Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 24. september 1975 cTMenningarmál EINS OG ENGILL J.D. Salinger: BJARGVÆTTURINN 1 GRAS- INU Flosi Ólafsson islenskaði. Almenna bókafélagið 1975. 198 bls. Ekki veit ég gerla hvernig háttað er gengi J.D. Salingers á ame- riskum bókmennta- markaði um þessar mundir. En ætli hann sé ýkja-hátt skrifaður i bili — þó ekki væri ann- að þá hefur hann ekki birt nýjar sögur i ein tiu ár. Sú var samt tið að Salinger þótti stóra stjarnan i nýjum ame- riskum bókmenntum. Það var fyrir um það bil 25 ár- um þegar út kom skáldsaga hans The Catcher in the Rye, sem nú hefur verið þýdd á is- lensku: sagt hefur verið að með þeirri bók hafi Salinger gerst eins konar skáldlegur talsmað- ur heillar kynslóðar, þeirrar sem þá var á unglingsaldri. Það var i þann tið sem farið var að brydda á unglinga-uppreisninni sem siðar varð svo margumtöl- uð, og það ljós að renna upp að ungt fólk væri eitthvað aldeilis sér á parti. Holdan Caulfield I sögu Salingers hefur lika ein- hvern tima verið kallaður „fyrsti hippinn”. Hvað um það: sagan af honum fékk fjarska góðan hljómgrunn þegar hún kom út, ekki bara i Ameríku heldur var hún fljótlega þýdd út út um allar jarðir. Og ekki þótti minna vert um smásögur Salingers sem um svipað leyti birtust I bók, Nine Stories, þar var fyrst sagt frá Glass-systkin- unum, sem svo urðu viðfangs- efni Salingers I seinni bókum hans. Enda er meir en litið skylt með Holden og Phoebe systur hans og bróður þeirra, rithöf- undinum D.B., og Glass-fólkinu, Seymour og Franny og Zooey og þeim. Þetta fólk er umfram allt sér- áparti, greindara, næmara, við- kvæmara en allur almenningur, og heldur litið upp á heiminn og hans daglegu háttu, aftur á móti eru seinni sögurnar gefnar fyrir einhvers konar dulhyggju, en zen-búddismi var á blómaskeiði Salingers fjarska mikið i vind- inn i Ameriku, og er kannski enn. Þar fyrir eru þetta fjarska einkennilegar og eftirminnileg- ar sögur, og margur hefur sakn- að þess að fá ekki meira að heyra af fólki Salingers. En fyrstur kom Holden Caul- field. Hann er sextán ára gam- all strákur sem „flippar út” eins og nú er vist sagt, rekinn úr skóla, kominn upp á kant við mennina, lifið og heiminn. Sag- an af honum gerist um eina helgi, segir frá viðskilnaðinum við skólann og heimferð hans til New York þar sem foreldrar hans búa. Þangað er hans von á miðvikudegi, en Holden tekur sér nokkurra daga aukafri, feraf stað á laugardagskvöld, kemur sér fyrir á hóteli I New York, svo sem til að reyna að átta sig ögn á sjálfum sér og kringum- Jeromc David Salinger. stæðunum áður en hann kemur fyrir foreldra sina og uppvis verður brottreksturinn úr skól- anum, ekki sá fyrsti I skólasögu pilts. Frá þessum dögum segir sagan, þvi sem fyrir Holden ber, fólki sem hann hittir og þvi sem hann er að hugsa. BOKMENNTIR EFTIR OLAF JONSSON Hann ratar i ýms skringileg ævintýri á leið sinni heim. En það eru ekki þau sem máli skipta I sögunni heldur sjálfs- lýsing Holdens eins og hún kem- ur fram af stilshættinum, orð- færinu á frásögninni, viðbrögð- um hans við þvi sem hann sér og heyrir og reynir. Hann er alla tið að þvi kominn að gubba: hann fær kligju af fóikinu og heiminum. Eiginlega snýst sag- an um örvæntingarfulla leit að mannlegu samneyti, félags- skap, náttúrlegri hlýju, leit ung- lingsinsaðsjálfum sér og sinum stað i heiminum. Holden ratar heim, fyrir alla muni. En það sem hann leitar að finnur hann ekki, þá mannlegu snertingu sem gæti gert lifið náttúrlegt á ný. Það fyrirfinnst ekki þvi að það er endanlega liðið, það er bernskan, sakleysið, fegurðin, draumur um hreinleik sem lifið hefur ekki lengur upp á að bjóða. Sagan segir frá viðskiln- aði við bernskuna — og draumi um eilift viðhald hennar. Holden segir Phoebe litlu systur sinni frá þvi sem hann mundi mest langa til að gera: „Ég sé fyrir mér alla litlu krakkana sem eru að leika sér á stórum rúgakri og svoleiðis. Þúsundir af litlum krökkum og enginn nálægur — ég á við eng- inn fullorðinn, ég á við nema ég. Og ég stend fremst á einhverri bjargbrún, alveg