Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. 255. tbl. — Þriðjudagur 8. nóvember 1966 — 50. árg. Auglýsing í Timanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. ð Þingkosningar í Hessen: Ný-nazístar fengu 8 sætí! NTB-Bonn, mánudaS. Hin mikla fylgisaukning þjóð emisjafnaðarmanna í kosning- um á landsþingið í Hessen í Vestur.Þýzkaiandi hefur vakið mikla athygli og um leið óhug, þar sem flokkur þessi er talinn sameiningarflokkur gamalla naz ista og nýnazista. Hlaut flokbur- inn, sem stofnaður var fyrir að- eins tveim árum, 224534 atkvæði eða 7.9% greiddra atkvæða og 8 af 96 þingmönnum. Er þetta í fyrsta sinn, sem flokkurinn fær fulltrúa á löggjafarþingi sam- bandslands. Blaðafwlltrúi Bonnstjórnarinn ar, von Hase, færðist í dag undan að segja nokkuð um, hvort þessi sigur þjóðernisjafnaðar manna (NDP) fæli í sér hættu fyrir ríkið og þingræðið í Vestur- Þýzkalandi. Sagði von Hase, að þegar allt kæmi til alls, væri þessi fylgisaukning flokksins ekki óvænt. Hins vegar sagði foringi jafnaðarmanna, Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, að framgangur þjóðernisjafnaðar- ntaitna væri bein afleiðing af stjömarkreppunni í Bonn og klofn iíignum innan stjómarflokksins. Stjórnmálafréttaritarar í Bonn, eru hins vegar á einu máli um, að kosningaúrslitin í Hessen og fyigisaukning hins hægri sinnaða öfgaHokfcs, séu mikil tíðindi. í Pramhald á bls. 14 Aðils, — Kaupmannahöfn, mánud. f morgun hófst munnlegur málflutningur í handritamálinu fyrir Hæstarétti Danmerkur, cn í málinu dæma 13 hæstaréttar dómarar — eða allir nema Helga Pedersen og Mogens Hvidt, sem bæði hafa áður komið við sögu liandritamálsins og eru því eigi dómhær talin. — Rétturinn var þéttsetinn áheyrendum, er mál- ið var tekið fyrir. Meðal við- staddra var ambassador Islands, Gunnar Thoroddsen. Dómfundur hófst með því, að dómsúrskurður landsréttarins, sem er 22 síður, var lagður fyrir réttinn. Poul Srhmith, lagði from kröfu um, að dómur landsréttar- ins yrði staðfestur. Því næst lagði Christrup hæstaréttarlögmað ur fram kröfu sína um að úrskurð ur landsréttar verði úr gildi felld ur, enda sé um stjórnarskrár- brot að ræða. C'hristrup hóf síðan munnlegan málflutning sinn og færði fyrir máli sínu sömu rök og áður. Taldi hann, að skilningur væri fyrir því í Danmörku, að íslendingar hefðu þá ósk heitasta, að fá handritin _____________________________________________ til íslands, en að Ámasafn jrði Myndin er tekin á tröppum Hæstarétfar, aö loknunri múnnlegum mál-jað Verja rétt sinn til þessar fjár- flutningi í handritamálinu fyrir hádegi í gær. Talið frá vinstri: Gu.nnar sjóða. Taldi Ohristrup, að mál Björnsson, verzlunarfulltrúi, Gunnar Thoroddsen, ambassador, og Páll S. I væri einstakt í heiminum Pálsson, hæstaréttarlögmaður. (Tímamynd—Polfoto). |' Handritamálið fyrir Hæstarétti: MÁLFLUTNINCUR í FIMM DAGA? er, að ætla sér að afhenda OFBOÐSLEGT TIÓN í FLÓÐUNUM MIKLU Á ÍTALÍU: 120.000 VID BJðRGUNARSTðRFIN! öðru ríki eignir, sem j 250 ár hefðu tilheyrt ákveðinni stofn- un. Því næst rakti Christrup sögu handritanna og notaði sömu sagnfræðilegu heimildir og rök Framhald á bls. 14 DEN DANSKE FORSKER...! EJ-Reykjavík, mánudag. Sum dönsk blöð hafa skrif að mikið um handritamálið, og rekið þar oft einkennilegan málflutning. Þó mun ekk- ert blað fyrr en nú þann 