Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 24
vísm
Mánudagur 24. nóvember 1975.
SÍS stofn-
ar ferða-
skrifstofu
Stofnuð hefur verið ný ferða-
skrifstofa i Reykjavík, sem
heitir Samvinnuferðir. Aðal-
hluthafar eru Samband is-
lenskra samvinnufélaga, Sam-
vinnutryggingar og Oliufélagið.
Hlutafé er 15 milljónir króna,
og hefur kaupfélögum, felags-
mönnum þeirra og félagasam-
tökum verið gefinn kostur á að
gerast aðilar að ferðaskrif-
stofunni.
Fyrstu stjórn hlutafélagsins,
sem ferðaskrifstofuna stofnaði,
skipa: Erlendur Einarsson, for-
maður Valur Arnþórsson, Axel
Gislason, Hjalti Pálsson, Hall-
grimur Sigurðsson og Sigurður
Þórhallsson.
Framkvæmdastjóri er
Böðvar Valgeirsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri skrif-
stofu SÍS i Hamborg. -AG
BRAUT RÚÐUR OG
GRINDVERK OG
REIF UPP HRÍSLUR
Það er vist óhætt að segja að
maður hafi gengið berserks-
gang á föstudagskvöldið.
Maðurinn var ölvaður, og
seint á föstudagskvöldið braut
hann rúður, braut grindverk
og reif upp hrislur.
Þetta átti sér stað við
Skipasundog viðar. Lögreglan
tók manninn i vörslu sina, og
gisti hann hjá henni þá um
nóttina. -EA.
Bresku togararnir eru
nú farnir að hætta veiðum um leið
og varðskip birtist, hvort sem
þeir hafa dráttarbát sér til
verndar eða ekki. Varðskip kom
að 13 brezkum togurum undan
Mið-Austurlandi um fimmleytið i
morgun. Hjá þeim var dráttar-
bátur, en þeir hifðu allir inn i
snatri og létu reka eftir það.
-ÓT.
Fögn-
uðurj
Kröflu
Nýja húsið i Kröflu er nú
komið undir þak, og i tilef ni þess
hélt Kröflunefnd starfsmönnum
sinum boð s.l. föstudag, þar sem
veittur var kokteill og smurt
brauð.
Kröfluncfnd mætti vitaskuld i
hófinu og þar flutti Jón Sólnes
þakkarávarp til starfsmanna.
Kröflubyggingin er að sögn
manna fyrir norðan álika stór
og allar byggingar i Reykjahlið.
Þessar myndir voru teknar á
föstudaginn, annars vegar af
byggingunni — og hins vcgar af
Sólnes á tali við Kristján Grant,
bilstjóra.
Ljósm. Snæbjörn Pétursson —
EB.
GUÐMUNDUR J.
FORMAÐUR VERKA-
MANNASAMBANDSINS
Stal veski
Tveir menn voru handteknir
á Hótel Borg á laugardags-
kvöldið, grunaðir um að hafa
stolið peningaveski. Annar
viðurkenndi þjófnaðinn, en
hinn reyndist ekki viðriðinn
málið.
Það var karlmaður sem
saknaði veskis sins og annar
aðili á Hótel Borg týndi
peningabuddu sinni.
Buddan kom i leitirnar, en
hins vegar kvaðst eigandinn
ekki finna þar þúsund krónur,
sem þar hefðu átt að vera.
-EA.
Guðmundur J. Guðmundsson,
varaformaður Dagsbrúnar, var
einróina kjörinn formaður Verka
mannasambands tslands á þingi,
þess nú um helgina.
Þinginu lauk um eitt i nótt
Miklar umræður urðu um
kjaramálin á þinginu.
Hermann Guðmundsson i
Hlif, Jóna Guðjónsdóttir og
Eðvarð Sigurðsson, sem verið
hafði formaður verkamanna-
sambandsins, gáfu ekki kost á
sér i stjórn sambandsins.
Varaformaður Verkamanna-
sambandsins var kjörinn Karl
Steinar Guðnason ! Keflavik,
sem áður var ritari þess, en
Þórunn Valdemarsdóttir tók við
ritarastörfum hans. -EKG.
Þriggja manna fró
Olafsfirði saknað
Þriggja manna frá Ólafsfirði
var saknað á iaugardag, og kom
til kasta björgunarsveitarinnar
þar að aðstoða mennina þcgar
til kom.
Mennirnir þrir fóru i eftirleit i
Héðinsfjörð, til þess að huga að
kindum, sem þér héldu að væru
þar. Um klukkan 6 sama dag,
þegar ekkert hafði frá þeim
heyrst, var ákveðið að gera út
leit.
