Tíminn - 19.10.1966, Page 7

Tíminn - 19.10.1966, Page 7
7 MIÐVIKUDAGUR 19. október 1966 Hvar er nú allur spamaöurinn? Framhald af ræðu Halldórs af bls. 1 rnörgu svið, sem hægt var að spara á haustið 19S8, eða skort- ir nú kjark og réttsýni tfl þeirra ýerka eða forystu þar um. Voru það verklegar franrkvæmdir, sem sparnaðinum var stefnt að? Þar hefur verið dregið úr fjárveiting- um, eins og ég nron nú sýna fram á. Á sama tíma sem fjárlög hækka inn 416% hækkar fjárveiting til samgangna á sjo, það er tfl Skipa- útgerðar ríkisins og Fl'óahátanna, um 100% og á sama tíma sem fjárlög hækka í heild um 22% og fjölmargir útgjaldaliðir um 30—40%. hækkar framlag í þessa niálaflokka um 15%. Ástand það, sem er að skapast hjá Skipaút- gerð ríkisins er mjög alvarlegt, og aðgerðarley.si stjömvatda í þeim málum sýnir úrræðaleysi hæstvirtrar rikisstjórnar og við- horf hennar til landshyggðarinn- ar. Hafnír Á fjárlagafrunwarpinu 1967 er varið sömu fjárhæð til fram- kvæmda á hafnarmannvirkjum og er á núgildanðb ijárlögnm. í árs- lok 1965 voru vanskil rikisins við hafnirnar um 40 millj. króna, og miðað við framkvæmdaáætlun ár- ið 1966 verða þau um 55—60 millj. króna í árslok þessa árs. Með svipuðum framfcvæmdum á næsta ári og þeirri fjárveitingu, sem fjárlagafenörvarpið gerir ráð fyrir, má’ reikna með, að van- greitt verði frá ríkissjóði til hafna gerða (jþar með eru ekki taldar kmdshafnir) 70—80 mfflj. kr. Það þarf eSsi að eyða mörgum orðum gð Iwí að skýra, hversu fráTeitt jgið er að veita til hafna framkvæmda sem næst tngi millj. 500—700 þúsundir króna, eins og nu et gert. Það síýnir skilning valiflSifanna á undirstöðuatriðum atvinnulifsins, þegar fjárlagafrum varpið hækkar um 850 millj. kr., að ekki skuli þá vera unnt að auka um eina krónu framlag til nýrra framkvæmda í bafnargerð, — í landinu þar má koma við sparnaði! Skólamálin Annar málaflokkur, sem hæst- virt ríkisstjórn sá ekki ástæðu til að hækka fjárveitingu til, ekki einu sinni eftir reglunni um dýrtíðarvöxtinn, er nýhyggingar barna- og gagnfræðaskóla. — Ástandið í þeim málum er þó þannig, að það eru 25 skólamann virki, sem fjárveitingar voru veitt- ar til á fjárlögum 1964 og 1965, sem ekki hefur fengizt leyfi til að hefja framkvæmdir við ennþá þrátt fyrir valfrelsi viðreisnar- stjórnarinnar. Auk þessa eru um 15 skólamannvirki frá síðastliðnu ári, sem fengu þá fjárveitingu til undirbúnings, en ekki til fram- kvæmda. Það eru því alls 40 skóla- mannvirki, 30 barnaskólar og 10 gagnfræðaskólar, sem Alþingi hef- ur þegar viðurkennt nauðsyn á, að framkvæmdir skuli hafnar við, sem standa þó enn við lokaðar dyr valfrelsisstjórnarinnar. í þriðja flokki eru svo um 25 skólamannvirki, sem enga áheyrn hafa hlotið á umsóknum sínum. Gerir hæstvirt ríkisstjórn sér ekki grein fyrir því, að þegar hún sýnin þá rausn að hækka fjárveit- ingu við hvert embætti á fætur öðru um 30—40%, eins og nú er gert, þá krefst þjóðin þess, að skólarými sé til a.m.k. svo, að þörn og unglingar geti stundað skólanám. Vegamál Eitt af þeim málum, sem veru- legum deilurh olli hér á hv. A1- þiagi við fjárlagaafgreiðsluna á síðastliðnu