Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞJHÐJUDAGUR 1. nóvember 1966 Áfengismál og verlíð- arlíf í Vestmannaeyjum í frumvarpi til laga um breyt- ingu á afengislögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi er eftirfar- andi bréf frá Freymóði Þorsteins syni, bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum, þar sem fram koma upp- lýsingar varðandi áfengismál og vertlðarlif í Vestmannaeyjum . Mér hefur borizt brétf frá áfeng- ismálanefnd, dags. 20. maí s. 1., þar sem óskað er eftir upplýsing- um varðandi áfengismál og vertíð- arljf í Vestmannaeyjum. Þrátt fyr ir miklar annir skal ég leitast við að svara þessu að einhverju leyti. Áfengissala er hér ekki, en vin fá menn sent eftir pöntun frá Áfengisverzlun ríkisins í Reykja- vík. Magnið, sem hingað berst með þeim hætti mun vera allmik- ið, en ákveðnar tölur hef ég ekki fyrir hendi, en þeirra mun vera auðvelt að afla. Nokkuð berst að af ólöglegu áfengi með skipum, innlendum og útlendum, og hefur í nokkrum tilfellum tekizt að færa að þvi sönnur, og viðkomendur látnir sæta ábyrgð. Heimabrugg mun vera lítið, minnsta kosti til sölu. Ekki færi hjá því, að þess yrði fljótt vart, ef nokkuð kvæði að því. Á undanförnum árum hef- ur þó upplýstst um nokkur tilfelli og viðurlögum beitt. Á sumrin er vínneyzla mun minni en á öðrum árstímum, þó að undanskilinni þjóðhátíðinni. Á vetrum er vfnneyzla allmikil. Kem ur þá' hingað margt manna í at- vinnúleit. Meðan sjósókn er sam- félld óg vinna þar af leiðandi ó- slitin í landi má segja, að allt gangi með eðlilegum hætti. En iandlegum og þegar vinna í landi minnkar, ber allmikið á vínneyzlu sérstaklega þegar kvölda tekur ig líða fer á nóttina. Þarf þá oft að taka ýmsa úr umferð, og stund um kemur til illinda milli ein stakra manna, en til almennra ó- eirða eða uppþota hefur ekki kom ið um fjölda ára. Nokkuð er hætt- ara við, að til árekstra komi milli aðkomumanna og heimamanna en milli heimamanna innbyrðis, en í því sambandi skal þess þó getið, að í vetur vann hér margt af út- lendu fólki, og þó sumt af því neytti víns, leiddi það yfirleitt ekki til árekstra milli þeirra óg heimamanna. Má segja, að sam- skiptin hafi yfirleitt gengið vel. Öllum eða flestum dansleikjum, sem hér eru haldnir, fylgir vín- neyzla meiri eða minni. Margir gerast þar ölvaðir og valda stund- um illindum. Einnig hefur viljað við brenna, að sumir fari með söng og hávaða um götur bæjar- ins, er dansleikjum lýkur. Hefur reynzt örðugt að ráða á því bót. Stundum kemur til áfloga og bar- smíða, en þó held ég, að það sé tiltölulega sjaldgjæfara en áður var. Veldur þar notekru um aukin löggæzla. Handtökur vegna ölvun ar eru hér tíðar og mestar á vetr- arvertíðum. Algengt er, að fanga- húsið yfirfyllist, þegar dansleikir eru haldnir. Nokkuð ber á, að vinnuafl nýt- ist ekki að fullu fyrir neyzlu víns eða afleiðinga þess. Stundum kem ur fyrir, að sumir sjómenn mæta ekki í skiprúm á tilskildum tima af þessum sökum og komið hefur fyrir, að bátar hafa þess vegna orðið að fella niður róðra. Einnig mæta sumir illa til vinnu í landi. Helzt eru þetta þó aðkomumenn og leiðir það venjulega til þess, að þeir hverfa héðan fljótlega. Ekki er mikið um, að menn leggi niður vinnu langtímum - ,inan