Vísir - 05.11.1975, Síða 3

Vísir - 05.11.1975, Síða 3
Visir. JVIiðvikudagur 5. nóvember 1975 3 l>etta tengivirki er nú að risa við Korpu, skammt íyrir ofan Korpúifsstaði. — Fullbúið mun það kosta 4-500 milljónir króna, og verður það tilbiiið til fuilrar notkunar i febrúar á næsta ári. bessir hressu náungar voru að vinna við smiði tengivirkis- ins i gær, og hefur það risið á skömmum lima, enda dugnaðarmenn að verki. Þetta nýja tengivirki á að létta þunganum af tengivirkinu gamla viö Elliðaár sem nú er orðið of litið. Þetta er aukning fyrir Reykjavikursvæðið, Suðurnes og Vesturland. Nú er verið að semja um greiðslu á kostnaði við smiði virkisins, en hann skiptist þannig að Landsvirkjun greiðir 37 af hundraði. Rafmagnsveita Reykjavikur 39 og Rafmagns- veitur rikisins 23%. Eins og fram kemur i frétt hér á siðunni eru Landsvirkjun og Rafmagnsveiturnar ekki sam- mála um greiðslu kostnaðar vegna smiðinnar. Ráðstefna Félags ísl. stórkaupmanna: Landsvirkjun segir að skuld RARIK nemi 125 milljónum króna RARIK segir þetta of hátt reiknað. Nœr órjúfanleg skulda- keðja vegna fjárhagserfiðleika Rafmagnsveitur rikisins eiga i miklum fjárhagsörðugleikum, eins og greint hefur vcrið frá hér i blaðinu. Stofnuninni geng- ur illa að innheimta hjá við- skiptamönnum og hefur stofnað til talsverðra skulda hjá Lands- virkjun. Samkvæmt upplý.singum frá Landsvirkjun i gærmorgun nam þessf skuld 124,2 milljónum króna i fyrradag. 107.6 milljónir eru vegna rafmagnskaupa, 8.8 milljónir vegna hluta RARIK i spennistöð við Korpu og 8,8 milljónir vanskilavextir. Þó er tekið fram, að RARIK hafi heimild til að skulda 46,3 milljónir til næstu mánaða- móta, en þessi fjárhæð er gjald- fallin. Hreinar vanskilaskuldir eru þá taldar 78,9 milljónir króna. Landsvirkjun telur að þessi skuld geti valdið stofnuninni erfiðleikum ef ekki fljótlega rætist úr. Erfitt geti orðið að standa i skilum við verktaka við Sigöldu og á lánum og vöxtum. Landsvirkjun hefur tilkynnt að komið geti til kasta Rikis- ábyrgðarsjóðs um næstu mán- aðamót ef hagur stofnunarinnar vænkast ekki. Hjá Rafmagnsveitum rikisins fengust þær upplýsingar að þessar tölur Landsvirkjunar væru ekki með öllu réttar. Enginn samningur væri fyrir hendi um greiðslur RARIK vegna spennistöðvar við Korpu. Fyrirtækinu hefði nýlega borist reikningur vegna vanskila- vaxta, en venjan væri að reikna ekki slikar skuldir fyrr en i árs- lok. Þá hefði RARIK heimild til að skulda hluta af fjárhæðinni til næstu mánaðamóta, þótt hún væri gjaldfallin. — RARIK hefur fengið mjög erfiðlega að innheimta skuldir. Fyrirtækið hefur viðskipti við 19 heild- sölu-kaupendur, aðallega raf- veitur sveitarfélaga. — Skuld Andakilsárvirkjunar nemur nú 20 til 30 milljónum króna, og Rafveita Vestmannaeyja skuld- ar 12 til 15 milljónir. Viðskiptamenn þessara raf- veitna og fleiri hafa átt i mikl- um fjárhagserfiðleikum, og þannig myndast nær órjúfanleg skuldakeðja. Landsvirkjun krefur RARIK um greiðslur, RARIK reynir að innheimta hjá rafveitum sveitarfélaganna sem siðan reyna að fá greitt hjá sinum viðskiptamönnum. —ÁG Ory r i HYLTE barna- BÍLSTÓLAR isleozkur leióarvísir. — Sendum i pcstkröfu um land allt. HYLTE barnabílstóllinn er sá fyrsti, sem fær skil- yrðislausa viöurkenningu sænska umferöarráðsins jfOOl SB. HYLTE barnabilstóllinn hefur þvi staðizt ströng- ustu öryggisprófun heim$. HYLTE barnabilstólinn má taka úr bil og setja i aftur á örfáum sekúndum. Of lágar afskriftir — reksfrahagnaður fyrir- tœkja sýndur of mikill Al'ski'il'tir eru of litlar ef miðað er við eiHlurnýjun livort heldur er uin að ræða vöru eða Iramleiðslu- tæki. Þessar alskriftarreglur koma i veg l'yrir að íyrirtæki geti eiKlurnýjaö tækjakost sinii nema með aukiiu lánsl'é. Verðbólgan brenglar reiknings- skil l'yrirtækja þannig áð vöru- kaup eru vaiimetin, og því sýnir rekslrarreikningur l'yrirtækja inun ineiri hagnað en liann er i raun og veru. Að þessari niðurstöðu komst prófessor Árni Vilhjálmsson i er- indi sem hann flutti á ráðstefnu Félags isl. stórkaupmanna sl. íöstudag. Ráðstefnan var fjölsótt, til hennar mættu um 100 manns. Þessi ráðstefna hafði að við- fangsefni „Fjármál innflutnings heildverslunar”. Erindi fluttu dr. Jóhannes Nordal, prófessor, Árni Vilhjálmsson og Július S. Ólafs- son f'ramkvæmdastjóri félags isl. stórkaupmanna. Ráðstefnunni lauk með panel- fundi þar sem Jóhannes Nordal, Jónas Haralz. Ingólfur Jónsson, Árni Vilhjálmsson, Gisli V. Einarsson, og Jóhann J. Ólafsson sátu fyrir svörum. Á ráðsteínunni kom fram að af- koma innílutningsverslunar hefur versnað að mun og skammtimalán aukisf verulegá. Astæðurnar eru m.a. stóraukinn kostnaður launa og vaxta, sölu- stöðnun og samdráttur i ýmsum greinum. í erindi prófessors Árna Vilhjálmssonar kemur fram að afskriftirnar eru reiknaðar af upphaflegu kaupverði, og taka skattreglur i aðalatriðum mið af þvi. En þar sem oft liða ár frá þvi að tæki er keypt og þangað ti! nauðsynlega þarf að endurnýja þaö getur kaupverðið marg- ialdast. Dæmi: Tæki keypt fyrir fimm árum og kostar þá eina milljón. Nú kostar það 10 milljónir. Afskriftir reiknast af milljóninni svo fyrirtækið hefur saínað i fyrningarsjóð einni milljón króna til þess að kaupa 10 milljón króna tæki. — EKG. 4-500 milljón króna tengivirki hjá Korpu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.