Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 19. september 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Páisson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson yFréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Köld skynsemi í stað æsinga Litill árangur varð af fyrstu tilraunum til þess að ná bráðabirgðasamkomulagi við Breta og Belga um hugsanlegar veiðiheimildir innan nýju fiskveiðitak- markanna. Fyrirhuguðum viðræðum við Vest- ur-Þjóðverja hefur verið skotið á frest. Ljóst er þvi, að þessar samkomulagsumleitanir eru i sjálfheldu eins og sakir standa. Enginn vafi leikur á þvi, að það er fyrst og fremst óbilgirni viðsemjenda okkar, sem komið hefur málum i þennan farveg. íslenzk stjórnvöld hafa eðlilega sett ströng skilyrði fyrir hugsanlegum samningum, en þau hafa sýnt fullan vilja til þess að leysa ágreininginn á friðsamlegan hátt. Þessi já- kvæða en um leið ákveðna afstaða rikisstjórnarinn- ar mun án nokkurs vafa styrkja stöðu okkar i loka- átökunum á hafréttarráðstefnunni. í stjórnmálaæsingi hefur þvi verið haldið fram, að við hefðum fyrirfram átt að útiloka allar samn- ingaviðræður. í þessu efni verðum við að gæta þess að gera aðeins það, sem tryggir raunverulegan og tafarlausan samdrátt i veiðum erlendra þjóða hér við land. Eins þurfum við að standa þannig að framkvæmd málsins að við styrkjum aðstöðu okkar á hafréttarráðstefnunni, sem enn er ólokið. í viðtali i nýútkomnu hefti af sjómannablaðinu Vikingi segir forsætisráðherra berum orðum, að andstæðingum okkar á hafréttarráðstefnunni yrðu færð vopn i hendur, ef ófriður rikti á íslandsmiðum i kjölfar útfærslunnar. Ef ekki yrði unnt að ná sam- komulagi yrðu íslendingar að geta sýnt fram á, að óbilgirnin hafi verið hjá gagnaðilanum en ekki okk- ur sjálfum. Þá bendir forsætisráðherra á, að við verðum að meta af kaldri skynsemi, hvort við höfum öruggari stjórn á hagnýtingu islenzkra fiskimiða með eða án samninga, hvort aflahlutfall okkar sjálfra yrði hærra með eða án samninga. Það er ennfremur rétt, sem forsætisráðherra bendir á, að hlutdeild okkar i bolfiskaflanum innan við 50 milna mörkin jókst ekki að neinu marki fyrr en eftir samningana við Breta. Þegar á þetta er litið þarf enginn að fara i graf- götur um, að það var bæði rétt og skynsamlegt að opna möguleika á samningum. Að sama skapi var nauðsynlegt að marka skýra og ákveðna stefnu i slikum viðræðum. Ljóst er, að við getum ekki gengið langt i tilslökunum, enda hafa t.d. Bretar haft hér tveggja ára aðlögunartima innan 50 milna markanna. Sjávarútvegsráðherra gerði þegar i upphafi grein fyrir þvi, að við myndum aðeins semja til mjög skamms tima og um takmörkuð veiðisvæði. Jafn- framt lagði hann höfuðáherzlu á, að engir samning- ar yrðu gerðir, sem ekki tryggðu stórfelldan sam- drátt i veiðum annarra þjóða hér við land. Þá kvað sjávarútvegsráðherra uppúr um það, að ekki yrði samið við þjóðir innan Efnahagsbandalagsins, nema tollasamningurinn gangi i gildi án tafar. Þetta eru ákveðnar og afdráttarlausar kröfur, en um leið höfum við sýnt sanngirni með þvi að opna möguleika á umþóttunartima. Við höfum staðið ein- arðlega á rétti okkar með þessum vinnubrögðum og styrkt stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Æsingar og tilfinningahiti eiga ekki að ráða ferðinni i þessum efnum, heldur köld skynsemi. Umsjón: GP 8SS5SSS5SSSS5SSSSSSS2SSSS5SS58SSSSSSSSSSS85SSS5SSSS5S5SSSSSSSSSSS5S ::::::::::::::: g Viðrœður hefjast aftur um Panama- skurðinn Panama og Bandarikin hafs nu byrjaö viöræður að nýju uin yfirráö Bandarlkjamanna yfii Panamaskurðinum. Endur skoðun samningsins um skurð inn, sem lcngi hefur veriö deiglunni, þykir loks likleg til al leiöa til nýs samkomulags, þai sem menn telja sig hafa fundil hugarfarsbreytingu hjá ráöa mönnum i Varnarmálaráöu- neyti Bandarikjanna. Ellsworth Bunker, sem geng- ið hefur næst Henry Kissinger, utanrlkisráðherra, I samninga- erindrekstri fyrir Bandarlkja- stjóm erlendis, kom til Panama fyrir riimri viku til að taka upp aftur þráðinn þar sem hætt var viðræðum fyrir fimm mániið- um. Viðræðurnar strönduðu, þeg- ar I ljós kom að hvorugur aðil- inn var I rauninni á samkomu- lagsbuxunum. En koma Bunkers til Panama vekur vonir um að vaknaður sé nýr samkomulagsvilji. Þær