Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 1966 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug. lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Æðsta ráðið þingar Þjóðviljinn birtir nú dag hvern flennimyndir og stór- fyrirsagnir af “15. flokksþingi Sósíalistaflokksins“, og lætur drjúgt af því, aS þar séu mikil ráS ráðin um flokks- starfið og landsmálin. Skal það sízt í efa dregið, að mikil hátíð sé nú hjá kommúnistum, sem þykjast báðum fótum í jötu standa. Þarna situr Æðsta ráðið á fundi og skipar málum Alþýðubandalagsins. — Fyrir kosningar í vor létu kommúnistar og samfylk- ismenn þeirra svo, að nú ætti að gera Alþýðubanda- lagið að sjálfstæðum stjórnmálaflokki, og voru hafðir uppi alls konar tilburðir, sem sýna áttu alvöruna í undir- búningnum. Ýmsir trúðu því, að nú mundi Alþýðubanda- lagið koma-skírt úr herleiðingunni hjá kommúnistum sem óháður, lýðræðislegur stjórnmálaflokkur, er lvti í engu húsbóndavaldi kommúnista eða Sósíalistaflokksins, og guldu því atkvæði sitt í góðri trú. Síðan var landsfundur Alþýðubandalagsins haldinn, og augljóst er, að til hans hefur komið nokkur hópur' fundarmanna í því trausti, að nú yrði hið langbráða spor stigið og flokkurinn stofnaður. kommúnistum loks þok- að úr húsbóndasætinu og lýðræðissinnaðir foringjar tækju við. .Fyrir þessu börðust beir ötullega, sem nvia flokkinn vildu stofna, í ræðum og tillögum á þinginu. eins og nú er greinilega upplýst Fn beir komu að lok- uðum dyrum. Sósíalistaflokkurinn Æðsta ráðið. er ætíð hefur ráðið lögum og lofum í Alþýðubandalaginu. réð enn öllu, samþykkti aðeins það, sem því líkaði. hafnaði með öllu flokksstofnun og öðrum umbrotum. en sneið Alhvðu- bandalaginu stakkinn enn betur við sitt hæfi. gerði lög þess fyrst og fremst að vegabréfi flokksbundinna komm únista inn 1 Alþýðubandalagið. og miðaði allt við að gera þetta gamla húðfat sitt sem skjólbezt að nýju. Þannig lauk þingi Alþýðubandalagsins. En meðan það stóð. var lítið minnzt á annað bing, sem í vændum var. því að hvað bíður síns tíma. En varla voru landsfundarmenn Alþýðubandalagsins risnir úr sætum að fundi slitnum, er samin var og banin vfir forsíðu Þjóðviljans tilkynning um 15. þing Sósíalistaflokksins eftir örfáa daga. Mun flokksþing aldrei hafa verið boðað með svo skömmum fvrirvara. Og það er ekki að sjá á Þjóðviljanum. að það þing sé nein útfararathöfn. Þar er fyrst og fremst rætt um , næstu verkefni flokksins“- Þar er rætt um, hvernig Alþýðubandalaginu skuli beitt sem gæru eða t^eki í næstu stjórnmálaátökum kommúnistum til sem mestra hagsbóta. Þar situr Æðsta ráðið á þingi og skipar málum. meðan Alþýðubandalagsfólkið heldur heim vonsvikið yfir erindisleysu á landsfund. Ljósið, sem hvarf Einn maður hefur alveg sérstöku hlutverki að gegna í þessum loddaraleik með hrekklaust fólk. Sá heitir Lúð- vík Jósefsson Hann er varaformaður Albvðubandalags- ins, og einnig vararformaður Sósíalistaflokksins. Hann gegnir hinu mikilvæga hlutverki yfirfeldskerans og þyk- ir takast frábærlega- - Fyrir kosningarnar í vor var kappkostað að. sýna fólki. að Alþýðubandalagið væri nýtt Ijós. á .