vegna vínnevzlu. en þó finnast þess dæmi Að undanskildum brotum á áfengislögum og umferðarlög- um.verður að telja afbrot frekar sjaldgæf hér vegna vínneyzlu. Þó hafa átt sér stað nokkur brot á undanförnigni árum og sumjjlæm, svo sem skirlífisbrot, '■ þjófnaðir, líkamsÉÖlðingar o.fí. sem öðrum þræði má rekja til vínneyzlu. Slysfarir af völdum víns hafa átt sér stað hér á undanförnum ár- um. Menn hafa fyrir eigin tilverkn að eða vegna óhappa hlotið vond meiðsli í ölæði og nokkrir hafa drukknað hér í höfninni, sem voru undir áhrifum víns, er síðast var til þeirra vitað. Um árangur af löggæziu og rétt arframkvæmd hér í áfengismálum skal þess getið, að jafnan hefur tekizt að halda uppi friði og af- stýra óeirðum og uppþotum. Heimabruggun hefur farið minnk- andi og virðist ekki eiga sér stað, svo að neinu nemi. Leynivinsölu hefur verið haldið niðri, og tal- ið, er, að enginn muni selja hér vín að staðaldri. Hins vegar kem- ur oft upp grunur og stundum full ar sannanir fyrir einstökum söl- um, bæði heknamanna og aðkomu manna, og er þá oft gefin sú skýr ing, sem kann að hafa við eitt- hvað að styðjast, að seljendurnir hafi ekki haft frið með vínpant- anir sínar fyrir ásókn kaupend- anna. Áflog og ryskingar einstakra manna á almannafæri og á sam- komustöðum fara minnkandi -og við handtökur drukkinna manna mætir lögreglan mun minni mót- þróa frá þeirra hálfu en áður var. í því sambandi skal þess getið, að meðal aðkomumanna gætir nokkurs munar, eftir því frá hvaða stöðum þeir koma. Reykvik ingar, sem vanizt hafa lögreglu, sýna t.d. yfirleitt minni mótþróa en menn frá öðrum stöðum á land inu, þar sem lögregla er litil eða engin. Vínneyzla er hér allmikil og er stór þáttur í öllu skemmtana lífi. Hefur ekki tekizt að halda niðri vínneyzlu á danssamkomum, þar sem vínneyzla er óheimil, enda er það bæði, að lögreglan hér er fámenn, og tíðarand- inn þannig, að mjög mörgum finnst fátt til um allar skemmtan ir eða samkvæmi. ef vín er ekki haft um hönd. Á vetrarvertíðinni streymir jafn an hingað margt af fólki. Áður var það svo að segja eingöngu karl menn, sem réðust til sjóróðra, en eftir að fis'kvinnslustöðvunum var komið upp, og vinnsla sjávaraf- urða á sta,ðnum var hafin, hefur aðstrejnni fólks, bæði karla og kvenna, til vinnu í landi aukizt stórlega, og farið jafnt og þétt vaxandi. Margir sjómenn hér áður voru í sama skiprúmi ár eftir ár, notuðu lítið vín eða ekki og ollu engum óþægindum. Jafnan var þó einnig margt sjómanna, sem not- uðu vín stöðugt eða oft í langleg um, og urðu valdandi að meiri eða minni óþægindum fyrir aðra bæjarbúa og höfðu óheppileg áhrif á félaga sína. Aðbúnaður sjó- manna í landi var þá slæmur, sér staklega að því er húsnæði snerti, og var talið, að það kynni að eiga nokkra sök á vínneyzlu þeirra. Aðbúnaður bæði sjómanna og þeirra, sem vinna í landi, hefur breytzt verulega til batnaðar. All ar fiskvinnslustöðvarnar hafa kom ið sér upp matstofum og verbúð- um, sumum mjög góðum, fyrir starfsfólk sitt. Sjómenn og aðrir. sem komast þar ekki fyrir, hafa einnig fengið betri aðbúð en áður var. Eins og áður kemur margt af þessu fólki vel fram, en innan um er allmikið af fólki, sem meiri og minni óþægindi stafa af, ýmist af vínneyzlu eða öðrum