Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 14
14 Vísir. Miðvikudagur 24, september 1975 Franco og Juan Carlos. ELLEFU BÍÐA HRÆÐI- LEGS DAUÐA Böðullinn, Vicente að störfum. — Meðan spánsko þjéðin bíður þess að Franco segi qf sér eða deyi Ellefu manneskjur biða hræðilegra örlaga i hinu sólrika landi, Spáni. Þau hafa verið dæmd til hægrar kyrkingar fyrir hryðjuverk. Dauða- refsinghefur á undanförnum árum verið afnumin i flestum rikjum hins siðmenntaða heims. Á Spáni er henni hinsvegar enn beitt og aðferðin við aftökuna kemur beint aftan úr miðöldum. Siðan árið 1950 hafa hinir þrir opinberu böðlar Spánar tekið 112 manns af lifi með þessari aðgerð. Járnkraginn herðist hægt að Hinir dauöadæmdu eru klæddir i svartan kufl, svört hetta hylur höfuöiö og hend- urnar eru bundnar. Þeim er stillt upp viö staur og járnkraga smeygt um háls þeirra. Járn- kraginn nær aftur fyrir staurinn, i skrúfstykki bööulsins. Þegar bööullinn svo heröir aö skerst járnkraginn hægt og smámsaman inn I háls fórnar- dýrsins, kremur barkakýliö og öndunarrásina. Jafnframt borast oddhvöss skrúfa milli tveggja efstu hryggjarliðanna og sker mænuna i sundur. Þetta er arfleifð frá miööldum þegar það var venja rannsóknar- réttarins og annarra álikra geöslegra stofnana að kvelja fórnardýr sin sem allra mest. Hálsinn mældur Fysta visbendingin um að aftakan sé á næstu grösum er þegar böðullinn kemur til að taka mál af hinum dauða- dæmda. Hann þarf að mæla hæöina og þykkt hálsins, til þess að allt passi og verði tilbúið þegar á að murka li'fið úr hinum dæmda. Ef vel tekst til er aftökunni lokið mjög fljótt. En það þarf ekki miklu að skeika til þess að hinn dæmdi liði hræði- legar kvalir áður en hann loks gefur upp öndina. „Slappaðu af” — Það kemur oft fyrir að ég verð að biðja hina dæmdu um að slappa af, svo ég geti komið járnkraganum almennilega fyrir, hefur einn böðlanna sagt i blaðaviötali. — Ég róa þá með þvi að segja að þetta gangi fljótt fyrir sig og sé ekki sárt. Böðlarnir þrir heita Vicente, Bernardo og Antonio og þeir hafa sem fyrr segir tekið 112 manns af lifi með þessari aðferð. Antonio er lang „hæstur”, af þessum 112 hefur hann deytt 52. Það er þvi talið liklegt að Vincente og Bernardo annist af- tökur þessara ellefu nýju fórnardýra ef af þeim verður. Mótmæli um allan heim Dauðadómunum hefur verið mótmælt um allan heim. Þúsundirskeyta og bréfa berast daglega til spánskra yfirvalda. Þær orðsendingar eru frá rikis- stjórnum, félögum og einstak- lingum. Enn hefur þó ekkert komið fram sem gefur til kynna hvort spánska stjórnin muni taka tillit til þeirra. Beðið eftir Franco Hinir dauðadæmdu biða eftir þvi að Fransicisco Francq, einræðisherra, taki endanlega ákvörðun um örlög þeirra. Aðrir Spánverjar biða flestir eftir að hann annaðhvort deyi eða segi af sér. Franco er nú helzti þröskuldurinn i vegi fyrir þvi að ýmsar löngu nauðsynlegar þjóðfélagsumbætur séu gerðar. Eftir 36 ára stjórn er nú litið á ,,el Caudillo” sem eina verstu meinsemd þjóðarinnar. Hann hefur að visu lengi verið ýmsum mönnum þyrnir I augum en það hefur komið greinilegar fram á undanförnum mánuðum en nokkru sinni fyrr að mikill hluti Spánverja telur stjórnarhætti