þingi, var sú ákvörð- un hæstvirtrar rikisstjórnar að fella niður af fjárlögum þær 47 millj. króna, sem voru á fjárlög- um 1964—1965 veittar til vega- mála. — Þegar frumvarpið að nýj um vegalögum var til meðferðar á hv. Alþingi í desember 1963, varð samkomulag um afgreiðslu málsins, og því þá lieitið, að fjár veiting á fjárlögum yrði ekki lægri en þær 47 millj. króna, er þá voru veittar. Máli mínu til sönn- unar vil ég með leyfi hæstvirts forseta tilfæra ummæli úr ræðu hæstvirts samgöngumálaráðherra, Ingólfs Jónssonar, er hann flutti hér á hv. Alþingi 17. desember 1963, en þar segir svo: „Engin hætta er á því, og alveg útilokað að ríkisframlag til vég- arma verði lækkað. Það er alveg útilokað. Þörf fyrir aukið vega- fé frá ríkissjóði verður fyrir hendi þótt vegamálunum hafi ver- ið tryggt fé með benzíngjaldi, þungaskatti og gúmmígjaldi." Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu var fjápveitingin felld niður. Það hefði mátt ætla, að þegar hæstvirt ríkisstjórn ráðstafar um 850 millj. krónum til viðbót- ar fyrri tekjum, væri hægt að sjá af 47 millj. kr. til vegamála, ekki sízt þegar það er haft í huga, að gert er ráð fyrir 45 millj. króna tekjuviðbót af leyfisgjöldum bif- reiða. Ástandið í vegamálum hér á landi er slíkt, að lágmarkskrafa um fjárframlög frá ríkissjóði er, að öll leyfisgjöldin, af bifreið- um 170 millj. króna, gangi til ný- bygginga á vegum. Umferðin er orðin það mikil víða, að hún krefst þess, að vegir verði gerðir úr varanlegu efni, svo er um aust- urveg, a.m.k. til Selfoss, hluta af Vesturlandsvegi og fjölförnustu vegi Norðanlands. Við eigum líka eftir að ljúka hringvegi umhverf- is landið auk ótal smærri verk- efna. Hœstvirt ríkisstjórn verður að gera sér grein fyrir því, að þeg- ar hún hækkar fjárlögin á einu ári um 800—900 millj. kr. og hækkar fjárveitingu til margra embætta um 30—40%. og þenur þannig út ríkiskerfið, þá una þeir illa og það að vonum, sem byggja hafnir að fá ekkert af viðbótar- fénu, þeim sem neitað er um að hyggja skóla, þó þörfin sé brýn, þeir sem aka ófæra vegi, en greiða þó alltaf meira og meira fé til ríkissjóðs. Þeir sem bíða eftir rafmagni og fá aðeins 12% hækkun til framkvæmda. Iíér að framan hefi ég ein- göngu rætt um útgjaldahlið fjár- lagafrv., en mun nú snúa mér að tekjuáætlun þess. Ríkistekjurnar. Það sem fyrst vekur athygli mína þar er, að engin skýring er gefin á 2. gr. frv., þ.e. tekjur af sköttum og tollum. Hún er þó ekki ómerkilegri en það, að ætl- azt er til, að hún gefi ríkissjóði tekjur að fjárhæð 4.063 ipillj. kr. og hækkar frá gildandi fjárlögum um 774 millj. kr. Vonandi er hér um handvömm að ræða, þó ótrúlegt sé, og hefur slíkur atburður ekki hent sig síð an ég fór að kynnast fjárlagafrv. hér á hv. Alþingi fyrir áratug. Það vekur og athygli, að gert er ráð fyrir, að tekjur af tekju- og eignaskatti hækki um 46% á næsta ári. Ef gerður er samanburður á tekjum þessa fjárlagafrv. á skött- um og tollum og fjárlagafrv. 