Tíminn - 01.11.1966, Side 3

Tíminn - 01.11.1966, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 1966 TÍMINN Skalli skrifar: Óvinur Reykjavíkur? I. Þegar Framsóknarmaður sting- ur niður penna um málefni Rvík- ur, virðist einJiver fiðringur fara um stjórnendur borgarinnar. Þeir halda því nefnilega biákalt fram, að Framsó'knarmenn séu óvinir R- víkur. Það hefur sézt á prenti í stóra blaðinu og einnig komið fram í útvarpsumræðum. Rök eru ekki nefnd, en samt er þetta full- yrt af onkkrum Sjálfstæðismönn- um, ekki í anda lýðræðis heldur í klafa einræðis. Sjálfstæðismenn þykjast vera miklir lýðræðissinn- ar, en oft á tíðum springur skelin utan af þvi hjali og einræðið kem- ur skýrt í ljós. Ég vil nefna í því sambandi, að engin tillaga, eða að minnsta kosti mjög fáar, minni- hlutaflokkunum í borgarstjórn fæst samþykkt. Þær eru þó alls ekki fáar, sem fluttar eru. Nei, alitaf er rökstudda dagskráin til- búin og hún samiþykkt með 8 atkv. gegn 7. En því fer fjarri, að þessir menn séu almáttugir eða óskeik- ulir. Skemmzt er að minnasit greiðsluvandræða borgarinnar upp á 30 miiljónir. Erfiðleikarnir sam- anstóðu af ýmsum þáttum og al- þjóð fékk að heyra frá Geir, að hann hefði ekki úrræði til þess að kippa þessu í lag. Einn þátturinn var það, sem nefnt var greiðslu- vandræði nágrannasveitarfélaga (fleirtala). Þar á meðal hlaut Kópavogur að vera og var hans skuld 4 milljónir. Nú eru 4 millj- aðeins 13.3% af 30 millj. Eftir eru 86.7%. Venjulegt fólk myndi halda, að ráðizt yrði af krafti á höfuðástæðu vandræðanna þ. e. 867%in, en það var öðru nær. Mlb. birti í næstu tölublöðum eftir fréttaauka Geirs greinar á forsíðu og í forystugrein og viðtal við Sjálfstæðismann úr Kópavogi og þá voru 13.3%in útbásúnuð og teygð og talin höfuðmeinsemdin. Svo langt gekk þessi vefur, að bæj arstjóri Kópavogs varð að birta leiðréttingagrein, svo að fólk átt- aði sig á hlutunum. Þótt Geir tal- aði um nágrannasveitarfélög réð- ist Mbl. aðeins á Kópavog á sinn einræðislega hátt. Jafnvel and- mælti ritstj. Mbl. greiðslutilboðum sem voru nefnd í grein Hjálmars bæjarstjóra, þótt víðsfjarri sé, að tilboðum eigi að skila til ritstj. Þar hljóta t.d. rafveitustj., vatns- veitustj., o.fl. að standa nær held- ur en ritstjórinn Þessi vinnubrögð ásamt fleiru benda til að lýðræðis hjal flokksverksmiðju Sjálfstæðis manna sé aðeins þunn skel. II. Það hefur talsvert stungið mig í augun að sjá bifreiðina R-15412 á götum borgarinnar. Þetta er heiðgul Trader flutninga- bifreið, yfirbyggð. Við skrásetn- ingarnúmerin að framan eru merki sem sýna, að bifreiðin er eign borgarinnar. Mig minnir, að þessi merki séu líka á báðum hurðum hennar. Þetta er nú allt í lagi, en þá er komið að vfir byggingunni. Á báðum hiiðum og á tveimur stöðum að aftan eru stærðar fletir með merki BP. Þetta finnst mér rangt og óviðeignadi. Það er vissulega stutt í þá hugsun að borgarstjórnarmeirilhlutinn sé að auglýsa fyrirtækið, en það eiga nokkrar auðugar fjölskyldur, sem dyggilega hafa stutt Sjálfstæðis flokkinn. Þarna hljóta þó einhver mistök að hafa átt sér stað og ætti í landi, sem kennir sig við lýðræði að vera nægilegt að skora á borg- aryfirvöldin að láta mála rækilega yfir þessar auglýsingar af hálfu meirilhlutans eins og hann er ó- skeikull að eigin áliti, en varla hjálpar rökstudda dagskráin þarna. III. Þá langar mig að tala nokk- uð um olíufélög og benzínsölur í Rvík og koma umferðarmál þar inn í. Allir eru sammála um, að benzínsölur séu nauðsynlegar, en síður um staðsetningu þeirra. Svo illa hefur tekizt til með tvo þess- ara staða, að steinsnar frá þeim hefur fjöldinn allur af umferðar- slysum- og -óhöppum orðið og við annan er fólk mjög oft vitni af umferðarlagabrotum. Þetta eru sölustaðirnir BP á horni Lauga vegar og Nóatúns og Shell innar á Laugavegi við Bolholt. Það, sem gerir þetta hættulega staði