Tíminn - 19.10.1966, Page 5

Tíminn - 19.10.1966, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 19. október 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvœ-œdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Pórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason oa Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Kddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti i Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Emelía hín nýja Margir voru þeir — og þó einkum innan stjórnarflokk anna —, sem bjuggust við meiriháttar tíðindum frá rík- i: Ljórninni, þegar Alþingi kæmi saman. Mönnum var ljost, að komið var í fullkomið óefni með rekstur margra höfuðatvinnugreina þjóðarinnar, enda þótt hlutur laun- þega væri engu betri en hann var fyrir sjö árum. Hér þurfti því að leysa tvennskonar vanda samtímis. Annars- vegar að bæta afkomu þeirra atvinnugreina, sem bjuggu við vaxandi erfiðleika, og hinsvegar að vinna að því að au'ka kaupmátt þeirra launamanna, sem lakast eru settir. Það er nú komið á daginn, að ekki er að vænta neinna raunhæfra aðgerða frá ríkisstjórninni. Þetta kom greini lega fram í stefnuyfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi síðastl. fimtudag, en þó enn greinilegar fram í ræðu, sem forsætisráðherra flutti nýlega í Varðarfélaginu og sagt er frá í Mbl. í gær. Höfuðkjarninn í boðskap forsætisráðherrans er þessi: Það er rétt, að togararnir, minni bátarnir og frystihúsin eiga í nokkrum erfiðleikum, en úr þessu getum við bætt með því að; hleypa togurunum inn í landhelgina og auka uppbæturnar. Að öðru leyti er allt í stakasta lagi, ef hægt er að halda verðlaginu óbreyttu og það er hægt með aukn- um niðurgreiðslum. Vandinn er því miklu minni og ein- faldara að leysa hann, en vondir menn vilja vera láta. Með því að auka uppbætur og niðurgreiðslur og ganga nær fiskistofnunum, ætlar forsætisráðherrann að halda skipi sínu á floti fram yfir kosningar. Hann ætlar jafn- framt með þessu að koma í veg fyrir hækkanir á fram færsluvísitölunni á þessum tíma. Fyrir kosningar á svo að segja: Ríkisstjórnin er búin að koma á verðstöðvun og gefið henni nú tækifæri til að halda þessu áfram! Eftir kosningarnar koma svo reikningsskilin. Þá fá menn að borga fullu verði niðurgreiðslurnar og uppbæt- urnar, sem greiddar voru til að halda stjórnarskútunni á floti fram yfir kosningar. Og þá koma þær aðgerðir, sem stjórninitelur að gera þurfi, en haldið er leyndum nú. Hér á sem sagt að feta dyggilega í fótspor Emilíu eða ríkisstjómar Alþýðuflokksins 1959. Hún hélt óbreyttu verðlagi í átta mánuði með síauknum upþbótum og nið- urgreiðslum. Fyrir kosningar sagðist hún vera búin að stöðva dýrtíðina. Hún væri stjórnin, sem hefði þorað að gera hlutina! Nú ættu kjósendur að votta henni traust í kosningunum, svo að Alþýðuflokkurinn gæti með góðri aðstoð Sjálfstæðisflokksins fylgt stöðvunarstefnunni áfram- Nógu margir létu blekkjast. Fjóram mánuðum eftir kosningarnar komu reikningarnir, sem fólu í sér mestu gengisfellingu og dýrtíðaröldu, sem risið hefur á landi hér. Þannig er sagan að endurtaka sig. En endurtekur þún sig að því leyti að kjósendur láti blekkjast í annað sinn? Ósigur Vöku \ ■ Löngum hefur það verið svo, að félag íhaldsstúdenta, Vaka, hefur haft meirihluta í kosningum í Háskólanum. í kosningunum, sem fóru fram síðastliðinn laugardag, beið Vaka ósigur. Listi íhaldsandstæðinga fékk meirihluta. Þetta eru glögg merki þess, að unga kynslóðin er að átta sig betur á íhaldinu, óþjóðhollustu þess og undirlægjuhætti, þegar erlent vald á í hlut. Kosningaför til Suöaustur-Asíu? Leiðir Manilafundurinn til aukinna styrjaldarátaka? FYRIR 2—3 mánuðum gáfu Johnson forseti og nánustu samstarfsmenn hans það óspart til kynna, að forsetinn myndi taka mjög virkan þátt í kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjun- um á komandi hausti, en þing- kosningar fara fram í Banda- ríkjunum 8. nóvember næst komandi. Látið var í veðri vaka, að forsetinn myndi heimsækja flest ríki Bandaríkjanna og vinna þannig öfluglega að því, að demokratar töpuðu ekki í þingkosningunum, eins og yfir leitt hefur verið spáð. Þegar leið fram á sumarið, hóf forsetinn þessi ferðalög og flutti ræður á útifundum í nokkrum borgum. Undirtektir urðu ekki eins góðar og búizt hafði verið við. Jafnframt tóku