Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1966, Blaðsíða 6
6 1IERZLUNAISTARF Viljum ráða vana vélritunarstúlku meö allgóða enskukunnáttu. Ennfremur unga stúlku til vinnu á götun- arvél. STARFSMANNAHALD & Vélrítun Stúlka óskast til ritarastarfa. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Gúmmfvinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 Mikilvækt sænskt „PATENT” sem uppsett í húsum veitir 100% einangrun gegn vindi og regni og mun þannig draga verulega úr hitakostnaði. Óskum eftir að komast í samband við aðila í bæjum og kauptúnum víðs vegar um land- ið, sem vildu taka að sér dyra og gluggaþéttingar. Vinsamlegast hafið samband við okkur. Ólafur Kr. Sigurðsson & Co. Hverfisgötu 42, — sími e.h. 14-2-05- Máiverkauppboð verður í Málverkasölunni Týsgötu 3 næstkomandi föstudag og hefst kl. 5. Málverkin eru þar til sýnis til þess tíma. Kristján Fr. Guðmundsson — Sími 1 76 02. Systrafélaglð ALFA Reykjavík heldur sinn árlega bazar miðvikudaginn 2. nóvem- ber kl. 2 eftir hádegi í Góðtemplarahúsinu uppi. TÍBVISNN ÞREDJUDAGUR 1. nóvember 1966 RÆÐA EINARS Framhald af bls. 5. erlend framleiðsla sé ódýrari og hagkvæmari. Þetta er náttúrulega sjónarmið út af fyrir sig, það hafa alltaf verið hér menn, sem telja hags munum okkar bezt borgið með því að vinna að framleiðsíu sjáv arafurða í einni eða annari mynd og frá sjónarmiði ýmissa er- lendra sérfræðinga hefur einatt verið taiið borga sig bezt — verið beztur bissness, — að láta alla verkfæra fv’endinga vinna á sjónum og í frystihúsuuuin. Sam kvæmt þessum kenningum ætti hórr enginn annar iðnaður að vera. En svo eru aðrir, og þeir marg ir, sem telja, að í gröf íslenzks iðnaðar og íslenzks landbúnaðar verði einnig að Ieggja skjaldar merkið og fánann — siálfsfor- ræði þjóðarinnar. Auk þess er iðnaðarfólkið fjölmennt, ein fjöl mennasta stéttin í okkar þjóð félagi. Þess vegna segir síðar í hinum tilvitnuðu orðuni að ef íslenzkur iðnaður væri ekki til, þá mundu erlendir framleiðend ur áreiðanlega hækka vöruna stórkostlega, nota sér einokunar aðstöðuna eins og þeir geri allt af, þar sem hún sé fyrir hendi. Hver verður þá niðurstaðan? Mér finnst hún loðin og óákveð in eins og stjórnarstefnan. ís- lenzkur iðnaður er verðbólguvald ur og vegna hans verðutn við að kaupa dýrari vörur en ella. en ef enginn innlendur iðnaður væri til yrðu vörurnar þó ennþá dýr ari.!! Allar þjóðir, sem komizt hafa til vegs og virðingar hafa kapp kostað að efla iðnað sinn, og séð og skilið að hann er undirstað an. Við íslendingar erum þar engin undantekning. Einnig við, verðum að skilja að það er ekki nóg að vera alla tíð hráefnisfram leiðendur, við megum ekki enda Iaust láta aðra fleyta rjómann af þeim auðævum, sem landið og miðin búa yfir. Fiskurinn í ánum, vötnunum og sjónum, afurðir laudsins og gaéði eiga að vera þeir horn steinar, sem menntaðir íslending ar byggja á framtiðarvelferð sína. En til þess að svo megi verða mega valdhafarnir ekki hafa van- trú á ísland og íslendinga að leiðarljósi. Ef forfeður okkar hefðu alltaf verið að bera kjör in á íslandi saman við það, sem margir þeirra þekktu frá öðvum þióðum, hefðu þeir vafalítjð gef izt upp við að hokra héi við þeirra tíma aðstæður. Einu sinni var hér menntaður og víðreistur lögfræðingur, sem vildi láta flytja alla landsmenn til Jótlands og taldi sig geta útvegað jarð næði þar. Jótland cr að