Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1966, Blaðsíða 8
Q \ TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 1966 I 1 I m Vift» íslendingar vitum yfir- leitt litið meira um Búlgariu en að landið er fyrir austan tjald, en eftir eins dags við- dvöl þar lét einn Baltikafarinn svo ummælt að það væri fyrir sunnan tjald. Vart þarf að taka það fram, að þetta átti að vera lof mikið, og burts.éð frá því 'hvorum megin tjaldið er, áttu Búlgarar mikið hros skilið fyrir þær móttökur, er þeir létu okkur í té þehnan eina dag, sem við dvöldum í landi þeirra. Mun flestum bera saman um, að þetta hafi verið ánœgjulegasti dagurinn í allri ferðinni, og er þá mikið sagt. Við komum til borgarinnar Varna við Svarfahaf árla morg un 18. okt. Rúmlega 100 far- þegar fóru þaðan strax flug- leiðis til höfuðborgarinnar Sof ia, fóru i mjög vel skipulagða skoðunarferð um borgina og snséddu því næst hádegisverð á nýtízkulegu fjallahóteli i ná grenni borgarinnar. Var allt gert til þess að dagurinn yr'ði þeim sem ánægjulegastur, og komu þeir alsælir til baka um kvöldið. Við vorum hins vegar miklu fleiri, sem létum okkur nægja að skoða Varna og ná- grenni og dagurinn varð okk- ur ekki síður ógleymanlegur. Við skoðuðum fiskasafn borg arinnar, sáum ný og gömul mannvinki, m.a. gamalt munka klaustur í helli einum miklum En mestan áhuga höfðu Búlg- aramir þó á að sýna okkur baðströnd í nágrenni borgar- innar, sem ber hið fagra nafn Gyllta ströndin, og það með réttu. Svo langt sem augað eyg ir teygja sig fallegar sand- breiður á þessum stað hafa Búlgarar látið reisa á und- anfömum árum nýtizku hótel í tugatali, enda • nýtur bað- ströndin síaukinna vinsælda erlendra ferðamanna. Kemur þar tvennt til náttúrufegurð samfara mjög góðu loftslagi, eh ekki síður fyrirtaks aðbún- aður frá hendi Búlgara. Þeir kunna svo sannarlega þá list að taka á móti ferðamömunn og gera þeim til hæfis, gisti- staðir þeirra eru frábærir, og verðlagi mjög í hóf stillt. Á Gylltu ströndinni er líka urm- ull alls konar veitingahúsa, sem reist hafa verið að óvenjumik- illi smekkvísi og hugkvæmn;- Okkur var boðið inn á tvo slíka og þar fengum við kræs ingar og drykkjarföng eins og við gátum í okkur látið, og á öðrum staðnum voru leiknir og sungnir fyrir okkur þjóð- dansar af mikilli list, og til þess að endurgreiða að nokkru þessar sérstæðu móttökur sungu nokkrir félagar úr karla kór Reykjavíkur jslenzk lög fyr- ir gestgjafana. Er við höfðum dvalið á ströndinni í dýrleg- um fagnaði i nokkrar klukku stundir lá leiðin niður í nnó borgina á ný, og þar höfðum við góðan tíma til að verzla. Búlgarar vinna mikið af kera miki sem er einkar fallegt og ódýrt, og ég held að mér sé óhætt að segja að allir Baltika- fararnir hafi komið heim með búlgarskt keramik. Áð- ur en haldið var niður að skipi, var farið með okkur inn á enn einn veitingastað og þar sem sezt var að krásum. Þegar Bal tika hélt frá Varna um kvöldið voru allir farþegarnir frá sér numdi af hrifningu, og flest- ir lýstu því yfir, að til Búlgaríu ætluðu þeir áður en langt um liði. Þann 20. Ikomum við til Píreus í Grikklandi og þar í landi var höfð tveggja daga við dvöl. Flestir farþeganna gerðu þar nokkuð víðreist, en gríska ferðaskrifstofan, sem tók á móti okkur hafði skipulagt fyr ir okkur ferðir til ýmissa f frægra staða svo sem Olympíu, Uelfí, Korintuborgar og viðar. Ýmsir létu sér þó nægja að fara um Aþenuborg, líta á rúst- írnai a Akropolis, skoða söfn og verzla. Kórinn hélt vel heppnaða tónleika í Aþenu, og að þeim loknum var komið að því, sem átti að vera hápunkt- ur Grikklandsferðarinnar kvöld fagnaður á vegum grísku ferða skrifstofunnar, en hann átti að fara fram á einum næturklúbb borgarinnar. Flestir höfðu far- ið í sitt fínasta púss að þessu tilefni, og var nú meiningin að snæða góðan kvöldverð og skemmta sér ærlega. Það er vart hægt að lýsa þeirri undr- un og gremju, sem varð er við litum salakynni þau, er Grikkirnir buðu okkur upp á. Að utan leit húsið út eins og kornhlaða, og ekki tók betra við, þegar inn var komið, vegg irnir voru ópússaðir, gólfið óhreint, og loftið mettað ryki og miður góðum ilmefnum. Sal urinn var ofan á allt annað