hans ekki lengur samrýmast hugmyndum sinum um þjóð- skipulag. Stjórnað með ,,já” og ,,nei” Franco er orðinn 82 ára og gamlaður mjög. — Hann getur ekkert sagt annað en ,,já” eða „nei”, sagði einn af aðstoðar- mönnu hans nýlega. En slik hefur járnkrumla hans verið á stjórntaumunum að það nægir honum enn til að rikja. Og hann er enn nægilega sterkur til að geta með ýmsu móti barið niður allar tilraunir undirmanna sinna til að gera stjórnarfarið frjálslegra. „Nei” hjá NATO og EBE Franco hefur aldrei verið sér- lega hátt skrifaður hjá lýðræðis rikjum og fyrir það hafa Spán- verjar mátt liða ýmislegt. Fyrir nokkrum mánuðum urðu þeir þó fyrir sérlega alvarlegum áföllum af þessum sökum. Efnahagsbandalag Evrópu og Norður Atlantshafsbandalagiö hafa bæði hafnað aðild Spánar og það má rekja beint til Francos. — Þvi lengur sem hann er við völd þvi erfiðara gerir hann okkur um vik, sagði spánskur aðalsmaður mæðulega fyrir nokkru. „Hættu nú” Vegna þessara og annarra áfalla hefur forsætisráðherra Spánar, Carlos Arias Navarro, hafið leynilega herferð til að fá Franco til að segja af sér. Hann hefur aflað sér hundruða liðs- manna úr röðum mestu áhrifa- manna landsins. Jafnvel dóttir Francos skipaði sér I hóp þeirra sem hafa þrábeðið hann að segja af sér. — Þú lika, dóttir mín, á gamli maðurinn að hafa sagt. Hryðjuverk aukast Þessi togstreita og það tóma- rúm sem hún veldur i stjórn landsins hefur orðið til þess að hryðjuverkamönnum hefur vaxið mjög fiskur um hrygg. Talið er að tiu eða tólf samtök hryðjuverkamanna ógni nú öryggi landsins. En viðbrögð Francos hafa verið dæmigerð. Það voru sett herlög þar sem það var undan- tekningarlaust gert að dauðasök að valda dauða lögreglu- eða hermanns. Fjöldahandtökum hefur einnig vérið beitt óspart viðs- vegar um landið. Góður efnahagur Eina ástæöuna fyrir þvi aö ekki hafa orðið neinar teljandi almennar óeirðir, má nú þrátt fyrir allt rekja til Francos. Það erhinn góði efnahagur landsins. Þótt Spánn eigi i ýmsum erfið- leikum ekki siður en nágrannar landsins I Evrópu þá stendur efnahagur þess traustum fótum. Aður en efnahagsþrengingar þær sem heimurinn nú berst við komu til sögunnar, var Spánn númer tvö I hagvexti i heiminum. Aðeins iðnaðar- risinn, Japan, var framar. Juan Carlos Eins og dauðadæmdu hryðju- verkamennirnir biður Juan Carlos prins eftir þvi að Franco annaðhvort taki ákvörðun um að segja af sér eða deyi. Hann er útnefndur eftirmaður ,,el Caudillos” fyrir sex árum. Þótt hann hafi átt á hættu að vekja reiði Francos hefur Juan Carlos oft sagt við vini sina að hann telji að Spánn verði að verða mun frjálsara land og hann talar af ákafa og áhuga um ýmsar lýðræðislegar stofnanir. Prinsinn hefur verið vandlega búinn undir hlutverk sitt. Hann talar fjögur tungumál reiprennandi, hefur útskrifast úr skólum hinna þriggja greina hersins (landher, flugher, sjóher) og stundað nám i lög- fræði, heimspeki, sögu, viðskiptafræði og stjórn- visindum. Hann er að visu óþekkt stærð þvi hann hefur alltaf verið i skugga Francos. En stjórnmálaástandið getur þó varla orðið verra undir honum, en gamla einræðisherranum. —ÓT tók saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.