Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 14
14 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 1966 BROTTFÖR VARNAR- LIÐSINS FYamhald af bls. 1. stofna hann. 11. þing S.U.F. ítrekar, að það vill, að herinn hverfi af landi brott svo fljótt sem tiltækilegt og skynsamlegt þykir.Þingið telur að íslendingar eigi sjálfir, við brott för hersins að taka við rekstri rat sjárstöðvanna og gæzlu nauðsyn legra mannvirkja Atlant9hafs- bandalagsins hér á landi. Þingið vill að þesar breytingar fari fram sikipulega og stig af sitgi svo að þær valdi hvað minstri röskun á aðvörunarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins. 11. þing S-U.F. telur, að þróun al þjóðamála hafi verið og muni verða slík — einkum stórminnkað ar likur á hernaðarátökum milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna — að fullkomlega t.ímabært sé að vinna að því að bandaríska herliðið hverfi frá íslandi og íslendingar taki sjálfir við rekstri ratsjárstöðv anna og gætu nauðsynlegra mann virkja Atlantshafsbandalagsins á ís Indi. I 11. þing S.U.F. rökstyður enn fremur þessa skoðun með þeirri staðreynd, að svo róttækar breyt ingar hafa orðið á hernaðatækni að mikilvægi íslands sem herstöðv ar hefur stórminnkað, þótt á hinn bóginn sé augljóst, að hlutverk ís lands í aðvörunarkerfi Atlantshafs bandalagsins — ratsjárkerfinu — muni verða talið Atlantshafsbanda laginu nauðsynlegt enn um sinn. 11. þing S.U.F. vill, að þegar verði hafnar viðræður við aðildar þjóðir AtlantShafsbandalagsins um gerð fjögurra ára áæitlunar um brottför bandaríska hersins af ís landi og að þjálfaðir verði íslenzk ir sérfræðingar, sem tækju við starfsrækslu ratsjárstöðvanna og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja Atlantshafsbandalagsins stig af stigi samhliða því, að bandarískum hermönnum á íslandi yrði fækk að jafnt og þétt. Kostnaðurinn af þesum breytingum og gæzlu mann virk j a Atlantshafsbandalagsins yrði greiddur af Atlantshafsríkjun um sameiginlega eftir því, sem um semdist innan bandalagsins. Komi til ófriðar, sem vonandi ÞAKKARÁVÖRP Öllum, sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu, fimmtudaginn 20. október s.l. sendi ég innilegar þakk- ir og kveðju. Svafa Þórleifsdóttir. Eigjnmað'ur minn, Steinþór Bjarnason andaðist að heimili sínu, Háagerði 67, hinn 28. október s.l. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Lúðvík Jónsson Hverfisgötu 90, lézt aðfaranótt 29. október. Jarðarförin auglýst síðar. Systklnl hins látna. Útför, Böðvars Tómassonar útgerðarmanns, Garði Stokkseyri fer fram laugardaglnn 5. nóvember, og hefst wieð húskveðju frá heimili hans kl. 1,30 e. h. Ingjbjörg Jónsdóttir. Miklar þakkir fyrir samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og dóttur okkar, Ruth Johnsen. Kjartan R. Guðmundsson, lasknir Bernhard Johnsen, kontorchef Doris Johnson. Þökkum innilega auðsýnda samúfl og vinarhug við fráfall og jarðar- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Snjólfs Snjólfssonar Efrl-Sýrlaek. Oddný Egilsdóttir, börn tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Þórhildar Kristjánsdóttur Mávahlíð 18 Guðmundur Þórarinsson, Lydía Guðmundsdóttir, Guðmundur Pétursson, Jenslna Guðmundsdóttlr, Magnús Andrésson, Hrefna Guðmundsdóttir, Ólafur Elnarsson, Kristján Guðmundsson, Anna Friðleifsdóttir og barnabörn. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, Þórarins Bjarnasonar járnsmiðs, Börnin. verður aldrei, hyrfi hið íslenzka gæzlulið frá gæzlustörfum og tæki þess í stað við sérstöku hlutverki á sviði almannavama. 11. þing S.U.F. telur, að öryggi íslands yrði tryggt, þótt þessar breytingar yrðu gerðar, og raun verulegt megingildi íslands í vam arkerfi NATO — ratsjárkerfinu — myndi ek;ki minka. 11. þing S.U.F. telur það fullkomlega næga trygg ingu í þessu sambandi að aðild ís lands að Atlantshafsbandalaginu hefur það í för með sér að árás á ísland þýðir það sama og árás á öll aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins. 11. þing S.U.F. telur enga ástæðu til að ætla annað en að oð- ildarríkin myndu bregða skjótt og vel við, ef á þennan meginþátt At lantshafsbandalagsins reyndi. 