orsök- um. Hinn breytti aðbúnaður hefur, að ég held, leitt til þess, að starfs- fólkið heldur sig meira heima við en áður. f verbúðunum eru dyra- verðir eða eftirlitsmenn til þess að halda uppi reglu og fylgjast með því, sem fram fer. Hefur þetta orð ið til mikilla bóta og hafa margir þeirra unnið gott starf. Þó er svo, að þega rhlé er á vinnu er algengt að vín sé þar haft um hönd, og margir, sem þar búa, leiðast til vínneyzlu vegna áhrifa frá félög- um sínum. Oft kemur fyrir, að dyraverðir leita til lögreglunnar til þess að stilla til friðar. Gangi óspektir einstakra manna úr hófi fram, eða ef þeir vanrækja að mæta til vinnu hvað eftir annað, leiðir það venjulega til þess, að þeim er sagt upp vinnunni og hverfa þeir þá oftast strax héðan. Á alla almenna dansleiki setur aðkomufólkið svip og oft tU hins verra, þó að margt megi einnig finna að framkomu sumra heima- manna- Meðal aðkomukvenfólks, sem í verstöðvunum vinnur, er vin- neyzla talsverð og hefur stundum gengið úr hófi. Þegar margar bjuggu saman, í verbúðum án dyra varða og eftirlitsmanna, kom það stundum fyrir að stúlkur, sem í rauninni vildu ekki lenda í solli, leiddust út í slæma víndrykkju og óreglu fyrir áhrif frá sambýlis- stúlkum sínum. Á þessu hefur orð ið stór breyting vegna stöðugs eft irlits i verbúðunum. Samt mun þó enn vera svo, að verbúðalífið er óæskilegt fyrir unSt fólk, sem er þreklítið og ieiðitamt. Mjög er það misjafnt, hvað að- komufólki helzt á fé. Sumir fara 'héðan með allstórar peninga fjárhæðir, enda eru möguleikar oft miklir til tekjuöflunar. Aðrir fara fátækari en þegar þeir komu, þrátt fyrir góðar tekjur, sem allar hafa horfið í vín og skemmtanir. Me.ðan vínsala var opin, var oft og iðulega gripið til þess ráðs í landlegum, að fyrirskipa lokun útsölunnar þegar landlegur voru. Fréttabréf frá HJ í Kuala Lumpur: UTANRlKISVIÐSKIPTI MALA YSÍU Sakir verðfalls gúms og átaks til byggja upp efnahag lands- ins varð viðskiptajöfnuður Mal aysíu óhagstæður 1961. í yfir- liti þessu yfir utanrikisverzlun Malaysíu 1961-1964, yfir helztu liði í útflufningi og innflutn- ingi og yfir helztu viðskipta lönd, er Malaysia talin ná til Malaja, NorðurBorneo og Signapore. Útflutningur. Útflutningur Malaysíu dróst saman frá 1961 til 1964, úr 4-599 milljónum malaysiskra, dala niður í 4-025 milljónir. (1M$=1£) Helzt útflutnings- vara var gúm. Næstar í röðinni voru tin, timbur og járngrýti. Samdrátturinn í verðmæti út flutningsins 1961-1964 svarar nokkurn vegin til samdráttar- ins i verðmæti útflutts gúms. Þeim samdrætti olli verðfall gúms. Aftur á móti jókst magn útflutts gúms. Aukning magns- ins vó þó ekki upp á móti verðfallinu. — Útflutt tin jókst bæði að magni og verðmæti á þessum árum, úr 577 milljón- um M$ upp í 725 milljónir. Verðmæti útflutts timburs, jókst úr 182 milljónum M$ upp i 295 milljónir M$. Verð- mæti útflutts járngrýtis stóð nokkurn veginn i stað, en það er flutt út til Japan Verðmæfl útfluttrar pálmolíu var 82 millj ónir M$ árið 1964 og ananas á- vaxta 39 milljónir. Innflutningur. Verðmæti innfluttra vara var 4-513 milljónir M$ árið 1964. Matvörur námu að verðmæti fjórðungi innflutningsins og iðnaðarvörur öðrum fjórðungi, en vélar og flutningstæki sjött ungi. í hundraðstölum innflutn