Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Mánudagur 24. nóvember 1975 — 267. tbl. Stríða við sjúkdóm — og sjúkrasamlag Frá fæöingu hefur Helga Guðmundsdóttir, sem nú er 6 ára, átt við sjúkdóm i briskirtii að striða. Hún þarf stanslausa umönnun foreldra.húntekurinn kynstrin af lyfjum daglega, og þarf aö sofa i gufutjaldi á næturnar. En kerfiö hefur ekki verið of lipurt við að gera Helgu né for- eldrum hennar lifið Icttara. — Sjá bls. 3. Foreldrar óhugalitlir um umferð- arfrœðslu „Foreldrar barna virðast næsta áhuga- litlir um um- ferðarfræðplu”, segir nýráðinn umsjónarkenn- ari með um- ferðarfræðslu i skólum, Guð- mundur Þor- steinsson. — Sjá bls. 3. Patrick Wall styðurókvörðun bresku togara- skipstjóranna Hugur í þingmönnum, sagði íslenska sendiróðið í morgun — Mcr virðist af ummælum stjórnmálamanna að það sé grundvöllur l'yrir þvi að flotinn verði sendur á islandsmið, sagði Iielgi Ágústsson, i is- lenska sendiráðinu i London við Visi i morgun. — Nú vil ég alls ekki fullyrða um hver niður- staðan verður en ýmsir þing- menn liafa gefið yfirlýsingar um að beita verði tiltækum ráð- um til að vernda togarana. — Þingmaðurinn Patrick Wall, sagði i útvarpsviðtali að ákvörðun skipstjóranna um að hóta heimsiglingu ef þeir fengju ekki herskipavernd, hefði verið rétt. Ég hef þó ekki heyrt aðra þingmenn gefa jafn ákveðna yfirlýsingu. — Þótt almenningur hér I London taki þessu með ró er geysilegur áhugi hjá fjölmiðlum og sendiráðið er nánast eins og simstöð. Fréttamenn eru stöð- ugt hringjandi til að fá upp- lýsingar og viðtöl. — Við veitum það auðvitað fúslega en okkur þykir verst að fréttamennskan er mjög lituð i sumum tilfellum. Það koma ekki alltaf fram þau atriði sem okkur finnst skipta megin máli. — ÓT. Stjórnarflokkar rœða samningsdrögin í dag Afstaða stjórnarflokkanna til samningsuppkastana við Vestur-Þjóðverja liggur enn ekki fyrir. Fundir i þingflokkum stjórnarflokkanna veröa i dag kl. 2, og verður landhelgis- málið þar rætt og afstaða tekin til samningsdragana við vesturþjóðverja. Siðar i dag kemur Land- helgisnefnd saman til fundar, og i morgun var fundur rikis- stjórnar. -EKG „í athugun hvort við sendum herskipin” — Það er i athugun hvort senda skuli herskip á miðin við island til verndar togurun um, en engin’ákvörðun hefur enn verið tekin, sagði tals- maður breska sjávarútvegs- ráöuney tisins við Visi i morgun. Brezku togararnir hafa hótað að sigla út úr land- helginni á hádegi i dag ef þeir hafa þá ekki fengið loforð um herskipavernd. — Það hafa auðvitað verið fundir um þetta mál, og ákvörðunar er að vænta bráð- lega. En enn sem komið er, liggur ekkert ákveðið fyrir, sagði talsmaðurinn. -ÓT. Hlaut alvarlegt höfuðhðgg ó sjó Skipverjiá Verði ÞH slasaöist i morgun, að þvi er talið var al- varlega. Hlaut hann höfuðhögg og barst Slysavarnarfélaginu hjálparbeiðni á 10. timanum i morgun. Báturinn var á netaveiðum suður af Grindavik og var beðið um þyrlu og lækni. Leitað var til varnarliðsins, sem sendi þyrlu á vettvang. Læknir frá sjúkra- húsinu i Keflavik var með. Klukkustund eftir að hjálpar- beiönin barst, var þyrlan komin á staðinn, og var maðurinn fluttur á slysadeild Borgar- spitalans. -EA. I BÆJARSTJÓRI VESTMANNAEYJA: HRÍINSAÐUR AF ÖLLUM ÁBURÐI UM FJÁRMÁLAÓREIÐU í STARFI Sigfinnur Sigurösson, bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum, hcfur algjörlega verið hreinsaður af öllum grunsemdum og áburði um ócðlilega og óheiðarlega mcöferð fjár. A fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja i gær var lögð fram niöurstaöa nefndarsem kannaði fullyrðingar um að bæjarstjór- inn hcfði misuotað aðstöðu sina og fjármuni bæjarins. Þar kom fram að bæjarstjórinn hefði ekkert gert sem ámælisvert gæti talist. i framhaldi af þessu áliti samþykkti bæjarstjórnin ein- róma eftirfarandi: „Bæjar- stjórn samþykkir niðurstöður nefndarinnar og harmar þau mistök sein hér hafa oröið og lit- ur svo á að málinu sé þar með lokið". í niðurstöðu rannsóknar- nefndarinnar kom fram að mis- tök hefðu orðið á milli launa- deildar og fjármáladeildar. Inn á reikning bæjarstjórans var lagt kaup sem þegar var búið að greiða. — Sigfinnur sagði i við- tali við Visi i morgun að hann hefði frétt af þessu, þegar hann var staddur i Reykjavik að vinna að uppgjöri við Viðlaga- sjóö. Hann kvaðst hafa bakfært upphæðina þegar er hann kom aftur til Vestmannaeyja. Hann kvaðst þó vilja taka fram að hann hefði átt inni hjá bæjar- sjóði laun fyrir öll nefndastörf frá 1. ágúst. Sigfinnur kvaðst hafa gert all- ar ráðstafanir til að leita réttar sins i þessu máli. Hann gagn- rýndi mjög skrif Dagblaðsins um þetta mál og sagði, að rit- stjóri Vestmannaeyjablaðs sem hefði komiö þessu öllu áf stað hefði komið til sin með bréf og beðist afsökunar á þessu frum- hlaupi sinu. Siðan sagði Sigfinnur: „Það er meira en nóg aö gera við endurreisnarstarfið hér i Eyj- um. Það er meira virði að vinna að þvi heldur en að standa i málaferlum og pólitisku narti. Þess vegna hef ég ákveöið, að gera ekkert meira i þessu máli”. — ÁG — Landi gegn landa Þcir Guðgei Leifsson t.v. og Asgeir Sigurvinsson mættust i leik i fyrstu deildinni belgisku i gær. Lfk- lega hefur þaö veriö sérstök tilfinning fyrir þá að keppa hvor á móti öðrum með erlendu Iiði á erlendri grund. Lið Asgcirs, Standard Liege, sigraði lið Guðgeirs, Charleroi S.C. með 4 mörkum gegn 3. Hvorugur is- lendingurinn skoraöi mark. — Sjá iþróttir i opnu íslendingur í 3. sœti heimsmeistarakeppni í kraftlyftingum opnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.