Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 13
ÞIUTOJUDAGUR 1. nóvember 1966 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 FRAM hefur tekið forystu i Rvíkurmótinu í handknattleik Alf — Reykjavík. — Fram tók| forystu í Reykjavikurmótinu í handknattleik með sigri gegn Þrótti á sunnudagskvöld, 20 -9. Hefur Fram hlotið 4 stig. Ár- menningar höfðu möguleika á að ná sama stigafjölda, en á síðuslu stundu tókst Víkingum að jafna metin og krækja í annað stigið. Er Ármann því í 2. sæti með 3 st. Fram átti léttan dag gegn, Þrótti og sigraði með 11 márka! mun, eins og fyrr segir. í hálfleik var staðan 10-5 en í síðari hálfleik breikkaði bilið fljótlega. Nokkur harka færðist í leikinn undirlok- in, og áttu báðir aðilar sök á. Fram sýndi á köflum ágætan !eik, en á milli gerðu liðsmenn sig seka um mikla óvandvirkni, svo að knötturinn tapaðist oft. Að vísu tapaðist knötturinn stundum, þeg ar liðsmenn reyndu hröð skyndi- upphlaup, en þetta er atriði, sem öll lið verða að leggja áherzlu á í stórum sal — og fórna einhverju i til að geta náð tökum á. Beztu menn liðsins voru Gunnlaugur, skoraði 7 mörk, og nýliðinn á Íín unni, Pétur Böðvarsson, sem skor- aði 3 mörk. Ingólfur og Guðjón skoruðu 3 mörk hvor, Gylfi 2 og Hinrik 1. Lið Þróttar var sundurlaust. Skástu menn vom Halldór Braga- son og Haukur Þorvaldsson, sem skoruðu 3 mörk hvor. Óli Viðar, Erling og Guðmundur Axelsson skoruðu 1 mark hver. Staðan í mótinu er nú ‘þessi: Fram 2 2 0 0 43-22 4 Ármann 2 1 1 0 25-22 3 KR 110 0 16:13 2 Valur 2 1 0 1 29-28 2 Víkingur 10 10 12-12 1 ÍR 2 0 0 2 25-39 0 Þróttur 2 0 0 2 19-33 0 Enginn íþróttalækn- ir þegar slys ber að Það bar við í íþróttahöll- inni í Laugardal á sunnudaSs- kvöldið, að ungur leikmaður slasaðist á höfði. Þjálfari pilts ins og starfsmenn hússins, reyndu að hjálpa piltinum eftir föngum, en síðan var hann scndur í flýti á Slysavarðstof una. Ekki er iþróttasíðunni kunn ugt, live alvarleg meiðsli pilts- ins eru, en í þessu sambandi vekur athygli, að enginn íþróttalæknir var til staðar á keppnisstað. Þegar Ieikir í meistaraflokki í knattspymu fara fram, þykir sjálfsagt að hafa jþróttalækni á keppnis- stað því að alltaf geta orðið slys í íþróttum, en varðandi hand- knattleik og aðrar inniíþróttir — að glímu undanskilinni — er málunum öðru vísi háttað. Það þykir engin nauðsyn að íþróttalæknir sé til staðar! En með þessu háttalagi er verið að leika sér að eldinum. það er að vísu nokkur kostn- aður að hafa íþróttalækni, en hversu dýrt gæti það líka orð- ið, að hafa lækni ekki til stað aír? Hér með er skorað á móts- aðila að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. — alf- Systurnar skor- Gunnlaugur Hjálmarsson skorar eitt af mörkum sínum gegn Þrótti. (Tímamyndir Róbart) Alf — Reykjavík. — Systurnar Sigrún og Björg Guðmundsdóttir, áttu stóran dag með Val á sunnu- daginn, þegar lið þeirra mætti Vík ing í fyrsta kvennaleiknum á keppnistímahilinu, því að þær skor uðu öll rnörk Vals í leiknum, 8 talsins. Og auðvitað unnu Reykja- Víkingum tókst aö jafna metin á síðustu mínútu Æsispennandi leik Ármanns og Víkings lauk með jafntefli, 12:12. Alf — Reykjavík. — Taflstaða Víkings virtist nær vonlaus á móti Ármanni, þegar 5 mínútur voru til leiksloka, þvj að þá höfðu Ármenningar náð fjögurra marka