alltof lítill fyrir allan þennan mannfjölda, borðin voru eins og gamaldags skólaborð, og það brakaði í stólunum, þegar maður settist niður. Um mat- inn, sem fram var borinn, var það að segja, að þeir, sem gerðu honum einhver skil fengu í magann. Að sjálfsögðu rigndi þegar í stað skömmum yfir fulltrúa ferðaskrifstofunn- ar grísku, sem þarna voru staddi, en þeir skildu alls ekki, yfir hverju væri verið að kvarta, og kváðu þetta vera 1. flokks veitingastað. Því var nú tæplega trúað, og hurfu marg- ir gestanna á braut og ætluðu á almennilegan næturklúbb, en hvar sem þeir komu var sama sagan, yfirgengilegur sóðaskap ur, ómöguleg þjónusta og óæt- ur matur. Meirihlutinn af fólk- inu var þó kyrr um stund til að horfa á skemmtiatriðin, þau voru að vísu nokkuð gþð og fjölbreytt, en loftræstingin í húsinu var litil sem engin, lá mörgum við yfirliði, og inn an skamms voru flestir komn- ir út og þvertóku að vera þarna stundinni lengur. Var því ekki um annað að ræða en fara með hópinn niður að skipi á ný, og þótti flestum þetta fremur léleg og enda- sleppt kvöldskemmtun. Þótt þetta færi illa, höfðu samt flestir mikla ánægju af ViS komuna til Reykjavíkur, Akraborgin var drekkhlaðin af farangri. wnma Grikklandsferðinni. Skoðunar- ferðirnar voru flestar mjög góðar, og Grikkland hefur upp á fjölmargt að bjóða. sem ferðamanninn heillar Síðasti viðkomustaður Bal- tiku í ferðinni miku var Nap- oli. Að visu sáum við lítið af borginni þeirri, því að við héldum rakleiðis til Pompei, og skömmu síðar tíl Rómar, þar sem við gistum næstu nótt og dvöldum fram eftir degi. Sá tími, sem við höfðum til um ráða á þessum merku stöðum var vissulega alltof naumur, Rómarborg var ekki reist á einum degi, og verður heldur ekki skoðuð á svo skömmum tíma, en við nýttum vel þann nauma tíma, sem við höfðum yfir að ráða. Við skoðuðum rúst irnar á hinu forna Forum Rom anum, fórum inn í hringleika- húsið mikla, Colotseum, sáum gamla hofið Pantlieon, og í tæpa klukkustund gengum við um hina ægifögru Péturskirkju. Þá höfðum við nokkrar klukku stundir, sem við gátum eytt að eigin geðþótta, og flestir not- uðu þær til að verzla. Minnstu munaði að illa færi í Róm. Roskin frú úr okkar hópi villt ist í þessari miklu borg og hafði hún hvorki meðferðis vegabréf né peninga, og gat ekki talað annað en móðurmál ið. Var þegar hafin leit að henni og lögreglan beðin um aðstoð, en fullar þrjár klukku- stundir liðu þar til einn sam- ferðafélaginn fann hana hei'a á húfi til allrar hamingju. f allan þennan táma hafði hún ranglað um borgina, og reynt að gera sig skiljanlegé við nokkra lögregluþjóna et það hafði ekki tekizt. Var þetta í fyrsta og eina skiptið í allri ferðinni að farþegi villtist frá hópnum. Það var orðið mjög áliðið, er við komum til Napoli á ný, og jafnskjótt sem allir höfðu skilað sér um borð var haldið til hafs, og nú tók við síðasti áfanginn og sá drýgsti, ferðin heim til Reykjavíkur. Sem bet ur fór vorum við mjög hepp in með veður alla leiðina, og var því lítið um sjóveiki, og við gerðum okfcur margt til gamans. Dansað var á hverju kvöldi, jafnvel var slegið upp grimuballi, og verðlaun veitt fyrir beztu búninga, og stúlka er hafði útbúið sér kjól úr bæklingum um Baltika, hlaut fyrstu verðlaun. Happdrætti var haldið, kórinn hélt söng- skemmtanir, Haraldur Ólafs- son, forstjóri Fálkans h.f. var svo elskulegur að lána hljóm plötuverkið íslandsklufckuna til frumflutnings í hátalara- kerfi skipsins farþegum til mik iUar ánægju. En á heimleið- inni var farin að gera vart við sig talsverð þreyta meðal ungra jafnt sem aldraðra, og flestir biðu þess með óþreyju að skipið nálgaðist íslands strendur. Ekki er hægt að segja frá heimferðinni öðruvísi en gef.a lítils háttar um hina svonefndu „úlfaldajarðarför “ Margir far- þeganna höfðu í Arabalöndun- um keypt sér myndarlega upp stoppaða úlfalda til að taka með sér heim og hafa sem stofustáss eða leikföng handa börnunum. Yfirvöld skipsins höfðu illan bifur á gripum þess um, héldu að ýmislegt kviki gæti ieynzt þarna í og báðu um að þeir yrðu fluttir á df vikinn stað til geymslu, aður en tekin yrði ákvörðun um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.