Tíminn - 19.10.1966, Page 2
TÍMtNN
Skarðsbók heim
Framhald af bls. 1.
in bundin í ljóst svínsleður með
mahognispjoldum, og um hana bú-
ið í kassa úr rósaviði. Er það von
vor, að þessi frágangur allur geti
orðið bæði tú fyrirmyndar og
hvatningar varðandi meðferð ís-
lenzkra handrita í framtíðinni.
Það varð til að flýta verulega
fyrir þessu verki, að frú Vigdís
Bjömsdóttir, sem unnið hefur að
viðgerð handrita á vegum Þjóð-
skjalasafns og Landsbókasafns, gat
tekið að sér að vinna að viðgerð
Skarðsbókar undir forsjá Roger
Powells. Veittu söfnin henni leyfi
til þessa verks með fullum laun-
um, en bankarnir greiddu annan
kostnað af því. Vonumst vér til,
að sú mikilvæga reynsla, sem Vig-
dís hefur fengið í þessu verkí,
megi bera góðan ávöxt í starfi
hennar í framtíðinni að viðgerð ís-
lenzkra handrita.
Jafnframt því að þakka Vigdísi
og Roger Powell fyrir þessi störf
þeirra, vil ég nota tækifærið til
þess að færa Eiríki Benedikz,
jsendiráðunaut, sérstakar þakkir,
en hann hefur orðið til ómetan-
legrar aðstoðar í máli þessu öllu.
Hefur hann verið með í ráðum
frá upphafi, bæði um kaup Skarðs
bókar, viðgerð hennar og band,
og nú síðast tók hann að sér að
gæta hennar á ferðinni frá Lond-
on til Reykjavíkur.
Hæstvirtur menntamálaráð-
herra, oss er það mikil gleði, að
nú skuli að því komið, að Skarðs
bók fái varanlegan bústað á fs-
landi á ný, Saga þessarar miklu
skinnbókar speglar örlög íslend-
inga í sex hundruð ár. Þótt hún
væri varðveitt á grónasta höfð-
ingjasetri landsins, Skarði á
Skarðsströnd um langan aldur, eft
ir að önnur handrit voru horfin
til útlanda, fór svo að lokum að
hún slysaðist úr landi, með atvik-
um, sem enn eru ókunn, snemma
á 19. öldinni, síðasta skinnbókin,
sem íslendingar áttu.
Og nú hafa örlögin hagað því
svo, að hún hefur orðið fyrsta
handritið, sem kemst í hendur ís-
lendinga aftur. Gleði vor yfir því
getur verið óblandin vegna þess,
sem framundan er: endurheimt ís
lenzku handritanna frá Kaup-
mannahöfn.
Ég get því beðið yður að taka
við þessari gjöf bankanna með
þeirri ósk, að hún reynist fyrsti
boðberi þess, að ísland verði mið-
stöð norrænna handritarannsókna.
Þá tók dr. Gylfi .Þ Gíslason
til máls:
Með innilegri gleði veiti ég fyr-
ir hönd íslenzku þjóðarinnar við-
töku einni fegurstu og- merkustu
skinnbók, sem skráð hefur verið
á íslandi, Skarðsbók. Ég flyt gef-
endunum, íslenzkum bönkum, ein-
lægar þakkir íslendinga og eink-
um þó Seðlabanka íslands, sem
hafði forystu um þessa gjöf. Eft-
ir aldalanga vist í öðrum löndum
er þetta mikla rit, listaverk að
efni og formi, komið. aftur til
þess lands, þar sem það var
skráð, í hendur þeirrar þjóðar,
sem skóp það. Megi þetta verða
til þess að styrkja íslenzkt þjóð-
erni og efla íslenzka menningu.
Skarðsbók kom meS Gullfossi til Reykjavíkur á mánudaginn. Kristján ASalsteinsson skipstjóri (f . v.), Eirikur
Benedikz sendiráðunautur, dr. Jóhanncs Nordal seðlabankastj. og Sigtryggur Klemenzson seðlabankastj. sitja
hér með Skarðsbók fyrir framan sig í póstpokanum,, eins og hún kom hingaS.
MIÐVIKUDAGUR 19. október 1966
Ég fel Handritastofnun íslands
þessa þjóðareign til varðveizlu.
Skarðsbók mun verða til sýnis í
húsakynnum Þjóðminjasafnsins
um næstu helgi.