á ystu nöf. Og það sem ég þyrfti að gera, væri að gripa alla krakkana sem væru I þann veginn að hrapa fram af bjargbrúninni. — Ég á við, ef þau hlaupa og vita ekki hvert þau eru að fara, þá verð ég að koma einhvers staðar að og gripa þau. Þetta hefði ég fyrir stafni allan liðlangan dag- inn. Eins og verndarengill og svoleiðis.” Það er raunar Phoebe sem bjargar Holden, af ystu nöf, heim til manna. Hjá henni fær hann það hald og taust sem ekki býðst i heimi fullorðinna. En hvert „heim”? Heim til foreldra sinna, heim á bekk til sálfræð- ings þar sem Holden segir sögu sina. Það er óneitanlega svolitið torvelt að ráða i það hvað um hann eigi að verða þegar sög- unni sleppir, — farsæll náms- maður, dugandi hermaður I Kóreu, ungur maður á uppleið i viðskiptum? En sögunni lýkur á bekk sál- fræðingsins og þaðan i frá er hún sögð. Og Holden verður til og lifir I öfgafengnu málfæri sinu, unglinga-slangi sinna tima, og af þvi helgast skop sög- unnar sem er með fyndnustu bókum. Þessum hætti sér les- andi bæði i hug Holdens og hann sjálfan utan i frá, samsinnir honum I viðbrögöum hans, kligjunni sem gripur hann af öllu umhverfinu, og hlær að honum um leið góðlátlegum fullorðins-hlátri. Við að lesa söguna upp á nýtt er það við- kvæmni hennar, undir niðri frá- sagnarhættinum sem stingur I augun, og óléysanleg mótsögn draumsog veruleika sem hún lýsir. Og þaðan er stutt til dul- hyggju, tilgerðar seinni sagn- anna um Glass-fólkið. Flosi Ólafsson hefur þýtt sög- una á merkilega þjált og trú- verðugt mál með hóflegum keim af Islensku slangurmáli — hvort sem nokkur islenskur unglingur hefur nokkurntima talað i þessum dúr. Aðeins tvær athugasemdir: Holden talar i sögunni beint til lesanda sins, sálfræðingsins, I annarri per- sónu eintölu: þúsegir hann. Hjá Flosa talar hann I fleirtölu og segir þið.Er það nokkuð betra? Og af hverju nafnið á sögunni? Bjargvættur i grasinu væri prýðilegt: það er það sem Hold- en vill verða. Þessi ákveðni greinir er bara til óprýði og auk þess villa samkvæmt skólabók- inni sem heldur þvi fram að vættur skuli endilegá vera kvenkynsorð. Það er gaman að athygli skuli nú hafa beinst að J.D. Salinger hér á landi eftir 25 ár. Fyrr en þetta hefur ekki verið þýtt eftir hann nema ein eða tvær sögur i timaritum svo ég viti. Er það samt ekki nokkuð seint: ein- kennilega oft virðist þýðing og útgáfa nýlegri erlendra bók- mennta hér á landi ráðast af tiskunni frá þvi i gær eða fyrra- gær. En eftir aldarfjórðung verður kannski ráðist i að þýða einhverja þá bók sem þessa dagana ber hæst á bókmennta- markaðnum úti i löndum. & ’ I ‘f * i * dansa Éölilegur þáttur í almennri mennt- un hvers einstaklings ætti að vera að læra að dansa. Ath.: Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka-afsláttur ef foreldrar eru líka. Innritun stendur yfir Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík: 20-345, 2-49-59 og 7-44-44 Seltjarnarnes: 8-48-29 Kópavogur: 8-48-29 Hafnarf jörður: 8-48-29 Keflavík: 1690 Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík: 3-61-41 Dansskóli Sigvalda Reykjavík: 8-47-50 Hafnarf jörður: 8-47-50 Akranes: 1630 Borgarnes: 7287 Ballettskóli Eddu Scheving Reykjavík 4-33-50 Ballettskóli Sigríðar Ármann Sími 3-21-53. 1 & * & DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn ídansi Nouðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hiuta I Rauðagerði 8, þingi. eign Lúðviks S. Nordgulen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri, föstudag 26. september 1975 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á Siðumúia 32, þingl. eign Brún h.f., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjáifri, föstudag 26. september 1975 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. cTMenningarmál Nauðungaruppboð sem auglýst var 134., 37. og 39. tbi. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta i Hjallavegi 15, þingl. eign Vilhjálms Guðmundsson- ar, fer fram eftir kröfu Lögmanna Vesturgötu 17 o.fl. á eigninni sjálfri, föstudag 26. september 1975 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.