Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Miðvikudagur 24. september 1975 „ÉG ER STEINSJÚKUR" — segir Sigurlinni Pétursson, Sigurlinni og Lási i Skýjaborgum eru aldarvinir. Sigurlinni skapaði Lása fyrir mörgum árum og hefur gert nokkrar bækur um þessa frægu persónu. listomaður og uppfinningamaður Það má segja að ég sé stein- sjúkur, sagði Sigurlinni Péturs- son, sem þekktur er sem húsa- smiður, myndlistarmaður og uppfinningamaður. fcg sé alls kyns kynjaverur út úr steinunum. Til dæmis þarna, segir Sigurlinni og bendir á grá- an stein í stórum steinvegg, sem hann hefur gert, má sjá rfkis- stjórnina vera að lækka gengið. Þarna er rauðsokka að dansa og kona að biða eftir kossi. Einnig má sjá andlit og dýr og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Suma steinana i veggnum hef ég höggvið til sjálfur, en aðrir eru svonaaf náttúrunnar hendi. Þegar ég geri steinvegg, sem þennan þá festi ég steinana i járnbenta steinsteypu en áður en það er gert þvæ ég steinana úr saltsýru. Vegginn er hægt að skrúfa sundur og setja saman eftir vild. Vegg sem þennan seldi ég barnaskólanum i Garðahreppi. Þar segja kennararnir við krakkana, ,,Li'tið á steinana og skrifið ritgerð um það sem ykk- ur finnst þið sjá út úr þeim”. Þetta örvar og þroskar imynd- unarafl krakkanna, sagði Sigur- linni. I steinvegginn nota ég einkum grástein og leirstein. Hvað veggurinn kostar? Það tók mig átta mánuði að vinna hann og ég sel hann ekki fyrir minna en milljón, sagði Sigurlinni. Það er löng saga að segja frá þvi hvernig ég fékk áhuga á að mynda „ffgurur” úr steini. Ég lærði myndlist i Danmörku í eitt ár, en áður var ég búinn að læra teikningu hjá Rikarði Jónssyni. Að loknu listnáminu, komst ég að þvi að ég gat ekki lifað af list- inni eingöngu. Þvi lærði ég húsasmiði á Isafirði. I fram- haldi af þvi fór ég að skreyta hluta af veggjum með steinum. Sfðan hef ég gripið i þetta öðru hvoru. Nú er ég hálf áttræður, en þegar ég hef selt þennan vegg ætia ég að byrja á öðrum, sagði Sigurlinni. Annars er ég nú þekktari fyrir fleira en steingerðarlist, þvi ég var fyrsti maður á Norðurlönd- um, sem setti upp húseininga- verksmiðju og hef ég byggt rúmlega 100 hús af þessari gerð, þar á meðal fjós, hlöðu, og ibúð- arhús. Einnig gerði ég fyrsta súg- þurrkunartækið, sem fundið var upp á Norðurlöndum, og átti ég einkaleyfi að þessu tæki. Já, maður hefur fengizt við ýmislegt um dagana. Ég hef skrifað bækur um hann Lása i Skýjaborgum. En það er mjög sigild bók um allt miili himins og jarðár. Einkum byggi ég frá- sagnirnar á atburðum, sem fólk hefur sagt mér frá, og lifsvið- horfum þess. Sfðasti kaflinn er ætiaður kon- um, þar segir frá uppreisn kvenna á móti karlmönnum, sagði Sigurlinni glaðhlakka- lega. Ég ætla að halda áfram að vinna þar til ég verð nfræður, þvi ef maður hættir að fram- kvæma hluti, sem maður hefur ánægju af, þá er maður þegar dauður. —HE. Hér stendur Sigurlinni hjá Steingeröi sinni, en við hliðina á henni er þrællinn Vffill, sem Ingólfur ,,Ég tek mér oft yrkisefni úr þjóðsögunum, sagði Sigurlinni. Hér iandnámsmaður gaf relsi. Þar við hliðina eru myndir einnig gerðar úr steini, sem Sigurlinni kallar sést hann standa við hliðina á guðinum Þór. „grfptu gæsina meðan hún gefst”. 25 TÍU ÞÚSUND KR. VINNINGAR Dregnir hafa verið út 25 tiu þus- und króna vinningar I happdrætti Umferðarráðs. Þessi unga stúlka, Helga Sigurðardóttir, dró vinningana út, og eru upplýsingar gefnar um þá i skrifs.tofu Umferðarráðs. Það var í júli og ágúst s.l. að Umferðarráð efndi til bilbelta- happdrættis i samráði við lög- reglu og bifreiðatryggingafélög- in. Gefinn var út bilbeltabækling- ur, sem jafnframt var happ- drættismiði. I bæklingnum var ýmis fróðleikur um bilbelti og sáu lögreglumenn um allt land um dreifingu hans. Dreift var 50 þús- und bæklingum. Hér á eftir fara vinningsnúmer- in (birt án ábyrgðar) 1314, 3466, 5793, 6648, 7471, 9296, 1Q069, 13026, 16673, 18333, 21640, 23939, 23948, 29038, 31994, 33308, 33431, 34712, 37802, 38593, 38804, 38940, 41032, 41501, 41040. Þeir sem iiafa undir höndum bilbeltahæk mg, sem vinningur lielur komii á, geta hringt til skrifstolu L mferðarráðs, simi S.i(iOl), eða suúið sér beint til ski ilstolu Sambands islenzkra t' .Vggingafélaga, Garðastræti :ís. n i m'KJJJl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.