1959, kemur i ljós, að hækkun- in er 576%. — Góðar efndir á fyr irheitum um lækkun tolla og skatta þetta. í sambandi við tekjuáætlunina vil ég fara nokkrum orðum um vinnubrögð, stefnuleysi og þringl- andahátt hæstv. ríkisstjórnar, er þar kemur fram, og afstöðu henn- ar til verðlagsmálanna. Hringlandaháttur Þegar verið var að afgreiða fjár lögin fyrir árið 1966 fór ríkis- stjórnin víða til fanga og hirti þá ekkert um það þó tekjustofn- ar þeir er þá voru uppteknir, hækkuðu verðlag og vísitöhina jafnharðan. Þannig var það með rafmagnsskattinn, sem hækkaði allt verðlag á rafmagni um 10—20 %. Sama er að segja um hækk- un á flutnings- og fargjöldum á landleiðum, sem afleiðing af hækkuðum benzín- og þungaskatti og vegna afkomu ríkissjóðs var hætt við niðurgreiðslú á nokkrum vörutegundum, og nam sú fjár- hæð 50—60 millj. króna. Allar þessar ráðstafanir o.fl., er hér hafa veirð taldar, voru gerðar vegna þess, að að dómi ríkisstjórn arinnar stóð fjárhagur ríkissjóðs svo illa. Afleiðing var sú, að verð- lagsvísitalan hækkaði um 10—12 stig yfir sumarmánuðina, en þá fóru viðhorfin í verðlagsmálum að breytast. Dag einn í septmán, var tekin ákvörðun uin að hækka nið- urgreiðslur um ca. 100 millj. kr., og nú voru nógir peningar til í rikissjóði til að framkvæma þá ákvörðun. Og þegar fjárlagafrv. fyrir árið 1967 var lagt fram sýndi það sig, að tekjustofnarnir, sem voru taldir mjög hæpnir í fyrra að skiluðu þeirri fjárhæð, sem þeim var þ’á ætlað eru taldir skila á næsta ári 852 millj. kr. hærri upphæð, og nú dregur enginn háttv. þm í stjórnarliðinu í efa, að þeir geti það. Hins vegar er nú komið upp nýtt vandamál, sem enginn þeirra hafði áhyggjur af á sl. ári eða fram að þessu, það er hækkun á verðlagi í landinu. Allt verður að gera til þess að stöðva það, segir hæstv. ríkisstjórn. Ekki stendur á forustu hennar um það. Nú skor- ar hún á fólkið í landinu, hvar í flokki sem það er, að það standi fast með ríkisstjórninni í því að koma verðstöðvuninni í fram- kvæmd. Við erum, segir ríkis- stjórnin, á vegamótum velgengni og vandræða. Það er stefnufesta þetta, eða hitt þó heldur. Eftir að ríkisstjórnin hefur. sjálf með ráð- stöfunum sínum svo að segja spanað upp verðlag í landinu allt þetta ár, er nú þotið upp til handa og fóta og boðuð verðstöðvun, og á sama tíma og það er gert, rétt- ir ríkisstjórnin fram fjárlagafrv., sem er 800—900 millj. kr. hærra en gildandi fjárlög. Er það meiri hækkun en nokkru sinni fyrr á fjárlögum, og boðar 46% hærri tekjur af tekju- og eignaskatti en í ár. — Það eru hraustir menn, hæstvirtir ráðherrar okkar, að bera slíkt á borð samtímis, og trúgjarnir, ef þeir hakla, að þetta tvennt sé framkvæmanlegt. Ríkis- stjórn, sem þannig heldur á mál- um, nýtur að vonum ekki þess trausts, sem hún þarf að njóta til þess að taka á verðbólgunni svo sem þörf er, enda veit eng- inn hvort sú stefna, sem boðuð er úr stjórnarherbúðum í dag, end- ist fi/am á næstu mánaðamót, hvað þá lbngur. Ef að líkum lætur, verður það ekki, enda skiptir það ekki máli fyrir þjóðina. Afgreiðsla hæstv. ríkisstjórnar á málefnum hennar er miðuð við það eitt, að ríkisstjórninni takist að sitja áfram á ráðherrastólum. Þess vegna er stefnan eitt í dag og annað á morgun. í ræðu minni hér að framaji hefi ég að mestu