Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Miðvikudagur 24. september 1975 INNRITUN fer fram i Laugalækjarskóla Breiðholtsskóla og Arbæjarskóla 24. sept. kl. 20-22. KENNSLUGJALD GREIÐIST VIÐ INNRITUN. KENNSUSKRA NAMSFLOKKA REYKJAVÍKUR 1975-1976 Við innritun verður nemendum veitt aðstoð við að velja sér námsflokk i hverri grein i samræmi við kunnáttu sina og undirbúning. Skipta má um flokk eftir að kennsla hefs*. ef nemandi reynist hafa valið flokk, sem ekki er við hans hæfí. Ef ekki verður af kennslu i tilteknum flokki (t.d. vegna ónógrar þátttöku), verður kennslugjaldið endurgreitt þeim nemendum, sem þar hafa skráð sig. Skrá um kennslubækur i hverri grein fæst i fyrsta ttma. ALMENN NAMSFLOKKAKENNSLA Tvær stundir á viku (nema annars sé getiö). NÝJAR GREINAR I vetur verða esperanto, tónlistarsaga, gltarkennsla, blokkflautukennsla, útsaumur, postúlins- málning, mataræði, megrun, o.fl. — Landkynning — Fær- eyjar. Almennar greinar: tslenska 1. og 2. fl. og Isienska fyrir út- lendinga. Reikningur 1., 2. og 3.(mengi) flokkur. Danska 1., 2., 3. og 4. flokkur. Enska 1., 2., 3., 4., 5. og 6 flokkur og verslunarenska. Norska 1. og 2. flokkur. Sænska 1. og 2. flokkur. Færeyska einn flokkur. Þýska 1., 2. og fram- haldsfl. Franska 1. og framhaldsfl. Spænska 1., 2., 3., 4. og 5. flokkur. ttalska 1., 2. og 3. flokkur. Bókfærsla 1. og 2. flokkur. — Blokkflautuleikur. Gitarkennsla. Ræðu- mennska og fundatækni. Kennsla um meðferð og viðhald bifreiða. Vélritun. Barnafatasaumur. Sniðteikning, sniðar og saumar. Myndvefnaður. Landkynning — Færeyjar. Kennsla til prófs i norsku og sænsku I stað dönsku fer sem fyrr fram i Hliðarsköla og Lindargötuskóla. Breiöholt og Arbær:Enska 1., 2., 3. og 4, flokkur Þýska 1. og 2. fiokkur. Barnafatasumur. Fellahellir: Leikfimi, enska.spænska, mengi (fyrir for- eldri), myndvefnaður, postulinsmálning. Tjarnarbær: Tónlistarkennsla og fyrirlestrar. Kennsla til prófs. Gagnfræða-og miðskólapróf: 20 stundir á viku. — Aðfara- nám fyrir 3. bekk 11 stundir á viku. Kennslugreinar: Is- lenska, stærðfræði, danska, enska, saga, félagsfræði, heilsufræði, eðlisfræði. Hagnýt verslunar- og skrifstofustörf: 12-8 stundir á viku. Kennslugreinar: tslenska, enska og verslunarenska, danska og vélreikningur, þýska og verslunarþýska (að- eins fyrir þá, sem lært hafa þýsku áður). bókfærsla, véL- ritun, vörufræði, sölufræði, skrifstofustörf, afgreiðslustörf og stærðfræði. Nánari upplýsingar um kennslu til prófs veröa veittar við innritun. STARFSTtMI Fyrra námstimabil: 1. okt. — 10. des. Sföara námstlmabil: 12. jan. — 26. mars. DAGLEGUR KENNSLUTtMI Laugarlækjarskóli — Fellahellir Breiðholtsskóli — Hliðarskóli Arbæjarskóli — Lindargötpskóli Armúlaskóli — Tjarnarbær Norræna húsið (færeyska) ' KENNSLUGJALD HVORT NAMSTtMA'BIL 1800 kr. fyrir 22 stundir ! bókl. fl. 2700 kr. fyrir 33 stundir í bókl. fl. 2400 kr. fyrir 22 stundir I verkl. fl. 3600 kr. fyrir 33 stundir i verkl. fl. 4500 kr. fyrir 44 stundir I verkl. fl. 13000 kr. fyrir gagnfræða- og miðskólanám. 9000/7000 kr. fyrir námskeið I verslunar- og skrifstofu- störfum. Þátttökugjald greiðist við innritun. VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dögum. Degi fyrrenönnur dagblöð. íeerist áskrifendur) SENDILL ÓSKAST Piltur eða stúlka óskast til sendistarfa fyrir eða eftir hódegi Hafið samband við afgreiðsluna eða ritstjórn VÍSIR Síðumúla 14 — Sími 86611 Ip^IRGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Sérfrœðingur í heilaþvotti rannsakar Patty Hearst Sérfræðingur i heilaþvotti á að taka Patriciu Hearst til rannsóknar, en hún heldur því frám, að hún haf i lifað í imyndunarheimi eftir að henni var rænt í febrúar í fyrra af symbíonesiska f relsishernum. Hann heitir dr. Chalmers John- son. Tók hann á sinum tima til at- hugunar áhöfn njósnaskipsins Pueblo, eftir að henni var sleppt úr fangabúðum N-Kóreu i desember 1968. Margir úr áhöfninni höfðu út- varpað