skoðanakannanir að sýna, að vinsældir hans færu síminnk- andi. Nixon, sem er slyngasti áróðursmaður republikana, hóf að beina árásum sínum sérstak- lega gegn forsetanum. Ýmsir blaðamenn telja, að þessar vaxandi óvinsældir Johnsons heima fyrir kunni að eiga sinn þátt í því, að hann sneri allt í einu við blaðinu. í stað þess að taka þátt í kosn ingabaráttunni heirna fyrir ákvað Johnson að fara úr landi. Seint í s. 1. mánuði boð- aði forseti Filippseyja 'til ráð- stefnu Suðaustur-Asíuþjóða í Manila og bauð Johnson þátt- töku. Til þessarar ráðstefnu hefði forseti Filippseyja ekki boðað, nema að fengnu sam- þykki Bandaríkjastjórnar fyrir- fram. Ýmislegt bendir til þess, að Johnson hafi æskt eftir, að forseti Filippseyja boðaði til ráðstefnunnar. Andstæðingar Johnsons í Bandaríkjunum gefa óspart í skyn, að hér sé um að ræða kosningabragð hjá Johnson. Hann hafi talið að þátttaka hans í kosningabaráttunni myndi ekki bæta fyrir demokrötum Með því að fara úr landi og ferðast til Suðaustur Asiu tryggir Johnson hins vegar, að hann verður miklu meira um- talsefni í blöðunum, útvarpi og sjónvarpi en ella, og jafnframt er gefið beint og óbein* til kynna, að forsetinn sé að vinna að lausn Vietnammáisins. Vegna þess hafi hann fórnað því að hætta þátttöku í kosn- ingabaráttunni. Fyrir andstæð- inga Johnsons er ekki heppi- legt að skjóta beittum örvum að honum undir þessum kring- umstæðum. ERFITT er hins vegar að sjá, að Manilafundurinn geti orðið til þess að greiða fyrir lausn Vietnammálsins. Fund- inn sækja auk Johnsons helztu valdamenn Ástralíu, Nýja-Sjá- lands, Filippseyja, Thailands, Malasíu, Suður-Kóreu og Suður Vietnams. Fimm þeirra síðast nefndu eru ákafir talsmenn þess, að barizt sé til þrautar í Suður-Vietnam og ekki megi láta neitt minna nægja en að vinna fullan sigur. Forsætis- ráðherrar Ástralíu og Nýja- Sjálands virðast og sama sinn is. Aðalefni fundarins er að ræða um framfarir og efnahags lega endurreisn Vietnams. Efnahagsleg endurreisn í Viet- nam gerð í þeim anda, sem fundarmenn í Manila geta hugs að sér hana, er vart hugsanleg öðru vísi en að Viet Congdireyf ingin verði sigruð á vígvöllun- um í Vietnam. Af þessu hlýt- ur að leiða, að það, sem mest verður rætt um í Manila, eru leiðir eða aðferðir til að sigra í Vietnam, en ekki leiðir til að semja. Þess vegna hefur gægzt fram sá ótti í skrifum allmargra bandarískra .blaðamanna, sem hafa rætt um þessi mál, að Manilafundurinn geti leitt áf sér harðnandi styrjaldarátök 1 Suðaustur-Asiu og jafnvel enn meiri útfærslu styrjaldarinnar. Þessir blaðamenn segja m. a., að Johnson verði að vera vel á1 verði, ef hann ætli ekki að láta fundinn beina sér í þá átt. Það hefur ekki dregið úr þessum ótta, að MacNamara hermálaráðherra Bandarikj- annna hefur lýst yfir því, eftir að vera nýkominn heim úr ferða lagi til Suður-Vietnam, að víg- staðan þar hafi farið batnandi. ÞEGAR menn hafa í huga samtímis annars vegar Manila- fundinn og hins vegar vinsam- legri afstöðu Johnsons til Rússa, verður vart komizt hjá þeirri niðurstöðu, að Johnson leiki tveimur skjöldum í Viet- nammálinu. Ræðan, sem hann flutti í New York á dögunum, og viðræður þeirra Gromikos gætu bent til þess, að hann vildi ná samkomulagi við . Rússa, þótt þvj fylgdi, að hann þyrfti að slaka eitthvað til i Vietnam. Manilafundurinn bendir hins vegar í aðra átt. Johnson teflir bersýnilega þann ig, að hann vill hafa óbundnar hendur til að herða styrjöldina í Vietnam, ef hann getur ekki fengið það fram við samninga- i borðið, sem hann telur fullnægj andi og það verður hvorki meira né minna en fullur sig- ur, ef fundarmennirnir í Man- ila eiga að ráða. Það virðist komið glöggt i Ijós, að lítið verður úr bættri sambúð Rússa og Bandaríkja- manna, ef Bandaríkin fylgja óbreyttri stefnu í Vietnam og hvað þá heldur, ef þeir auka styrjaldarátökin. Rússar vinna nú kappsamlega að því að tryggja sér fylgi kommúnista- flokkanna vegna samkeppninn- ar við Kínverja. Eitt höfuðskil- yrði þess, að Rússum takist þetta, er að þeir haldi fast fram málstað Viet Cong í Vietnam. Allt undanhald Rússa í þeim efnum yrði vatn á myllu Kín- verja. Horfurnar á samkomulagi í Vietnam eru því ekki góðar og þaS er ekki líklegt, að Manila- fundurinn bæti þær. Þ. Þ. ' ^wrg&Tf'.ytTwfit* Lyndon B. Johnson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.