Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 24
Miövikudagur 24. september 1975 Sofnoði út frá sígar- ettunni Eldur kom upp i ibúö aö Reynimel 88 af þvf gestkom- andi maður sofnaöi með log- andi sigarettu. Sófaborð brann til kaldra kola, teppi sviðnaöi og töluverðar skemmdir uröu af reyk, en engan sakaöi. —ÓT Óbreytt líðan Liðan piltanna tveggja sem lengu i bilslysinu við Svina- vatn um siðustu helgi er óbreytt. Annar þeirra var tal- inn úr lifshættu i gær, en hinn var ennþá meðvitundarlaus i morgun. Tveir félagar þeirra létust i slysinu. —ÓT Hórnókvœmu kvarzúrin komin hingað: Úrsmiðir lítið hrifnir — þvi að þeir geta ekki gert við úrin sjólfir Úr, sem úrsmiðir geta ekki gert við? Eru slik úr til? Já, reyndar, þau eru komin hingað. Þessi úr hafa sett úr- smiði i hálfgerð vand- ræði. Hér er um að ræöa háþróuö- ustu tegund „elektróniskra” úra, svokölluð kvarzúr. Helzt er að leita á náðir sprenglærðra rafmagnstæknifræðinga, ef slikt úr bilar. „í úrum er að finna fjórar tegundir gangverka. Við getum gert við þrjú þeirra, en það fjórða, kvarz úrverkið, höfum við ekki tæki né kunnáttu til að gera við,” sagði Paul E. Heide úrsmiður, er Visir ræddi við hann um þessa „vandræða- gripi”. „Úrsmiðir hafa litið selt þessi úr hér. Enda éru þau rándýr, kosta minnst tvöfalt á við venju- leg. úr. Einstaka menn, sem eiga nóg af peningum, hafa keypt þessi úr erlendis. Það sem kvarzúrin hafa framyfir önnur úr, er það að þau eru nokkrum sekúndum nákvæmari en venju- leg úr,” sagði Paul. Úrsmiðir eru litið hrifnir af að fá þessi úr cil sölu, vegna þess aö þeír get ekki veitt nauðsyn- lega viðgerðaþjónustu. „Til þess þyrfti að kaupa tæki fyrir stórfé, og læra viðgerðirn- ar sérstaklega. Markaðurinn er ekki nógu stór hér til að slíkt borgi sig. Eins og er, eru biluð kvarzúr send til verksmiðjanna til viðgerða. Enda vilja þær fá úrin, til að sjá hvað veldur bil- unum. Framleiðsla kvarzúra er tiltölulega ný af nálinni. En llk- lega á framleiðsla þeirra eftir að þróast líkt og framleiðsla litlu reiknitölvanna. Þannig geta kvarzúrin I framtíðinni orðið ódýr. Börnin okkar þekkja líklega ekki annað eftir nokkra áratugi en kvarzúr. Ætli fag úr- smiða deyi þá ekki út með öllu,” sagði Paul E. Heide. Einn aðili hér á landi, Hljóm- kaup sf. á Akureyri, gerir nú til- raunir til að vinna markað fyrir kvarzúr. Tómas Bergmann, annar eig- andi fyrirtækisins, sagði I við- tali við VIsi, að mjög treglega gengi að fá úrsmiði til að selja úrin. Hann sagði ,að út úr búð kostuöu kvarzúr u.þ.b. 30 þús- und krónur. Svo nákvæm eru þau, að mesta hugsanlega skekkja á mánuði, er 5 sekúndur til eða frá. Kvarzúr með „digi- tal” tölustöfum, þ.e. stöfum I stað vísa, fást erlendis, en eru ekki komin hingað enn. Tómas sagði, að hann fengi sllk úr I febrúar. Þau koma til með aö kosta 50 til 60 þúsund krónur. —ÓH Kvarzúr: A undan íslenzka tim- aimm. ÁRMANNSFELLSMÁLIÐ: Borgarstjóri heldur blaðamannafund í dag Birgir isleifur Gunn- mannsfellsmálsins. arsson, borgarstjóri Borgarstjóri er nýkominn Reykjavíkur, hefur boðað frá útlöndum og hefur til blaðamannafundar síðustu daga kynnt sér klukkan 16 í dag, þar sem málsatvik. Verður fróð- hann ætlar að gera grein iegt að frétta af þessum fyrir afstöðu sinni til Ár- fundi. SVR lœtur olíu botnfalla og sparar slit á vélahlutum „Við höfum engan mælikvarða á hve mikiö þctta sparar, en þetta hefur áhrif, þaö er áreiðanlegt.” Þetta sagði Ilaraldur Þóröar- son, yl'irverkstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavikur, cn þeim hcfur tekizt aö minnka töluvert slit á vélarhlutum vagnanna meö því aö geyma disilollu sina i 7 daga. Sagði Haraldur, að við þetta fclli hluti af sora i oliunni i botn geymanna. „Grundvöllur fyrir þvi, að hægt sé að leggja i kostnaðarsöm mannvirki til þess að geyma dísiloliu, er mikil notkun oliunn- ar. Við dælum á vagna okkar 6 þúsund litrum á dag. Það er afar vafasamt að reikna með slíku mannvirki á hvaða bensínstöð sem er á landinu. Þá er það og óheimilt, nema með leyfi