3. nóvember hafa gengið svo langt að gera Árna Magnússon að Dana. Þessi fræði er að finna í Beríingske Tidende umrædd- an dag. Þar birtist löng grein í til efni þess, að handritamálið er komið fyrir hæstarétt í Dan- mörku, og segir þar orðeétt, að deilt sé um afhendingu hand rita, „sem danski vísindamað urinn Ámi Magnússon safn- aði á íslandi á 17. öld“. Oft hefur verið deilt um þjóðerni ýmissa frægra íslend inga, en þó er þess efcki að minnast, að viri; og að því er ætla skyldi, ábyrgt dagblað í Danmörku hafi áður fyrr breytt Árna Magnússyni í danskan mann. Svo sem allir íslending ar vita, var Árni fæddur á Kvennabrekku j Dölum vestur Framhald á bls. 14. NTB-Róm, mánudag. Dauði og eyðilegging blasti við sjónum björSunarmannanna, sem komu til flóðasvæðanna í suðurhluta Dólómitanna á ítal- íu í dag. Fjöldi þorpa hefur ger samlega grafizt í skriðuföllum og bóndabæir, vegir og brýr, hafa bókstaflega sópazt brott, er ár flæddu yfir bakka sína og ruddu sér braut, ofan úr fjöllum. Mann tjón er sennilega mest á þessu svæði. í dag kom hver herflokkur inn af öðrum á vettvang til að taka þátt í björgunarstarfinu, sem er gífuríega umfangsmikið. Opinberlega hefur verið stað fest, að 120 manns hafi farizt, en talið er víst, að manntjón sé, miklu meira- Lauslega er áætlað, að 120 þúsund manns vinni að björgunarstörfum og á Norður-ítal íu einni er talið, að 70 þúsund manns hafi flúið heimili sín frá því flóðin hófust fyrir þrem dög um. Hins vegar er líklegt, að marg ir hafi nú snúið aftur heim, þar sem flóðin eru tekin að sjatna. Gífurlegt tjón varð í Flórenz og urðu metri skemmdir þar á listaverkum en í allri síðari heims styrjöldinni. Ekki er nokkur leið að gera sér enn grein fyrir, hversu mikið fjárhagslegt tjón hefur orð ið í flóðunum. í Feneyjum og Pódalnum vinnalina. Sumar fréttir herma, að vatnsl í heild má þó segja, að flóðin þúsundir hermanna og sjálfboða- borðið haldi áfram að hækfca séu nú að minnka og er sólin liða baki brotnu við að styrkja og þúsundir manna í viðbót hafi skein í Flórenz í dag, byrjaði flóðgarða, sem brustu um helg-1 yfirgefið heimili sín. | Framhald á bls. 14. Flóöin á Ítalíu eru nú tekin að sjatna, eins og þessi mynd frá Flórenz sýnir. Hin sögufræga listaverkaborg varð einna harðast úti og mikið tjón á mörgum listaverkum. Á myndinni sést bátur liggja á götu inni í miðri borginni. Að baki er hið fræga listaverk Benvenuto Cllini, Perseus, á hinu sögufræga torgi, Piazza della Signoria.. Myndin er tekin á laugardag. Beijast um kýr! NTB-Nýju Delhi, mánudag. Mörg hundruð Indverjar, und ir forystu „heilagra Hindúa, trylltust gersamlega í Nýju Delhi í dag, er það fregnaðist, að stjórn in hefði ákveðið að leyfa slátrun hins heilaga dýrs, kýrinnar. Réð- ist múSurinn gegn lögreglusveit um, braut og bramlaði, og kveikti í byggingum. Lögreglan beitti skotvopnum og táragasi gegn nranngrúanum sem með öskrum og óhljóðum, gerði tilraun til að brjótast inn í þinghúsið. Hinir „heilögu” menn, sumir kviknaktir og smurð ir olíu og ösku réðust til atlögu gegn lögreglumönnum, en þús- undir manna að baki þeirra, kveiktu í bifreiðum og húsum, svo að svari reykský huldi götur borgarinnar. Opinberlega hefur ver ið starfest, að sjö menn hafi fall ið í skothrið lögreglunnar og 45 særzt Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.