ýmiskonar játningum úr fangabúðunum. Ber við andlegri vanheilsu Hearst kom fyrir rétt i gær til þess að fara þess á leit við dómar- ann, að henni yrði sleppt lausri gegn 1/2 milljón dollara tryggingu, meðan hún biöi þess að mál hennar kæmi fyrir rétt. Hún sat þögul og hlýddi á lög- menn, sem milljónamæringurinn, faðir hennar, hefur fengið, útskýra fyrir dómaranum, að hún væri ekki andlega nógu vel á sig komin til að mæta fyrir rétti eftir það, sem hún heföiorðiðað ganga i gegnum sem f^ngi. Var hún neydd til þátttöku? Hún hefur m.a. verið ákærð fyrir hlutdeild i bankaráni, sem framið var I San Francisco 15. april I fyrra, og fyrir hlutdeild i mann- ráni, fyrir ólöglegan vopnaburð og svo fleira og fleira. Alls nitján ákæruatriði. Lögfræðingar hennar segja, að hún hafi verið neydd til þátttöku i bankaráninu og byssu hafi verið að henni beint á meðar, • Þeir segja, að allt það, sem hun hafi upplifað siðan, sé henni eins og i þoku. Þorði ekki heim Dómarinn tilnefndi þrjá sálfræð- inga til þess að ganga úr skugga um andlegt heilbrigi Patty, og varð við uppástungu lögmannanna um að tilnefna dr. Johnson, heila- þvottarsérfræðing, einnig. t skriflegum vitnisburði Patty, sem lögmennirnir lögðu fram, seg- ir hún, að félagar SLA, sem rændu henni, hefðu sannfært hana um að foreldrar hennar hefðu afneitað henni, og að FBI mundi kæra hana fyrir morð, ef hún einhvern tima sneri heim. Hún hafði ekki þorað að snúa aftur til Frisco fyrr en núna. JACKIE NEYÐIST 30,000 dollara til ibúðar i Fimmtu-götu i N.Y. 10,000 dollara til skemmtana 1,200 dollara til hesthússins Ritið leitaði sérfræðinga eftir hollráðum til handa Jackie Onass- is. Þeir kunnu ekki annað ráð en að hún yrði að spara ögn við sig. Ef henni heppnaðist það ekki, bentu þeir henni á að solja eitthvað af skartgripum siruim og verja til skattfrjálsrar fjárl'estir.gar. ..Money'’ sep.ist hafa reynt að fá frúna til viötals, en hún hafi afþakkað boðið. Jacqueline Kennedy Onassis kann aö haf a um 350 þúsund dollara —um 126 milljónir ísl. kr.) í tekjur næsta árið, en óvíst að það hrökkvi til eftir útreikning- um sérfræðinga, sem telja, að hún eyði árlega 30 þúsund dollurum meira. í timaritinu ..Money" er ekkju griska skipakóngsins, Ari Onassis, spáð þvi að þurfa að breyta lifnað- arháttum sinum og gera róttækar ráðstafanir i fjármálunum. Byggir ritið útreikninga sina á opinberum skýrslum um tekjur og útgjöld Jackie. Meðal stærstu út- gjaldaliða hennar hafa verið fata- kaupin, en blaðið telur, að hún hafi varið allt að 120 þúsund dollurum á ári til fatakaupa, meðan seinni bóndi hennar var lifs. Það ætlar henni til latakaupa á næsta ári 30.000 dollara og telur það naumt áætlað. Blaðið rifjar upp, að frú in hafi alla tið verið þurftarfrek, og segir, að J.F. Kennedy, Bandarikjafor- seta, fyrri eiginmaður Jackie, hafi verið i öngum sinum, þegar hún eyddi 121 þúsund dollurum 1962. Var það þó ekki nema fjórðungur þess, sem hún eyddi á ári i hjúskap sinum og Onassis. Timaritið telur upp nokkra út- gjaldaliði, sem það spáir'henni á næsta ári: 100,200 dollara I tekjuskatt 85,000 dollara til þjónustufólks. 50,000 dollara til húsgagna og innréttinga 30,000 dollara til fatakaupa TIL AÐ SPARA Hœkka þeir olíuna enn? Oliuráðherrar stærstu oliuút- flutningslandanna koma saman til fundar i Vinarborg i dag til að ræða verðákvarðanir á oliu. Þykir næsta sennilegt, að út- koman verði einhver hækkun á oliu. Menn þóttust sjá fyrir, að það yrðu harðar orðasennur á fundi þessara ráðherra (13 landa OPEC), þar sem Saudi Arabi'a spyrnir mjög fótum gegn breyt- ingu á oliuverðinu. Hefur Saudi Arabia að mestu ráðið þvi, að oliuverðið hefur staðið i stað i nær 9 mánuði Ahmaed Zaki Yamani, oliu- ráðherra Saudi Arabiu, lét eftir sér hafa, áður en hann fór til fundarins, a§ hann mundi ekki láta undan kröfum hinna tólf — nema um væri þá að ræða ein- hverja óverulega hækkun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.