Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miðvikudagur 24. september 1975 vísir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: Auglysingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Davfð Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Um hlutafélög og dótturhlutafélög Brask i einni eða annarri mynd, bæði lögmætt og ólögmætt, hefur lengi þrifizt hér á landi m.a. i skjóli úreltrar löggjafar um hlutafélög og gata i skatta- kerfinu. Gildandi lög um þessi efni bjóða sannast sagna heim margs konar spillingu. Hlutafélög og dótturhlutafélög nota menn hér að vild sinni til skattahagræðinga og ýmis konar undanskota jafnt sem eðlilegra viðskipta. Nýlega hafa orðið opinberar umræður um tvö mál af þessu tagi. Þannig hafa t.d. átökin i Máli og menningu varpað ljósi á, hvernig nota má hlutafélög á marg- vislegan hátt. Átökin um prentunarréttinn i Blaða- prenti eru einnig skýrt dæmi þar um. Eins og alkunnugt er, stofnuðu fjögur dagblöð i Reykjavik til samvinnu um prentsmiðju fyrir nokkrum árum og settu siðan á fót hlutafélag Blaðaprent, til þess að annast þann rekstur. öll blöðin utan eitt stofnuðu siðan dótturfélög til þess að fara með eignaraðildina að Blaðaprenti. í sumar gerðu nokkrir aðilar i útgáfufélagi Visis tilraun til þess að ná yfirráðum i félaginu eins og kunnugt er, en án árangurs. Sömu aðilar höfðu hins vegar talsverð itök i stjórn dótturfyrirtækisins Járnsiðu, sem þeir höfðu hlutast til um að koma á fót. Stjórnarfundir i þvi félagi hafa ekki verið haldnir i tvö ár. Þrátt fyrir það gáfu þrir stjórnarmenn út yfir- lýsingu um, að stjórnin hefði selt tveimur þeirra hlutabréf félagsins i Blaðaprenti. Þessi yfirlysing var siðan notuð sem grundvöllur kröfu um prentun nýs dagblaðs i hinni sameiginlegu prentsmiðju blaðanna fjögurra. Þar sem enginn lögmætur stjórnarfundur hefur verið haldinn i Járnsiðu er tvennt til i máli þessu: Annað hvort hefur verið gefin út tilhæfulaus yfir- lýsing til þess að blekkja með i lögskiptum við Blaðaprent, eða nefnd bréf hafa i raun og veru verið seld með ólögmætum hætti. Hvort tveggja er sak- næmt. Það er einnig athyglisvert, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, hafa þverskallast við að afhenda fundargerðarbók þessa dótturhlutafélags. Nú virðist annað mál ekki ósvipaðs eðlis hafa komið upp i sambandi við átökin innan Máls og menningar. Þar var eitt dótturhlutafélag stofnað um húseign. Það getur hagrætt leigugreiðslum til þess að búa i haginn fyrir móðurfélagið áður en skattauppgjör fer fram. Annað dótturhlutafélag var stofnað um prentsmiðjuna Hóla. í þvi dótturhlutafélagi hafa nokkrir sterkir fé- sýslumenn innan Alþýðubandalagsins náð yfir-' tökum með sérstökum aðgerðum. Þetta var her- bragð i átökunum um yfirráð i móðurfélaginu. Þannig er unnt að leika sér með hlutafélög og dótturhlutafélög innan endimarka laga og reglna og á jaðri þeirra. Svipaða sögu er unnt að segja um fé- sýsluleikbrögð Alþýðuflokksins og máttarstólpa hans i fjármálum. I ljósi þessara atburða og raunar margra fleiri tilvika ættu stjórnvöld að huga að auknu eftirliti með hlutafélaga- og fésýslustarfsemi i þjóðfélag- inu. Ekki til þess að skerða eðlilegt athafnafrelsi heldur i þvi skyni að koma i veg fyrir að slikir fjármála- og viðskiptahættir geti þrifizt á íslandi. í. okkar litla þjóðfélagi þurfum við að vera vel á verði gegn hvers kyns spillingu af þessu tagi. - ‘ M) MMM Borgarstjóraefni Verkamannafiokksins I Osló, Odd Wivegh, skilar atkvæði sinu, sem dugði þó ekkitil. NORÐMENN HNEIGJAST TIL HÆGRI ■ Hæg sveifla til hægri, bætt • staða Verkamannaflokksins og • minnkandi fylgi róttækari • flokkanna (hvort sem er til j hægri eða vinstri) virðist vera « sú þverskurðarmynd, sem ■ niðurstöður sveitar- og bæjar- ■ stjórnarkosningarnar i Noregi á ; dögunum gefa af stjórnmála- ;• þróuninni þar. ; 1 68% kjörsókn tryggðu ■ sócialisku flokkarnir — Verka- ■ mannaflokkurinn, Vinstri ; sósialistar og Rauða kosninga- ; bandalagið — sér rétt rúmlega ■ 45% atkvæða. En i kosningum ■ til stórþingsins fyrir tveim ár- ■ um fengu þeir um 47% (með ögn ■ breyttri flokkaskipan) og i i; sveitarstjórnarkosningunum ■ 1971 fengu þeir 47,5%. ■ Af þessu sést að fylgið. hefur i ögn færzt frá vinstri til