mörgu leyti gott land og vafalítið hefði þetta harðgerða þjóðarbrot, sem nefnist íslendingar, getað koniizt áfram í því landL kannski án þess að vinna eins mikið og beir voru vanir, og átt eitthvað hæg ari daga en í landinu, þar sem þeir áður voru. Samt erum við í dag þakklátir þeim samtíma mönnum lögvitringsins, sem komu í veg fyrir þessa búferla flutninga, vegna þess að við er um stollt af því að vera sjálfstæð þjóð og vitum nú að hægt er að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi á íslandi. Við erum svo lánsöm að úrtölu mennirnir hafa hingað til aldrei ráðið stefnunni, þegar til al- vörunnar hefur komið. Víst er að síendurtekuar vanga veltur ýmissa af valdhöfum þjóð arinnar um það hvort það borgi sig að halda hér uppi siálfstæðu þjóðfélagi vekja andúð og ugg. í hugum meginþorra íslendingaj er það svo sjálfsagður hlutur, að ekki þarf um að ræða. Þegar menn hafa gert upp hug sinn um þetta, er spurningin. sem þarf að svara ekki HVORT hér eigi að halda áfram að búa sjálf- stæð þjóð heldur HVERNIG málum verði svo bezt fyrir kom ið, að lífskjörin geti orðið sem bezt. Þess vegna á ekki að spyrja um það. hvort hér eigi að vera landbúnaður, heldur hvaða ráð stafanir þurfi að gera til þess að hlúa að íslenzkum landbún- aðj.Þess vegna e>- spurt: Á hvern ; hátt er hægt að gera íslenzkan iðnað að sams konar lyftistöng og hann hefur reynzt öðrntn þjóð um? Þess vegna er leitað að leið um til að gera ístenzkan sjávar útveg ennþá arðbærari en hann hefur hingað til verið. Öll þjóðin spyr nú Um úrræði ríkisstiórnarinnar í þessum efn um. í unnhafi þingstarfa birti for sætisráðherrann svonefnda stefnuyfirlýsingu. Hún rúmaðist í einni setningu: Við höldum við reisninni áfram. Þetta bóíti fólki að vonum þunnar trakteringar, því að hingað til hefur •r iórnar- stefnan aðallega verið fólgin í því tvennu, annars vegar að eera það sem í upphafi var tekið fram að alls ekki mætti gera, og hins vegar að gera ekki það, sem átti að gera. Þa ðátti t. d. að leyfa víxl- verkanir kaupgjalds og verðiags, það átti ekki að hafa afskipti af kjaradeiium, það áfiti ekki að við halda niðurgreiðslum. Þetta e>u dæmi um það, sem alls ekki mátti, en það hefur verið gert. Hins vegar átti að stöðva dýrtíð ina og koma atvinnuvegunum á traustan og heilbrigðan grund- völl.. Allir vita, hvernig það hef ur tekizt. Þegar sýnt var, að íólk vildi fá meira að heyra um fyrirætl- anir rík:s9tjórnarinnar, hélt for sætisráðherrann ræðu á Varðar- fundi/ þar sem nánar var frá því skýrt, hvað efst væri á baugi í stjórnarráðinu þessa dagana. Megininntak þess virðist vera þetta: Það er svo dýrt að vera fslendingur, eða eins og segir í Morgunblaðinu í fyrradag: „Auðsætt er og hefur oft verið sagt áður, að erfitt er að halda jafnvægi á lítilli bátskænu, erf iðara að halda henni í jafnvægi heldur en að halda stóru haf-i skipi í jafnvægi”. Ekki alls fyrir iöngu hélt ann ar ráðherra ræðu og var þess mjög fýsandi að hnýta kænunni íslandi aftan í eitt stórt og vold- ugt hafskip. Líkingavalið og hin; tilfærðu orð benda til þess a? fleiri i þeim röðum séu orðniri þvældir í volkinu og þráj öryggii og ábyrgðarleysi það, sem fæst með því að vera hnýttur aftan Lj En óhætt er að fullyrða, að meiri hluti fslendinga vill þetta, ekki. Þeir vilja sjgla sjálfir, en gera sér Ijóst, að til þess þarf bæði áræði og Iag. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að núverandi valdhafar vilji þjóðinnj illa og að axar- sköft þeirra stafi af því. Þvert á móti er vitað, að ráðherrarnir eru hinir mætustu menn, flestir góðum gáfum gæddjr og með talsverða reynslu að bald. Því hefur það oft vakið furðu hversu frámunalega báglega þeim hefur tekizt ráðsmennskan á þjóðarbú inu, þar sem þeir hafa leitt þjóð ina frá velmegun til vandræða á aðeins 7 árum. Margir hafa viljað kenna þetta því, að þeir hafi oftrú á ýmsum kennisetningum, sem þeir hafa viljað þröngva hér í framkvæmd án tillits til þess, hvort þær henta íslenzkum aðstæðum eða ekki, og víst er, að margt, semi miður hefur farið, má rekja til þessa. Sú skoðun á nú vaxandi fylgi að fagna að önnur ástæða sé hér einnig fyrir hendi, það er vantrú á landið og möguleika þess til að búa þjóðinni viðunandi kjör, cn sannað er. að sá maður, sem óttast verkefni sitt og nálg- ast það með því hugarfari, að það sé óleysanlcgt, nær engum árangri í glímunni við það. Væri þetta rétt, sem margir hallast að, fer að verða skiljan- legt hvers vegna atvinnuvegirnir eru svo illa settir, sem raun ber vitni eftir 7 ára góðæri á „við- reisnar“-tímum. FRAM-ÁRMANN Kvennafl. Framh.alri af bls 13 Jónasdóttir 1. Áttunda mark Fram skoraði Fríða Proppé, en hún var frekar óörugg í fyrri hálf leik og missti knöttinn oft. Framliðið kom ágætlega út í þessum leik, og er líklega eina kvepnaliðið, sem notar línuspil að einhverju gagni. Samleikur hðs ins úti á vellinum, er ekki nógu öruggur ennþá, og langskyttur tiðs ins eru allt of fáar. Geirrún <>g Margrét í markinu voru beztar í leiknum á sunnudag, og Haildóra á línunni átti sömuleiðis góðan dag. Ármann lék nú án sinna gamal reyndu og traustu landsliðskvenna þ-e. Svönu, Ásu og Sigríðar. í fyrstu leit út sem hið unga lið ætiaði að standa sig vel, en á daginn kom, að Ármann á enga skyttu fyrir utan Kristinu, sem skoraði fyrstu tvö mörkin. Stein- unn Hauksdóttir skoraði 3ja mark ið. Ármannsliðið getur leikið hratt fyrir utan vörn mótherjanna, en hvað gagnar það, ef aldrei er skot ið að marki? Birgir Bjömsson, FH dæmdi leikinn vel. VALUR-ÍR Framhald af bls. 13. 2, Stefán 2. Mörk ÍR: Þórarinn 4, Hermann 3, Pétur og Gunnar 2 hvor og Erling 1. Daniel Benj mínsson dæmdi leikinn mjög vel. Er hann einn bezti handknattleiks dómari okkkar í dag— alf. VÍKINGAR JÖFNUÐU Framhald >í bls 13 manns, og hann stóð sig framúr- skarandi vel í þessum leik, og skoraði 4 _mörk. Hreinn skoraði 3 mörk, Árni 2, Lúðvík, Olfert og Ragnar 1 hver. Menn biðu nokkuð spenntir eft ir að sjá Víkingsliðið. Liðið olli vonbrigðum að vissu leyti, þvi að sóknarleikurinn var ekki nógu beittur. Annars eru ungu mennirn ir í liðiriu, sérstaklega Einar Magn ússon og Jón Magnússon, eftir- tektarverðir. Mörkin skoruðu Jón 4, Ólafur 3, Þórarinn og Einar 2 hvor, og Rósmundur 1. Leikinn dæmdi Sveinn Kristjáns son og slapp sæmilega frá honum. TÓNLEIKAR Framhald af bls. 9 en vinnst ekki að sama skapi úr og dofnar yfir öllu, er á þátt inn líður. Hljómsveitin gerði það, sem hún megnaði. Fyrirkomulag þessara tón- leika. með fimm mismunandi löng hljómsveitarverk, teygðlsi það mikið á langinn að athygli hlustenda var farin að dofna all verulega og missir þá tónlist in af sínu marki. Sverre Bruland stjórnaði þess um tónleikum með öruggum taktslætti og allgóðri sam- heldni. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.