Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 24. september 1975 3 „Hrœddur um að þoð gangi erfiðlega að yngja mig upp!" — segir Jóhann Svarfdœlingur liggur ó Landsspítalanum „Eins og þið sjáið, þá er hér allt gert til þess að bæta mann og svo reyna þær að yngja mann upp. Ég er nú hræddur um að það gangi hálf erfiðlega.” Við þekkjum hann vist flest undir nafninu Jóhann risi. Jó- hann Pétursson heitir hann fullu nafni og er oftast kallaður Jó- hann Svnridælingur.Við heim- sóttum Jóhann á I.andsspital- ann þar sem hann liggur um þessar mundir. Honum varð fyrrnefnt að orði þegar hjúkrunarkona kom inn með einhverjar töflur sem hann varð að taka og hló þá um leið. Jóhann kom hingað heim til íslands fyrirum það bil tveimur mánuðum siðan. „Það var vegna heilsunnarog uppskurðar sem ég þurfti að gangast und- ir,” segir hann okkur. Jóhann er nú orðinn 62ja ára gamall. Hann virðist hinn hressasti þrátt fyrir aðstæður og talar islenzkuna alltaf jafn vel. „Uppskurðurinn rak mig eiginlega heim i hvelli. Ég hafði orðið heilmikið af grjóti innan i mér, eða nýrnasteina eins og þeir kalla það,” segir hann og hlær við. „Svo er fleira sem kemur þarna inn i en ég býst við að þetta sé eðlileg hnignun á þessum aldri.” „Ég vona að ég þurfi ekki að liggja hér lengi en þeir þurfa sjálfsagt að fylgjast eitthvað með mér fyrstu vikurnar, og ég fer áreiðanlega ekkert á gömlu dansana á næstunni!” Fyrir þremur árum varð Jó- hann alveg að hætta að vinna. „Það sem hélt i mig vestra var atvinnan,” segir hann. „Ég var of stór til þess að geta unnið nokkuð hér heima, of stór fyrir vinnu á togara og þess háttar.” Það var þvi ekki um annað að ræða fyrir Jóhann en að lifa á sem nú stærð sinni. Hann kom m.a. fram i fjölleikahúsum og i kvik- myndum i Bandarikjunum. Jóhann kveðst hafa ætlað að koma alkominn til Islands fyrir tveimur árum. Hann kom hing- að fyrir rúmum tveimur árum siðast og þá spjallaði Visir ein- mitt við hann þar sem hann bjó á Hótel Borg. Eftir það hélt hann aftur utan og svo hélt las- leikihonum þar frameftir. Hann hafði ekki heilsu til þess að leggja i langferð. „Ég á þak yfir höfuðið suður á Flórida en það er ekki auð- hlaupið að fá húsnæði hér. Dýr- tiðin hér er lika orðin gifurleg. En ég geri ekki ráð fyrir þvi að verða lengi fyrir vestan og þá aðallega vegna þess að heilsan er farin að bila og ég orðinn roskinn. Hér héima er lika að- gangur að mjög góðum lækn- um.” Margir kunna að spyrja I hvers konar rúmi Jóhann liggur á Landsspitalanum. Hann er jú „Ég hafði orðið heilmikið af grjóti innan i mér, — eða nýrnasteina eins og það er vist kallað,” sagði Jóhann og hló við. Hér situr hann á rúminu sem varö að lengja fyrir hann á Landspltalanum. Ljósm: LA. of stór til þess að vera i venju- legu rúmi. „En þeir hafa smiði hér og laghenta menn, og þeir lengdu eitt rúmið fyrir mig.” Og við óskum Jóhanni góðs bata!-EA Afhenda ekki fundar gerðarbók Jórnsíðu — Eftir að hafa selt sjólfum sér hlutabréf félagsins í Blaðaprenti Eins og kunnugt er lýstu þrir stjórnarmenn i Járnsiðu hf. yfir þvi fyrr i sumar, að þeir hefðu selt Sveini R. Eyjólfssyni og Jónasi Kristjánssyni hlutabréf félagsins i Blaðaprenti. Þeir Sveinn og Jónas eiga sæti i stjórn og varastjórn féiagsins. Hlutabréfakaup þessi voru notuð sem grundvöllur kröfu um prentun nýs dagblaðs i BJaða- prenti i stað Visis. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir hefur aflað sér, hefur enginn fundur verið haldinn i stjórn Járnsiðu i tvö ár. Ljost er þvi að sala þess- ara hlutabréfa er ólögmæt, ef hún hefur farið fram i raun og veru. Formaður Járnsiðu er Guð- mundur Guðmundsson, sem jafn- framt er aðili að meirihluta stjómar Reykjaprents. Þeir aðilar i Járnsiðu sem seldu sjálf- um sér hlutabréfin i Blaðaprenti hafa krafizt fundar i stjórn Járnsiðu. Formaður félagsins hefur hins vegar óskað eftir þvi að þeir afhentu fundargerðarbók Jámslðu til þess að unnt sé að undirbúa þann fund. Talsvert er nú liðið siðan viðkomandi aðilar lofuðu að af- henda bókina. Af einhverjum Sveinn R. Eyjólfsson. ástæöum hefur það ekki verið gert og kröfur um fund i stjórninni hafa ekki verið Itrekaðar eftir að ósk kom fram um að fundargerðarbókin yrði af- hent. Fundargerðarbókin var i höndum Sveins R. Eyjólfssonar siðast, þegar vitað var til. Listamenn bjóða aðstoð sína Stjórn Bandalags islenzkra listahátið. heldur halda hana á listamanna hefur samþykkt sumri komanda. Stjórnin býður átyktun, þar sem hún fagnar aðstoð sina til að vel megi þeirri ákvörðun, að fresta ekki takast. HAFRASEYÐI I STAÐ TÓBAKS? Danskt nóttúrumeðal sem virðist hjólpa reykingamönnum — Á markaðinn hér ó landi Eitt af algengari bar- áttumálum mikils fjölda fólks er að hætta að reykja. Tugþúsund- ir gera til þess örvænt- ingarfullar en árang- urslausar tilraunir. Menn gleypa i sig ýmis undrameðul og fara jafnvel á margra vikna námskeið en allt kem- ur fyrir ekki. Nú hefur danskur kaup- maður, að nafni Gerhardt Raff- alt, sett á markaðinn nokkurs konar hafraseyði, sem i mörg- um tilfellum að minnsta kosti, virðist geta læknað fólk af þess- um óvana. Visindaleg rannsókn Læknavfsinda-rannsóknarráð danska rikisins hefur gert til- raun með hafraseyði. Björn Andersen, yfirlæknir, sem stjórnaði tilraununum, kveðst persónulega sannfærður um, að það geri gagn. Hann var hins vegar mjög vantrúaður á það i upphafi. Andersen kveðst ekki geta gefið neina skýringu á hvers vegna þetta gerist, en sér virðist alveg ljóst, að þetta beri árang- ur. Ýmsirfleiri hafa gert tilraun- ir,t .d. hafa mörg blöð á Norður- löndunum hal't blaðamenn sina sem tilraunadýr. Einhver ár- angur náðist i langflestum til- fellum, annaðhvort hættu menn alveg eða stórminnkuðu reyk- ingarnar. Vilji er nauðsynlegur Kúrinn tekur 28 daga. Hafra- seyðið er ekki neinn undra- drykkur, sem af sjálfu sér svipt- ir menn allri löngun til að reykja. Viljinn til að hætta verður að vera fyrir hendi, en þáhjálpar seyðið líka til þess að minnka löngunina. Hafraseyðið hefur engar hliðarverkanir. Menn fyllast ekki neinni óbeit á sigarettum eða finna af þeim vont bragð. Þá hættir einfaldlega að langa i þær. Sjö af átta minnkuðu reykingar Eitt þeirra blaða, sem notuðu starfsfólk sitt sem tilraunadýr, var Aalborg Stiftstidende. Atta stórreykingamenn byrjuðu að drekka hafraseyðið. Sjö þeirra urðu strax varir við verulega breytingu á reykingavananum, en sá áttundi hélt sinu striki. Þessum sjö kom saman um, að þörfin hefðiminnkað veru- lega. Þá langaði einfaldlega miklu sjaldnar i sigarettur en fyrirkúrinn. Eftir fyrstu vikuna hafði neyzlari minnkað veru- lega. Til islands Innan skamms gefst islenzk- um reykingamönnum tækifæri til að prófa, livort hafraseyðið verkar á þá. Heilsubótin, heitir nýtt. innflutningsfyrirtæki, sem flytur inn drykkinn. Fyrsta sendingin er þegar komin til landsins og kemur á markaöinn innanskamms. —ót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.