Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 3
Mánudagur 24. nóvember 1975.
3
„Hún sefur í gufu-
tjaldi og tekuródag
18 töflur of einni
meðalategundinni"
„Hún sefur alltaf i gufutjaldi,
við setjum hana yfirleitt i það
þegar hún er sofnuð, en ef henni
gengur illa að sofa, biður hún
sjálf um að fá að fara i tjaldið.
Hún hefur notað upp i 4-5 sortir
af meðulum og þrisvar á dag
þarf að banka á bakið til þess að
hún geti hóstað sliminu upp úr
lungunum.”
Þannig lýstu hjónin, Lára Jó-
hannesdóttir og Guðmundur Jó-
hannesson heilsufari Helgu,
sex ára dóttur sinnar i viðtali
við Visi.
Starfsemi briskirtilsins er
ekki rétt og veldur það melting-
artruflunum og þvi að slim sest i
lungun. Að sögn lækna er Helga
litla fædd með þennan sjúkdóm,
en ekki fékkst úr þvi skorið hvað
að henni væri, fyrr en hún var
eins og hálfs árs. Þá hafði hún
dvalist fjórum sinnum á. Landa-
koti og siðanáLandspitalanum
þar sem sjúkdómurinn uppgötv-
aðist.
Nú orðið fer Helga yfirleitt
tvisvar á ári inn á sjúkrahús og
auk þess i mánaðarlega athug-
un á göngudeild Landspitalans.
Legum hennar á spitala hefur
fækkað siðan hún fékk gufu-
tjaldið. Það er nokkurs konar
stór plastpoki sem breiddur er
yfir höfðalag rúmsins, með
kaldri gufu I, sem kemur frá
stjórntækjum sem tengd eru við
tjaldið.
Til gufuframleiðslunnar er
notað eimað vatn og þarf u.þ.b.
einn litra af þvi á nóttu.
Fyrirgreiðsla
„kerfisins”.
„Læknarnir hafa reynst
okkur mjög vel,” sögðu hjónin,
„svo og tryggingarnar og
starfsfólk apótekisins, enda er
það farið að þekkja okkur. Það
eina sem við höfum undan að
kvarta er sjúkrasamlagið.
Af einni meðalategundinni
notarHelga 18pillur á dag. Það
meðal greiðir sjúkrasamlag að
fullu og höfum við fengið áritað
skirteini upp á það, sem við sýn-
um i apótekinu um leið og
reseftið og þurfum þá ekkert að
borga.
Aðra tegund tekur hún inn i
uppleystu formi, en sú tegund er
einnig til i belgjaformi en þá
getur Helga ekki tekið. Þessa
mixtúru greiðir sjúkrasamlag
að hluta, en ef hún gæti tekið
belgina greiddi samlagið það að
fullu, þótt hér sé um sama með-
al að ræða.
Astæðan er sú að belgirnir eru
Rœtt við f oreldra 6 ára stúlku
um sjúkdóm hennar og við-
skipti þeirra við sjúkrasamlagið
Hér er Helga meö systkinum sinum, Kristinu og Jóhannesi. Helga
er lengst til vinstri.
inni á skrá yfir meðöl sem
greidd eru að fullu, en mixtúran
ekki og það virðist ákaflega erf-
itt að fá þessu breytt.
Af eimaða vatninu tökum við
12 litra í einu og kosta þeir um
5.600 krónur. Til skamms tima
greiddum við þessa upphæð i
apótekinu ogfengum hana siðan
að fullu endurgreidda I sjúkra-
samlagi. Viðhöfum farið fram á
þó ekki væri nema uppáskrift á
miða, til að framvisa i apóteki
til að losna við þessi hlaup fram
og aftur, en það hefur ekki feng-
ist.”
„Erum búin að
gefast upp.”
,,t tvö siðustu skiptin sem við
komum með þennan reikning i
samlagið fengum við hann ekki
að fullu greiddan. Þá var ekki
við afgreiðslu sama manneskja
og i fyrri skiptin og virðist það
gera muninn.
Það sem kom i okkar hlut
voru 400 krónur i hvert sinn. Nú
erum viðhætt.að fara i sjúkra-
samlagið, en borgum þess i stað
þessar 400 krónur i apótekinu.
Þetta eru um ellefu hundruð kr.
á mánuði fyrir utan önnur með-
alakaup sem ekki eru greidd að
fullu.
Læknarnir hafa sagt okkur að
frekar megi gera ráð fyrir að
sjúkdómurinn ágerist heldur en
hitt, þannig að Helga mun þurfa
þessi meðul um ófyrirsjáanlega
framtið.
