Tíminn - 19.10.1966, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. október 1966
TÍMINN
HESTAR OG MENN
Notkun staöarins
v.
&kipula* mótsstaðarins var
mildast sagt skrítið. Mér cr
kunnugt um að miðað var við
varfærni, en sú varúð var til
mikilla óþæginda fyrir gestina.
Fyrr í þessum köflum lýsti ég
hvernig tilhögun þyifti að vera
á landsmótum. Kjarni þess,
sem ég lagði áherzlu á var, að
allt yrði að vera í einni hvirf
ingu. „Allt á sama stað“, segir
Egill. Umhverfi Hóla er h'ka
kjörið til slíks skipulags. Þó
að mér sé alveg ljóst hvernig
þetta hefði átt að vera á Hólum
í sumar, frá mínu sjónarmiði,
er þýðingarlaust að fara að rek
ast í því eftir á. Líka með tilliti
til þess að öll þjónusta ráíbndi
fólks á staðnum, utan húss og
innan, var gædd miklum góð
vilja. Hins vegar er húsið gam
alt og erfitt til mikilla afkasta
við framreiðslu veitinga. Leiða
bifreið bætti verulega úr þessu
mikla dreifbýli, sem skipulagið
var reist á. Tvö atriði vil ég
endurtaka, sem ég hefi áður
minnst á. Hið fyrra er það,
að ætíð er rétt að byggja upp
svona stórkostlega mannfunúi
á þeim grundvelli að miða allt
við siðsamt fólk. Öll önnur sjón
armið, þ- e. þau, sem gera fjöld
anum óþægindi, vegna þess að
hafðir eru í huga óróaseggir,
vérða að hverfa, þau sjónar-
mið má ekki viðurkenna né
við þau una. Hitt atriðið er um
það að engin framkvæmda-
nefnd skyldi taka á sig nema
takmarkaða ábyrgð á svona
mótum. Ábyrgðina skulu bera
stjórnir B.í. og L. H. vík ég síð
ar að þeirri sjálfsögðu skyldu.
Mótsdagarnir.
Fyrsta dag mótsins áttu öll
sýningarhross að vera komin
til mótsins og annan daginn,
fimmtudag, tóku dómnefndir
til starfa. Dæma bar: Kynbóta-
hesta, góðhesta og kynbóía-
hryssur. Þriðja daginn, föstu
dag, var mótið sett af for-
manni L. H. Einari G. F.. Sæ-
mundsen og fyrmefndum lióp
um hrossa, riðið um sýningar-
svæðið, stjórnað úr dómstóli.
Reiðarslóðirnar voru bæði
graslendi og vegur. Graslendið
var óslétt og reiðvegur þung-
fær, sögðu menn. Þetta var því
ekki nógu gott.
Þessi dagur var mjög
skemmtilegur, vekjandi setn-
ingarræða og fögur sjón að
sjá þessum sæg góðgengra
hrossa riðið í sveigum í hóf-
legri fjarlægð. Einkum vöktu
hryssurnar athygli áhorfenda.
Margir knapanna sátu vel reið
skjóta sína og sýndu á allan
hátt góða reiðmennsku. Þeir
höfðu vald á hestum sfnum og
gátu beint þeim á þann gang,
heyktir í haki, sú áseta verður
víst lífseig meðal íslenzkra
hestamanna. Skiljanlega voru
hrossin misjafnlega tamin
ungu hrossin af eðlilegum og
skiljanlegum ástæðum, önnur
vegna fákunnandi reiðmennsku.
Æskilegt er, að rækilega væri
ritað um þennan þátt lands-
móta, en til þess e* undirbún
rngur fynrfram nauðsynlegur
og mikil gaumgæf"i á staðnum
meðan sýningin st.ndur yfir.
Hestamenn flestir eru þráir og
stíflyndir, taka illa aðfinnsl-
um, marga skortir smekkvísi
og flesta þá líkamsmenntun,
sem til þess þarf að fara vel á
hesti. Áhugamenn, kunnáttu-
samir reiðmenn, þurfa að taka
sér fyrir hendur að gagnrýna
á opinberum hestamanna:nót-
um þá menn, sem ekki vanda
sig í reiðmennsku, taka þá í
gegn á sama hátt og gert er
við knattspyrnumenn, línu-
verði og dómara. Þeim er ekki
sýnd nein miskunn.
Þessi ágæti dagur endaði
með undanrásum kappreiða-
Sá þáttur er mætisefni til
skemmtunar. Undanrásir og úr
sjaldan neinn að saka, en samt
oft sársaukakennt.
Laugardagurinn rann upp
bjartur og fagur. Allan dag
inn var skínandi sólskin, mik
ill hiti og leiftrandi fegurð,
stórbrotin og fjölbreytt. Verk-
efni þessa dags er viðamikið
og mikilsyert. Birtar eru niður-
stöður mikillar vinnu og hugs
unar margra valinkunnra
manna. Lokaákvörðun skiptra
skoðana, sem ýmist hafa verið
felldar saman með málamiðlun
eða beitt valdi meirihlutans svo
sem oft verður að gera í ágrein
ingi. Hrossin í dómhring —.