vonir eru um leið studdar af ummælum George S. Brown, hershöfðingja og formanni her- ráðs Bandarikjamanna eftir' viðræður hans fyrr i þessum mánuði við ráðamenn i Panama. Brown, hershöfðingi, sagðist hafa skýrt Omar Torrijos, leið- toga Panamarikis frá þvi, að varnarmálaráðuneytið hefði sett nefnd til þess að undirbúa drög að nýjum samningi við Panama, sem mundi leiða til þess að Panamamenn fengju sjálfir yfirráð skipaskurðarins I hendur. Enginn er þó svo bjartsýnn að ætla, að þetta leiði af sér, að samningar takistá morgun eða hinn daginn. Þessár viðræður sem nú standa yfir hafa teygzt yfir 19 mánuði og verið þóf þar sem litið hefur miðað. Eru þær raunar ein tilraunin i' margra ára árangurslausri viðleitni Panamamanna til þess aö fá A *■ • • AW ... íIÍE’ Omar Torrijos, hershöföingi, á oröiö erfitt meö aö hemja þá óþolinmóöustu, sem eru orðnir langeygir eftir nýju samkomu- lagi við Bandarlkjamenn. skipaskurðinn i sinar eigin hendur. Enn er of margt sem greinir á milli þess að slá megi föstu að málið sé að komast I höfn fyrir Panamamenn. Það sem leiðtogum Panama mun finnast mesta fagnaðar- efnið yið þá hreyfingu, sem er komin á viðræðurnar, er sú breyting, sem er að verða á af- stöðu yfirstjórnar varnarmála USA. Varnarmálaráðuneytið og herstjórnin i Pentagon hefur fram til þessa verið eindreginn andstæðingur hvers konar samninga, sem falið gætu i sér, aðBandarikin misstu aðstöðuna I Panama til þess að hafa þar herstöð. Nú heyrist sem hermálaráðu- neytið muni ekki skjóta alger- lega loku fyrir nýjum samning- um, ef slikir fengjust fram. — Aður hafði það aldrei ljáð þvi sinni máls. Það er að visu ekki stórt spor en það þokast þó i' rétta átt — séð frá sjónarhóli Panama. Hvort Panamamenn hafi þolin- mæði til þess að biða eftir þvi að svo hægfara þróun leggi þeim skipaskurðinn upp i hendurna er svo annað mál. A þetta skyggir svo eitt veiga- mikið atriði. Meðan viðræðurn- ar hafa legið niðri, litur út fyrir að innan Bandarikjanna hafi andstaðan vaxið gegn nýjum samningum. Það birtistmeðal annars i þvi, að fulltrúadeild Bandarikja- þings skar niður fjárveitingar til að standa straum af umræð- um sem gætu orðið til þess að draga úr áhrifum og réttindum Bandarikjanna við Panama- skurðinn. í annan stað lýstu 37 öldunga- deildarþingmenn yfir þvi að þeir væru andvigir breytingum á núverandi samningum sem eru frá þvi 1903. — Þetta er al- varlejgra þvi að þessi þing- mannafjöldi mundi duga til þess að fella i þinginu lagafrumvarp um staðfestingu á nýjum samn- ingum. Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra, sem var upphafsmað- ur þeirra viðræðna sem teknar voru upp við Panamamenn tók yfirlýsingu þingmannanna mjög þunglega. Hann lagði sig sérstaklega fram við að vekja menn til umhugsunar um hvað af þvi kynni að hljótast ef ekki yrði komið til móts við óskir Panama. Benti Kissinger á að búast mætti við því að vinstri- sinnaðir skæruliðar myndu hefjast handa i Panama á svip- aðan máta og þeir hafa vaðið uppi I Suður-Ameriku. Af viðbrögðum stúdenta og róttækra i Panama sýnist þessi ályktun Kissingers hafa við þó nokkuð að styðjast. Torrijos, hershöfðingi, hefur mátt hafa sig allan við halda fjölda funda og erinda, til að sannfæra þá óþolinmóðustu um að ekki sé til- gagnslaust að leita samn. við Bandarikin. Hann er þó ekki vonbetri en svo sjálfur um að geta haldið aftur af þeim áköf- ustu að margsinriis í blaðavið- tölum hefur hann varað við þvi að til vopnaskaks kunni að koma ef yfirstandandi viðræður leiða ekki til neins. Aðalágreiningsatriði varð- andi nýja samninga lúta að tvennu. 1 gamla samningnum var orðalag um gildistimann svo að Bandarikjamenn telja sig hafa yfirráð yfir skipaskurð- inum og töluverðu svæði á skurðbökkum til eilifðarnóns. Panama vill breyta þvi og láta nýjan samning gilda til ársins 2000. Bandarikjamenn eru tilleiðanlegir til að breyta gildistima samningins en vilja að nýi samningurinn gildi i 50 ár. Um herstöðvasvæðið er einnig sá ágreiningur, að Banda- rikjamenn hafa áfram þær 14 herstöðvar sem fyrir eru (en ekki bara þrjár, eins og Panamamenn vilja, og auk þess meira svæði til viðbótar, en Panamenn eru reiðubúnir til. ; A siglingu um Panamaskurö. ■■«■■■■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.