Við erum búin að gefast upp i
viðskiptum okkar við sjúkra-
samlagið, alla vega i bili,”
sögðu hjónin, Lára og Guð-
mundur. —EB
Hert verð-
lagseftirlit
í tilkynningu frá verðlagsstjóra, sem er I framhaldi af tilmælum
viðskiptaráðuneytisins þann 19. nóv. sl. um herta framkvæmd
verðstöðvunarlaga, mælir hann svo fyrir:
Samanber 9. og 10. grein laga nr. 54 um verðlagsmál frá 1960,
skulu eigendur iðnfyrirtækja, þjónustufyrirtækja, smásölu- og
heildverslana hafa i fyrirtækjum sinum gögn yfir verðlagningu
vöru, svo að eftirlitsmenn verðlagsstjóra geti fyrirvaralaust sann-
reynt réttmæti verðlagningar.
—VS
Foreldrar áhugalitlir
um umferðarmál
Menntamálaráðuneytið hefur
ráðið Guðmund Þorstcinsson
sem sérstakan umsjónarkenn-
ara með umferðarfræðslu i
skólum. Ráðning hans er frá 1.
sept. Hóf hann þá þegar törf og
hefur aðsetur sitt i húsakynnum
umferðarráðs.
Visir hafði samband við Guð-
mund og innti hann eftir i hverju
starf hans væri fólgið.
Hann sagði starfið fólgið i að
styðja og styrkja kennara.
Halda fræðslu- og kynningar-
fundi og vinna við frumvinnslu
kennslugagna. Fá fleiri aðila til
útgáfu kennsluefnis. Sagði hann
fjárskort há þessu sem öðru i
þjóðfélaginu.
Sérstök áhersla er lögð á sam-
starf kemíara og lögreglu, sem
reynst hefur þýðingarmikið
Annars er starfið i stuttu máli
að vinna að hverskonar fram-
gangi fræðslunnar.
Gefum gott fordæmi
Guðmundur tók það sérstak-
lega fram, að það væri almennt
álitið, umferðarfræðsia i skól-
um væri litil sem engin. Þetta
væri ekki á rökum reist. Sann-
leikurinn væri sá, að ástandið
væri viða mjög gott. A skorti
hins vegar, að samstarfið við
foreldra væri nógu gott. Þeir
virtust næsta áhugalitlir um
þessi mál.
Hann benti á að það væri nú i
fyrsta skipti sl. tvö ár, sem
barnaskólar fá inn nemendur,
sem áður hafa fengið umferðar-
fræðslu i umferðarskólanum
Ungir vegfarendur. Sá skóli
væri mjög mikilvægur og stuðl-
aði að jákvæðri venjumyndun.
„Göngum á undan, við hin
eldri, og gefum gott fordæmi,”
sagði Guðmundur að lokum.
— VS
HVERNIG ER HÁTTAÐ
UMFERÐARFRÆÐSLU í
GAGNFRÆÐASKÓLUM
Hringborðsumræður
og kynningarfundir um
umferðarmál hafa nú
verið haldnir i 3. og 4.
bekk nokkurra gagn-
fræðaskóla i Reykjavik.
Slik kynning á að fara
fram i þessum bekkjum
i öllum gagnfræðaskól-
um i Reykjavik og
stendur visast alla
næstu viku.
Þegar er búið að fara i
Laugarlækjarskóla og
Vogaskóla og hafa und-
irtektir unglinganna
verið góðar og þessi
kynning gefið góða raun.
Fer þetta fram með þeim hætti
að skólastjóri viðkomandi skóla
flytur nokkur inngangsorð. Þá
talar Guðmundur Þorsteinsson,
sem er umsjónarmaður með um-
feröarfræðslu i skólum og ráöinn
af Menntamálaráðuneytinu.
Þvi næst er sýnd mynd sem á
íslensku mætti nefna „Vélar-
dauði”. Hún er tekin úti á þjóð-
vegum Bandarikjanna af raun-
verulegum slysum sem þar hafa
orðið. Mynd þessi sýnir á raun-
sæjan hátt hversu alvarleg og
óhugnanleg slys geta orðið.
Að þvi loknu hefjast hring-
borðsumræður sem standa i 30-40
minútur. 1 þeim taka þátt Baldvin
Ottósson varðstjóri, Guðmundur
Pétursson, frá félagi ökukennara,
Arni Þór Eymundsson, frá um-
ferðarráöi og fulltrúi nemendafé-
lags viðkomandi skóla.
Einnig er nemendum gefinn
kostur á að beina spurningum til
þeirra sem taka þátt i hring-
borðsumræðunum. '
—EKG
Alvarlegir á svip hlusta
unglingarnir á útskýringar
og umræður um umferðar-
^ málin i Vogaskóla i gær.
Vettvangur
viðskiptanna
vísm