Vísir - 05.11.1975, Side 19

Vísir - 05.11.1975, Side 19
Vísir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 '19 • • -EB Þjóðleg ekki olþjóðleg í hlíðum Alpafjalla SVOLURNAR STYRKJA BÖRN MEÐ SÉRÞARFIR Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja gengst fyrir stórbingói i Súlnasal Hótel Sögu n.k. fimmtudag 6. nóvember kl. 20.30. Fjöldi glæsilegra vinn- inga er á bingóinu og er verðmæti þeirra um 350 þúsund kr. Stjórn- andi verður Svavar Gests. Auk þess verður tiskusýning frá tisku- versluninni Evu. Kaupmannasam- fökin 25 óra á laugardaginn Kaupmanuasamtök islands eiga 25 ára afmæli næstkom- andi laugardag. Samtökin voru lormlega stofnuð 8. nóvember 1950. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt, m:a. með hátiðar- samkomu i Atthagasal Hótel Sögu á laugardaginn. Núverandi formaður sam- takanna er Gunnar Snorrason, varaformaður er Sveinn Björnsson. Aðrir i fram- kvæmdastjórn eru: Leifur Is- ieifsson, Hreinn Sumarliða- son, og Sigurður Matthiasson. Nánar verður sagt frá afmælinu og samtökunum sið- ar i Visi. Félagið afhenti nýlega Fæðingardeild Landspitalans 2 tæki, sem notuð eru við framköll- un á fæðir.gu. Verðmæti tækjanna er 550 þúsund krónur. Þá hefur félagið einnig veitt tveimur kennurum barna með sérþarfir námsstyrki, kennara úr Höfðaskólanum vegna eins árs náms i talkennslu i Danmörku, og sérkennara vegna námskeiðs i Danmörku þar sem hann kynnti sér nýjungar á sviði fjölfatlaðra. Einnig er félagið með sölu á jólakortum, teiknuðum eftir börn i Höfðaskólanum. Allur ágóði af bingóinu og jóla- kortunum rennur til styrktar börnum með sérþarfir, en félagið hefur ákveðið að vinna áfram að málefnum þeirra. Ég verð nú að segja eins og erGunna min að mér finnst að við liefðum átt að biða með litasjónvarpið — og liafa þó eitthvað til að sitja á!!!!! Á skiöum Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður hafði samband við blaðið, vegna meinlegrar villu i baksiðufrétt i Visi 28. okt. þar sem sagt er frá þingi kvikmynda- gerðarmanna. Þar segir: „....skorað á Alþingi að taka föstum tökum gerð lög- gjafar um kvikmyndir og kvik- myndasjóði sem er sjálfsagt grundvallarskilyrði fyrir þróun alþjóðlegrar kvikmyndargerðar á íslandi.” t stað alþjóðlegrar á að vera þjóðlegrar, og biðjumst við afsökunar á mistökunum. Þorsteinn sagði ennfremur að islenskir kvikmyndagerðarmenn hefðu að sjálfsögðu áhuga fyrir alþjóðlegri kvikmyndagerð en til þess þyrfti ekki stuðning Alþing- is. Hins vegar væri brýn þörf á aðgerðum Alþingis fyrir þjóðlega islenska kvikmyndagerð, til þess að hún standist samanburð við kvikmyndagerð annars staðar. — EB. Söluhagnaður sölunefndar I viðtali við Helga Eyjólfs- son forstjóra Sölunefndar varnarliðseigna i Visi fyrir stuttu kom fram, að ágóði rikisins af sölunefndinni, með söluskatti, á siðasta ári hefði verið á milli 45 til 60 milljónir. Þarna átti að standa ,,á undanförnum árum”. Ágóðinn hefur sem sé hlaupið á bilinu frá 45 og upp i 60 milljónir á hverju ári. Siðastliðið ár var ágóðinn hinsvegar 27,5 milljónir, að viðbættum sölu- skatti. — ÓH. Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu Myndin talið frá vinstri: Jóhanna Björnsdóttir, gjaldkeri, Edda Laxdal, ritari, Lilja Enoksdóttir, vara- formaður, Jóhanna Sigurðardóttir, formaður, prófessor Sigurður S. Magnússon, Kristin I. Tómasdótt- ir, Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir, Agúst N. Jónsson, Hanna Antonsdóttir og Davið Gunnarsson, aðst. frkv. stj. Rikisspitalanna. Morguninn eftir, snemma, er stigió á skíöin og haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti meö fullkomnu ”apré ski". Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvaliö viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Skíöafólk leitió upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, feröaskrifstofunum og umboðsmönnum. FLUCFÉLAC /SLANDS LOFTLEIDIR Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á verói frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíöum í sól og góðu veöri allan daginn, og þegar heim er komið, bíöur gufubaö og hvíld, góöur kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.