er að þarna er um tvístefnuakstursgöt- ur að ræða, sem eru mjög fjöl- farnar, auk þess sem gatnamót eru þarna mjög stór að minnsta kosti •hjá BP sölunni. Þessi stóru gatna- mót eru nógu hættuleg, þótt eigi sé hafður þarna kumbaldi, sem skyggir mikið á útsýni auk umferð ar að honum og frá. Sú umferð á að víkja fyrir aðalgötunum sam kvæmt lögum, en hún er alltaf að troða sér og trufla aðalumferðina, svo að stór hætta er af. Þarna hafa orðið mjög harðir árekstrar þar sem t. d. sjúkra- og slökkvi- bifreiðir hafa farið yfir gatnamót in á rauðu Ijósi. Örugglega hefði munað um það, ef útsýni hefði verið gott. Það ætti að vera rétt- mæt krafa, að þessi sölustaður yrði fjarlægður og þó fyrr hefði verið. Máli skiptir, hvort um einstefnu eða tvístefnuakstursgötur er að ræða. Augljóst er, að mi'klu minni hætta er, þar sem er einstefnu- akstur. Þá er aðeins umferð frá annarri hliðinni og auðvelt að gæta hennar. Slíku er til að dreifa við sölustaði Esso í Hafnarstræti. Samt þótti borgarstjórnarmeiri- hlutanum mikil þörf að loka þar umferð út og inn í Hafnarstrætið. Á fyrrnefndum stöðum á Lauga- veginum er tvistefnuakstur, einnig stór gatnamót og mikill umferðar þungi og umferðarhætta. Skilyrð- in eru sem sagt öll fyrir bendi, en ekki framtakssemi tii þess að flytja þessa staði. Enda er þarna um gæðinga Sjálfstæðisflokksins að ræða, sem borgarstjórnarmeiri hlutinn þorir ekki að styggja, þrátt fyrir hættu, sem steðjar að vegfarendum. Einnig er fjarri þvi, að viðskiptalega sé þörf á þessum tveimur stöðum, svo margir aðrir eru til og ígildi þessara yrði fljót- lega sett upp annara staðar. Krafa mín er sú að loka eigi strax ? dag og rífa BP-kumbaldann á morg- un. IV. Margt fleira mætti tala um svo sem nýlega bakdyra úthlutm lóða hér f borg eða þá viðreisn- ina í heild eða einstaka hluta hennar. Framanritað verður sjálf sagt nefnt óvinskapur við Rvik, en samt ekki af öUum. NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta, á hluta í Grensásvegi 22 hér í borg, þingl. eign Rafgeislahitunar h.f. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. nóvember 1966 kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja 1. áfanga Árbæjarskóla við Rofabæ hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 5.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 11.00 f.h. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Husqvarna Haglabyssur tvíhleypur nr. 12. Rifflar 6 skota cal 22 L. R. / \mnai Sfygemon kl Suðurlandsbraut 16 Sími 35200. BLAÐBURDARFOLK óskast í Kópavogi, austurbæ. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40 748. Vetrarmaður óskast Fjárræktarbúið að Hesti í Borgarfirði vill ráða dug legan og áhugasaman mann til fjárgæzlu í vetur. Upplýsingar í simstöðinni Hesti. 3 Íslenzkur heimilisiðnaður, I Laufásveg 2. Höfum mikið úrva' af lal- legum ullarvömm. silfur- og leirmunum tréskurði batik munsturnókum og fleira íslenzkur heimilisiðnaður, Laufásveg 2. FRÍIVS ERKI hVnr nven isienzki fri merki sem Dér sendið mer fáið þér 3 erlend Sendið minst 30 stk JÓN AfíMARS PO Bo> 965, Reykjavík. Brauðhúsíð Laugavegi 126. Smurt brauð Snittur Cocktailsnittur, Brauðtertur Símr 24631. SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og inn- legg eftir máli Hef einnie tilbúna barnaskó, með og án innleggs. Davíð Garðarsson, Orthop-skósmiður. Bergstaðastræti 48, Sími 18893 Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina Fylg izt vel með bifreiðinni. BlLASKODUN " \ Skúlagötu 32. símt I310G Skúli J. Pálmason, héraðsdómslöqmaður Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3 hæð Simar 12343 og 23338 I HllSBYGGMDlIR Smíðum svefnherergis- og eldhúsinnréttingar. f 1 I I SÍMI 32-2-52. Jón Eysteinsson, lögfræðingur. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 11, sími 21916-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.