eldvarnareftiríits á hverjum stað,” sagði Haraldur og bætti við: „Við steyptum I kringum oliugeyma okkar griðarstóran kassa úr jánbentri steinsteypu þeirrar stærðar, að ef annar geymirinn bilar tekur hann við þvi magni, sem annars myndi flæða út um allt. Við erum með vatnsúðunartæki til kælingar á geymunum i sambandi við hugs- anlegan eldsvoða.” Mannvirki þetta var hannað á árunum 1965— 66 og reist árið 1967. —EVI— SVR í Breiðholti „Vegna þess aö nú þegar er flutt inn I ibúöir i Breiðholti III þykir eölilegt aö strætisvagna- leiö númer 12 liggi um Selja- hverfiö (Breiöholt II) en ekki Breiöholt I, sem hefur út af fyrir sig bærilegar samgöngur við miöborgina. Þetta sagði Eirikur Asgeirs- son forstjóri Strætisvagna Reykjavikur, en sú breyting varð á siðastliðinn mánudag að leið 12, sém fer i Breiðholt III, hefur viðkomu I Breiöholti II eða Seljahverfi, en ekki i Breið- holti I. Sagöi Eirlkur að við þessa breytingu hefði tenging á milli Breiöholts I og Breiðholts III að vlsu rofnað. Þó væri hægt aö ferðast á milli vissan hluta dagsins með leið 13 Breiðholt- Miðbær eða frá klukkan 7-9 og 17-19. Margir lesendur Visir hafa hringt og kvartað yfir þessari breytingu. Benda þeir á að ýms- ar þjónustumiðstöðvar séu I Breiðholti I, sem ekki fyrirfinn- ast I Breiðholti III. Eiríkur sagði að hverfin væru að verða sjálfstæðari og sjálf- stæðari nú upp á siðkastið hvað þjónustustofnunum viðvéki. Það væri vitað að samgangna væri þörf og með timanum yrði tenging milli allra þessara hverfa, meðal annars vegna fjölbrautaskólans og iþrótta- leikvangs I Breiðholti III. Kvað hann að vel yrði fylgzt með á næstu dögum hvers eðlis og hve mikil þörfin væri á teng- ingu milli Breiðholts I og Breið- holts m. Bætt yrði úr þvl I sam- ræmi við það. % Allt tœmdist ó svipstundu Sllkur er auglýsingamáttur smáaugl. VIsis. — A föstudag aug- lýstu hjón til 'sölu ýmsar innréttingar I eldhús. Klukkan tiu um kvöldiö var aiit seit, hvert tangur og tetur. Innréttingar höföu veriö rifnar niöur af veggjum, vaskur var seldur, eldavél, eldhúsborö og stólar og innihurðir. — Eins og sjá má á myndinni, er ekkert eftir. — Þaö er augljóst, að þaö borgar sig að auglýsa i VIsi! „SAMTOKIN ÆTLA AÐ STARFA ÁFRAM" r — segir Magnús Torfi Olafsson „Ég tel ekki, aö fjöldi félagsmanna í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna hafi minnkað," sagði Magnús Torfi olafsson, formaður Sam- takanna i viðtali við Vísi í morgun. Hljótt hefur verið yfir stjórn- málastarfi Samtakanna undan- farna mánuði. Meðan aðrir stjórnmálaflokkar hafa belgt sig út vegna ýmissa þjóðmála, hefur litið heyrzt frá Samtökun- um. „Við höfum haldið kjördæma- ráðstefnur undanfarið”, sagði Magnús Torfi. „Og um aðra helgi verður flokksstjórnar- fundur. Þar verður starfið i vetur skipulagt og ákveðið, hvaða mál verða tekin fyrir.” Magnús sagði, að blað Sam- takanna, Ný Þjóðmál, hefði sæmilega útbreiðslu af viku- blaði að vera. Það kemur út I rúmlega fimm þúsund eintök- um. Ekki vildi Magnús tjá sig um, hver yrðu helztu mál á stefnu- skrá Samtakanna i vetur. „Flokksstjórnarfundurinn á eftir að taka ákvarðanir um það”, sagði hann. Aðspurður sagði Magnús, að hann gæti ekki fullyrt neitt um fjölda fé.Iaga I Samtökunum. Hann sagði, að sú tala yrði ekki gerö upp fyrr en viö landsfund, sem haldinn verður i vetur. Hann kvaðst ekki vilja fullyrða um fjölda félaga við slöasta landsfund, án þess að fletta þvi upp sérstaklega. —óH Hjólið geystist óvœnt af stað Hann ætlaði að kaupa sér mótorhjól og varð auðvitað að prufukeyra það áður. Það gekk ágætlega allt þar til keyrslunni var lokið. Þá stöðvaði hann gripinn á Þórs- götu og hélt sig hafa tekið hann úr gir. Svo var þó ekki og þegar hann sleppti kúplingunni geystist hjólið af stað. Það fór sem leið lá á næsta vegg. Þar stöðvaðist það, en ökumaður- inn hélt áfram með höfuðið i gegnum glugga. Hann hlaut mjög langan skurð á höfuðið en var tiltölulega hress þegar hann kom upp á slysavarð- stofu. —ÓT —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.