11. þing S.U.F.trúir því að aðildarþjóð ir Atlantshafsbandalagsins virði enn þann fyrirvara, sem íslending ar settu um aðild sína að banda- laginu og treystir því fastlega, að þær myndu taka ofangreindum á- kvörðunum fslendinga með skiln- ingi. Ungir Framsóknarmenn telja að ósk fámennrar þjóðar um að búa ein í landi sínu án sambúðar við erlent herlið, sé svo auðskilin að þar þurfi ekki langan rökstuðn ing; rétt þykir þó að vitna til mangyfirlýstrar stefnu Framsókn arflokksins um að samskiptum landsmanna og hersins verið stillt sem mest í hóf meðan hann hefur hér aðsetur". ALÞYÐUBANDALAG Ftamhald af bls i að passa hann. Ýmsir höfðu nú búizt við, að einhverra nýrra grasa kenndi í stefnu yfirlýsingum landsfundar- ins. En því miður var það af og frá. Yfirlýsingar fund arins eru sömu gömlu lögin sem Einar Olgeirsson og fé- lagar hans á Þjóðviljanum eru búnir að spila síðan á kreppuárunum. Er sannar- lega ömurlegt til þess að vita, að ungir og myndarleg ir menn, sem sátu landsfund inn, og margir höfðu búizt við, að kæmu fram með nýja stefnu og ný viðliorf, hafi séð þann kost vænstan að kyrja bara áfram með fé laga Einari. Slík frammi- staða lofar ekki góðu. Þrátt fyrir öll skrif, allar ræður og heila árganga af Frjálsri þjóð er Alþýéuhandalagið enn óbreytt. Enginn minnt- ist á nýja stefnu eða nýja menn. Gamla tóbakið blívur áfram. Sósíalistaflokkurínn er enn við líði og kannski aldrei verið galvaskari en en nú og ætlar á næstunni að halda sitt flokksþing. Honum verður elcki haggað með þessum ráðum. Alþýðu bandalagið er andvaua fætt. þessa lækna hér, sögðu þeir, að skortur á hjúkrunarliði væri þeg ar mikið vandamál, sem myndi er fram í sækir verða mjög alvaríegt mál, sem erfitt yrði að leysa. Talsmenn L.R. minntu á, að nú gildandi kjarasamningur gildir til 1. júlí 1967, og sögðu, að ef þeim samningum yrði sagt upp, þá myndi baráttan á næsta ári aðal lega fjalla um bætta starfsaðstöðu, en minna um launakjör. Yrði geng ið harðar fram í því máli í fram tíðinni en hingað til, og ef starfs aðstaðan yrði ekki bætt, þá myndu læknar ekki fást til þess að taka að sér siúkrahúsvinnu. Tal barst einnig að sjúkrahús byggingum hér á landi, og sögðu stjórnarmenn LR að siíkar bygg ingar gengu hvergi eins hægt og hér. Fjárveitingar til að Ijúka við Landspítalabygginguna væru ófull nægjandi, einnig sú fjárveiting, sem væri í þeim fjárlögum, er nú liggja fyrir alþingi. Eft.ir væm um 3ja mánaða vinna viö Borgar sjúkrahúsið, en engir peningar væru til í þá framkvæmd. Um þau ummæli fjármálaráð herra, að læknar hefðu krafizt 1—IY2 milljónar í árstekjur, sögðu stjómarmenn LR, að sú taia væri líklega fengin með því að •grundvalla útreikninga á launum kandidata, sem ynnu allt að 20 klukkustundir á sólarhrjng. Lækn ar vildu koma á vinnuhagræðingu þannig, að unnið yrði á sjúkrahús unum á fjórskiptum vöktum — í stað tví og þrískiptra vakta, eins og nú tíðkast. Sögðu þeir, að með kröfuum um bætt launakjör og bætta starfs aðstöðu væri til þess ætlast, að læknar gætu gefið sig að einu starfi — t. d. unnið aðeins á siúkrahúsum í stað þess að vinna bæði þar og á eigin stofu. Þannig myndu sjúklingarnir fá mun betri þjónustu. VITA SEINAGANG Framhald af bls. 1. ur að hlutast til um samskipti lækna og sjúklinga og það, hvemig læknar hagi lækningum sínum.“ Um þetta atriði sögðu talsmenn Læknafélagsins, að þeir litu svo á, að SR ætti fyrst og fremst að vera tryggingaraðili, og að þeir teldu óeðlilegt að læknar væru launþegar hjá SR. Sögðu þeir, að stjóm SR hefði stundum neitað að semja við vissa hópa eða stofn anir, og hafi það haft veruleg á- hrif á aðstöðu lækna til þess að stunda sitt starf sem skyldi. Einnig hefði S.R. haft afskipti af því, hvemig heimilislæknar vísi sjúk- lingum til sérfræðinga, en þeir teldu fráleitt að heimilislæknir- inn réði því ekki sjálfur. Fram kom á fundinum í sam bandi við læknaskortinn, að lik- lega væru um 60 íslenzkir