Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 1966 MÓTMÆLI LÆKNAFÉ LAGS REYKJAVÍKUR EJ-Reykjavík, mánudag. Stjórn Læknafélags Reykjavík- ur kallaði blaðamenn á sinn fund í dag, og lagði þar fram yfirlýsingu, þar sem mótmælt er Iharðlega ummælum um læknastétt ina í fjárlagaræðu Magnúsar Jóns sonar, fjármálaráðherra, fyrir skömmu. Yfirlýsing Læknafélagsins er svoihljóðandi: „Stjórn L.R. telur, að ekki verði hjá því komizt að mótmæla harð lega ummælum um læknastéttina í fjárlagaræðu fjármálaráðherra, sem síðar voru áréttuð af honum í umræðum á Alþingi hinn 27-10 s.l. svo og ummælum félagsmála- ráðherra í sömu umræðum. Telur stjórnin, að ráðherrarn ir hafi á vítaverðan hátt reynt að kasta rýrð á læknastéttina og grafa undan trausti þjóðarinnar á henni. í sambandi við kjarasamninga, sem gerðir voru í mai sl. milli stjórnarnefndar rí'kisspítalanna og L.R., hafði fjármálaráðherra eftir- farandi ummæli: „Læknar neyttu hér þeirrar aðstöðu sinnar, að hafa í bókstaiflegri merkingu líf fjölda fólks í hendi sinni og brut- ust undan launakerfi ríkisins.“ Þessu er til að svara, að læknar þeir, er um ræðir .sögðu upp stöð um sínum með löglegum fyrirvara og framlengdu auk þess þann upp sagnarfrest skv. beiðni heilbrigð- ismálaráðherra, og að þeim tíma liðnum héldu læknar áfram störf- nm sbv. sérstöku samkomulagi og heimild heilbrigðismálaráðherra til yfirlækna um, að þeir mættu kalla lækna til að sinna nauðsynlegum störfum. Læknum þessum kom aldrei til hugar að hætta að lækna, hvorki innan eða utan ijúkrahúsa, þó að þeir teldu sig ekki geta starfað á viðunandi hátt nnan launakerfis opinberra starfs nanna. Hér var því hvorki um það ið ræða, að læknar boðuðu til verk álls eða legðu niður vinnu á skipu egan hátt eins og kemur fram^ í æssum ummælum félagsmálaráð lerra: „Ég sé ekki mikinn mis nun á því fyrir sjúklingana sjá’ia, ívort boðað er til verkfalls eða ■ inna lögð niður á skipulagðan hátt."- Á þeim 5 mánuðum, sem liðu rá því að læknar sðgðu upp stöð- m sínum og þar til uppsagnim- r komu til framkvæmda var eng in af stöðum þeirra auglýst, þó að itað væoi um fjölda lækna erlend s, sem færir hefðu verið um að : egna þeim. Virðist sem sú leið, að auglýsa iöðurnar, hefði verið eðlileg, ef árfsaðstaða og launakjör hefðu erið svo eftirsóknarverð, að l ;kur væru til að læknar fengjust t 1 að sinna þeim. Ráðherra sagði ennfremur: . '’essi stórbylting á kjörum >kna hér í þéttbýlinu eykur að álfsögðu enn á vanda strjálbýl- ■ins að fá viðhlýtandi læknisþjón :tu og gerir að litlu þær mik- vægu úrbætur, sem Alþingi hefur • >ur gert til að bæta úr lækna- :orti í strjálbýlinu." Þessu er því til að svara, að : larasamningur sá, sem um ræðir, .er ekki til nema takmarkaðs i: >ps lækna, þ.e.a.s. sjúkrahús- • ekna, en nær ekki til lækna al- i. ennt. Læknaskortur í strjálbýli og ■ eyndar skortur á praktiserandi : -knum er vandamál alls staðar 1 heiminum, og var upp komið . >r á íslandi löngu áður en um :eddir samniiigar komu til. Sama er að segja um „úrbætur“ ;.