Tíminn - 19.10.1966, Side 3

Tíminn - 19.10.1966, Side 3
HTIÐVIKUDAGUR 19. október 1966 3 TÍMINN Sylvan Scolnick (spegillinn birti aðra mynd af honum fyr- ir skömmu) 368 kíló að þyngd kostar borgaryfirvöllin í Phila delfíu 1232 krónur á dag eink um í hamborgurum. Scolnick er haldið í varðhaldi á vegum borgarinnar þangað til 'hann verður fluttur í fangelsi til þess að afplána 5 ára dóm fyr- ir fjársvik. Hann borðar reglu legar máltíðir með samföngum sínum en verður að fá í „eftir- mat“ 18 hamborgara með hverri máltíð. Fylkisstjórnin Vísindamenn undirbúa nú af kappi fjársjóðaleit í pýramíd- um Egyptalands. Ef þeir hafa heppnina með sér geta þeir búizt við að finna ógrynni gulls, jafnvel eins mikið og fannst í grafhvelfingu Tutank- hamens árið 1922. Pýramídarn- ir sem byggðir voru fyrir meir en 4.000 árum eru enn að mestu leyti ókannaðir og sum- ir fræðimenn í egypzkri forn- leifafræði halda því fram að i hinum risastóru pýramídum geti leynzt hvelfingar sem eng inn hefur fundið til þessa. Kenningin er sú að faróar þeir, sem létu byggja pýramídana hefi látið útbúa sérstök leyni- herbergi, svo að komandi kyn- slóðir gætu ekki rænt fjársjóð- um þeim, sem þeir höfðu með sér í gröfina. Vísindamenn þeir sem standa fyrir rannsókninni hafa sér til aðstoðar tæki sem engir aðrir hafa haft aðgang að. Er það kallað „spark cham ber telescope" og tekur á móti rafhlöðnum geislum, sem vís- indamenn kalla geimgeisla, og segir til um hvaðan þeir koma. 'Geimgeislar þessir fara í gegn- um hvaða massa sem er og hafa frá örófi alda fallið til jarðar úr geimnum í ósýnileg- um bylgjum. borgar borgaryfirvöldunum um 264 krónur á dag fyrir hann í fæði en heildarmatar kostn- aður er á dag 1496 krónur ísl. Franskar mæður, sem ekki eru giftar, hafa vinsamlegast farið fram á það, að þær verði í daglegu lífi kallaðar frúr en ekki fröken. Segjast þær Ííða mikið fyrir það, og sömuleiðis börn þeirra þegar þær eru ávarpaða sem föken. Sú, sem einna skelegg ast hefur gengið fram í barátt- unni, heitir frú Janine Marz- luf, en hún er formaður fyrir samtökum kvenna sem bera nafnið „Le Syndicat des Femm es Chefs de Famille.“ Eða sam band kvenna, sem eru „hús- bændur“ í sinni fjölskyldu. Seg ir hún, að þær njóti stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Vænta þær þess, að innán tveggja ára verði allar ógiftar mæður nefndar frúr í Frakk- landi. Vísindamenn velta því fyrir sér, hvað kom fyrir Barney og Betty Hill þegar þau voru í ökuferð í fjalllendi í New Ham- pshire í Bandaríkjunum þann 9. sept. 1961. Þau halda því fram gð þau hafi séð fljúg- andi disk . . . síðan hafi þau fallið í nokkurs konar dá, og þegar þau rönkuðu við sér þá voru þau í 35 mílna fjarlægð frá þeim stað er þau síðast vissu af sér og tvær klukku- stundir höfðu liðið án þess að þau gætu gert sér neina grein fyrir því hvað skeð hafði á þeim tíma. Við rannsókn fund- ust geislavirkir blettir á bifreið þeirra og Barney fann til sárs- auka í þindinni, en báðum fannst sem eitthvað skelfilegt hafði skeð. Eftir að hafa hald- ið sögunni leyndri af ótta við að fólk mundi gera grjn af þeim, sögðu þau yfirvöldunum frá atburðinum. Undir umsjþn frægs sálfræðings voru þau dá- leidd, og þá sögðu þau í smá- atriðum frá töku þeirra um borð og að þau hefðu gengið undir rækilega læknisskoðun. Þegar dásvefninum lauk gátu þau aftur á móti ekki sagt frá neinu varðandi töku þeirra um borð í hinn fljúgandi disk. Vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að framburð- ur þeirra sé alls ekki uppspuni, en velta því nú fyrir sér hvort hér hafi verið um fljúgandi disk að ræða. ★ Það skeði í Englandi fyrir nokkrum dögum, að rétt í þann mund sem brúðkaupsgestirnir voru að koma til kirkju í brúð- kaup George nokkurs Mills 77 ára að aldri og fröken Pamela Coombes, 36 ára að brúðgum- inn sagði blá-kalt nei, það yrði