Skarðsbók kostaði 4.320 millj.
króna, en viðgerð hennar hefur
kostað um 132 þúsund krónur.
Bókin verður til sýnis fyrir al-
menning í Þjóðminjasafninu
frá og með næsta sunnudegi frá
kl. 14 til 22. Ekki er hægt að
sýna hana fyrr en þetta, þar sem
venja verður hana við íslenzka
loftslagið, ef svo mætti að orði
komast. Hinn brezki hagsleiksmað
ur Roger Powell, sem annaðist við
gerð bókarinnar, lét fylgja henni
bréf hingað, og skýrði þar frá
því, hvernig haga þyrfti meðferð
hennar fyrst eftir að hún kemur
hingað, þar sem hún verður í
nýju loftslagi. Verður að taka
hana upp úr kassa sínum og fletta
henni nokkrum sinnum á dag, eða
þangað til hún hefur vanizt lofts-
laginu. Fyrr en það hefur orðið
er ekki hægt að sýna hana, og því
verður það ekki gert fyrr en um
næstu helgi.
HASKOLA-
HÁTÍÐIN
Háskólahátíð verður haldin
fyrsta vetrardag, laugardag 22.
okt., kl. 2 e.h. í Háskólabíói.
Þar leikur strengjahljóm
sveit undir forystu Björns
Ólafssonar. Háskólarektor, pró
fessor Ármann Snævarr flytur
ræðu. Forseti heimspekideild-
ar afhendir prófessor Sigurði
Nordal doktorsbréf. Kór há-
skólastúdenta syngur stúdenta
lög undir stjórn Jóns Þórarins
sonar tónskálds. Háskólarektor
ávarpar nýstúdenta, og veita
þeir viðtöku háskólaborgara-
bréfum. Einn úr hópi nýstúd-
enta flytur stutt ávarp.
Háskólastúdentar og há-
skólamenntaðir menn eru
velkomnir á háskólahátíðina,
svo og foreldrar nýstúdenta.
Fyrstu skólatéu-
leikar Sinfóníunnar
í dag kl. 14 hefst D-flokkur
tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, sem ætlaður er skólafólki
á áldrinum 16—21 árs. Seld hefur
verið áskrift á þessa tónleika, en
lausir miðar verða einnig til sölu
við innganginn í Háskólabíói. Á
þessum fyrstu tónleikum D-flokks
ins verða eingöngu flutt verk frá
16. til 18. aldar, þ.e.a.s. frá þeim
tíma listasögunnar, sem kallast
endurreisnar og barokk-tímabilin.
Þannig er ætlunin að þræða tón-
listarsöguna allt fram á vora- tíma,
og er þetta því gullið tækifæri fyr
ir skólafólk að kynnast af eigin
raun ýmsu, sem annars væru dauð
ir bókstafir í mannkynssögubók
um. Á tónleikunum í dag verða
fluttir „Madrigalar" eftir Monte-
verdi, Þáttur úr d-moll sembaló-
konsert Bachs, en einleikari á
sembaló verður Gunther Breest.
Guðmundur Jónsson mun syngja
tvær aríur eftir Handel og Björn
Ólafsson mun leika fiðlukonsert eft
ir Vivaldi. Stjórnandi verður
IRagnar Björnsson. E-flokkurinn
hefst á morgun. Það eru tónleik-
ar fyrir börn frá 6—12 ára ald-
urs. Sala áskriftaskírteina á þessa
tónleika hefur verið svo miklu
framar vonum, að ekki var hægt
að anna eftirspurninrii. Þess vegna
hefur það ráð verið tekið, að bæta
við enn einni endurtekningu _þess-
ara tónleika n.k. þriðjudag, 25.
októbM: kl. 14.30 í Háskólabíói.
Sala áskriftaskírteina til þeirra
barna, sem frá hafa orðið að
hverfa er þegar hafin í Ríkisút-
varpinu.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur l Fraimherja, félags
launþega, verður haldinn 23. októ
ber kl. 2 að Tjarnargötu 23. Fund
arefni: Venjuleg aðalfundarstbrf.
2. Óðinn Rögnvaldsson ræðir um
kjaramálin. 3. Önnur mál. Mætið
vel og stundvíslega. Stjórnin.
15 tonn af rækiu
á land dagiega
GS-ísafirði, þriðjudag.
Um 15 tonn af rækju berst nú
daglega á land hér á ísafirði, og
er rækjan yfirleitt stór og góð.