ær, sem ráðherra talar um, en árangur af þeim hefði átt að vera kominn í ljós áður, ef árang urs væri að vænta. Þeir héraðslæknar, sem flutzt hafa ti lReykjavíkur undanfarið, voru nær allir fluttir áður en samningur var gerður og starfa þeir allir sem heimilislæknar hér í Reykjavík. Vegna þeirra ummæla á Alþingi að læknar vilji ekki vinna fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur, er rétt að benda á, að S-R. hefur í raun og veru einkaleyfi á heimilislækn- ingum í Reykjavík og ómögulegt hefur verið að setjast að í Reykja- vjk sem almennur læknir, nema sem launþegi S.R. Sjúkrasamlags- störf hafa til þessa ekki verið það vel borguð, að heimilislæknar hafi getað skapað nér viðunandi starfs aðstöðu og það laðar ekki unga lækna til starfa. Auk þess er því ekki að leyna, að vaxandi tor- tryggni gætir í röðum lækna gagn vart þeirri tilhneigingu stjórnar S.R. að hlutast til um samskipti lækna og sjúklinga og það, hvern- ig læknar hagi lækningum sínum. Enn segir fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi, að læknar hafi farið fram á 1—IV2 milljón krónur í árstekjur. Sem svar við þessari staðhæf- ingu nægir að birta samanburð á launum lækna skv. kröfugerð L.R. og eins og laupin eru í dag, en þar ber ekki mikið á milli. Árslaun Árslaun skv. sp'ítalalækna núgildandi Landsp. skv. kröfug. kjarasamn. Deild A: kr 795.120,- kr 716.184,- Deild B: kr. 903.695 kr. 711.350 iDeild C: kr 783.550,- kr 684.295, Af þessum launum greiða lækn ar sjálfir í lífeyrissjóð, utanfarar kostnað til náms veikindatrygg- ingu, bifreiðakostnað og fá ekki greidd laun í sumarleytfum. Starfsaðstaða- Um þessi ummæli fjármála- ráðherra í umræðum á Alþingi þ. 27. 10. sl.: „Það var haft á odd- inum, í byrjun, að það væri starfs aðstaðan, sem máli skipti, en það 'kom svo á daginn, að það var auka atriði“, er þetta að segja: Þegar í ljós kom, að óánægja lækna var annars vegar með laun og hins vegar með starfsað stöðu, voru þessi mál aðskilin af heilbrigðismálaráðherra, og skip- aði hann nefnd til að athuga skip an og fyrirkomulag læknisþjórustu á Landsspítala með tilliti til þeura vandkvæða, sem upp væru komin. Nend þessi skilaði rækilegu áliti hinn 20- aprfl sl. og þar kemur fram, að körfur lækna um bætt starfsskilyrði voru á rökum reist- ar. Telur stjóm L-R. rétt að álit þeirrar nefndar verði birt: Körfur lækna voru í aðalatriðum sem hér segir: 1. Flýtt yrði framkvæmdum í byggingamálum Landsspítalans og athugun færi fram á þeim seinagangi, og skipulagsleysi, sem einkennt hefur þær framkvæmdir. 2. Breytingar yrðu gerðar á stjóm spítalans og ráðinn sér- menntaður spítalastjóri. 3. Vinnuskilyrði yrðu bætt, m a. með auknum vinnuherbergj- um, fjölgun á sérhæfðu aðstoð arfólki og læknisfræðilegu bóka safni. 4. Ráðningarfyrirkomulagi ýrði bætt og tekið upp frjálslegra kerfi, sem gæfi möguleika á betri nýtingu starfskrafta og sérþekking ar sjúklingum til hagsbóta. 5. Sjúkrahúslæknar fengju aukna aðild að læknisfræðilegri stjórn spítalans og stofnað yrði læknaráð með aðild allra sérfræð inga spítalans og fulltrúum að- stoðarlækna- 6. Sköpuð yrði aðstaða til eftir meðferðar á sjúklingum þeim, sem vistaðir hafa verið á sjúkrahúsinu og þurfa hennar sérstaildega með og reistur yrði hjúkrunarspítali til að létta á Landsspítalanum. Þessar kröfur lækna voru tekn- ar til umræðu á fundi með heil- 'brigðismálaráðherra hinn 18. maí sl. og farið fram á ákveðin fyrir heit um framkvæmd þeirra. Ráðherra taldi sig ekki geta gefið ákveðin fyrirheit, þar eð framkvæmd þeirra snerti önnur ráðuneyti og þá sérstaklega fjár- málaráðuneytið. Hann taldi sig ekki hafa á móti því að stofnað yrði læknaráð Landsspítalans og að skipaður yrði spítalastjóri. Á fundi þessum skýrði landlæknir ennfremur frá því, að ýmis þess- ara atriða væru í athugun. Stjórn L.R. fór fram á, að fá að fylgjast með gangi . þessara, mála og varð ráðherra við þeirri ósk og staðfesti það síðan með bréfi til stjórnar L.R. 20. 