Dómar uppkveðnir — Dóm-
nefndir þöglar, enginn veit
neitt fyrirfram. Einuig það
bregður siðlegum alvörusvip á
mótið. Spennandi og örlagarík
ur dagur fyrir alla, sem áhuga
er ugæddir, en einkum þó fyrir
eigendur hrossa, sem hafa
lagt sig fram, oft langtímum,
til þess að kynbæta hross sfn,
þannig að þau yrðu fagurbyggð
viljug, gangmikil og ljúflingar.
Aðrir kaupa hross dýru vcrði
til þess að komast i úrvai sem
oft misheppnast. Áhorfendur
mynda sér skoðanir sín á milli
og í kyrrþey og bíða með nokk
urri ijþreyju dómanna. Skoðan
ir manna og kröfur eru býsna ó
líkar og reistar á ýmisskonar
sjónarmiðum og rökum. All-
margir geta fyrirfram ekki lit
ið réttu auga vissa hrossastofna,
aðrir meta næstum eingöngu
eftir útliti, svip og byggingu-
eftir Bjarna Bjamasoa
sem ætlast var til; þeir lengd
ust hesti sínum af lifi og íjöri
í þeim anda að maður og hest-
ur verði eitt. Aðrir sátu líflaus
ir á reiðinni fáir teygðu fætur
fram, en æði margir sátu
slitasprettir eru þó mikið
vanda og viðkværnnismál.
Þarna t. d- reyndist timinn í
undanrásum miklu betri en í
úrslitum og röð hestanna varð
líka allt önnur. Um þetta er
Sá hópur mun þó fjöimennast-
ur, sem metur fyrst og fremst
eftir afkvæmunum, en um þau
er svo vitanlega ágreiningur.
Þessi óliku sjónarmið kveikja
líf í mótið. Margir eru milli
vonar og ótta um það hvernig
dómar muni falla.
Margir menn eiga erfitt með
að sætta sig við dóma, sem í&ra
i bága við þeirra eigin álit.
Ýmsir láta þetta efcki uppi við
þá ,sem einhvers mega sín. en
jagast þeim mun meira við
hina. Aðrir menn gagntýna
strax ýmist í blöðum eða mann
fundum og er það miklu eðii-
legra og betra. Gagnrýrii er
oft fyllilega réttmæt. Hverskon
ar skoðanaskipti og þar af leið
andi gagnrýni ber oft vott um
líf og áhuga sé slíku fylgt
eftir með þrauthugsuðum rök
stuðningi. Sé skoðanamunurinn
aftur blandinn fautaskap og
þröngsýni, hlýzt af slíku leið-
indi og neikvæð áhrif. Enginn
dómari er alvitur né óskeikull,
en’ séu dómarar reyndir og
þekktir í störfum, meðal ann
ars að því að vera óhlutdrægir
og sanngjarair er eðlílegt að
virða dóma þeirra. Hinu er
ekki hægt að búast við, að all
ir líti á þessa menn þannig,
að þeir eigi enga jafnoka í
dómgreind á kynbótahrossum
og góðhestum. Það er hvorki
eðlilegt né æskilegt. Laugardag
urinn var mikill fræðslustund.
Þær skýringar á hrossunum,
sem dómaramir gáfu og veittu
áheyrendum, voru mjög gildis
miklar, flestir lærðu eitthvað
og margir mikið, þó þarf enn
að bæta aðstöðu þeirra, sem
vilja skilja og nema og finnst
mér furðuleg íhaldssemi að
hafa ekki pall eða háan hól
fyrir það hross, sem lýst er
hverju sinni og það hreyft á
ýmsa vegu.
Þessi dagur var mjög dýrmæt
ur fyrir alla hestaunnendur,
sem viðstaddir voru, enda lang
gildismesti dagur mótsins í
heild. Störf þessa dags hvíldu
að langmestu leyti á ráðunaut
B.f. í hrossarækt svo sem sjálf-
sagt og eðlilegt er.
Kvikmyndagagnrýni
Tálbeitan
TÓNABÍÓ.
★★★ TÁLBEITAN.
United Artists,
leikstjóri: Basil Dearden,
framl.: Michael Relp.
Hlutverkaskrá:
María: Gina Lollobrigida.
Anthony Richmond: Sean
Connery.
. Charles Richmond: Ralp
Richardson.
Tónabíó hefur nýlega hafið
sýningar á brezkri sakamála-
mynd, „Woman of Straw“, eða
öðru nafni Tálbeitan. Til gam
ans má geta þess, að forráða
menn kvikmyndahússins hafa
ekki varað sig á því, að ís-
lenzka nafnið getur, ef menn
hugsa á annað borð út í það,
gefið mönnum vísbendingu um,
það ,hver sökudólgurinn er. En
Iátum það kyrrt liggja. Sögu-
þráður: Eldri maður Charles
Riehmond að nafni, margfaldur
milljónamæringur, býr á glæsi
legu landsetri í Englandi. Sá
gamli er lamaður og verður
alltaf að hafast við í hjóla-
stól. Á landsetrinu dvelur einn
ig frændi hans, Anthony Ricli-
mond, sem er glæsilegur ungur
maður, svo og starfslið, en þvi
tilheyra meðal annars tveir
ungir negrar. (iamli Richmond
er mjög furðuleg manngerð.