Björgunarsveitin ætlaði þegar
af stað, en um það leyti komu
boð frá Siglufjarðarradiói um
að mennirnir væru staddir i
skopbrotsskýli i Vik I Héðins-
firði. Báðu þeir að sjálfsögðu
um að verða sóttir.
Astæðan fyrir þvi að þeir
lentu i skýlinu var sú, að á þá
skall dimm viðri með snjókomu
þegar þeir ætluðu að snúa heim.
Tóku þeir það þá til bragðs að
snúa við i Héðinsfjörð aftur.
I skýlinu er talstöð og gátu-
mennirnir þvi komið boðum til
Siglufjarðar.
Björgunarsveitin i Ólafsfirði
fékk 20 tonna bát, önnu, til
Kom til kasta
björgunar-
sveitarinnar en
mennirnir
fundust fljótlega
umráða og höfðu siðan með sér
tilneyrandi tæki i Héðinsfjörð.
Þegar þangað kom var það
mikil kvika á firðinum, að þar
var ekki lendandi.
Var þvi skotið út linubyssu til
mannanna i landi og þannig
komið gúmmibát til þeirra A
tólfta timanum um kvöldið voru
þeir komnir aftur til Ólafs-
fjarðar.
-EA.
Norðmenn
undirbjóða
Islendinga í
Portúgal
Heyrst hefur að norðmenn
undirbjóði svo fiskmarkað i
Portúgal, að erfitt geti reynst fyr-
ir okkur fslendinga að ná nokkr-
um samningum. Fulltrúar á veg-
um Sölusanibands islenskra fisk-
framleiðenda komu frá Portúgal
nú um helgina án þess að hafa náð
samningum.
Visir hafði samband við einn
sendimanna, Tómas Þorvalds-
son, og spurði hann hvort rétt
væri með undirboð Norðmanna.
Tómast sagðist ekkert vilja láta
hafa eftir sér á þessu stigi máls-
ins, þeir hefðu engar sannanir i
höndunum. Hann benti þó á þá
staðreynd að norðmenn hefðu
rikisstyrktan sjávarútveg upp á
30 milljarða svo þeir væru i
sterkri aðstöðu. Einnig benti
hann á hvernig farið hefði á Suð-
ur-Ameriku markaði, sem áður
hefur verið rætt og ritað um i fjöl-
miðlum. A það hefði þó ekki fylli-
lega reynt á þessu stigi hvort það
komi til með að hefta samninga
þeirra nú.
Hann sagði umræðurnar hafa
snúist um sölu á 3-4 þús. tonn af
blautverkuðum, en þó að megin-
magni þurrkuðum fiski. Portú-
galar höfðu leyfi til að kaupa 3
þús. tonn.
Tómas sagði að lokum að verð
hefði lækkað mjög mikið á fisk-
mörkuðum erlendis eða um
25-40% og jafnvel meira. Stendur
sala á ufsa þar verst.
— VS
Flugleiðir
og Iscargo
vilja flutn-
inga varn-
arliðsins
Hjá utanrikis-
ráðuneytinu liggja nú
umsóknir hjá Iscargo
og Flugleiðum um
flutning a fyrir varnar-
liðið. Bæði félögin
sækja um farþega- og
vöruflutninga og hefur
Hans G. Andersen
fengið málið til at-
hugunar.
Flugfélag Islands og Loft-
leiðir hafa nokkur undanfarin ár
sent viðkomandi yfirvöldum og
varnarliðinu á Keflavikurflug-
velli umsóknir og beiðni um að
fáað taka viðþeim flutningum á
farþegum og vörum, sem
varnarliðið sér nú um sjálft.
Ekki hefurorðið af samningum.
Fyrir nokkrum vikum
itrekuðu Flugleiðir þessa um-
sókn sina, en þá hafði Iscargo
sótt um þessa flutninga.
Yfirmenn varnarliðsins munu
þó hins vegar sjá þá annmarka
á þvi að láta Flugleiðir eða
Iscargo annast þessa flutninga,
að hvorugt félaganna getur
tryggt, að verkföll stöðvi ekki
flutningana.
Mál þetta er nú i athugun hjá
utanrikisráðuneytinu, yfir-
mönnum varnarliðsins og
viðkomandi stjórnardeild i
Washington i samræmi við
bókun, sem gerð var, er
varnarsamningur tslands og
Bandarikjanna var undir-
ritaður.
-AG.