Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 24.09.1975, Blaðsíða 11
Visir. Miðviktjdagur 24. september 1975 hverju kvœnast lágvaxnir Frá hella- borginni á Spáni Þar geturðu keypt þér hús fyrir 90 dollara menn hávöxnum konum? Þekktur sálfræðing- ur hefur látið hafa eftir sér að þegar lágvaxnir menn, eins og t.d. Henry Kissinger og Carlo Ponti, kvænast konum sem eru hærri i loftinu heldur en þeir, séu þeir að fullnægja mnri og ómeðvitaðri þrá sinni til þess að vera hávaxnir. Hann segir ennfremur að há- vaxnar konur eins og Naney Kissinger og Sophia Loren hafi ómeðvitaða ósk um að vera lægri i loftinu og þess vegna kjósi þær að giftast lágvöxnum mönnum. Nancy Kissinger er rúmlega 180 cm á hæð'og 10 cm hærri en maður hennar Henry. Sophia er hinsvegar um 170 cm rúmum 12 cm hærri en Carlo maður henn- ar er. — Allir lágvaxnir menn bera með sér duldar öskir frá barn- æsku um að vera hávaxnir, seg- ir bandariski læknirinn, Herbert Holt. — Ollum drengjum er inn- prentað frá upphafi að þeir eigi að vera „stórir”, þar með verði Sophia Loren er 12 cm liærri en Carlo l’onti. Henry er 10 cm styttri en Nancy. þeir lika sterkir og eitthvað betri en aðrir sem minni eru. Þetta sé einnig leiðin að hjarta foreldranna. — Þannig finnst smávöxnum manni að hann sé eitthvað tak- markaður. Með þvi að kvænast hávaxnari konu en hann er sjálfur, eru þeir að reyna að ráða bót á vanda sinum. — Ef menn eru stöðugt innan um hávaxnar konur finnst þeim smám saman eins og þeir likist þeim og verði stærri sjálfir, seg- ir sálfræðingurinn. — Hið gagnstæða á við konumar. — Þeim finnst þær vera of há- vaxnar. Þess vegna leita þær lags við menn sem eru minni en þær.ográða með þvi bót á ófull- komleika sinum. — Þetta vandamál þeirra á sér einnig rætur i æsku, há- vöxnu telpunum finnst þær fari á mis við ást og umhyggju. — Þannig þrá þær að verða smávaxnari, segir Holt, sem er þekktur sálfræðingur i New York. — Það er ekki nema eðlilegt að hávaxnar konur leiti eftir lágvöxnum mönnum, — þau eiga sameiginlegt vandamál. Þúsundir af Spán- verjum búa i einhverju óvenjulegasta samfé- lagi heims — hella- borginni skammt fyrir utan Guadix á Suður Spáni. Þetta eru ótrúlega hreinir og vistlegir hellar, — að innan likj- ast þeir venjulegum spönskum heimilum, og eru altir raflýstir. Rennandi vatn er i mörgum, sumir hafa sjónvarp, tvö til þrjú svefnherbergi og annað hvort fjalagólf eða flisalögð gólf. Það hefur fengizt staðfest af borgarstjóra og lögreglustjóra Guadix að allt að 10 þúsund Spánverjar eða 3400 fjölskyldur búi i þessum hellum fyrir utan Guadix. Þama eru um 200 hellar og yfirvöld staðarins segja að þeir séu tilvaldir fyrir fólk sem vill eyða ævikvöldi sinu á friðsælum stað, fjarri heimsins glaumi og verðbólgu. Þama i þessu hellaþjóðfélagi á Suðurspáni geturðu nefnilega lifað mjög spart. •Hellarnir, sem eru ann- aðhvort upprunalegir eða þeir hafa verið höggnir i mjúkan sandsteininn hafa fengizt keypt- ir fyrir 90 dollara. Fyrir 1000 dollara fengirðu iburðarmikinn helli með flestum þægindum venjulegs ibúðarhUsnæðis. Þeir hellar sem ekki hafa rennandi vatn hafa eigin brunn. Simaklefar eru skammt frá hellabyggðinni og það verður ekki ráðist á þig þótt þú farir i kvöldgöngu. — Hér em eiginlega engir glæpir, segir séra Rafael Varon, prestur staðarins. — En að sjálfsögðu hafa nokkrir af ibú- um okkar látið glepjast af glaumi stórborganna og flutzt þangað. Þess vegna eru nokkrir hellar lausir. Sérhver hellir hefur „eðli- lega” loftræstingu vegna þess að veggimir eru nokkur fet á þykkt og sandsteinninn heldur þeim þurrum. — Hellarnir eru mátulega heitir á sumrin i bakandi sól- inni, þá ver steinninn ibUana fyrir hita og á veturna skýlir hann fyrir næðingi og kulda, segir séra Rafael. Flestir hellisbUar hafa sér hella fyrir hUsdýr sin, en samt eru nokkrir sem deila hibýlum sinum með þeim. T.d. er einn bóndi, Reyes að nafni, sem verður að teyma asnann sinn i gegnum alla „ibUðina” á bás, sem er innst i hellinum. FrU Sanchez er mjög ánægð með „bandariska” eldhúsiðsitt. HUn hefur rafmagnseldavél og skáp með glerhurð en engan is- skáp. — Við getum alveg sparað okkur að hafa isskápa, segir hUn, — vegna þess að hitastigið hér inni er stöðugt allan ársins hring um 10-11 stig. Inni i hvitkalkaðri stofunni hjá frU Sanchez hanga reykt svinslæri úr loftinu. — Sumt af þessu kjöti eiga sonur minn og tengdadóttir sem búa inni i bæn- um, segir frú Sachez. — Þar verður alltof heitt á sumrin og kjötið skemmist, en geymist aftur á móti vel hérna. Hellarnir þurfa mjög litið eða ekkert viðhald. Þegar einu sinni er bUið að koma þeim i ibUðar- hæft stand verða þeir þannig um aldur og ævi. Viðhaldskostnað- urinn er ótrúlega lágur og talið er að búið hafi verið i sumum þeirra i allt að 3-4 hundruð ár, segir sóknarpresturinn, séra Rafael. ÓVENJULEGUR FRÍSTUNDAMÁLARI Fyrir 5 árum, þegar Anna Shagayeva, 60 ára gömul rússnesk kona, fór á eftirlaun, tók hún pensilinn sér fyrst í hönd. Hún fór á námskeið fyrir f ristundamálara i heima- bæ sínum, Voronezh. Hóf hún siðan að mála af fullu kappi en dag nokk- urn þegar hún hafði verið við iðju sína úti í skógi rak hún augun í ýmislegt í ríki náttúrunnar, sem henni fannst tilvalið að nota til að skreyta myndir sínar með og þar með hófst hennar ferill upp á nýtt. Hún notar alls kyns blóm, tré- börk, köngla og yfirleitt það sem hún finnur i sjálfri náttúr- unni i myndir sinar. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir og tekið þátt i fjölda sýninga ekki bara i Sovétrikjunum heldur einnig i Austurriki, Belgiu og Tékkó- slóvakiu. Ekki hefur Anna þó iagt pensil og málningu á hilluna en heldur áfram námi sinu hjá fri- stundamálurunum með öðru al- þýðufólki. — Þetta hefur veitt mér mikla ánægju, segir Anna, — og ekki minnkar hún við þegar ég verð vör við að fólki likar vel við myndir minar. Þessi mynd önnu Shagayeva sem hún nefnir „Karfan” hefur verið á fjölda sýninga. Alls hefur hún gert um 200 myndir af svipuðu tagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.