hægri. i Kosið var til 445 sveitar- og ; bæjarstjórna og auk þess til 18 ; sýsluráða til næstu fjögurra ■ ára. Þetta var i fyrsta sinn sem ■ kosið var beint til sýsluráðs. Leiddi það af breytingum á sveitarstjórnum, sem gera hlut sýsluráða stærri. Venjulega hefur verið mikil þátttaka i sveitar- og bæjar- stjómarkosningum i Noregi eða að minnsta kosti árin eftir seinni heimsstyrjöldina. Kjörsókn varð mest 1961 þegar hún komstupp i 81%. Þær hafa verið hlandnar á miðju kjörtimabili stórþingsins svo að hæfilega langt er liðið frá sið- ustukosningum. Auk þess þykja þær alltaf gefa nokkuð góða hugmynd um stöðu stjórnmála- flokkanna og stjórnarinnar. Af þessum ástæðum hafa ýmis þjóðmál meira en innan- sveitarmál settsvip sinn á þess- ar kosningar og borið þar hæst i kosningaundirbúningnum. Að þessu sinni var kjörsókn fremur dræm og þykir fyrir þær sakir erfiðara að draga ályktan- ir af niðurstöðum kosninganna. Við athugun á úrslitunum verður lika að taka mið af mörgu til að glöggva sig á þvi hvað er að gerast. Það segir ekki alla söguna að Verka- mannaflokkurinn fékk 3.3% færri atkvæði nú, en i sveitar- stjómarkosningunum 1971. Þau 38.4%, sem Verkamannaflokk- urinn fékk að þessu sinni, eru umtalsverð framför frá stór- þingskosningunum 1973, þegar flokkurinn fékk aðeins 35.3%. En á meðan voru þessi kosningaúrslit að margra mati mikill ósigur fyrir Vinstri socialista, sem er flokkur vinstra megin við Verkamanna- flokkinn. Vinstri socialistar er sambræðingur fjögurra rót- tækra vinstrisamtaka (þar á meðal kommúnistaflokksins). Þeir töpuðu núna nær helmingi þeirra atkvæða sem þeir fengu i stórþingskosningunum 1973, fengu nefnilega aðeins 5.7% en fengu ’73 rúm 11%. Ef litiðeryfir á hinn jaðarinn, lengst til hægri á anti-skatta- flokk Anders Lange (stofnaður að fyrirmynd Framfaraflokks Glistmps i Danmörku), sést að sá flokkur beið töluvert afhroð. Hann tapaði 5% fylgi frá þvi i Stórþingskosningunum 1973 og hefur núna aðeins 1.8% at- kvæða. Aðal sigurvegarar þessara kosninga eru tvimælalaust ihaldsmenn. Þeir fengu 22.2% atkvæða og juku fylgi sitt frá Stórþingskosningunum i hitteð- fyrra um 4.8%. Þetta er mesta fylgisaukning flokksins i einum kosningum, siðan þeir unnu sinn glæstasta sigur i stórþingskosn- ingunum 1930. Eftirtektarvert er um leið að hinir hægri flokkarnir héldu fylgi sinu sem þeir hlutu i kosningunum 1973. Miðflokkur- inn hefur áfram 11.3%, og kristilegir demókratar 12.2%. Frjálslyndir og Nýi alþýðu- flokkurinn héldu einnig sinu frá þvi 1973. Annar 3.8% en hinn 2.9%. (Nýi alþýðuflokkurinn spratt upp úr klofningi meðal frjálslyndra vegna ágreinings i þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðiídina að EBE 1972). ÍJtkoma þessara kosninga er þá sú, að socialistisku flokk- amir ráða nú 39 færri sveitar- félögum en þeir gerðu fyrir kosningar. Þeir töpuðu 4 sýslu- ráðum auk meirihluta sinum i Osló og nokkrum borgum öðr- um. Verkamannaflokkurinn hefur hreinan meirihluta i að- eins 3 sýsluráðum, en með stuðningi annarra socialistiskra flokka ræður hann 3 til viðbótar. Mönnum reiknast svo til að : hefðu þessi úrslit gilt til stór- | þingskosninga þá hefðu hægri- ■ flokkamir fengið 80-81 þingsæti, ■■ en socialisku flokkarnir 74-75. — :; Eins og málin standa núna þá ■ hafa verkamannaflokkurinn og ; vinstriflokkarnir eins þingsæta ■ meirihluta i stórþinginu (þar •; sem em 155 þingfulltrúar). Við ■; völd i Noregi er nú minnihluta- .•■ stjórn verkamannaflokksins ■ undir forsæti Trygve Bratteli. ■ Trygve Bretteli, forsætisráð- * herra, hefur túlkað niðurstöður ; sveitarstjórnarkosningánna sem traust fyrir verkamanna- i flokkinn. Hann hefur visað á ■ bug kröfum ihaldsmanna um að • stjómin taki meira mið af ■ stefnu hægrimanna. Flestir búastviðþvi að ósigur vinstri sócialista leiði af sér átök innan sambræðingsins og þykir liklegt að þar muni draga til tiðinda áður en langt um lið- ur. Enda hefur gætt innan raða töluverðrar óánægju að undan- förnu, sem leiddi meðal annars til þess að Finn Gustavsen, formaður þingflokks vinstri socialista, sagði af sér nokkru áður en undirbúningur að sveitarstjórnarkosningunum hófst. Vakað eftir kosningatölum I Þrándheimi :::::

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.