23 bátar, flestir frá ísafirði,
stunda rækjuveiðarnar. Bátarnir
eru unt klukkutíma að sigla á
miðin sem eru inn við Æðey og
á Skutulsfirði og innundir Reykja
nesi í ísafjarðardjúpi.
Bátarnir eru allir með sams
konar veiðarfæri, sem er varpa
eftir norskri fyrirmynd en end-
urbætt fyrir okkar staðhætti.
Rækjan er unnin hér í rækju-
verksmiðjunum, en í annarri verk
smiðjunni er pillunarvél en í
hinni er handpillað.
Níu bátar leggja upp í verk-
smiðjuna á Langeyri í Álftafirði.
Leyfilegt er að veiða 700 tonn
af rækju yfir veiðitímann, en há-
marksafli hvers báts má vera 700
kg á sólarhring.
AÐALFUNDUR FUF
Á SNÆFELLSNESI
verður haldinn sunnudaginn 23.
október n. k. að Vegamótum í
Miklaholtshreppi.
Kvikmynd um Tíbezka flóttafólkið í Sjónvarpinu
Næstkomandi föstudag sýnir ís-
lenzka sjónvarpið nýja kvikmynd,
sem gerð hefur -verið um flótta-
FLÓTTAMANNA-
HJÁLP
SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA
éé
24.0KTÓBER '66
fólkið frá Tíbet, sem dvalið hef-
ur við hin verstu skilyrði í fjalla-
héruðum Intilands. Kvikmynd
þessi, sem sýnd verður í flestum
sjónvarpsstöðvum Evrópu í sam-
bandi við dag Sameinuðu þjóð-
anna, hefur vakið óskipta athygli
sjónvarpsmanna, fréttamanna og
annaya, sem hafa séð myndina.
Þessi sjónvarpskvikmynd var
gerð í apríl og maí síðastliðnum
af hollenzkum kvikmyndagerðar-
mönnum, sem gáfu myndina
Flóttamannahjálp Evrópu.
Myndin fjallar um líf og starf
hinna ógæfusömu Tíbetbúa, sem
vinna við vegagerð í Indlandi.
Sýnir hún hörmulegt ástand fólks
ins við lífshættulegan þrældóm,
mæður í vinnu með börn sín
bundin á bak sér, börn í hóp-
um við veginn, og tjaldbúðir þær,
sem fólkið býr í. Þá er einnig
kafli um Tíbetbúa, trúarbrögð
þeirra og trúarhöfðingja, Dalai
Lama. Einnig er sýnt hvar stálp-
uð börn Tíbetanna una hags sín-
um vel í skóla víðsfjarri frá for-
eldrum sínum og ættingjum. Oft
er margra daga ferð heim úr skól-
anum, og stundum sjá þau ekki
ilánustu ættmenn sína svo árum
skiptir, unz þau koma heim í tjald-
búðalifið til þess sjálf að fara að
vinna fyrir dáglegu brauði.
Myndin sýnir hve fólk þetta hef
ur sýnt mikið hugrekki og sálar-
þrek þessi sjö ár, sem það hefur
lifað 1 útlegð við hin bágustu kjör.
Stöðug hughreysting af hálfu Dal-
ai Lama og eðlisgróinn hæfileiki
til að taka því með stillingu, sem
að höndum ber hefur fleytt því
í gegnum þrautirnar, og í mynd-
inni heyrist það jafnvel syngja við
vinnuna.
Flóttamennirnir eru óbifanleg
ir í trú sinni, og yfir tjaldbúð-
unum blakta alltaf hinar alþekktu
tibezku bænavéifur. í kvikmynd-
inni er sýnd stutt mynd úr einu
tjaldinu, sem haft er fyrir
musteri. Því er Ijúft til þess að
hugsa, að fyrir tilstyrk evrópsku
flóttamannasöfnunarinnar sé hægt
að rétta þeim hjálparhönd.
Árni Gunnarsson fréttamaður
hefur íslenzkað kvikmyndahand-
ritið, en starfsmenn sjónvarpsins
hafa undirbúið kvikmyndina fyrir
sýningu í íslenzka sjónvarpinu.
Þettí er sjónvarpskvikmynd, sem
allir ættu að sjá.
2481307
KROffiffi
lögum hR- M, *íÍjÖm11Íb>
B24815
lÉAÍtDSBANKÍrí^IÁÍÍb^SÉDliS'BÁÍÍIK'irÍN;
24.0KT
1966
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA