Tíminn - 19.10.1966, Blaðsíða 1
I
HALLDOR E. SIGURÐSSON IUTVARPSUMRÆÐUNUM I GÆRKVELDI:
STÓRMINNKAÐ UR HLUTUR VERKLEGRA
FRAMKVÆMDA í ÚTGJÖLDUM RÍKISINS
Fjárlögin nú jafn há níu fjárlögum Eysteins á árunum 1950-58
Halldór E. Sigurðsson
TK-Reykjavík, þriðjudag.
Ræðumaður Framsóknarflokks-
ins í útvarpsumræðunum í gær-
kvöldi við 1. umræðu um fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 1967 var
llalldór E. Sigurðsson. Deildi hann
fast á ríkisstjórnina fyrir stefnu
hennar j efnahagsmálum og fjár-
málum ríkisins og fer hér á eftir
meginhluti ræðu Halldórs:
„Sparnaður í ríkisrekstrinum
var eitt áf þeim fyrirheitum, er
Sjálfstæðisflokksmenn gáfu þjóð-
inni fyrir valdatöku sína og í upp-
hafi hennar, eins og ég hefi þegar
vikið að, en skal þó rökstyðja
betur. Við fyrstu umræðu fjár-
lagafrumvarps fyrir árið 1959
tók núverandi fjármálaráðherra
þátt í umræðu af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins, við það tækifæri komst
hann m,.a. svo að orði, með leyfi
hæstvirts forseta:
„Það er áreiðanlega hægt að
spara á mörgum sviðum. En það
þarf í senh réttsýni og kjark til
að gera slíkar ráðstafanir. Án ein-
beittrar forystu fjármálaráðherra
á hverjum tíma er þess ekki að
vænta, að andi sparnaðar og hag-
sýni ráði í ríkisrekst'rinum.“ i’
Svo mörg voru þau orð. Skal
nú að því vikið, hversu til hefur
tekizt um þetta fyrirheit.
Á það hefur verið bent fyrr
í þessari ræðu, að fjárlagafrum-
varp þetta sé yfir 400% hærra en
fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1959
það segir að vísu ekki allt um
það hvort sparnaðar hafi gætt í
ríkisrekstrinum eða ekki þar ræð
ur fleira um, svo sem dýrtíðar-
stefnan, sem stjórnin fylgir dyggi
lega, en með hliðstæðum saman-
burði má átta sig á þessu atriði,
ef bornar eru saman 19. greinar
fjárlagafrumvarpsins 1959 og fjár-
SKARDSBOK
•
FB-Reykjavík, þriðjudag.
f gær kom Skarðsbók hingað
til lands með Gullfossi frá Eng-
landi.. Á leiðinnig hingað var hún
í umsjá Eiríks Benedikz sendiraðu
nants, en í dag var hún formlega
afhent í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu að viðstöddum ráð-
herrum, bankastjórum, bankaráðs-
mönnum, forstöðu'mönnum ís-
lenzkra menningarstofnana, pró-
fessorum háskólans og fleiri gest-
um.
Dr. Jóhannes Nordal seðlabanka
stjóri tók fyrstur til máls.
Hæstvirtur menntamálaráð-
herra. Hinn 7. desember á s.l.
ári var yður frá því skýrt, að
hið forria íslenzka handrit Codex
Scardensis eða Skarðsbók hefði
verið keypt fyrir hönd íslehzku
bankanna á uppboði í London
nokkrum dögum áður. Var yður
þá einnig tilkynnt, að bankarnir
viídu færa bók þessa íslenzku þjóð
inni að gjöf, en afhending mundi Á tveggja dálka myndinni hér aS ofan skoða dr. SigorSur Nordal (t. v.).
A!
lagafrumvarpsins 1967. Kemur í
ljós, að kostnaður er fimmfaldað-
ur, launuðum nefndum átti að
fækka, þær voru um einum tug
fleiri nú en árið 1958. Ferðakostn
aður og gestrisni valdhafanna hef-
ur hækkað á milli 300—400% frá
því 1958.
Innheimta og álagning skatta
og tolla átti að lækka með breyttu
skipulagi. — Kostnaður hefur fjór
faldazt og hækkar í fjárlagafrum-
varpinu frá yfirstandandi f^ár-
lögum um 30%.
Útþenslan
Annars gerist ekki- þörf að
fara svo langt aftur í tíma eins
og til áranna 1958 og 1959 til
að gera sér ljóst, að eyðslan og
útþenslan verður upp. Þar næg-
ir samanburður á núgildandi fjár-
lögum og fjárlagafrumvarpinu,
ætla ég að taka nokkur sýnis-
horn til að sanna mál mitt.
Fjárveiting til stjórnarráðsins
hækkar um 25%, fjárveiting til
saksóknarembættisins 30%, fjár-
veiting til 'borgardómaraembætt-
isins um 41%, til borgarfógeta-
embættisins um 37%, til lögreglu-
stjóraembættisins um 37%, til
lögreglustjóra á Keflavíkurflug-
velli um 40%, til sýslumanna pg
bæjarfógeta úti á landi um 32%,
til ríkislögreglunnar í Reykjavík
um 34%, til almannavarna um
46%.
Þessi íestur ætti að sanna það,
að í þessu fjárlagafrumvarpi er
allt annað uppi en sparnaður í
rekstri ríkisins. — Ég leyfi mér
því að spyrja hæstvirtan fjár-
málaráðherra: Hvar eru hin
Framhald á bis 7.
fara fram, eftir að viðgerð á hand-
ritinu væri lokið. Fyrihsjáanlegt
var, að slík viðgerð mundi taka
nokkurn tíma, enda þurfti bók-
in verulegrar viðgerðar við, en
vér töldum æskilegt, að til henn-
ar yrði vandað, svo sem kostur
var á, og ekkert til sparað.
Varð það að ráði, að leitað var
til eins hins þekktasta manns á
þessu sviði, Roger Powell í Pet-
ersfield á Englandi, en hann hef-
ur bundið mörg dýrmæt handrit
fyrir söfn á Bretlandseyjum. Tók
hann að sér að gera við bókina
og binda hana með það fyrir aug-
um, að frágangur yrði svo fagur
og vandaður sem auðið væri. Að
ráði Powells var sú leið farin, að
ný kálfsskinnsblöð voru sett á
milli hinna gömlu skinnblaða, en
með því taldi hann, að bezt mætti
tryggja hvort tveggja í senn, fag-
urt útlit og hina öruggustu varð-
veizlu hins gamla handrits. Eftir
að gert hafði verið við skinnblöð-
in, svo sem kostur var, var bók-
Framhald a 2. síðu.
(f. miðju og dr. Jóhannes Nordal, SkarSsbók. Til hægri er svo mynd af próf. dr. Einari Ól. Sveinssyni meS
ÞaS var Ólafur Halldórsson cand. mag., starfsmaSur Handritastofnunarinnar, sem bar1 SkarSsbók út úr Rá3-
herrabústaðnum, en vinstra meginn viS hann er próf. Einar Ói. Sveinsson. Þar fyrir aftan gengur dr. Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráSherra og aS lokum þrír óeinkennisklæddir lögreglumenn.
(Tímamyndir: G.E.).
HEÐINN
SAMDI
BRÉFIÐ
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
í minningum Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar, fyrrver-
andi forsætisráðherra, segir frá
bréfi því, sem sent var Jónasi
Jónassyni frá Hriflu fyrir
stjórnarmyndunina -1984. Segir
orðrétt í minningum Stefáns:
„Samdi Vilmundur Jónsson
bréf eitt, mikið og mergjað,
er Jón Baldvinsson, Héðinn
Valdimarsson og ég undirrituð
um með honum og sent var
Jónasi, þar sem grein var gerð
fyrir því, hvers vegna við
Framhald á bls. 14.
Auglýsing 1 Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
238. tbl. — MiSvikudagur 19. október 1966 — 50. árg.
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323.
i