Tíminn - 19.10.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. október 1966
TÍMINN
Dánarminning Marks Waters, skrifuð af honum sjálfum, segir skorinort frá örlögum eins úr hópi hinna níutíu og fimm
af hundraði, sem fá lungnakrabba og deyja.
Hið hörmulega vi3 lungnakrabbameiniS er, hvað það færist gífurlega í vöxt, svo að minnir á farsótt. Fyrst og fremst
er það sök sígarettunnar. Dánartalan af völdum þess hefur tífaldast á einum mannsaldri, er komin upp í 50.000
dauðsföll á ári.
Allt að því jafnþungbært þjóðarböl og dauðsföllin af sígarettureykingum eru sívaxandi veikindi sem þær eiga sök á-
Harold S. Diehl læknir, fyrsti varaformaður yfir rannsókna- og heilbrigðismáladeild Ameríska krabbameinsfélagsins,
áætlar að sígarettureykingar fjölgi kransæðastíflum um 300.000 á ári, tilfellum af lungnakvefi og lungnaþembu
um 1.000.000, magasárum um 1.000.000, og loks eigi þær á samvizkunni 900.000 legudaga. Óneitanlega hörmulegur
skattur sem hægt væri að komast hjá að gjalda.
Eftirfarandi grein birtist nýlega í Fréttabréfi um heilbrigðismál og mætti kalla . . .
„SiEARETTUR URDU MÉR AD BANA“
Mark Waters, sem lengi var i
fréttamaður hjá Honolulu I
Star-Bulletin, háf síðustu sögu j
sína 27. janúar. Látum það!
vera dánarminningu mína i
sagði hann sama dag, ef til |
vill bjargar hún einhverjum. j
Fjórum dögum seinna gerði I
hann síðustu leiðréttingarnar
á henni. Fyrsta febrúar dó
hann úr lungnakrabbameini í
Drottningarspítalanum á
Honolulu. Hér er hún síðasta
sagan-
Sígarettur urðu mér að bana.
Ég komst í tæri við þær þegar ég
var nálægt 14 ára að aldn, stal
nokkrum á hverjum degi úr pakka
föður míns. Ég fékk ógleði af að
anda þeim að mér en staðíestan
sigraði. Ég fæddist í svolítilli vítis
holu í Devenport í Iowa 2. juní
1909'. Þegar ég var 16 ára fluttist
ég með fjölskyldu minni, þar á
meðal 2 systrum, til Baltimore. Ég
elskaði þá borg, hana gerði ég að
heimkynni mínu.
Ennþá átti ég ekki í neinum
erfiðleikum með að útvega mér
sígarettur. Ég stundaði ýms vafa
söm störf eftir skólagönguna á dag
inn til að geta keypt þær og reyndi
ýmsar tegundir. Mér íannst ég
vera herjans karl en ég minnist
þess ekki að óg nyti þess að reyicja.
Árið 1928 tóku skuggar krepp-
unnar að færast yfir. Vegna pen-
ingaleysis fór faðir minn að telja
sígaretturnar sínar og fylgjast með
þeim, þá tók ég til að safna stubb
um af götunni. Við bökuðum lirá
blautt tóbakið í ofni og undum
það inn í umbúðapappír. Þetta
voru hræðilegar sígarettur.
Atvinna fyrir unglinga þekktist
ekki, þess vegna ákvað ég að fara
1 sjóherinn, þá varð einum munn
inum færra við matborðið og ég
gat sent peninga heim.
Nú var enginn vandi að ná i
sígarettur. Sértu til sjós kosta 200
stykki 40 cent (17 kr.). Ég reykti
2 pakka á dag og saug rnestallan
reykinn niður í lungun. Þegar 20
ára vist minni í sjóhernum lauk,
fór ég í háskólann í North Caro ,
lina. Að loknu prófi fékk ég
starf við San Diego sambandið.
Kvöid nokkurt á leið út í bílinn
minn fékk ég hálfgert aðsvif og
slagaði út til vinstri. Ég hafði
reykt stanzlaust allt kvöidið og
fann að það var orsökin. Við
Muriel, konan mín, reyndum að
fara í bindindi, það stóð í viku.
Eiginlega hafði ég ekkert yndi
af reykingunum, nema fyrstu síg-
arettunni að morgninum, annars
naut ég þeirra aldrei.
Bragðið í munninum á mér var
ein- og af fugladriti. Ég fékk
lungnaþembu og varð andstuttur.
Reykingarnar eyðilögðu matariyst
ina Ég kvefaðist jafnt og þétt.
