið á Peter Lorenz, borgarstjóraefni kristilegra dem ókrata. Honum var rænt nokkrum dögum fyrir sigur flokks hans i borgarstjórnarkosningunum siðustu. Ræningjar hans kenna tireyfingu sina við 2. júni. Þeir slepptu Lorenz gegn þvi, að stjórnvöld létu lausa 5 félaga úr Baader-Meinhof-samtök- unum, og var flogið með þá til Aden. Þessum hryðjuv'erka- hópi er einnig gefið að sök. að hafa ráðið Gunther von Drenkmann, dómsforseta, af dögum. Stjórnleysingjarnir voru handteknir i gær. Karpov hefur betra á móti Portisch önnur einvigisskák þeirra Karpovs og Portisch i úrslita- einvigi þeirra i alþjóðamólinu i Milano fór I bið i gær. og virt- istKarpov þá hafa betri stöðu. Kar.pov með hvitt valdi spánska biskupsleikinn fyrir byrjun. Þegar skákin fór’ i bið, áttu báðir hrók og biskup, en Karpov hafði fimm peð á móti f jórum. Fyrsta skákin i þessu sex skáka-einvigi varð jafntefli. Ljubojevic og Petrosjan heyja annað einvigi um 3. og 4. sætið og varð önnur skák þeirra jafntefli. Höföu þeir teflt 17 leiki, þegar 3 1/2 klukkustund var liðin. en þá sömdu þeir jafntefli, án þess að nokkur maður hefði veriö drepinn á borðinu. Petrosjan vann fyrstu skákina. Calley tapaði áfrýjunarmálinu Afrýjunar- réttur staö- festi dóminn, sem á\sínum 11 m a v a r kveöinn upp vfir William Calley, liösforingja, fyrir hans þátt i fjöldamorðunum I viet- namska þorpinu M.v Lai 16. marz 1968. En Calley, sem upphaflega var dæmdur til lifstiðarfang- elsis, verður ekki sendur aftur i fangelsi. Hann var náðaður af Iloward Callaway, her- málaráðherra, i nóvember i fyrra. Calley var fyrst dæmdur af herrétti til lifstiðarfangelsis, en fékk mál sitt tekið fyrir af borgaralegum rétti. Dómar- inn ógilti herréttardóminn og sagði, að ógerningur hefði veriðað dæma Calley óvilhallt vegna alls umtalsins, sem varð um mál hans. Heryfirvöld áfrýjuðu þeim úrskurði, og 8 af 15 dómend- um áfrýjunarréttarins álykt- uðu, að herrétturinn hefði á sinum tima dæmt Calley á grundvelli málsgagna og sannana. Fimm dómarar voru á öðru máli og tveir greiddu ekki atkvæði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.