Tíminn - 08.11.1966, Side 7

Tíminn - 08.11.1966, Side 7
ÞRIÐJI^DAGUR 8. nóvember 1966 ÞINGFRETTIR TÍSVBNN ÞINGFRETTIR • • LISTASOFN OG LISTSYN- INGAR UTAN REYKJAVÍKUR Ingvar Gíslason flytur ásamt Ólafi Jóhannessýni tiHögu til iþingsályktunar í sameinuðu þingi um listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur. TJUagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til þess að gera til- lögur um stofntm og starfrækslu opinberra listasafna utan Reykja víkur. Jafnframt skal nefndin gera tillögur um það í samráði við sam- f ök m yn dli starjrranrra' hve rn ig helzt maatti stuðla að því, að haldnar verði fleiri myndlistarsýning ar, (samsýningar og sérsýning- ar), utan höfuðborgarinnar. — Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ritissjóði. í greinargerð segin Tillaga þessi hefur áður verið flutt, en ekki Klotið afgreiðslu. Fylgdi henní svohTjóðandi grein- argerð: Landsbyggðin utan Reykjavíkur er ærið fasfcek dð listasöfnum og undantekniíg, ef myndlistar- menn þjóðírinnar sýna verk sin opinberlegí annúrs staðar en í Reykjavíkt Jafnvei á Akureyri eru myndlistapýningac fágætir við- burðir. STkt ástand er engan veg- inn 'freilkvænlegt. Hversu háska- legt. sen það er landsþyggðinni að dragíst aftur úr í atvinnuleg- um efnum, — og um það er e»g- mn ágremingur — þá felst einn- ig dulin, ef efckl augljós hætta, þegar menningarskilyrði eru að yerulegum mun lakari á einum stað en öðrum. Félags og menn- ingarlegur ójöfnuður meðal þjóð arinnar, hvort heldur er milli ein stakra stétta eða landshluta, hef- ur hættu í för með sér, sem gefa þarf nánar gætur og hindra sem framast má verða. Telja má með réttu, að löngum hafi menningarlegur jöfnuður, verið aðal íslenzku þjóðarinnar. Lista- og bókmenntaáhugi var sam eign allra, hvort sem þeir voru efnaðir eða örsnauðir. Menning arskilyrði voru almennt lík í lands hlufunum. Því er vari; að heilsa nú á tímum. Ójöfn menningar- skilyrði eru næsta áberandi í land inu. Þær tvær listgreinar, t- d. sem gróskumestar hafa verið síð- ustu áratugi, myndlist og tónlist óru mjög einskorðaðar við Reykja vík. Á það þó alveg sérstaklega við um myndlistina. Listsýning- ar, hver annarri. betri, eru tíð- um haldnar í höfuðborginni. Líð- ur varla sú vika, að ekki sé eitt- hvað að gerast í Listamannaskál- anum eða Bogasal Þjóðminja- safnsins. Menntaskólanemar í Reykjavík hafa komið upp tveim ur ógleymanlegum myndlistar- sýningum í vetur í húsakynnum skólans. Útlend list er einnig sýnd við og við í höfuðborginni. Með þessu er þó alls ekki sagt, að ekkert standi til þóta í listmál um höfuðborgarinnar. Lista- mannaskálinn er t.d. gerónýtt hús og með öllu ósamboðinn sem list sýningarstaður. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að Reyikjavík ein nýtur nær alls þess sem gerist í myndlist á fslandi. Þessi mál em almennt í algerri vanrækslu úti um landið. Úr þeim þarf að bæta með sérstöku|ogskipu legu átaki í anda þeirrar tillögu, sem hér er flufct. Þjóðfélaginu ber að búa svo um hnútana, að öllum landsmönnum sé tryggð sem jöfn ust aðstaða til að kynnast því, sem gerist og gerzt hefur í listum hér | á landi. Með þeim hætti má skapa! frjálsa list fyrir fólkið, gera list-1 ina að álmenningseign. Eitthvað er bogið við i menningari^s ójafnaðar. Slík þró- það þjóðfélag, sem stefnir tilun er þeim mun ógeðfeildari hér Ingvar Gíslason á iandi, sem vitað er, að íslenz'ia þjóðin hefur ávallt verið listelsk og listnjótendur óháðir þjóðfé- lagsaðstöðu og búsetu. Enda er mikill áhugi á listum í sveitum og kaupstöðum víðs vegar um landið. I%un» áhuga má glæða og veita fúllfcaegju