Árið 1956 reykti ég meira en
nokkru sinni áður. Ég fór til Hon
olulu til að vinna hjá Star-Bull
etin.
í júní 1965 fór ég að fá maga
verki, og ég varð að fara á fætur
á hálftíma fresti alla nóttina til
að drekka mjólk og reykja síga-
rettur.
í september 1965 fékk ég ó-
stöðvandi hósta. Ég varð hás og
fann til nístandi sársauka í brjóst
inu vinstra megin.
Ég fór til læknisins míns og
hann sendi mig í röntgenskoðun.
Þú ert með meinsemd í iunganu,
sagði hann. Fjórum dögum
seinna tók lungnaskurðlæknir úr
mér vinstra lungað. Eftir mánuð
var ég orðinn vinnufær. Ég hafði
ekkert reykt síðan daginn áður en
ég var skorinn upp. Það var ekk
ert erfitt að hætta, þó var ég
'knúinn til þess.
Mér fór prýðilega fram, þyngd
ist uim 10 pund og leið vel.
Þriðja janúar fannst mér ég vera
orðinn kvefaður. Ég fór til skurð
læknisins míns, hann dældi rauð
vínslituðum vökva út úr brióst
holinu. Ég fór til hans nokkrum
sinnum, og læknirinn minn sagði:
þetta fer að styttast.
Seinna sagði konan mín mér að
hann hefði sagt sér, þegar eftir
aðgerðina, að ég gæti ekki lifað
í heilt ár. Hún vildi ekki trúa því
og sagði mér það ekki. Eg ásaka
hana ekki fyrir það.
Það eru til 4 tegundir af lugna
krabbameini. Vaxtarhraðinn virð
ist fara mjög eftir hver tegundin
er Læknirinn minn sagði mér
þetta. Hann sagði mér líka að af
hvérjum 20 með lungnakrabba
lifði einn af. Hinir 19 deyja. Þetta
er nú lífsvonin, það er að segja
sé allt gert sem hægt er til að
bjarga sjúklingunum. Þar er ekki
um nein helmingaskipti að ræða
eins og gildir um sumar aðrar
krabbameinstegundir. Læknirinn
minn lítur á það sem köJlun sína
að fá fólk til að hætta reykingum.
Hann segir að sambandið miJli
lungnakrabba og reykinga verði
ekki véfengt. Það er áætlað að
einn af hverjum 8 karlmönnum
sem reykja mikið (20 sígarettur
eða meira á dag) í 20 ar fái
lungnakrabba.
Lungnakrablvuneinið er ekld
það eina sem leiðir af reykingun
um. Þær tvöfalda hættuna á að
fá kransæðasjúkdóma og líkum
ar til að deyja úr lungnaþem'ou
tólffaldast. Krabbamein í munni,
barkakýli, vélinda og viðar kem-
ur þar einnig til skjalanna.
Eg er hræddur um að læknarnir
séu stundum miður sín út af þessu.
Þeir aðvara fólkið en því er ekki
sinnt.
Tóbaksauglýsingamar ganga
ljósum lokum. Læknirinn minn
segir að milljónum dollan «é
eytt í alls konar auglýsingar. ‘il
þess að telja fólki trú um að
reykingarnar geti bætt því upp
alls konar vankanta. Á ftahu og
í Stóra-Bretlandi hefur verið seít
bann við öllum tóbaksauglýsingu'n
i í sjónvarpi. Ég held þaH se sp.~-
í rétta átt, því eins og læsnirinn
i segir, það á að gera aJlt t.il að
í hindra að börnin byrji.
Ég veit ekkert hvort nokRur
hættir að reykja vegna ies-arav
sögu. Eg efast um það. Ekki ein
einasta sál sem ég hef hvatt til að
hætta reykingum hefur gert bað.
Ekki ein einasta aukatekin sáí
Þú hugsar alltaf sem svo: Það
er náunginn þarna sem ve,-ður fyr
ir því, ég kem aldrei til greina.
Þegar þú færð þinn lungnak'abba
þá hjálpi þér Guð. Þú þarft ekki
annað en sjá skuggann á lungna-
myndinni þinni. Það ægilegt áfaJJ.
Þú getur engu um þokað
Eins og nú er komið líöur mér
þægilega. Hjúkrunaikoaurnai
gefa mér eitthvað deyfandi hvenær
sem ég fæ verki.
Mér er ákaflega þungt. Eg get
ekki gengið fimm skref án þess a5
verða að setjast. Krabbinn er
kominn í lifrina, og auð má vita
hvar annars staðar. Ég a enga
lífsvon. Þetta er allt um seinao
hjá mér. Ef til vill ekd hjá þér.