haldið mér við að ræða um fjármál ríkisins og framkvæmd hæstvirtrar ríkis- stjórnar á þeim. Ég mun nú víkja nokkrum orðum að stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum þjóðarinnar og horfum í þeim málum í dag, en vil fyrst vekja athygli á þeim möguleikum, sem hæstvirt rikisstjórn liefur haft á því að koma stefnu sinni í fram- kvæmd. Hverjum aS kenna? Ríkisstjórnin tók í sínar hend- ur strax í upphafi stjórn pen- inga- og bankamála landsins. Hún hefur látið Seðlabankann fram- kvæma stefnu sína þannig: Hækkað vexti. Stytt lánstíma fjárfestingalána. Fryst hluta af sparifé landsmanna. — Hún hef- ur sjálf, ríkisstjórnin, svo að segja staðið í beinum samningum um kaup og kjör við verkalýðs- félögin undanfarandi ár og einn- ig átt hlut að verði á landbún- aðarafurðum. Allt stjórnartímabil ið hefur verið góðæri, og nú síð- ustu árin afbragðs árferði, afla- brögð hafa verið slík, að tvöfalt aflamagn mun hafa verið á síð- asta ári miðað við 1958, sem þá þótti gott ár. Allt hefur selzt, er á land hefur komið, fyrir hærra verð en nokkru sinni fyrr. Það er ekki fyrr en á þessu ári, sem á því hefur orðið breyting. Þetta stutta yfirlit sannar, að stefna eða stefnuleysi ríkisstjórnarinnar hef- ur notið sín, og hún hefur ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig hvernig komið er í fjármál- um og efnahagsmálum þjóðarinn- ar. j Hvernig er þá ástand í atvinnu- málum þjóðarinnar í dag. Það er í stuttu máli þannig. Ilelmingur af togaraflota landsmanna er ann aðhvort seldur úr landi eða bund- inn við bryggju, engin endurnýj- un hefur átt sér stað á þeim flota síðustu árin og allt í yfir- vofandi hættu með áframhald þeirrar atvinnugreinar. Sá hluti bátaflotans, sem aflar hráefnis fyr ir frystihúsin, hefur ekki starfs’ grundvöll. Ár er liðið síðan ríkis- stjórnin tók það mál í sínar hendur með skipan nefndar, en ekkert hefur verið að gert í þeim málum ennþá, þrátt fyrir mjög al- varlegt útlit um áframhaldandi rekstur þessarar mikilvægu at- vinnugreinar. Frystihúsin loka nú hvert af öðru vegna rekslrarfjárskorts og vegna þess að rekstrargrundvöll vantar sökum verðbólgu og skorts á hráefni. Flest iðnaðarfyrirtæki eiga í vök að verjast vegna dýrtíðar, rekstrarfjárskorts og harðrar sam keppni frá erlendum fyrirtækjum. Sum iðnfyrirtæki hafa orðið að hætta reksstri sínum vegna þess hvernig stjórnvöldin búa að þess ari atvinnugrein, og æ fleiri eru í hættu um að rekstur þeirra stöðv ist. Ekkert mun þó geta haft jafn mikil áhrif til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins og aukinn og vel rekinn iðnaður. Þetta er flestum ljóst nema hæstvirtri ríkisstjórn. Hennar orka og fyrirhyggja fer til þess að hagræða fyrir erlend- um fyrirtækjum til iðnrekstrar í landinu. Skattaæðið Hver er ástæðan fyrir þessu erf iða ástandi atvinnuvega mitt í góð ærinu? Ég hefi hér að framan sýnt fram á stjórnleysi og hringl- andahátt hæstvirtrar ríkisstjórnar, það hefur sitt að segja um ástand þessara mála, en aðalástæðan er álöguæði það, sem hæstvirt ríkis- stjórn virðist hafa verið haldin af. Hún hefur ekki látið sér nægja að innheimta til