með skynsamlegri list- kynningu og stofnun listasafna svo víða sem kostur er. Þeir tiltölulega fáu iistamenn, sem sýnt hafa verk sín úti um land haaf orðið aufúsu- gestir. Stofnun listásafna utan Reykja víicur þarf að undirbúa svo vel, að við verði unað um langa fram- tíð. Fjárhags- og skipulagsgrund völlur verður að vera traustur og veita svigrúm til eðlilegrar fram þróunar. Þótt listasöfn séu stofn- uð i kaupstað, sýslu eða stærri landshluta, þá ber þeim eigi að síður að vera á „landsmælikvarða“ þau eiga að sækjast eftir hinu bezta í listum. En æskilegt er og raunar sjálfsagt, að þau sinni einn ig sérstaklega þeirri listsköpun, sem kann að eiga sér stað inn- an hvers safnhverfis. Mundi þá væntanlega koma í ljós betur en ella, hvers virði slík list er í raun og veru. En umfram allt ættu al- menn listasöfn að gefa sem sann- asta mynd af listmenningunni á hverjum tíma. Annað aðalatriði þessarar til- iögu er, að ráð verði fundin til þess að fjölga myndlistarsýning- um utan höfuðborgarinnar. Ef -til vill er fjölgun listsýninga nauð- synlegur undanfari stærri að- gerða í listmálum landsbyggðar innar. Virðist það og tiltölulega auðleyst verkefni. Víða eru sæmi legar aðstæður til myndlistar- sýninga, og ef þær væru nýttar sem kostur er, mætti stórlega fjölga listsýningum úti um land án teljandi viðbúnaðar eða kostn aðar. 1 Veiðifélag stofnað um Mýrarkvísl Reykjahverfi og vatnasvæði hennar Síðastliðinn föstudag hinn 4. i lagsstofnunina, og hún samþykkt nóvember, komu landeigendur og með öllum atkvæðum veiðirett veiðiréttareigendur við Mýrar- og areigenda. Reykjakvísl, Langavatn, Geita- j í stjórn hins nýstofnaða veiði fellsá, Kringlugerðisá og Kringlu-; félags voru þessir kosnir: vatn í Suður-Þingeyjarsýslu sam an á fund í félagsheimilinu að Hveravöllum í Reykjahverfi og, stofnuðu. með sér veiðifélag um fyrrgreint vatnahverfi, að fengnu samþykki veiðimálastofnunar innar, samkvæmt lögum um lax og silungsveiði. Á fundinum voru mættir 29 af 36 veiðiréttareigendum auk Jakobs V. Hafsteins, lögfræðings í Reykjavík, sem væntanlegs leigu taka vatnahverfisins, enda hafði fhann í ágústmánuði síðastliðn- um hvatt hlutaðeigandi með ítar legu bréfi til slíkrar veiðifélags stofnunar, fyrst og fremst með laxarækt í þessu víðáttumikla vatnahverfi fyrir augum. í byrj- un september síðastliðnum var svo undirbúningsfundur að félags- stofnuninni haldinn með mikilli þátttöku veiðiréttareigenda. Mjög mikill áhugi var ríkjandi á stofnfundi veiðifélagsins, um ræður miklar og fjömgar, og full komin samstaða að lokum um fé- ★★ Emil Jónsson mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um staðfestingu á alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna. ★★ Elnar Olgeirsson mælti fyrir frumvarpi um barnaheimili og fóstruskóla. , ★★ í efri deild var fram haldið 1. umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um almannavarnir. Ræddi Jóliann Hafstein um þróun þessara mála hér á landi. Svaraði hann ræðu Alfreðs Gíslasonar. Alfreð Gíslason sagði, að ekkert væri gert raunhæft enn í almanna- vörnum Iandsins. ★★ Gils Guðmundsson inælti fyijir frumvarpi sínu um iistamannalaun og Listasjóð. ! Hermóður Guðmundssson, bóndi í Árnesi, Vigfús Guðmundsson, bóndi og oddviti að Laxamýri, Jó- hannes Kristjánsson, bóndi í Klambraseli, Jón Buch Einarsson, bóndi að Einarsstöðum og Pétur JónSSon, bóndi í Árhvammi, en í varastjórn Gunnlaugur Gunnars son, bóndi í Kasthvammi og Tryggvi Óskarsson, bóndi að Þverá. Fundurinn kaus í arðskrárnefnd þá Atla Baidvinsson, bónda að Hveravöllum, Steingrím Bald vinsson, bónda í Nesi og Hreiðar