ings voru efnavörur 5.8, hrá- efni 5.7, tóbak og drykkjuvör- ur2.9, eldsneyti 14.3. Viðskiptalönd. Bretland er helzta viðskipta- land Malaysíu- Viðskiptajöfnuð ur Malaysíu við Bretland var óhagstæður um 331 milljónir M$ árið 1964. Næst í röð við- skiptalanda var Indónesia 1961 en af stjórnmálaaðstæðum féllu þar niður viðskipti landanna 1964. Viðskiptajöfnuður Mala- ysíu við Indónesiu hafði einnig verið mjög óhagstæður. Hag- stæðan viðskiptajöfnuð hafði Malaysia aftur á móti 1964 við Japan, Ráðstjórnarríkin, Banda ríkin, Ítalíu og Frakkland. Á „currrent account“ 1964 nam hallinn 651 milljónum M$. Kuala Lumpur 11- október 1966. Haraldur Jóhannsson. Þetta var til bóta, en að því er mér skildist, var það frekar iHa séð af þeim, sem þá fóru með fjár mál ríkisins. Margt af því fólki, sem hingað kemur, er á ungum aldri. Sumt af þvi notar vín svo að bagi er að. Sama er að segja um marga unglinga, sem hér búa. Svona hef ur það raunar jafnan til gengið, en vínneyzla æskufólks virðist ckki fara minnkandi heldur virðist hún fara vaxandi. Sumt af þessu fólki mun að sjálfsögðu verða nýtir og gegnir borgarar, er stundir líða, alveg eins og áður, en oft er reynd in sú, að vínneyzla æskufólks verð ur því til ófarnaðar á einn eða annan hátt, svo að rík ástæða er tíl að vinna gegn þvi, að hún eigi sér stað. Samkvæmt núgildandi lögum er til þess ætlazt, að fólk yngra en 21 árs hafi ekíd vín um hönd og munu flestir sammála um, hvernig svo sem viðhorf þeirra er til áfeng ismála anars að löggjöfin sé hér á réttri leið, og rétt sé að stemma stigu við vínneyzlu æsku fólks. Samt hefur reynzt mjög örðugt að framfylgja þessu. Viður lögum út af broti á umræddu ákvæði 16. gr. áfengislaga hefur mjög sjaldan verið beitt hér, en þó hefur það komið fyrir. Vín sem finnst á unglingum, sem tekn ir hafa verið úr umferð vegna ölv unar, hefur veríð tekið af þeim og ekki afhent þeim aftur, heldur foreldrum þeirra eða aðstandend um. Æskilegt væri að meira væri að því gert og grafast fyrir um, hvaðan vínið væri komið, sem ungl ingar neyttu, eða væru með undir höndiim, og þeir látnir sæta ábyrgð er hafa veitt það eða afhent Höfuðvandamálið í áfengismál um þjóðarinnar mun vera mikil og að þvi er virðist vaxandi vín- neyzla æskufólks. Allmikill hluti þeirra, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af vegna ölvunar, er á ungum aldri. um tvítugt og þar undir. Á grundvelli áfengislaga má án efa vinna margt tii bóna, ef rétt er á haldið, með aukinni Iög- gæzlu og samræmdri réttarfram kvæmd um allt land. Fleira þyrfti væntanlega að koma til, svo að verulegur árangur næðist. Fram komu og framferði manna við vín er enn mjög áfátt, þó að lög- gæzla hafi þegar haft nokkur áhrif til batnaðar, eins og vikíð er að hér að framan. Verður að sjálf- sögðu að halda því starfi áfram. Herbergi óskast Einhleypur maður (rithöfund- ur, er talar ensku og dönsku ásamt fleiri Evrópumálum, ósk ar eftir að taka á leigu herbergi ásamt húsgögnum í nokkra mán uði í Reykjavík eða nágrenni. Tilbog sendist afgreiðslu blaðs ins fyrir 10. nóv. merkt „Her- bergi — Húsgögn“. Vélahreingerning Vanir menn. ÞrHaleg, fljótleg vönduð vinna Þ R I F - slmar 41957 og 33049

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.