Hann er hálfgerður mannhat-
ari, sadisti, sem kemur meðal
annars fram í því, að hann hef
ur unun af því að niðurlægja
svertingjana tvo, þrjózkur og
ákveðinn pg lætur engan segja
sér fyrir verkum en orð hans
eru lög í húsinu. Með fram-
komu sinni fær hann alla, sem
þekkja náið til hans, upp á
móti sér, svo sem negrana tvo,
sem hata hann eins og pestina
og hinn unga frænda sinn,
Anthony, enda þótt hann hafi
aldrei látið það í ljós. En Ant-
hony getur ekki gleymt því, að
það var hann, sem kom föður
hans til þess að fremja sjálfs-
morð, en giftist síðan eigin-
konu hins látna, það er að
segja móður Anthonys. Einnig
er hann ekkert hrifinn af því,
að honum eru aðeins ætluð 20
þúsund pund í erfðaskrá gamla-
mannsins en hitt gefur sá gamli
til góðgerðarstarfsemi. Hjúkrun
arkona, María að nafni, kemur
til dvalar á landsetrinu og
tekst fljótlega góður kunnings-
skapur með henni og Anthony.
Hún er ekkert allt of hrifin af
gamla manninum, en þó virðist
sem hún sé sú eina, sem geti
tjónkað við hann. Leggja María
og Anthony nú á ráðin um það,
að áeggjan hins síðarnefnda,
að María kvænist gamla mann-
inum og komi því síðan til leið
ar að hann arfleiði hana að eign
um sínum, en hún borgi Ant-
hony álitlega þóknun fyrir að
koma þessu í kring. Allt geng-
ur samkvæmt áætlun, gamli
maðurinn biður Maríu og er
brúðkaupið haldið með pomp
og pragt og erfðaskránni breytt
í snarheitum. Oerist þetta allt
saman um borð i lystisnekkju
Charles Richmond. En svo skeð
ur glæpurinn. María kemur að
eiginmanni sínum dauðum um
borð í skipinu. Síðan rekur hver
atburðarásin á fætur annarri,
þess má geta, að gamli maður-
inn er alls ekki úr sögunni, þvi
að dauður líkami hans og rödd
hans eiga eftir að koma mikið
við sögu. Lögreglan kemst í
spilið og grunaður morðingi er
handtekinn og spennan eykst.
Mynd þessi er all spennandi
og veitir manni ágæta skemmt-
an, en hitt er annað mál, að
Dearden, leikstjóranum, hefur
oft tekizt betur upp, enda þótt
þetta sé með betri myndum
hans í seinni tíð. Allur ytri
búnaður myndarinnar ber þess
glöggt vitni að til einskis hefur
verið sparað til þess að gera
hana sem bezt úr garði og nýt-
ur maður hennar þar af leið-
andi betur.
Ralph Richardson fer einna
eftirminnilegast með hlutverk
sitt sem Mr. Charles Richmond
og sýnir oft „óhugguleg" til-
þrif, til dæmis þegar annar
negrinn féll fyrir borð á snekkj
unni. Gina LoUobrigida er held
ur viðutan í hlutverki sínu til
að byrja með en sækir sig mjög
og gerir því sómasamleg- skil.
Sean Connery hverfur hér úr
James Bond hlutverki sínu, og
myndi ég segja að hann sýndi
hér aðra og töluvert betri hlið
á sér sem leikara, enda þótt
ieikur hans í þessari mynd sé
ekki eins góður og í myndinni
The Hill.
í heild er óhætt að mæla með
þessari mynd sem sakamála-
mynd í betra flokki.
Þorsteinn Ólafsson.
BÚKMENNTA-
FRÍMERKI
SJ-Reykjavík, mánudag.
í tilefni þess, að nú eru liðín
150 ár frá stofnun Hins íslenzka
bókmenntafélags hefur Póst- og
símamálastjórnin látið gefa út
frímerki að verðgildi 4 og 10 kron
ur, og er útgáfudagurinn 18. nóv-
ember. Frímerkin eru prentuð í
Sviss.
i
Merki félagsins, sem myndað er
á frímerkinu, var fyrst notað a
bókum þess 1921 Textinn yfir
merkinu er af félagsbréfi Jóns
Sigurðssonar, sem gefið er út 27.
nóv. 1835, og hljóðar svo: „Hið
íslenzka bókmenntafélag stiptað
til að viðhalda hinni íslenzku
túngu og að frama bókmentir a
íslandi.“ Það er athyglisvert. að
Jón Sigurðsson skrifar é en ekki
je í félag, en á stimplinum stend-
ur „Hið íslenzka bókmentafje
lag.“