Valur að ná sér á strik? Valsmenn mættu ÍR á sunnu- daSskvöld í Rvíkurmótinu í hand- knattleik og unnu með fjögurra marka mun, 16:12. Leikur þeirra var mun betri en fyrsti lcikurinn á móti KR og virðist sem þeir séu að ná sér á strik. Leikur þeirra var léttúr og það brá fyrir skemmti- legu línuspili — en leikskipulag var sáralítið. Hinn gamalkunni landsliðsmað- ur, Hermann Samúelsson, lék með ÍR í þessum leik, en styrkti liðið lítið. Hann gerði sig m a. sekan um ótímabær skot. Efiaust gæti Hermann verið liðinu mikiil styrkur, ef hann félli ekki i þessa gömlu gildru. Mörk Vals skoruðu: Bergur 5, Hermann 4, Gunnsteinn 3, Ágúst Framhald á & síðu forskoti, 12-8. En á mínútunum, sem eftir voru, áttu Víkingar eftir að rétta sinn hlut. Jón Magnússon einn af unglingalandsliðsmönn- unum frá í fyrra, var aðalfallbyssa Víkings þessar síðustu mínútur. Þrisvar í röð skoraði hann gull falleg mörk, án þess, að Ánnann svaraði. Og á síðustu mínútu skor aði Þórarinn Ólafsson jöfnunar- 'Hreinn skorar fyrir Ármann gegn Víkingi í hinum spennandi leik liSanna á sunnudagskvöld. mark Víkings, 12-12. Var leikur inn æsispennandi undir lokin sér staklega, þegar Víkingur lék „mað ur á mann.“ Þetta var skemmtilegasti leikur inn í Rvíkurmótinu í handknatt leik, það sem af er. Ármenningar voru mjög góðir framan af og í byrjun síðari hálfleiks en misstu tökin undir lokin og urðu að sjá af öðru stiginu. Grimur Valdimars son er ný og gömul stjarna Ár- Framhald á 6. síðu víkur- og fslandsmeisitarar Vals li® Víkings, sem náði aðeins að skora tvívegis í leiknum. Valur var betra liðið, en ólánið elti þó Vík- ing, sem átti ekki færri en 4 stangarskot í leiknum- Sigríður Sigurðardóttir lék ekki með Val í þessum leik, en að sögn er hún hætt eða mun brátt hætta að leika handknattleik. JÞað kom því í hlut ungu stjarnanna að halda merki Vals á lofti. Til að byrja með var ekki um ójafna baráttu að ræða, og þó svo, að Valur hefði yfir 4-1 í hálfleik, gef ur það ekki rétta hugmynd um gang, fyrri hálfleiks, því að í hon- um áttu Víkingsstúlkurnar 3 stang arskot. í síðari hálfleik hafði Valur al- gera yfirburði og bætti fjórum mörkum við, og var það sízt of mikið. Eins og fyrr segir, skor- uðu systurnar Sgrún og Björg öll mörk Vals, Sgrún 5, þar af 2 út vítaköstum, en Björg 3, öll upp úr skyndiupphlaupum. Ekki er eins mikill glans yfir leik Vals í stór- um sal og í litla Hálogalandssaln um, en þó er Valsliðið vafalaust sterkasta kvennaliðið eins og fyrri daginn. Mörk Víkings skoruðu Ásta og Margrét. Óli Ólsen dæmdi leikinn vel. Armann skoraði fyrstu 2 mörk in, en síðan ekki söguna meir Alf — Reykjavík. — Byrjunin hjá Ármannsstúlkunum á móti Fram í Reykjavíkurmótinu var skínandi góð, og áður en 3 mín- útur voru liðnar, höfðu þær sent knöttinn tvívegis í netið framhjá Margréti Hjálmarsdóttur, lands- liðsmarkverði. En þetta var að- eins byrjunin, og eftirleikurinn varð í öfugu hlutfalli. Framstúlk- urnar skoruðu næstu 7 mörkin, og unnu að lokum 8-3. Stærsta tromp Fram var fyrir- liðinn, Geirrún Theodórsdóttir. Hún skoraði 3 af 4 fyrstu mörk- um Fram mjög glæsilega, og þar að auki átti hún upphafið að flest um línumörkum Fram, sem urðu 4. Hallldóra skoraði 3 og Edda Framhald á 6. síði’ 4T M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.