íslenzkum stjórn- málavettvangi ljós, sem lýsa mundi fram á nýja leið. Eftir haustþingið er Alþýðubandalagið aðeins liósið sem hvarf. Það er horfið aftur inn í kuldann En sem betur fer sjást þess ýmis rnerki, að ekki muni allir sem litu það vonarauga í vor, hafa í hyggju að elta það þangað. TÍMINN r* Páll Þorsteinsson, alþingismaður: Samgöngumál Byggðin á landi hér er tlreifð umhverfis landið. Aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar er jþannig háttað, að meirihluti sjávaraflans kemur á land ut- an mesta þéttbýlisins. Sveitirn ar skila landbúnaðarframleiðsl unni, en stærsti markaðurinn fyrir búvörur er á höfuðborSar- svæðinu- í þéttbýlinu við Faxa flóa eru stærstu iðnaðarfyrir- tækin, þar á meðal áburðar- verksmiðjan og sementsverk- smiðjan. Innflutningi til lands ins hefur og verið þannig hag- að, að meginliluti þess vöru- magns, sem til landsins er fluttn er sett á land í Reykja- vík og síðan verður að dreifa vörunum þaðan út um lands- byggðina. Allt þetta sýnir ótví- rætt, að þörfin á vöruflutning- um milli héraða og landshluta er mjög mikil og líkur benda til, að sú þörf fari vaxandi- Hvernig á að leysa af hendi þetta verkefni? Flugið er ómetanlegur þátt- ur í samgöngukerfinu, og það hefur á skömmum tíma tekið miklum framförum. Þróun flug mála heldur áfram og verður vafalaust ör framvegis sem fyrr. Þrátt fvrir það er ekki rétt að gera ráð fyrir, að flugið geti annast i verulegum mæli flutning á þungavörum milli landshluta og leyst if hólmi skip og vörubifreiðei Skipaútgerð ríkisins hefur gegnt því hlutverki hátt á fjórða áratug að halda upv>i samgöngum með ströndum fram. Skipakostur þess fyrir- tækis var endumýjaður og aukinn að sumu leyti og að öðru leyti skömmu eftir stríðs- lok. Yngsta skipið, sem Skipa- útgerðin rekur, > ar smíðað 1959- Þau skip, sem orðin eru 18—27 ára gömul, eru mjög viðhaldsfrek og að öðru leyti orðin óhentug í rekstri m.a. vegna þróunar annarra sam- gangna á tveim síðustu áratug- um. Til þess á að miklu leyti rót sína að rekja sá halli, sem orðið hefur á rekstri Skipaút- gerðarinnar hin síðari ár. Að- kallandi er að láta hefja smíði nýrra, hentugra skipa til strand ferðanna. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt áhuga á því, en gerir hins vegar nokkuð oft að umtalscfni, að framlag ríkis- sjóðs til Skipaútgerðarinn- ar hefur að undanförnu num- ið árlega 30—40 millj- kr. Þetta framlag til Skipaútgerð- arinnar hefur þó hliðstæð áhrif og niðurgreiðslur á vöru- verði úr ríkissjóði. Það hefur áhrif til lækkunar á flutnings- kostnaði og til jöfnunar á vöruverði gagnvart þeim, sem flutninganna njóta, en það er . ekki sízt fólkið, sem er undir- Páll Þorsteinsson staða þjóðarbúsins- Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að selja tvö strandfcrðaskip. Hið þriðja er í lamasessi um stundarsak- ir. Til að fylla í skarðið er tékið eitt skip á leigu til strand ferða. Af þesssu er augljóst, hvernig horfir um þá mikil- vægu þjónustu, sem Skipaút- gerð ríkisins þarf að annast, meðan ekki er, fenginn nýr skipakostur vegna starfseminn ar- Á undanförnum árum hafa stórar bifrciðar verið í förum á hverju sumri til vöruflutn. inga frá Reykjavík um Norð nrlana og Austurland til Hcrna ija'ðar, Svo fast hefur flutn- úigapörfin komið á, að þetta tr Seri þótt um langa og err''4a f.'utnfnga sé að ræða — <>8 þótt þeir reýni mjög mikið á vegakerfið- Ef akvegasambandi yrði komið á sunnanlands með brúargcrðum á Skeiðarársandi, styttist bílfær leið milli Reykja víkur og Hornafjarðar um ná- lega helming miðað við Norð- urlands- og Austurlandsveg og yrði lítið eitt Icngri en leið in milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Á Alþingi 1953—‘54 var brú á Hornafjarðarfljót tekin í brúarlög. (Lög nr. 37 20- apríl 1954). Nokkrum árum áður hafði því máli fyrst verið