5. sl. Stjórn LR skipaði þegar nefnd sem hefur átt viðræður við ráð- 'herra um framgang þessara mála Læknaráð Landsspítalans hefur I verið stofnað og er tekið til starfa, en stofnun þess var ein veigamesta krafa lækna. Læknar eru nú ráðn ! ir eftir nýju kerfi, sem gefur mögu- leika á þeim skipulagsbreytingum sem læknar hafa óskað eftir. Um Borgarspítalann er það að segja, að nefnd skipuð af borgar stjórn starfar nú með nefnd frá L.R. að því að ákveða starfstilhög- un á Borgarspítala, og mun sú stanfstilhögun verða tekin upp, þegar spítalinn tekur til starfa. Af framanskráðu má sjá, að því fer fjarri, að læknar láti sig engu skipta starfsski'lyrði. Þeir hafa að eins fallizt á þau sjónarmið, að ekki sé hægt að bæta þau öll þeg ar í stað. Það, sem hér hefir verið sagt, leiðir í ljós, að ummæli ráðherr- anna á Alþingi benda til þess, að þeir hafi ekki kynnt sér þessi mál sem skyldi. Læknar munu fylgja fast eftir kröfum um bætt skipulag og stars aðstöðu og munu ekki sættá sig við, að bygging Landsspdtalans verði tafin meira en orðið er. Vaxandi samvinna hefur tekizt milli heilbrigðisstjórnarinnar og læknasamtakanna og hefur heil- brigðismálaráðherra, Jóhann Haf stein, haft þar lofsvert frum- kvæði. Stjórn L.R. harmar það, ef um- mæli fjármála og félagsmálaráð 'herra spilla þeim vísi að samstarfi, sem tekizt hefur með læknasam- tökunum, og heilbrigðisyfirvöld- um, en vandi heilbrigðismálanna, verður ekki leystur, nema með sameiginlegu átaki, þessara aðila. í öllum menningarlöndum er það viðurkennt, að góð heilbrigðis þjónusta sé dýr. Þrátt fyrir það kappkosta menningarþjóðir að reisa heilbrigðisstofnanir, sem þær geri verið stoltar af. Þessi stefna virðist hafa átt erf- itt uppdráttar hjá íslenzkum fjár- málayfirvöldum, sem sjá má af, því, að byggingar sjúkrahúsa taka hér lengri tíma en þekkist annars staðar. Fjármálaráðherra sagði, að læknar hefðu notað sér þá að stöðu, að hafa líf fjölda sjúkl- inga í hendi sér. Hversu mörg líf hafa þeir stjórnmálamenn í hendi sér, sem skera fjárframlög til spít alabygginga svo við nögl, að það liggur við, að neyðarástand ríki í sumum deildum spítalanna sök- um plássleysis? VARÐ FYRIR BÍL OG DÓ KJReykjavík, mánudag. Aðfaranótt sunnudagsins lézt á sjúkrahúsi hér í borg- inni, Jóhann Guðnason tæp- lega fimmtugur að aldri, en hann varð fyrir bíl utan við heimili sitt Skipholt 51, um klukkan átta sl- fimmt'idags kvöld. Jóhann heitinn komst aldrei til meðvitundar. Er þetta fimmta dauðaslysið í um ferðinni innan lög'sagnarum- umdæmis Reykjavikur á þessn ári. Umferðardeild rannsóknar lögreglunnar biður alla þá sem gefið gætu upplýsngar um slys þetta, að gefa sg fram hið fyrsta. Bærinn Syðra- Vallholt brennur FB-Reykjavík, mánudag. Á miðvikudaginn var brann til kaldra kola bærinn Syðra Vallholt í Seyluhreppi í Skagafirði. Elds- ins varð vart klukkan að ganga fimm um daginn og voru þá bónd- inn, Gunnar Gunnarsson, go kona hans stödd á Sauðárkróki. Menn á næstu bæjum, sem urðu varir við eldinn, fóru strax á staðinn til þess að reyna að bjarga einhverju út úr húsinu, sem var timburhús. Tókst að bjafga hluta af innbú- inu og tveimur hundum, sem lok- aðir