Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 19
Visir. Miðvikudagur 24. september 1975 19 DAG | í KVÖLP | í DAG | \ Hvað vilja þau sjá og heyra? Við sýndum nokkrum dagskrá útvarps og sjónvarps fyrir daginn í dag Horfir fólk yfirleitt mikið á sjónvarp eða hlustar það á útvarp? Nú ef svo er, hvað vill það þá sjá og heyra? Við ákváöum að forvitnast svolitið um þetta. t stað þess að vera með okkar hefðbundnu dag- skrárkynningu fórum við á stúfana í þessum erindagjörðum. Við brugðum okkur niður imiðbæ tókum fólk talisýndum þvi dag- skrá útvarps og sjónvarps I dag og báðum það að benda okkur á það sem vakti helzt áhuga þess. Við komumst fljótt að þvi að áhuginn fyrir dagskránni var ekkert ýkja mikill en látum okkur sjá: 1. Ronald Kristjánsson, leigubilstjóri, vill frekar sjá ameriska sjónvarpið og hlustar frekar á „Kanann”. „Vil frekar Kanann...” „Þegar ég sé dagskrá sjón- varpsins þá held ég að fréttirnar séu það eina sem vekur áhuga minn. Þær eru reyndar það eina sem horfandi er á i islenzka sjónvarpinu. Ég vil endilega fá ameriska sjónvarpið aftur. Annars horfi ég stundum á einstaka mynd.” Það er Ronald Kristjánsson, leigubilsstjóri hjá Steindóri, sem þetta segir og hann vildi endilega taka það fram að hann væri ógiftur. En hvað segir hann um útvarpið: „Ég hlusta á popphornið og kannski fréttir. Það er ekkert annað sem hlustandi er á. Annars er ég alltaf með kanann 2. Ætlar ekki að horfa á neitt nema fréttir og „Nýjasta tækni og visindi” — Sigurður Ingi Pálsson, afgreiðslu- maður. „Afþreyingarþættir og hef annað við timann að gera.” „Ég kem til með að horfa á Nýjasta tækni og visindi, frettirnar og þar með punktum og basta.” Það er Sigurður Ingi Pálsson, afgreiðslumaður i Herrahúsinu, sem svo segir. „Ég held mér litist ekki á meira. Þetta er innhaldsmest, hitt eru afþreytingarþættir og ég hef annað við timann að gera en að horfa á þá.” „I útvarpinu hlusta ég senni- lega á popphornið og fréttir. Annars hef ég ekki tækifæri til þess að hlusta á útvarp þvi við höfum ekkert hérna.” 3. Stefán Jónsson, bilstjóri, hiustar alltaf á morgunút- varpið, þegar hann getur. „Hlusta mikið á morgunútvarp” Stefán Jónsson, bilstjóri hjá Hitaveitunni, kvaðst hafa út- varp I bilnum hjá sér. „Ég hlusta mikið á morgunútvarpið. Eftir það hlusta ég svo til ekkert. En ef ég horfi á sjónvarpið þá vil ég sjá Nýjasta tækni og vísindi. Það er virkilega góður þáttur sem ég horfi alltaf á. Fréttir reyni ég líka að sjá.” 4. „Mér finnst dagskráin léleg.” — Þorsteinn Runólfsson, nemi. „Léleg dagskrá.” „Ég mundi ekki hlusta á neitt i útvarpinu. Mér finnst dagskrá þess og sjónvarpsins léleg,” sagði Þorsteinn Runólfsson, nemi I Verzlunarskóla íslands. „Ef ég kem til með að sjá sjónvarpið i kvöld, þá ætla ég aö horta á fréttirnar og myndina „Erfingjarnir ”. Annars horfi ég frekar litið á 5. „Hef reynt að hlusta á vetrar- arvöku” — Jónina Hall dórsdóttir, húsmóðir og inn- heimtumaður. Kemur varla fyrir að ég horfi á sjónvarp.” „Ég er með sjónvarp en það kemur varla fyrir að ég horfi á það. Að visu reyni ég yfirleitt að horfa á fréttirnar. t kvöld langar mig þó að sjá og heyra þessa norsku söngkonu, Bar- böru Hesingius.” Á miðvikudögum hef ég öðru hverju hlustað á annað hvort vetrar- eða sumarvökur i út- varpinu. Annað er það vist ekki. Ætli ég eyði ekki timanum i eitt- hvað annað.” Það var Jónina Halldórs- dóttir, húsmóðir og innheimtu- maður, sem þetta sagði. 6. Ingibjörg Jóhannesdóttir, af- greiðslumaður, hefur gaman af brezku gamanmyndunum. Ljósm. LA. „Ágætar þessar brezku gamanmyndir.........” Ingibjörg Jóhannesdóttir af- greiðslumaður I Miðbæjar- markaðnum sagði: „Ég hlusta ekkert á útvarpið fyrir hádegi, þegar ég er að vinna. i kvöld hlusta ég kannski á þáttinn Orð og tónlist. Ég hef stundum hlustað á hann.” ,,t sjónvarpinu i kvöld horfi ég i mesta lagi á þessa brezku gamanmynd og fréttirnar. Brezku gamanmyndirnar eru ágætar. Annars finnst mér dag- skrá sjónvarpsins fremur léleg á miðvikudögum.” —EA © SJÓNVARP • Miðvikudagur 24. september 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Augnlækningar. Hagnýting sólarorku. Rándýrarann- sóknir. Umsjónar maður Sigurður H. Richter. 21.00 Hafgola. Norska söng- konan Barbara Helsingius syngur nokkur létt lög og leikur undir á gitar. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision—Finnska sjónvarpið). ÓTVARP • 12.00 Dgskráin. Tónleikar. Tii- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (16). Einnig leikin tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Smásaga: „Hermaður- inn og stúlkan” eftir Martin A. Ilansen Séra Sigurjón Steindór Hjörleifsson leik- ari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum. Gisli 21.20 Erfingjarnir. (The Smallest Show on Earth). Bresk gamanmynd frá ár- inu 1959. Aðalhlutverk Bill Travers, Virginina MacKenna, Peter Sellers og Margaret Rutherford. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Ung hjón erfa litið og hrör- legt kvikmyndahús, og þvi fylgir starfslið, sem er engu betur á sig komið en húsið sjálft. Handan við götuna er annað kvikmyndahús, nýtt og glæsilegt, og eigandi þess vill kaupa húsið til niðurrifs. En ungu hjónunum þykir verðir of lágt og ákveða að halda áfram rekstrinum, þar sem fyrri eigandi varð frá að hverfa. 22.40 Dagskrárlok. Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Kanadiskir iistamenn 20.20 Sumarvaka.a. Þættir úr hringferð Hallgrimur Jónasson flytur þriðja ferðaþátt sinn. b. „Laufþyt- ur” Ólöf Jónsdóttir les úr ljóðabók eftir Sigriði Einars frá Munaðarnesi. c. Löng er sú nótt Ólöf Jónsdótt Eiin Guðjónsdóttir les frásögu- þátt eftir Bjartmar Guð- mundsson. d. Kórsöngur Árnesingakórinn i Reykja- vik syngur Islensk lög undir stjórn Þuriðar Pálsdóttur. Jónina Gisladóttir leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Ódám- urinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (19). 22.35 Orð og tónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.