ekkert úr brúðkaupinu. „Eng- inn getur bomið í stað fyrri konu minnar". Tilvonandi eig- inkona grét beizkum tárum, og sagði að allir bílarnir hefðu verið komnir1 og blómin og hinir 40 gestir hefðu allir verið v sendir til baka. Systur nokkrar í Sussex í Engjandi heyra stöðugt eitt- hvert suð, sem aldrei yfirgefur þær, hvort sem þær^eru staddar í Englandi eða á Spáni. Vísinda menn vita um mörg slík til- felli, en aldrei hefur þessa orð- ið vart hjá tveim meðlimum í sömu fjölskyldu áður. Hafa systurnar engan svefnfrið fyr- ir hávaðanum og heyra þetta jafnt nætur sem daga. Vísinda- menn segja að svo virðist að fólkið sem verði fyrir þessu sé allt saman fólk, sem gætt sé langtum meiri og viðkvæmari heyrnarskynjun en gerist og gengur. Fyrir nokkrum dögum gerðu nokkur ungmenni í Stokkhólmi „innrás“ inn í bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi og hlekkjuðu sig við stórar súlur inni í sendiráðinu. Var þetta gert til þess að mótmæla stríð- inu í Víetnam. Kalla varð á lögregluna til að fjarlægja innrásaraðilana. Á VÍÐAVANGI Ungur félagi í Heimdalli Alþýðumaðurinn hefur vaip að þeirri spurningu til sjö menntaskólanema á Akureyri, hvort þeir vilji, að kosnmgaahl urinn verði lækkaðar fra því sem nú er. Unga íúlkið svarar skynsamlega og af nóðri ror- vísi. Flestir vilja iækka kosn- ingaaldurinn, en sumir telia nóg að lækka þann í 19 eða 20 ár. f einu svari.iu, 19 ára gamals Reykvíkings, sem dveist í Menntaskóla Akureyrar, seg- ir m. a.: „Það hefur verið baráuumál ákveðins flokks hér á fslandi að lækka kosningaaldurinn nið ur í 18 ár. Eflaust heffii sú lækkun í för með sér gott og illt. T. d. gæti verið, að ung- menni gerðu sér fyrr grein fyr ir landsins gagni og nauðsynj um en clla. Hitt er þó öllu lik legra, að skoðanaframleiðslu stjórnmálaflokkanna yrði beint sérstaklega og sér í lagi að hinum óreyndu og ósjálf stæðu unglingum. Nóg er nú samt og sem dæmi get ég nefnt, að 13—14 ára var ég orðinn félagi í Heimdalii, þútt lög þess félags banni svo unga meðlimi". Þessi orð skýra sig sjálf og segja sína sögu um Heimdall. Um þetta hefur stunvíum ’. erið rætt áður af öðrum tilefnum, en forsvarsmenn Heimdallar jafnan neitað þvi, að þeir seildust eftir meðlimum niður fyrir lögleg aldurstakmörk. Bjargráð forsætisráð- ráðherrans Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra, flutti mikla ræðu á Varðarfundi í fyrrakvöld, og verður Mogga að stórtíðindum í gær sem vonlegt er. Ráð- herrann bregður upp í stórum dráttum þróunarsögu okkar síðustu áratugi og segir: „Tækniþróunin hefst skömmu fyrir aldamótin, og á þeim tíma, sem síðan er lið inn verða tvennar stórbreyting ar í Iífskjörum þjóðarinnar. f fyrra skiptið með heimsstyrjöld inni fyrri, með þeirri tekju- aukningu, sem hún hafði í för ~ með sér. Síðan kom illur aftur kippur á árunum 1930—1940, þegar þúsundir gengu atvinnu lausar. Á því var ráðin bót með varnarliðsvinnunni i seinni heimsstyrjöldinni, og fyrst eftir hana llfum við blómatíma, en svo hallaði aft- ur undan fæti. 1953 kom varnar liðsvinna á ný og hafði þó verulega þýðingu aðeins skamma stund.“ Þannig sér forsætisrá'dherr- ann aðeins eitt bjargræði, sem íslendingar hafi fleytt sér á síðustu áratugi — hervinmma og aftur hervinnuna. Á henni telur hann byggjast lífskjara bætur þjóðarinnar á liðnum ár um. Þetta er ekki aðeins söguföls un og uppspuni, heldur bein- línis óvirðing við þær dugmiklu kynslóð, sem byggt hefnr upp fiölþætt atvinnulíf síðustu fjór aáratugina. Auðvitað jók varnarliðsvinna stund'Jm at- vinnu, en hún spillti einnig oft fyrir íslenzkum atvínnUvegum og olli bölvænlegum verðbólgu sveiflum, og þegar á heildina er litið, byggjast lífskjarabæturn- ar á vexti hins íslenzka at- vinnulífs en ekki erlendri her vinnu, og þetta tvennt hefur Fraimihald á bls. 15. 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.