hreyft á Alþingi. Þá mætti það nokkurri tregðu og þær radd- ir heyrðust, að Hornafjarðar- fljót myr.du aldrei verða brú- uð. Reynslan sannar, að þeir, sem beittu sér fyrir því, að fyrirheit yrði gefið í lögum um brú á Hornafjarðarfljót, höfðu rétt að mæla. Á rúmum tuttugu árum hafa verið byggðar í AusturSkafta- fellssýslu þrjátíu brýr. Þar af er þriðjungurinn í flokki smá brúa 4—10 m. langar. Hér ej líka um að ræða stórvirki, svo sem mannvirkin við Jökulsá í Lóni, Ilornafjarðarfljót, Hó.lms á, Steinavötn, Fjallsá og brúna, sem er í smjðum, yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi Og nú vantar aðeins herzlu- muninn til þess, að þurr vegur sé að kajla milli vestasta og austasta bæjar í Austur-Skafta fellssýslu, en sú vegalengd er um 190 km. Þegar þessu marki er náð, verður kominn sam- felldur akvegur umhverfis land ið, nema yfir Skeiðarársand, þ. e. 30 km. kafla milli Skafta- fells og Lómagnúps. Þessi 'vegarkafli er lang erfiðasti þröskuldurinn á þjóðveginum umhverfis landið, einkum vegna hinna stórfelldu náttúru hamfara í Skeiðarárhlaupum. Síðasta Skeiðarárhlaup kom í september 1965. Verkfræðing ar Vegagerðar ríkisins lögðu kapp á að kynna sér aðstæð- ur við Skeiðará, meðan hlaup- ið stóð og eftir að það rén- aði- Næstu tvö ár mun verða haldið áfram verkfræðilegum athugunum á Skeiðarársandi með mannvirkjagerð fyrir aug um. Á Alþingi 1968, þegar sett verður ný vegáætlun til fjög urra ára og að fengnum til- lögtam verkfræðinSa, mun verða úr því skorið, hvort ráð- izt verður í að tengja akvega- sambandið sunnanlands og jafnvel ákveðið, hvernig mann virkjum á Skeiðarársandi verð- ur hagað, ef til kemur. Öllum má það ljóst vera, að í þessu efni er til mikils að vinna fyrír samgöngur og at- vinnhvegi landsmanna. Eftir góðum akvegi sunnan jökla verður rösklega dagleið á bifreið frá Reykjavík austur í Suður-Múlasýslu. Slík sam- gönguæð yrði mikil lyftistöng hinu gróskumikla atvinnulífi á Austfjörðum. Leiðin frá Eskifirði suður eftir ströndinnj um Skaftafells- sýslu og Suðurlandsundirlend- B ið er svo snjólétt, að hún yrði að líkindum fær mikinn hluta vetrar. Og kostað er kapps um að halda jafnan opinni leið um Fggradal til Fljótsdalshéraðs. Með hringvegi um landið væru skapaðir nýir möguleik- ar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Það hlýtur og að vera metn- aðarmál vaxandi þjóð með tækni og þekkingu nútímans að vopni að bera sigur af hólmi í baráttu við óvægin náttiiruöfl á landi sínu. Páll Þorsteinsson. ÞRIÐJUDAGSGREININ MS Listaverkabók Gunnfríðar myndhöggvara komin út GB—Reykjavík, fimmtudag. í dag kom á bókamarkafSinn Listaverkabók Gunnfríðar Jónsdótt ur myndhöggvara, bók í stóru broti með þrjátíu og þrent mynda síðum, með einni mynd á hverri síðu. ’ Forspal) að bókinni rítar Stein grímur Davíðsson. þar sein nann rekur .ævi og starfsferil Gunntríð ár, og fýlgja forspjallinu margar myndir. Ijósmyndir af foreldrum Ustakonunnar og margar af henni sjálfri á ýmsum aldri, teknar bæði hérlendis og erlendis. Einntg er i formálanum Ijósprentað bréf trá Einari skáldi Benediktssyni til lisfa konunnar. Framan á kápu er prent uð ljósmynd af granitstyt.tunni Landsýn. sem stendur bjá Strand arkirkju. og er sú stytta 3 metra há með stöpli. Bókin eg gefin út á kostnað listakonunnar. Fnj Gunnfríður er þjóðkunn fistakona, og hún er líka eina kon an. sem til þessa hefur gefíð út bók með niyndom af 'tstaverkuro sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.