Þá er nú sjónvarpið komið
gegnum þá eldraun að sjón-
varpa fyrsta þættinum beint úr
sjónvarpssal. Gerðist þetta síð-
astliðinn föstudag, þegar sjón-
varpað var blaðamannafundi
með Þór Guðjónssyni, veiði-
málastjóra. Sá er munur á
beinni útsendingu og upptöku á
myndsegulband, að alltaf má
endurtaka ef upptaka á band
mistekst. í hinu tilfellinu ger-
ist raunar ekkert annað en það
að mistökin fara beint til áhorf
enda. Ekki var neinum mistök-
um að heilsa í þetta skipti, og
virðist óttinn við útsendingu á
sal vera ástæðulaus. Nokkuð
hefur borið á því, að menn í
sjónvarpinu hafa ekki beint
augum sínum nógu staðfastlega
> " v ■ * v
að ákveðnum hlut á meðan
myndavélin er á þeim. Þetta
kemur út eins og menn hafi
flöktandi augnaráð, og ættu
þeir sem koma framvegis fram
í sjónvarpi, að gæta þess, að
hreyfa ekki augun nema sem
allra minnst.
Nokkrar tilraunir hafa átt
sér stað í sjónvarpinu með and
litsfarða þann, sem nauðsynlegt
er talið að bera framan í
menn, sem koma fram i sjón-
varpinu. Nú virðist manni, að
stofnunin hallist helzt að því,
að nota steinpúður. Margir karl
menn eiga því eftir að komast
að raun um það í náinni fram-
tíð, hvern kross konur verða
að bera fyrir fegurðina eina
saman. Steinpúðrið er þó ekki
Úr þættinum „Æskan spyr".
notað á menn til að fegra þá,
heldur að þvi, er manni skilst,
til að drepa niður óhugnan-
lega glampa í andlitinu, sem
koma, þegar ljósið kastast af
nakinni húðinni, kannski stif-
rakaðri. Og þeir, sem vilja
nota sér það, að tilraunasjón-
varpið stendur yfir og sumt af
því efni, sem tekið er upp á
þessum dögum, kemur ekki fyr
ir almenningssjónir, geta bara
sagt, að þeir hafi fengið á sig
púður í sjónvarpinu, komi þeir
heim úr vafasömum erinda-
gerðum úti í bæ.
Dagskrá sjónvarpsins í kvöld
stendur yfir í þrjá tíma. Hún
hefst á fréttalcvikmyndum utan
úr heimi, og eru þær allar nýj-
ar. Það er nú komið í ljós, að
einn helzti styrkur sjónvarps-
ins er, hversu fljótt því tekst
að afla sér fréttamynda. Virðist
sá þáttur vera sóttur af fullri
hörku og með hraða æfðra
fréttamanna.
A eftir fréttamyndunum
koma svo Steinaldarmennimir,
og nefnist þátturinn „Sund-
laugin“. Þetta er bráðskemmti-
legur þáttur og nýtur vax-
andi vinsælda, enda eru nútíð-
armálin tekin til meðferðar, þó
að umhverfið sé í bezta lagi
steinaldarlegt. Þýðandi texta
er Pétur H. Snæland.
Kl. 20.50 hefst þátturinn
„Æskan spyr“. Spyrjendur eru
Anna Kristjánsdóttir, Ólafur
Proppé og Ólafur Tynes. Fyrir
svörum verður Reynir Karls-
son framkvæmdastjóri Æsku
lýðsráðs. Umræðum stjómar
IngrJd Bergman
Baldur Guðlaugsson. Svona
þáttur er forvitnilegur, þótt
hugmyndin að honum virðist
ekki að sama skapi frumleg.
Þættir eins og þessir bera allt-
af keim af því hugarfari, sem
ríkir í stofnunum sem settar
eru á laggirnar af borg eða
ríki, þar sem starfið er æskan.
Vonandi hefur æskan eitthvað
að segja í þessum þætti.
Síðan kemur frönsk kvik
mynd, önnur í röðinni, og
nefnist „Helena og karlmenn-
irnir“. Handrit og leikstjórn:
Jean Renoir. Leikendur: Ing-
rid Bergman, Mel Ferrer, Jean
Marais, Juliette Greco og fleiri
Texta gerði Dóra Hafsteins
dóttir. Ekki vantar að nöfn
in eru fræg, og það fleytir
okkur kannski yfir þessar
tæpu tvær stundir, ef mynd-
in bregzt að öðra leyti, sem
ails er ekki ástæða til að ætla
Dagskrárlok eru kl. 23.30.
SjónverpilL