höfðu verið inni á meðan heimilisfólkið var í burtu. Auk inn bús, fatnaðar og annars slíks brunnu nýjar mjaltavélar. Hús og innbú var tryggt, en tjón hjón anna r tilfinnanlegt þrátt fyrir það. Talið er að eldurinn hafi kom ið upp í herbergi í austurenda hússins. Húsið var raflýst, en ekki er vitað hvort eldurinn hef- ur kviknað af völdum rafmagns, eða einhvers annars. VESTUR-ÍSL. MÁL- ARI HELDUR SÝNINGU GB-Reykjavík, mánudag. í dag var opnuð í Ameríska bókasafninu sýning á þrjátíu og sex málverkum etir vestur-ís- lenzka málarann Thor S. Bene dikz. Thor Benedikz er sonur Bene dikts kaupmanns Þórarinssonar, hefur um áratuga skeið dvalizt erlendis, fyrst á meginlandi Ev- rópu og í Englandi, en á fjórða áratug í Bandaríkjunum. Síðustu 'þrjú árin hefur hann að mestu verið hér á landi og málað, og sést árangurinn af því á sýning- unni í Ameríska bókasafninu, sem verður opin til 15. nóvember. Skemma og hesthús hrunnu að ísólfsskála FB-Reykjavík, mánudag. í dag klukkan 15 varð elds vart að ísólfsskála í Grindavíkurhreppi. Slökkvilið kom á staðinn um kl. 16, en ekki tókst að bjarga hús- um þeim, sem kviknað hafði í sambyggðri skemmu og hesthúsi. í skemmunni brunnu dráttarvél og bifreið auk nokkurra verkfæra. Eldurinn stóð á íbúðarhús, fjár- hús og hlöðu á ísólfsskála, en slökkviliðinu tókst að bjarga þess- um húsum. Talið er að kviknað hafi í út frá gastækjum. HÁSKÓLARÁÐ NEITAÐI Framhald aí bis 1 konunnar en fékk neitun frá honum. Óskuðu forráðamenr félagsins þá eftir að fá álit há skólaráðs á þessari neitun, og var meirihluti þess því mótfall inn, að félagið fengi kennslu- stofuna til essara hluta. Tíminn hafði í kvöld sam band við vararektor, Halldór Halldórsson, og spurðist fyrir um ástæðuna fyrir neituninni. Sagði hann, að reynt hefði vei i ðað sneiða hjá því að mikið yrði um pólitískar umræður : sjálfum Háskólanum, sérstak. lega þegar um væri að ræða er lenda gesti. Sagði vararektoi ennfremur, að hér væri um að ræða nýtt félag í Háskólanum og ekki væri búið að ákveða. hvernig samvinna yrði milli fé lagsins og háskólaráðs, en auð- vitað vildi ráðið ekki hefta fé- lagsmenn í þeirra umræðum. eÞss má geta, það hér mun ekki vera um að ræða nýtt fé- lag, heldur nýendurvakið, og átti þetta að vera fyrsti fundur þess. MATARBIRGDIR HEIMS- INS ERU Á ÞROTUM NTB-Róm, mánudag. Umframbirgðir matvæla í heiminum eru nú nær alveg uppurnar, sagði Martin Hill á fundi fulltrúa 24 þjóða, sem sæti eiga í alþjóða matvæla- nefnd S.þ. Hill sagði, að á sama tíma og matvælabirgðir væru nær þrotnar hefði matvælaskortur i mörgum löndum komizt á hættulegt stig. Einnig væri mik ill samdráttur í fjárframlög- im til hjálpar þróunarlöndum og hefðu fjárframlög til þeirra varla hækkað nokkuð síðan ár ið 1960. Þessu ráði í mörgum tilfell- um óhagstæð skilyrði, sem fylgi aðstoðinni, svo sem hærri vextir, styttri greiðslutími og einnig fari mjög í vöxt að binda slík lán því skilyrði, að viðskipti séu gerð við landið, sem aðstoðina veiti, sem svar- ar upphæðinni. Formaður nefndarinnar, A. H- Boerma sagði, að byrja yrði á því að framleiða mat- væli beinlínis til handa þeim löndum, þar sem matarskortur væri. Á þann eina hátt yrði komizt hjá hreinni neyð í þess- um efnum, matarskorti, sem harðast kæmi niður á vanþro- uðum löndum, en myndi síðan breiðast út til annarra ianda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.