ríkissjóðs 576% hærri fjárhæð í sköttum og toll- um, eins og stefnt er að með þessu fjárlagafrumvarpi, heldur hefur verið hrúgað saman alls konar sérsköttum með hverju máli. Má þar nefna launaskatt, bændaskatt, iðnlánasjóðsgjald, veitingahúsaskatt, benzínskatt, þungaskatt, gúmmígjald, sements- skatt, timburskatt, skatt af steypu styrktarjárni, umferðaskatt, ríkis- ábyrgðarsjóðsgjald og e.t.v. eitt- hvað fleira. Þar við bætast háir vextir, óhagstæð fjárfestingalán. Allt þetta skattafargan og ráð- stafanir í peningamálum hefur verið hugsað af hendi valdhaf- anna sem tæki, sem gerði þeim auðveldara að stjórna efnahags- málum og þjóðinni. Allt þetta hefur mistekizt, dugn aður og framsækni fólksins í land- inu hefur komizt yfir allar hindr- anirnar og því tekizt að halda fram gegn rangri ríkisstjórnar- stefnu með síaukinni orku. Þetta hefur í för með sér, að allar ráð- stafanir stjórnvaldanna, s.vo sem háu vextirnir og háskattamir leika nú lausum hala í efnahagsmálum þjóðarinnar og virka þar sem afl- gjafi á vöxt verðbólgunnar. Hjálpið mér að hanga. Hæstvirt ríkisstjórn situr svo eins og illa gerður hlutur úrill og úrræðalaus mitt í vandræðaástand inu, sem nú er að skapast og rembist eins og rjúpan við staur- inn að halda sér í ráðherrastól- ana og kenna öðrum um sín eig- in mistök, sem eru orðin það al- varleg, að hæstvirtur 'forsætisráð- herra sendir út neyðarskeyti til stjórnarandstöðunnar frá Varðar- fundi í gærkveldi, sem er í þess- um anda: Okkur sýnist góðærið sé búið í bili, — viljið þið hjálpa okkur að hanga fram yfir kosn- ingar, — eftir það þurfum við ekki á ykkur að 'halda, að minnsta kosti í bili. Ilerra forseti. Ég fer nú senn að ijúka máli mínu, en vii að lokum undir- strika þetta: í fyrsta Iagi: Hækkun þessa fjárlagafrv. er slík, að undrun sæt- ir. Frv. er að fjárhæð 4652 millj., kr. Það er sama upphæð og níu fjárlög Eysteins Jónssonar voru á árunum 1950—1958. Þau voru sam tals 4654 mill. kr. Ekki er að undra, þótt þeim Morgun- blaðsmönnum þættu þau fjárlög há. f öðru laSi: Ég hef vakið at- hygli á þeim vinnubrögðum, sem hæstv. ríkisstjórn greinir frá, að viðhöfð séu við stjórn á fjármál- um ríkisins. I þriðja Iagi: hefi ég bent á eyðslu og útþenslu í ríkiskerf- inu, sem einkennir þetta fjárlaga- frv. f fjórða lagi hefi ég sýnt fram á, hver hlutur verklegra fram- kvæmda reyndist með hverju fjár- lagafrumvarpi. í fimmta lagi hefi ég vakið at- hygli á hinum alvarlegu viðhorf- um í atvinnumálum þjóðarinnar. í sjötta lagi hefi ég sýnt fram á, að hæstvirt ríkisstjórn hefur fengið góð tækifæri til að stjórna málefnum þjóðarinnar, en vegna rangrar stjórnarstefnu og hringl- andaháttar hefur það mistekizt. f áttunda lagi: Ég legg áherzlu á það, að hér verður engu um þokað til umbóta í fjármálum rík- isins nema með breyttri stjórnar- stefnu. Að allra síðustu þetta: Ef hæst- virt ríkisstjórn telur sig eiga það erindi, er hún hóf ferð sína í valdastólana, að stjórna málefnum þjóðarinnar, þá hefur hún löngu gleymt því. Það er þvi mikils virði fyrir þjóðina, að stutt er nú að ferðalokum.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.