læknar í Svíþjóð og um 20 í Bandaríkjun um, og sögðu stjórnarmenn I.R, að næg ve’Aefni væru fyrir alla FORSÆTISRAÐHERRA Framhald af bls. 16 heimboð. Sagði ráðherra að þar hefði sömu nákvæmái gætt í bú skapnum og í iðnaðinum. Ilelzta búgreinin er kornrækt, en auk þess hefur Einar fimmtíu kýr. Gripir þessir eru mikið stærri en okkar nautpeningur. Tafla er við hvern bás, þar sem skýrt er frá fæðingardegi kýrinnar og n.yt og önnur skýrslugerð viðhöfð. Áður en gengið var í f jósið, vom gestir klæddir í hvíta sloppa og látnir stíga á plastskóm inn. Hafði ein konan í hópnum orð á því, að þetta væri óþarfi, því fjósið væri svo þrifalegt. En þá kom það svar að klæðnaðurinn væri til verndar kúnum en ekki gestunum og má það vera mikill þrifnaður. Annars hafði Einar Gustavsson það að segja um okkar kúakyn, að það væri orðið úr sér gengið vegna skyldleika, og bauð að senda okk ur tíu forláta gripi (Láglendinga) til að endurnýja stofninn hér. Vissi hann um hin ströngu ákvæði sem hér gilda um slíkan innflutn ing, en hann taldi að hægt væri að komast hjá sýkingarhættu. Forsætisráðherra skýrði frá ýmsu fleiru, sem bar fyrir augu og eyru í ferðinni. M. a. sagði hann að sjónvarp og útvarp flytti orðið það mikið af uonlýsingum og áróð ursefni, að það hefði dregið mjög úr áhrifum blaða. 4uk t>ess eru blöðin dýr í rekstri, og bera sig ekki lengur. Um áhrif þessara breytinga sagði forsætisráðherra, að svo mætti segja að almennir fundir væru úr sögunni, ,og stjórn málabaráttan væri í stöðugt rík ara mæli háð í sjónvarpi t. d., en fomstumenn flokkanna ferðuðust orðið um mest megnis í því augna miði að halda við trúnaðarsam bandi við einstaka menn, en héidu ekki fundi. Hér væri um alþjóð legt fyrirbæri að ræða, og for sætisráðherra sagðist halda, að allir hefðu orðið varir við slikar breytingar hér á landi. Forsætisráðherra drap á ýmis legt fleira á fundinum með blaða mönnum, sem hér er ekki rúm til að rekja. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7. leggja það gjald á útveginn, sem þetta frumvarp gerði ráð fyrir. Halldór E. Sigurðsson las upp mótmælasamþykkt útvegsmanna á Akranesi, sem hafði verið ein róma gerð. Ræddi hann síðan nokk uð erfiðleika útgerðarinnar og, iðnaðarins. Þetta frumvarp væri undirstrikun á þeim hringlanda hætti, og stefnuleysi, sem nú væri ríkjandi í stjóm landsins. í sum- ar hefði verið ákveðið að hætta niðurgreiðslum á smjörlíki og sagt, að ekkert gerði til, þótt verð lagið hækkaði, menn fengju það bætt með vísitölu. Svo hefði verð lagið verið látið hækka og nú væri ákveðið að fara að greiða nið ur aftur og nú eru teknar ákvarð anir um nýjar niðurgreiðslur, sem nema hundruðum milljóna, með nokkurrra daga millibili. Nú er lagt frumvarp um skatt á útveginn til að styrkja iðnað, sem er að gefast upp. Svo eftir nokkra daga verður komið með annað' frumvarp til að styrkja þá atvinnugrein, sem þennan skatt á að greiða. Þannig er það eitt í dag og annað á morgun. Þetta frumv. er aðeins sönnunargagn um þetta stjórn- og stefnuleysi og ekkert annað. Jóhann Hafstein iðnaðarmála ráðherra, varði frumvarpið og taldi, að með skattlagningunni væri raunverulega um tilfærslu innan útgerðarinnar að ræða, þar sem skatturinn kæmi þyngst niður á stærri bátunum, en minni bátarnir notuðu innlend veiðarfæri. Jón Skaftason mótmælti þeirri skoðun ráðherrans, að frumvarp ið yrði til hagræðis minni bátun um. Birgir Finnsson sagði, að opin ber gjöld Hampiðjunnar lág, skv. skattskránni, en kvaðst ekki vilja taka afstöðu til frumvarpsins á þessu stigi. Skúli Guðmundsson sagði opin ber gjöld fyrirtækja æði mörg fleiri en fram kæmu í skattskránni og ítrekaði óskir sínar, um að nefndin uthugaði gaumgæfilega hve há þau opinberu gjöld væru, sem á veiðarfæraiðnaðinum favíldu. Atkvæðagreiðslu um nefnd var frestað. Blaðburöarfólk óskast á Gunnarsbraut, Snorrabraut, Miðtún, Hátún, Nfálsgötu, Grettisgötu, Skipholt og Bólstaðahlíð. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti 7 sími 1-23-23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.