Arnórsson, bónda í Árbót. Endur skoðendur voru kosnir þeir Jón Gunnlaugsson, bóndi í Skógum og Þórður Jónsson, bóndi í Laufa- hlíð. Fundurinn samþykkti einróma að leita fyrst samninga við Jakob V. Hafstein um leigu á vatnahverfi félagsinS til næstu 10 ára, fyrst og fremst á grundvelli laxaræktar í vatnahverfinu, og að gerður yrði varanlegur göngufiskavegur upp Þverárfossa, sem hingað til hafa verið ólaxgengir. í framhaldi af umræðum um laxfiskaræktunarmálin, klak kyn bætur og eldi, samþykkti fund- urinn eftirfarandi ályktanir, er sendar yrðu þingmönnum kjör- dæmisins, svo og einnig blöðum og útvarpi, samhliða fréttinni um félagsstofnunina: „Fundur i Veiðifélagi Mýrar. kvíslar og vatnahverfis heuiiar, haldinn að félagsheimilinú að Hveravöilum í Reykjahverfi, föstú daginn 4. nóvember, 1966 sam þykkir að beina þeirri áskorun til allra þingmanna Norðurlands- kjördæmis eystra, að þeir á yfir standandi Alþingi beiti sér fyrir setningu og framgangi eftirtai- inna mála: 1. Að leggja fyrir Alþingi sér- stakt frumvarp um byggingu full kominnar klak- og eldisstöðvar á laxfiski við vatnasvæði Laxár í Aðaldal, þar sem lögð yrði aðal- áherzla á ræktun og eldi á hinum væna og sterka stofni úr Laxá í Aðaldal í stórum stíl, svo að dreifa megi eldis- og gönguseiðum frá stöðinni í íslenzkar laxveiðiár, og á þann hátt stórauka og um leið bæta hinn íslenzka laxa- stofn, jafnframt því einnig að dreifa seiðum úr þessari klak- og eldisstöð til annarra ríkisklak- stöðva og einkaklakst. með þjóð- ar hag og heill fyrir augum. Lögð sé áherzla á það í ' væntanleg- um lögum, að framkvæmd um byggingu stöðvarinnar sé hrað- að svo sem framast er unnt og henni lokið eigi síðar en á næstu 2—3 árum, að undangengnum ít arlegum athugunum fróðustu, manna, útlendra og innlendra sérfræðinga, hvar við vatnasvæði Laxár í Aðaldal sé ákjósanlegast að byggja slíka stöð, eða í næsta nágrenni við umrætt vatnasvæði. 2. Að vinna ötullega að því, að bannað sé með lögum að veiða lax í lagnet í ám og vötnum í námunda við þá staði, þar sem vit að er fyrir, að hrygningarstöðvar laxins eru, svo og einnig þar, sem vitað er að flóðs og fjöru gætir langt upp í ár og jafnvel veiði- vötn. 3. Að veitt sé rífleg fjárveit ing á fjárlögum til að vinna að útrýmingu svartbaks *— veiði- bjöllu — við ósa veiðivatna, en sannað er, að þessi fugl er hinn mesti skaðvaldur og ræningi á seíði, bæði lax og silungs, á göngu þeirra úr veiðivötnum í fjó fram. 4. Að Alþingi samþykki sér- stakar ráðstafanir til rannsókn ar á hinni miklu netaveiði á laxi við Grænland hin síðari ár, með það fyrir augum, að fá sem fyrst skorið úr því, hvori þessi mikla netaveiði hafi ekki hin skhðvæn- legustu áhrif á íslenzka laxastofn inn. 5. Að stórauka framlag á fjár lögum til laxamerkinga og jafn- framt að skylda bæði ríkis- -og einkastöðvar til merkingar á öll um gönguseiðum, er stöðvarnar, láta frá sér fara og sleppt er í ár og vötn. 6. Að Alþingi samþykki að láta nú þegar fara fram rannsókn á gerð og kostnaði við byggingu og rekstur fiskeldisstöðva í sveitum, með það fyrir augum, að bændur geti hafið slíkan atvinnurekstur með útflutningssölu á eldisfiskum fyrir augum. Samþykkt var með almennu lófataki. Hermóður Guðmundsson fundarst. Axel Baldvinss., Steingr. Baldvins son, ritarar. HESTUR ÓSKAST Er kaupandi aS þægum, tömdum hesti, 6—8 vetra fyrir 10—12 þús. Hestur- inn þarf að vera ólatur, en ekki fjörugur. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi ná kvæma lýsingu á hestinum til afgr. blaðsins, fyrir 30. þ m. merkt „Þægur hestur” I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.